Morgunblaðið - 12.11.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.11.1996, Qupperneq 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Trúarskáld í efa og afneitun „í BÓKINNI legg ég áherslu á skáldskap Östens Sjöstrands á sjötta og níunda áratugnum en þar finnst mér hann ná mestum hæðum. Sjöstrand er mjög heimspekilegur höfundur. Hann er búinn að velkj- ast í ýmsum hugmyndafræðilegum straumum og tekur afstöðu til ýmissa mála,“ sagði Lárus Már Björnsson þýðandi bókarinnar Vagga hafs og vinda sem inniheldur úrval ljóða sænska skáldsins Ostens Sjöstrands. Ljóð Sjöstrands, sem fæddur er árið 1925, eru mörg þung aflestrar og hafa trúarlegt inn- tak enda tók skáld- ið kaþólska trú sem þótti ekki par fínn átrúnaður meðal bókmennta- manna í Svíaríki um miðbik aldar- innar. „Hann er meira virtur en les- inn. Mér finnst eins og það sé eilítið að fenna yfir nafn hans núna þó verk hans hafi ákveðinn bókmenntasögu- legan sess,“ sagði Lárus Már. „Uppúr1951 lendir hann í trúarkreppu og fer í gegnum mikla afneitun á því sem hann hafði trúað á fram að þeim tíma. Þá fer í hönd margra ára leit að kjölfestu sem hann fann að mörgu leyti í kaþólskri trú þegar hann var um 25 ára gamall. A sjöunda áratugnum gekk hann úr kaþólska söfnuðinum í Svíþjóð og sagði þá meðal annars: „Ég veit að sá guð sem starfar innra með mér, hún eða hann, hvílir sig ekki sjöunda dag vikunnar.“ Ég held að hann hafi í raun fyrst orðið kaþólskur þegar hann tekur þessa ákvörðun því úrsögnin var í rauninni eins- konar frelsisyfirlýsing. Hann er trúarskáld jafnt í efa og afneitun, kannski eins og gott trúarskáld á að _vera.“ Áhrif frá Pól- landi og Frakk- landi má greina í verkunum og hann leitar til kaþólskra austantjaldsríkja á níunda áratugnum og ferðast mikið um lýðveldi gömlu Júgóslavíu og fjall- ar um menningu svæðanna. Lárus Már fór til Slóvak- íu í sumar og vann þar að bókinni en hann hóf að þýða verk Sjöstrands um 1990. „Églá yfir þessu í Slóvak- íu. Mér fannst það að mörgu Ieyti áhugavert að vera í kaþólsku um- hverfi á meðan ég var að vinna við þetta og það hjálp- aði mér.“ Schehereazade Marmarahvít gat hún verið en líkami hennar rjúkandi afhlýju héríþessari brennheitu eyðimörk svöl eins oglind ersál hennar Hún vakir sína þúsundustu nótt sér vinjar svefnsins á ný varpa skugga á hillingar hans morðsins útvalda stund! Sér fyrir í draumi óseðjandi hungur hans Ijónsgulan reykinn íaugum hans sér eldinguna ískýinu ferðast með skýinu burt Marmarahvít gat hún verið en líkami hennar ijúkandi af hlýju skírlíft eins oghugurinn er tillit hennar: Staðföst Staðföst er bið hennar handan þrár og dauða Gaman og alvara BÓKMENNTIR L j ó ö a b 6 k ÚRVALSLJÓÐ EIN eftir Kristin Reyr. Reykjavík 1996 - 143 bls. KRISTINN Reyr er af þeirri kynslóð skálda sem hóf upp raust sína á fyrri hluta þessarar aldar. Hann er fæddur í Grindavík árið 1914 og fyrstu ljóða- bók sína, Suður með sjó, gaf hann^ út árið 1942. Útgefnar ljóðabækur hans eru orðnar tólf að tölu en að auki hefur hann fengist við leikritagerð og tónsmíðar og eftir hann liggur fjöldi ieik- þátta og leikrita ásamt útgefnum nótnaheftum og söngljóðakverum. Yrkisefni ljóða hans eru margbreytileg, frá náttúrulýrík til pólití- skra hersetuljóða en áhrif á efnistök eru hvorttveggja í anda nýrómantíkur og kreppuskáldskap- ar. Kristinn er allt í senn ljóðskáld, leikritaskáld og tónskáld og gætir frásagnar og ríkrar hrynjandi víða í ljóðum hans. Hann er tilfinninga- skáld sem sviðsetur atburði og seg- ir sögur af íslensku mannlífi og náttúru í bundnu máli. Úrvaisljóð ein samanstendur af sjálfvöldum ljóðum höfundar úr tólf ljóðabókum frá árinu 1942 til 1991. Hugmyndin að baki slíkri útgáfu er góðra gjalda verð og væntanlega sú að koma á