Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.11.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 B 5 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Kristinn istlendinga á sunnudaginn og i en Gústaf Bjarnason er þess fist þess kostur. Jafntefli hjá Jasoni og félögum JASON Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Leutershausen er félagið gerði jafntefli, 23:23, við Solingen í suðurdeild í 2. deildarkeppninni í Þýskalandi en leikið var á föstudags- kvöld. „Við erum núna í öðru sæti I deildinni, einu stigi á eftir Dutenhofen sem er í efsta sæti,“ sagði Jason í sam- tali við Morgunblaðið. Jason og félagar léku á útivelli að þessu sinni, en Solingen er í 5. sæti, að sögn Jasonar. Wuppertal, sem lék án Ól- afs Stefánssonar og Dags Sig- urðarssonar, vann Bremen 28:25 og er í efsta sæti í norð- urdeild 2. deildar. SÓKNAR- GCŒ NÝTING Laugardalshöll, föstud. 1. nóv. 1996: EISTLAND Mork Sóknir % ÍSLAND Mðrk Sóknlr % 10 9 28 27 36 F.h 14 33 S.h 14 28 27 50 52 19 55 35 Alls 28 55 51 8 Langskot 11 2 Gegnumbrot 3 1 Hraðaupphlaup 5 1 Horn 1 4 Lina 6 3 Víti 2 Þorbjöm Jensson þjálfari er bjartsýnn eftir leikina gegn Eistlendingum Hef oftaren ekki sigrað Dani ÞESSI leikur var mun betri en sá fyrri á föstudagskvöldið og það hefur eflaust haft mikið að segja að nú komu fjölmargir áhorfend- ur í Höllina og það er gaman að sjá hversu marga stuðnings- menn við eigum," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir að flautað var til leiks á sunnudagskvöldið. Við vissum að það þyrfti þolin- mæði í vörninni því þeir leika langar sóknir. Lið sem þetta er allt- af betra í fyrri hálfleik en um leið og það er komið nokkuð undir þá riðlast leikur þess. Það var einmitt sem gerðist að þessu sinni.“ Þorbjörn sagði það hafa verið vitað að 6-0 vörn hentaði best gegn Eistlendingum. „Við þurfum að æfa 3-2-1 einn vörn líka og það var kærkomið að geta það í fyrri hálf- leik.“ Hann sagði ennfremur að það hefði verið viljandi gert að gefa eftir á lokakaflanum og lejrfa fleiri leikmönnum að spreyta sig. Engu máli skipti hvort munaði 8 eða fleiri mörkum að leikslokum. Sigur hefði verið aðalatriðið til þess að ná loka- takmarkinu - úrslitaleikjunum gegn Dönum. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn," segir Þorbjörn um leikina við Dani. „Við leikum eins og andstæðingarn- ir bjóða upp á og Danirnir eru með allt annars konar lið en Eistar. í þeim leikjum verður líka enn meira í húfi en áður og ég hef fulla trú á að þá verðum við ennþá skarpari en nú. Ég óttast ekki Danina, ég hef oftar en ekki sigrað þá og fer til þeirra af fullum krafti um leið og ég reyni að vanda undirbúning- inn eins og frekast er kostur." Staðráðinn í að halda sætinu „Það var gott að gera vart við sig í landsliðinu á ný með svona frammistöðu," sagði Bergsveinn Bergsveinsson markvörður að leiks- lokum en hann átti stórleik í síðari hálfleik - varði 14 skot. „Ég er kominn í landsliðið á ný og er staðráðinn í að halda mínu sæti þar. Vegna þess að ég hef stað- ið utan þess um tíma er aukið álag við að sanna tilverurétt minn þar, en það er nú einu sinni svo að því fylgir álag að vera í landsliðinu, ekki síst í keppni sem þessari þar sem allt er lagt undir. Þetta er allt saman að koma og ég lofa hörkuleikjum gegn Dönum í lok mánaðarins og þá ætla ég að mæta sjóðandi heitur til leiks.