Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 8
8 C ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLAFORLAG Máls og menn- ingar, Heimskringla.var stofnað árið 1991 og hefur gefið út átján bækur sem spanna mörg svið hug- og raunvísinda, svo sem heimspeki, bókmenntir, sagnfræði, stjórnmálafræði, sálarfræði, hagfræði, læknisfræði og eðlis- fræði. Að sögn Ólafar Eldjárns, ritstjóra útgáfunnar, er markmið hennar að gefa út akademísk rit sem eru fræðilega traust en jafnframt aðgengileg almenningi. „Sumar þessar bækur eru notaðar við kennslu í Háskóla íslands en þær eru allar unnar af háskólafólki eins og nafn forlagsins gefur til kynna. Þær hafa eigi að síður reynst mjög aðgengilegar áhugasömum almenn- ingi. Ég nefni sem dæmi Löndin í suðrí eft- ir Jón Orm Halldórsson; hún er notuð við kennslu í stjórnmálafræði við Háskólann en hefur einnig selst mjög vel á almennum markaði og svo er einnig um fleiri af þessum ¦bókum." Almenningsfræðsla Hin síðari ár hafa háskólamenn orðið sér æ meðvitaðri um að mikilvægt sé að vera í nánum tengslum við samfélagið sem þeir lifa og vinna í. Fleiri og fleiri opinber þing og ráðstefnur, sem haldnar hafa verið und- anfarin misseri af háskólanum, eru til vitnis um þetta. Einnig viðleitni sumra kennara hans til að miðla þekkingu sinni til almenn- ings á aðgengilegan hátt. Dæmin eru vissu- lega allt of fá ennþá en það hlýtur að telj- ast meðal frumskyldna háskólamanna að taka á þennan hátt þátt í skoðanamyndun í þjóðfélaginu og upplýsingu þess. Nokkrar bækur eru þessa eðlis í útgáfu Heimskringlu. Sem dæmi ber fyrst að nefna tvær bækur eftir Jón Orm Halldórsson, stjórnmálafræðing, Löndin í suðrí og Lilam. Báðar fjalla þessar bækur á einkar Ijósan hátt um efni sem er um flest íslendingum fjarlægt og framandi, sú fyrri um stjórnmál og þróun þeirra í löndum suðursins, sem áður voru nefnd þriðji heimurinn, og hin síðarnefnda um sögu islamstrúar. Einnig mætti geta bókarinnar, Markaðs- búskapur, eftir Arne Jon Isachsen, Carl B. Hamilton og Þorvald Gylfason, hagfræð- inga, en bókin var upphaflega skrifuð til ypplýsingar fyrir fróðleiksfúsa lesendur í Eystrasaltslöndunum þar sem verið er að innleiða markaðsbúskap. Bókin hentar hin- um almenna lesanda afar vel enda er hún laus við alla stærðfræði sem setur svip sinn á flestar kennslubækur í hagfræði á okkar dögum. Tvær aðrar bækur sem fjalla um stjórn- mál og hagvísindi hafa komið út hjá Heims- kringlu en eru ekki jafnaðgengilegar al- menningi, Embættismenn og stjórnmála- menn eftir Gunnar Helga Kristinsson, stjórnmálafræðing, og Haglýsing íslands eftir Sigurð Snævarr, hagfræðing. Bækurn- ar eru fyrst og fremst ætlaðar til kennslu og bera þess glöggt vitni; framsetningar- mátinn er fræðilegur og stíllinn þurr og flat- ur. -¦'» Brautin rudd Óhætt er að segja að íslensk heimspeki sé ung að árum, sjálfsagt er hún vart kom- in á gelgjuskeiðið sé tekið mið af evrópskri heimspeki. Þessi ungi aldur skýrir vitanlega hvers vegna ekki er mikið til af íslenskum heimspekirjtum. Þótt verkefni forlagsins Heimskringlu séu vafalítið ófá og brýn þá mætti það vera eitt af þeim mikilvægustu að stuðla að frekari útgáfu á íslenskri heim- speki. Þegar hafa tvö slík rit komið út hjá forlaginu og verður ekki annað sagt en að vel hafi verið af stað farið. Þetta eru bækur Þorsteins Gylfasonar, heimspekings, Tilraun um heiminn og Að hugsa á isienzku. Báðar fylla þær án vafa þann flokk bóka sem telj- HINGAÐ til hefur útgáfa áreiðanlegra en jafnframt læsilegra og handhægra fræði- rita verið Iítil og léleg hér á landi. í þvi samhengi hefur háskólinn sjálfur valdið mestum vonbrigðum. Utgáfa Heimskringlu hefur hins vegar bætt nokkuð úr þessu með blómlegri útgáfu undanfarin ár. Blómleg Heimskringla Heimskringla nefnist háskólaforlag Máls og menningar. Það hefur gefíð út átján fræðirit sem eru ætluð bæði fagfólki og almenningi. Þröstur Helgason gluggaði í þessar bækur sem eru fjölbreyttar að efni. Hann segist vona að framhald verði á útgáfunni. ast almenningi læsilegar enda er stíll Þor- steins leikandi léttur og framsetning öll skýr. í fyrri bókinni glímir Þorsteinn við nokkrar spurningar sem brunnið hafa á mönnum um aldir, um það hvort andinn sé ódauðlegur, hvort geðveiki sé til, hvort meirihlutinn eigi að ráða og hvort réttlæti skipti máli. Fyrsta spurning bókarinnar er þó kannski frumforsenda hennar: Gerir heimspeki gagn? Henni svar- ar Þorsteinn á forvitni- legan hátt: „Heimspeki gerir mest gagn þegar i hún reynir ekki að gera' gagn." Seinni bókin er að koma út þessa dag- ana en hún geymir margt af því sem Þor- steinn hefur sett á blað um tungumálið sem við tölum og íjU merkingu þess og j*&*) sköpunargáfuna. ^Hw Þorsteinn telur að m%úu?i -, mál og sköpun Smli^ tvinnist saman á fflwftv, ýmsa lund og er v bókimú ætlað að >, leiða það í ljós. BOKMENNTIR Barnabók VOR í ÓLÁTAGARÐI Höfundur: Astrid Lindgren. Myndir: Uon Wikland. Þýðing: Sigrún Arna- dóttir. Prentun: Aarhus Stiftsbog- trykkeri, Danmörk. Mál og menning, 1996-32síður. Voriðgóða... Það er einkenni sagnameist- ¦**arans, hversu áreynslulaust hann dregur upp myndir af hversdags- leikanum, réttir þér, og þér þykir vænna um ævintýrið líf eftir. Þenn- an galdur kann Lindgren út í hörg- ul, já, svo vel, að bækur hennar bjóða byrginn tíma; stað; menn- ingararfleifð. Amman og barna- '"barnið; borgarbúinn og sveita- maðurinn; íslendingurinn og ítal- inn, öll þessi finna til sömu gleðinn- ar, er brjóstið hrærir, þá frásögn hennar er lesin. Töfrarnir eru fólgnir í því, að Astrid áleit sig streng í hörpu, sem höfundur lífs- ins leikur á, og hans tón skilja allir. í þessu kveri teflir hún fram vorakri, þar sem hver dagur býður til fagnaðar yfir nýju undri, blómi á grund; ferfættum vinum; ástar- söngvum fugla sem svífa um á gleðivængjum. Til að skoða j)essa dýrð velur hún börnin 7 í Oláta- garði, því enn eiga þau vakandi, spurulan hug, hafa ekki verið mót- uð af tildri okkar hinna eldri,- enn ekki stungin af því svefnþorni að lífsgangan sé aðeins refsing fyrir þá slysni að fæðast, - samt tekin f^ að príla á palla. Lísa er látin segja söguna, rogg- in, sjálfsörugg lýsir hún leikjum þeirra krakkanna í Ólátgarði. Stelpan er komin á þann aldur, að hún getur leyft sér að gleyma nærri „snuðkrakka", þá hún leiðir félaga sína fram fyrir lesandann Það hefur reyndar ekki heldur verið þýtt mikið af erlendri heimspeki á íslensku og því var það kærkomið þegar út kom hjá Heimskringlu ritgerðasafnið, Heimspeki á tuttugustu öld. Bókin inniheldur safn merkra ritgerða úr heimspeki aldarinnar eftir nokkra áhrifamestu hugsuða hennar eða allt frá Gottlob Frege til Amy Gutt- mann. Eins og ritstjórar benda á í inn- gangi áttu þýðendur oft erfitt um vik vegna lítillar hefðar í orðavali. Hér er því um nokkurt brautryðjandaverk að ræða og verður vonandi eitthvert framhald á hjá foriaginu. Einnig má segja að bækur Árna