framfæri því besta sem Kristinn telur sig hafa ort. Lík- lega hefði þó betur far- ið á því að aðrir en höfundurinn veldu ljóð- in í úrvalið. Slík vinnu- brögð myndu lýsa ann- arri afstöðu til ljóða hans og útgáfan gæfi tilefni til að lesendur upplifðu nýja hlið á ljóðum skáldsins. Til fróðleiks fyrir nýja les- endur sína hefði Krist- inn mátt tiltaka með nákvæmari hætti úr hvaða bókum einstök ljóð eru fengin. Það gæfi gleggri sýn á þró- unina í ljóðagerð hans. Eins og áður segir spanna ljóð Kristins nokkuð vítt svið þótt þau séu flest ort undir aðhaldi stuðlasetningar og ríms. Þau vega salt milli gamans og al- vöru, geta verið gamansöm í annan endann þar sem sögur eru sagðar af saumakonu, seniorítu og síldará- rum en alvöruþrungin í hinn, þegar ort er um ástvinamissi eða erlenda íhlutun í málefni þjóðar. Víða má greina heimahaga skáldsins á síðum þessarar bókar: Suðurnesin, sjávar- þorpið, hafið og bjargið í bland við sterka trúarsannfæringu enda má fullyrða að Ijóðið sé síðast en ekki síst tæki í höndum Kristins til að skoða, glöggva sig á og endur- heimta liðnar stundir: Geislarnir voru komnir og kitluðu mig án afláts sofandi koll á svæfli. Þeir vöknuðu fyrir allar aldir einsog hún mamma mín farin með pabba fram á Klöpp úr bólinu að breiða fisk. Að öllu samanlögðu er hér vei og snyrtilega að verki staðið og gefa úrvalsljóð Kristins Reys gott yfirlit um hugðarefni hans á dtjúgum skáldskaparferli. Jón Ozur Snorrason. Kristinn Reyr Hjartasor BOKMENNTIR Ilcimildasaga HAMINGJAN ER HULIÐSRÚN Fræg og umdeild ástarsaga frá níunda áratug síðustu aldar í Kaupmanna- höfn eftir Bodil Wamberg i þýðingu Björns Th. Bjömssonar. Mál og menn- ing, 1996 - 127 síður. SVIÐIÐ er Kaupmannahöfn á níunda áratug nítjándu aldar. Sænsk skáldkona tekur sér herbergi á Hót- el Leopold til að losna við eiginmann sinn og fá næði til að skrifa. Fyrr en varir er hún orðin ástfangin af lágvöxnum Dana, um- talaðasta menntamanni Kaupmannahafnar, sem fer að venja komur sínar tii hennar, ýmist reglu- bundið eða með óbæri- legum hléum. Samband þeirra stendur í tvö ár, eða þangað til Victoria Benedictsson fellur fyrir eigin hendi. I síðustu orðsendingu sinni taiar hún um að Georg Bran- des verði að hafa kjark til að taka á sig þann sannleika sem hún inn- siglar með dauða sínum. Brandes afneitaði henni hins vegar, á einum stað skrifar hann: „Ég þarfnaðist ekki ástúðar hennar, og þar sem hún var mjög tilætlunarsöm var hún mér til byrði.“ (13). Danski rithöfundurinn Bodil Wamberg byggir frásögn sína af ástarsambandi Victoriu Benedicts- son og Georgs Brandesar á laus- blaðagreinum og dagbókum Victor- iu. Wamberg, sem fékk svokölluð Brandes-verðlaun árið 1987, launar bókmennta-páfanum nú með því að draga fram í dagsljósið ástarsam- band sem var honum ekki til mikils sóma og hann vildi helst gleyma. Hún tekur við keflinu þar sem Vict- oria lagði það frá sér ásamt rakhnífn- um fyrir rúmum hundrað árum og reynir að rýna í ástæður þess að Georg Brandes hélt áfram að gefa þessari óhamingjusömu og gáfuðu konu undir haltan fót hennar löngu eftir að ljóst var að hann gæti ekki endurgoldið ást hennar; ást sem hafði af hennar hálfu snúist upp í þráhyggju, fíkn, kvalalosta - eina allsherjar þrútnun sálarlífsins. Að vissu marki er hann í þessari bók dreginn fyrir rétt; dagbókinni er lýst sem hinu „fullkomna réttarskjali fyr- ir allsheijardómi: kona gegn karli“ (14). Glæpur hans var sá að krefjast fullnaðarsigurs kvennaflagarans í stað þess að þiggja vináttu sem Vict- oria var fús að veita - fyrst af öðru gat ekki orðið. Dagbækur Victoriu urðu hennar annað sjálf, efni trúnað- arvinur hennar í þeirri einsemd sem knúði hana til að skrifa. Skrif henn- ar bera vitni um konu heltekna af ást sem