“ Þakka áhorfendum „Ég vil þakka áhorfendum sér- staklega fyrir að hafa fjölmennt og stutt við bakið á okkur, það er allt annað að leika við þessar aðstæður en þær sem voru á föstudaginn. Ég er mun sáttari við þennan leik en þann,“ sagði Júlíus Jónasson skytta en hann sýndi oft og tíðum kunnuglega tilburði á sunnudags- kvöldið og skoraði fimm mörk og lék vel í vörninni. „Við gerðum nokkuð af mistök- um en góð vörn og hraðaupphlaup var það sem reið baggamuninn að mínu mati. Meirihlutinn var að leika vel og hafa gaman af því sem verið var að gera og það var það sem við ætluðum okkur.“ Júlíus segir allt annað verða upp á teningnum gegn Dönum. Það verði hreinir úrslitaleikir þar sem allt verði lagt í sölurnar. „Ég held að áhorfendur séu líka að bíða eftir þeim og komi og styðji við bakið á okkur í heimaleiknum auk þess sem ég hef hlerað að íslendingar á Norð- urlöndunum ætli að fjölmenna til Danmerkur og hvetja okkur í síðari viðureigninni." Hef oft leikið betur „Ætli síðari hálfleikur hafi ekki gert gæfumuninn og valdið því að við sluppum þokkalega frá þessu,“ sagði fyrirliðinn Geir Sveinsson, en hann lék að þessu sinni í 300. sinn í landsliðsbúningi íslands. „Eistlendingar virðast ekki merkilegir á handboltavellinum en samt sem áður lið sem aldrei er hægt að slaka á gegn. San'ngjörn úrslit hefðu verið tíu til tólf marka Geir fékk silfur- merki HSÍ GEIR Sveinsson fyrirliði landsliðsins í handknattleik lék sinn 300. leik með lands- liðinu á sunnudagskvöldið. Áður en leikur hófst fékk hann afhent silfurmerki HSÍ og blómaskreytingu frá Handknattleikssambandinu. Það voru Guðmundur Ing- varsson, formaður HSÍ, og Örn Magnússon, fram- kvæmdasfjóri HSÍ, sem af- hentu Geir viðurkenninguna en hann er fyrstur íslenskra handknattleiksmanna til að ná því að leika 300 leiki í landsliðsbúningnum. Að af- hendingunni lokinni risu um 3.000 áhorfendur í Laugar- dalshöllinni úr sætum og klöppuðu Geir óspart lof í lófa. munur. En aðalatriðið var að vinna og það tókst.“ Geir sagði það vera slæmt hvað liðið hefði hikstað á upphafskafla leiksins. „Við vorum einmitt búnir að tala um það fyrirfram að nú þyrfti að byija af krafti. Hveiju um er að kenna veit ég ekki, þetta var ekki ósvipað og í síðari leiknum gegn Grikkjum eftir stórsigur í fyrri leiknum.“ Um eigin frammistöðu í þessum tímamótaleik sagðist Geir oft hafa leikið betur. „Ég hefði mátt vera miklu grimmari.“ KNATTSPYRNA Mancini á leið til Inter Skoraði tvö mörk í sínum fjögurhundruð- asta leik með Sampdoria MANCINI, fyrirliði Sampdoría, fagnaði tveimur mörkum. Argentínumaðurinn Javier Za- netti skoraði glæsilegt mark fyrir Inter Milano, sem tryggði lið- inu sigur, 1:0, á Verona og þar með fyrsta sætið á Ítalíu. Zanetti fékk knöttinn á hægri vængnum fimm mín. fyrir leikslok - geystist með hann inn í vítateig og sendi hann fram hjá Attilio Gregori, markverði. Juventus gerði jafntefli við Napoli, 1:1, og AC Milan varð að sætta sig við jafntefli við Atal- anta á San Siro-leikvellinum í Milano, þar sem Demetrio Albertini skoraði jöfnunarmarkið fyrir heimamenn úr vítaspyrnu. Roberto Mancini, sem er á förum til Inter, hélt upp á sinn fjögur- hundruðasta leik og jafnvel sinn síðasta