Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 2

Morgunblaðið - 22.11.1996, Side 2
2 B FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ DAGLEGT LÍF Stafræn myndavél getur gengið af filmunni dauðri Filmulaus rafmyndavél er tengd við tölvu og nýteknar ljósmyndir birtast á skjánum. Gunnar Hersveinn fékk svona vél lánaða og setti sig í spor næstu kynslóðar með fjöl- skyldualbúmið sitt á disklingum. FILMAN nálgast dauðadaginn líkt og lýsistíran á undan rafmagnsper- unni, hestvagninn á undan bílnum, ritvélin á undan tölvunni og vínil- platan á undan geisladisknum. Filman lætur í minni pokann fyrir rafrænu minni og diskum. Fram- köllun verður líka liðin tíð. Allt sem þarf er „digital" myndavél og tölva á hvetju heimili. Filman verður að- eins fyrir hina fáu og myndaalbúm fjölskyldunnar verður á skjánum. Þetta er vissulega spádómur en nokkuð líklegur, að minnsta kosti stefnir þróunin í þessa átt. Fram- leiðslan er hafin og filmulausar tölvumyndavélar handa almenningi eru nú þegar til sölu. Til að lifa mig inn í ljósmynda- iðju næstu kynslóðar fékk ég lánað- ar tvær vélar hjá Hans Petersen: Annarsvegar litla Kodak DC20 vél sem geymir teknar myndir á raf- rænu minni sínu, allt frá sjö mynd- um til sextán eftir vali á upplausn myndar. Hún kostar 29.700 krón- ur. Hinsvegar Kodak DC50 vél með 35-114 mm zoom linsu og geymir 7-22 myndir eftir upplausn, en einn- ig er hægt að setja í vélina svokall- að PCMCIA kort sem eykur minni hennar. Hún kostar 99.700 krónur út úr búð. Reykjavík í rafrænu minnl vélarinnar Á heimatölvuna keyrði ég forrit sem fylgdi vélunum. Dóttir mín skoðaði vélarnar og ég tilkynnti að það væri engin filma í þeim. Hún tók því aðra og smellti af. Það tók nokkrar mínútur að útskýra fyrir henni að hún hafði tekið raun- verulega ljósmynd sem biði á raf- rænu minni vélarinnar eftir að birt- ast á tölvuskjánum. ANDLITSMYND tekin á Kod- ak DC20 vélina. Andlitið fyrir og eftir smá grallaraskap. Kaktusar eru óhlutstæðasta listformið í náttúrunni SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hefur Þórð- ur Magnússon verið forfallinn kakt- usáhugamaður. Hann á nú allt að þrjú hundruð mismunandi afbrigði af þessari þyrnóttu plöntu sem hefur þann hæfileika að geta geymt vatn í veflum sínum til að lifa af þurrka- tíma og er fyrir bragðið óskaplanta þeirra sem eru önnum kafnir eða gleymnir. Áhugi Þórðar á kaktusum tengist þó hvorki því að auðvelt er að hirða þá eða því sem hann hefur venjulega fyrir stafni en Þórður er að læra tónsmíðar. Eitthvað er það samt sem dregur hann að kaktusunum? „Ætli það sé ekki fyrst og fremst lögun plöntunnar, kaktusinn getur tekið á sig svo margar myndir og er örugg- lega óhlutstæðasta listformið í nátt- úrunni," segir hann Blómstra kaktusar ekki mjög fal- lega? „Jú, þeir blómstra á vorin þegar þeir byija að vaxa. Kaktusar sem eiga að blómstra þurfa venjulega meiri kulda á veturnar en er í heima- húsum svo þeir skynji muninn á árstíðunum." Þórður neitar því að hafa ein- hveija sérþekkingu á kaktusum en viðurkennir þó að hafa grúskað svo- litið í bókum til að afla sér þekking- ar. Hann segir okkur að kaktusinn sé uppruninn á meginlandi Ameríku og að stærð geti afbrigðin verið frá nokkrum sentimetrum og upp í tutt- ugu og fimm metra á hæð. Sjálfur segist hann ekki eiga mjög stórar plöntur enda vaxi kaktusar fremur hægt. Hann segir að þegar sáð sé til kaktusa þá taki það minnst þijú ár fyrir þá að verða kynþorska og sumar plöntur taki það eitt hundrað ár! Það þurfí því þolinmæði við þessa ræktun. í matargerð og dýrafóður Þórður segir ennfremur að í Mex- íkó sé kaktus notaður til matargerð- ar og í dýrafóður. Þegar blaðamaður heyrir þetta verður hann undrandi, hann hafði haldið að margar kaktus- tegundir væru eitraðar. Máli sínu til sönnunar segir hann sögu af ungum syni sínum og vini hans sem í óvitaskap tuggðu blöð af kaktusi sem eigandinn taldi vera eitruð. Hringt var á bráðavaktina og þar var okkur sagt að koma strax með drengina svo hægt væri að líta á þá og jafnvel leggja þá inn. Sem betur fór báru þeir engin merki þess að þeim hefðu orðið meint af þessu uppátæki og var hleypt heim eftir nokkra klukkutíma. Myndavélarnar eru litlar, léttar og handhægar. Þær eru í raun í flokki myndavéla sem dags dag- lega eru kallaðar imbavélar vegna þess að ekkert þarf að stilla, að- eins að ýta á takka. Sú minni er með 183 þúsund pixlum en hin 381 þúsund pixlum. Myndavélar fyrir fagmenn eru viðameiri og með PCMCIA korti. Þær kosta enn frá u.þ.b. 800 þús- undum til tveggja milljóna. Kostur- inn við þær er að til dæmis blaða- ljósmyndarar geta verið með þær á vettvangi fjarri höfuðstöðvunum, keyrt svo myndirnar inn á ferða- tölvuna sína og símsent þær á blað- ið - og þær eru tilbúnar til prentunar. Ekki þarf að framkalla né skanna þær inn á tölvurnar. Einnig eru til „digital" vélar handa áhugaljósmyndurum eins og Min- olta RD 175 sem kostar 580 þús- und krónur, en margir framleið- RAFRÆNAR Kod- ak myndavélar sem notaðar voru til að bæta við fjölskyldu- albúmið. Morgunblaðið/Ásdfs ÞÓRÐUR Magnússon hjá kaktusunum sínum, ásamt syninum, Arnaldi Gylfa. „Þarna gætir misskilnings," segir Þórður. „Kaktusar eru yfírleitt ekki eitraðir heldur er það önnur jurt sem líkist mjög kaktusum, Euphorbía heitir hún. Sú er ættuð frá Afríku og ber blöð en það gera kaktusar venjulega ekki. í einstökum afbrigð- um af kaktusum má hins vegar fínna ofskynjunarefni sem Indíánar not- uðu gjaman við trúarlegar athafnir. Ég hef ekki séð þessa plöntu nema einu sinni hér á landi, það var í Borgarfirðinum hjá konu sem átti stórt safn kaktusa." Kaktusáhugafólk á alnetinu Þórður er spurður að því hvort að ræktendur kaktusa hafi með sér einhver samtök. Hann segist ekki vita þess. „En ég er að vona að komast í samband við þá á Internet- inu þegar ég er kominn með það. Ég prófaði ekki alls fyrir löngu að slá inn orðinu kaktus á Internetið til að athuga hvað þar væri að finna. Þá fann ég eitt þúsund og fimm 1-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.