Sigur- jónssonar, bókmenntafræðings, um bók- menntakenningar fyrri og síðari alda séu brautryðjandaverk. Fyrir löngu var kominn tími til að einhver gerði þessu efni skil. Sömu sögu má segja af bók Thomasar Gilovich, sálfræðings, Ertu viss?, sem Sig- urður J. Grétarsson, sálfræðingur, hefur þýtt og fjallar um brigðula dómgreind í dagsins önn. Bókinni er ætlað að kynna ís- lenskum almenningi þá hlið á nútímasál- fræði sem honum er að litlu kunn og fæst við það hvernig fólk hugsar almennt, hvern- ig fólk kemst að niðurstöðu, dregur álykt- un. Eins og bækur Árna er rit þetta auðles- ið, þótt þýðingin á bók Gilovich sé stundum stirð og klaufaleg, og ætti ekki aðeins að geta nýst við háskólakennslu heldur einnig fyrir almenning. Orðasöfn og uppflettirit Tvö mjög handhæg og þörf uppflettirit hafa komið út hjá Heimskringlu, Hugtök og heiti í norrænni goðafræði eftir Rudolf Simek og Nöfn íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni. Fimm orðasöfn á sviði læknisfræði og eðlisfræði hafa komið út, fjögur þeirra komu nú í haust, Fósturfræðiheiti, Vefjafræði- heiti, Líffæraheiti og Orðaskrá um eðlis- fræði en áður hafði komið út ritið Líffærí mannsins. Bækurnar eru vitanlega fyrst og fremst ætlaðar fagmönnum og eru sennilega þær bækur Heimskringlu sem koma almenn- ingi að minnstum notum. Útgáfuna þarf að efla enn frekar Eins og ráða má af þessari umfjöllun er útgáfa Heimskringlu orðin allviðamikil. Það leikur enginn vafi á að þetta er mikilvæg útgáfa. Hingað til hefur útgáfa áreiðanlegra en jafnframt læsilegra og handhægra fræði- rita verið lítil og léleg hér á landi. í því samhengi hefur Háskólinn sjálfur valdið mestum vonbrigðum. Forlag sem nefnist Háskólaútgáfan er til en frá því koma af- skaplega fá rit. Menningarsjóður sinnti þessu hlutverki áður að miklu leyti og óttuð- ust menn mjög að útgáfa vandaðra fræði- bóka myndi leggjast af eftir að hann var lagður niður. Það hefur hins vegar til allrar hamingju ekki gerst. Mál og menning hefur verið öflug á þessu sviði enda stærst forlag- anna. Einnig hefur Hið íslenska bókmennta- félag gert nokkur grundvallarrit hugsunar- sögunnar aðgengileg fyrir íslenska lesendur í Lærdómsritaútgáfu sinni. Almenna bókafé- lagið sinnti útgáfu af þessu tagi allnokkuð og má þar helst nefna flokkinn íslensk þjóðfræði. Frá öðrum forlögum hefur hins vegar lítið af vönduðum fræðiritum komið ef frá er talin orðabókarútgáfa Arnar og Örlygs. Sjálfsagt er þar um að kenna hversu dýr slík útgáfa er og er spurning hvort ekki þurfi að koma til frekari styrkir frá hinu opinbera til að efla hana og treysta um leið fræðastarfsemi landinu. Að lokum er ekki annað að gera en að óska þess að framhald verði á út- gáfu Heimskringlu og að hún blómgist enn frekar. til kynningar. Hún kynnir líka Svip, hundinn hans Óla; heimaling- inn Pontus og ógnvaldinn hrút- skömmina Úlrik. Kímni höfundar leynir sér ekki, heldur ekki sú virðing sem hann ber fyrir þeim sem eru að vaxa til „manns". Þýðing Sigrúnar er mjög lipur, tær og kliðmjúk sem lind. Aðeins einu sinni hrökk eg við .....fæðast heilmargir kálf- ar . . ." Ekki skal myndunum gleymt, þær eru slíkt listaverk, logandi af fjöri og angan vors, að einar sér gera þær kverið að óska- bók á hvert heimili. Prentun og allur frágangur til mikils sóma. Aðeins einu sinni rakst eg á prent- villu: indíánar í stað Indíánar. Bók- in er útgáfunni til mikils sóma. Sig.Haukur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.