fyrir Sampdoria, með því að skora tvö mörk gegn Piacenza. Sampdoria vann leikinn 3:0. Manc- ini hefur skorað 132 deildarmörk fyrir Sampdoria. Vicenza, sem hefur aldrei unnið til verðlauna í 94 ára sögu liðsins, vann góðan sigur á Ólympíuleik- vanginum í Róm, þar sem leikmenn Lazio voru fórnarlömbin, 0:2. Lazio hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum. Leikmenn Lazio, sem skor- uðu að meðaltali þijú mörk í heima- leikjum sínum sl. keppnistímabil, hafa aðeins skorað fjögur mörk í fjórum leikjum í vetur. Heppnin var ekki með þeim gegn Vicenza, þeir áttu þijú skot sem höfnuðu á tré- verkinu. „Verður aðtaka þá alla“ Zinedine Zidane skoraði mark Juventus á 43. mín., en í seinni hálfleik náðu leikmenn Juventus sér aldrei á strik og Alfredo Aglietti jafnaði fyrir Napoli, 1:1. Gigi Sim- one, þjálfari Napolí og fyrrum leik- Roberto Mancini var maður helg- arinnar á Ítalíu. Þessi 32 ára fyrirliði Sampdóría vill yfirgefa liðið eftir fimmtán keppn- Einar Logi istímabil til að halda Vignisson á vit nýrra ævintýra skrifar með Inter Mílanó. frá Italíu Aðdáendur Sampd- oría hafa tekið þessum tíðindum afar illa og hefur æfmgasvæði liðsins ver- ið þéttsetið æstum stuðningsmönn- um alla síðustu viku og mótmælum rignt yfir stjórn liðsins, auk þess sem skemmdarverk hafa verið unnin í miðborg Genúa. Á sunudaginn lék Mancini sennilega sinn síðasta leik maður Juventus, þótti mjög djarfur í uppstillingu sinni, lét lið sitt leika maður á mann vörn í stað svæði- svarnar eins og öll lið á Ítalíu leika. „Ég sagði við mína menn; hvað í ósköpum haldið þið að þýði að taka Boksic og De Piero úr umferð en leyfa Zidane og Deschamps að leika lausum hala eins og önnur lið hafa verið að gera. Það verður að taka fyrir Sampdoría og fjölmenntu æstir aðdáendur á völlinn með mótmæla- spjöld. Mancini táraðist fyrir leikinn, en var fljótur að hrista það af sér, sýndi af hverju Inter er tilbúið að greiða jafnvirði 1,1 milljarðs ísl. kr. fyrir þjónustu hans næstu þijú árin, þar af fær hann sjálfur 340 milljónir beint í vasann. Hann átti stórleik, skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja, þegar Sampdoría vann Piac- enza, 3:0. „Ég vona að aðdáendur Samp skilji að það er gífurlega erfitt fyrir mig að yfirgefa liðið eftir öll þessi ár,“ sagði Mancini. „Sjónarmið mín og stjórnar liðsins fara ekki sam- þá alla,“ sagði Simone vígreifur eftir leikinn. Roberto Baggio, sem kom inná sem varamaður hjá AC Milan, átti tvö skot sem höfnuðu á stöng, þeg- ar AC Milan gerði jafntefli við Atal- anta, 1:1. Baggio var fluttur á sjúkrahús eftir leikinn, fékk slæmt spark í höfuð, en hélt reyndar um stund áfram að leika og stóð sig vel. an, ég þurfti að horfa upp á forseta liðsins búta niður meistaralið okkar frá 1991, mér fannst salan á Chiesa til Parma og Seedorf til Real Madrid bera vott um metnaðarleysi og nú er ljóst að forsetinn og aðrir stjórnar- menn vilja moka seðlum í kassanVi með því að selja Karembeu til Barcel- ona. Ég fæ nóg af peningum hér, það er ekki málið, en ég vil vinna titla og með Inter á ég möguleika á því. Ég á mörg ár eftir og vil ekki eyða þeim í að þjálfa upp efnilega leikmenn fyrir önnur lið,“ sagði Mancini. Óeirðirvegna sölunnar á Mancini

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.