sveiflaðist fram og til baka, „ýmist hamingju- söm eða örvilnuð, bljúg eða í hefndarhug, full haturs eða fyrirgefning- ar“ (14). Það sama verð- ur sennilega ekki sagt um Brandes, þótt ljóst megi vera að hann hafi hrifist af Victoriu. A meðan líf hennar snerist orðið algjörlega um hann virðist sem Brand- es hafi litið á samband sitt við hana sem enn einn leikinn af fjölmörgum sem hann lék með fjölda ástkvenna sinna. Hann var jú boðberi nýrra tíma og hinna svoköll- uðu ftjálsu ásta sem Victoria andæfði í skáldskap sínum þótt hún þyrði ekki að gera það þegar hún fjallaði um Brandes sem fyrirlesara; þá skein aðdáun út úr hveiju orði. Wamberg lýsir honum svona: „Hann var stórneytandi á konur og skildi marga skipreika kvensál eftir í kjölf- ari sínu. Victoria var ein þeirra mörgu“ (9). Og ljóst má vera af þessari bók að sambönd hans við konur röskuðu honum sjálfum ekki til muna. Það er því ekki úr lausu lofti gripið að Wamberg skuli skýra hegðun Brandesar með því að túlka hann sem afbrigði af Don Juan; mann sem fyrirleit allt kvenkynið og leit ekki á kynferðislega fullnustu Victoria Benedictsson BÓKMENNTIR Skáldsaga JAKOB FORLAGASINNI OG MEISTARI HANS eftir Denis Diderot. Friðrik Rafnsson þýddi. Mál og menning, Reykjavík 1996. 276 bls. Á DÁNARÁRI franska heimspek- ingsins og rithöfundarins Denisar Diderots (1784), birtist grein í tíma- ritinu Berlinische Monatschríft eftir þýska heimspekinginn Immanuel Kant (1724-1804), þar sem hann reynir að átta sig á samtíð sinni með því að leiða hugann að spurning- unni: „Hvað er upplýsing?" (Greinin birtist í íslenskri þýðingu Elnu Katr- ínar Jónsdóttur og Önnu Þorsteins- dóttur í Skírni árið 1993.) Tilraunin hefst á eftirfarandi staðhæfingu: „Upplýsingin er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á.“ Með ósjálfræði á Kant við að maðurinn styðjist ekki við sína eigin skynsemi þegar að- stæður, þar sem það ætti við, koma upp heldur gerir sig ánægðan með ákvarðanir annarra, hlítir með öðrum orðum valdboði þegar hann ætti frekar að breyta samkvæmt því sem hyggjuvit hans býður honum. Ástæð- ur ósjálfræðis telur Kant fyrst og síðast vera leti og ragmennsku en sjálfráða verður maðurinn þó ekki fyrr en hann hefur öðlast „frelsi til óskertrar notkunar skynseminnar á opinberum vettvangi“. Maðurinn á þannig að vera ftjáls til að nota hyggjuvit sitt til að rökræða um Við up] hvaðeina sem hann lystir, svo lengi sem það hefur ekki áhrif á það hlut- verk sem hann gegnir í samfélaginu og gjörðir hans gangi ekki þvert á lög þess og reglur. Þessi greining Kants á upplýsing- unni kallast mjög á við sögu Dider- ots um Jakob forlagasinna og meist- ara hans sem kom fyrst út í heild sinni árið 1796. Bókin ljallar öðrum þræði um valdatogstreituna á milli hins háa og hins lága, um rétt þjóns- ins Jakobs til að beita skynsemi sinni og rökræða við meistara sinn um allt sem hann vill. í bókinni er jafn- vel gengið lengra í frjálsræðisátt, eða jafnréttisátt, en Kant vildi gera því að þar er ekki alltaf ljóst hver það er sem ræður yfir hvetjum, þjónninn eða húsbóndi hans. Stundum virðast rök Jakobs að minnsta kosti hafa haft áhrif á skoðanir meistarans, til dærnis um forlagatrú: „Jakob sagði að kafteinninn hans segði að allt hið góða og illa sem fyrir okkur bæri hér neðra stæði skrifað efra.“ Jakob tekur sér reyndar það bessaleyfi líka að hnakkrífast við meistara sinn og óhlýðnast honum og er þá búið að riðla öllum valdahlutföllum. Slíkt sagði Kant í fyrrnefndri grein að ntyndi aðeins leiða til ills; menn máttu rökræða en ekki óhlýðnast. Vangaveltur Kants tengjast einnig öðru meginþema þessarar kostulegu skáldsögu sem er togstreitan á milli löghyggju og frelsis; annars vegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.