Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 22.11.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 B 5 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Ámi Sæberg álum fólks. svo gaman að þessu, enda gaman að vinna með svona litríkt og fallegt efni.“ Jólasokkarnir eru næstum því jafn misjafnir og þeir eru margir, enda fá væntanlegir eigendur að velja. „Það vita allir hvað þeir fá í jóla- gjöf, það er ekki hægt annað. Svo benda þau og segja: svona vil ég,“ segir Steinunn og hlær, og ekki að sjá að henni þyki verra að sauma upp í pantanir. I jólaherberginu eru meðal annars þrír grænir jólaborðdúkar. Þeir eru fyrir dæturnar þrjár og Steinunn segir að þær fái þá fyrirfram 1. des- með fjölskyldunni, eiginmaður Stein- unnar, Gunnlaugur heitinn Kristins- son, byggði það og þau fluttu þang- að árið 1945, skömmu áður en yngsta dóttirin fæddist. Málverk og búöaföt „Ég hef alltaf haft gaman að þessu,“ segir Steinunn. „Ég lærði náttúrulega hannyrðir í skóla og svo vann ég um tíma þegar ég var ung á saumastofunni Gullfossi. Árið 1929 fór ég svo að læra kjólasaum, sextán ára gömul. Það var ekki mjög spenn- andi, en hefur óneitanlega sparað marga krónuna gegnum árin. Ég saumaði bæði á mig og stelpurnar, sem voru stundum hálf svekktar yfir því að fá ekki búðaföt eins og aðrir.“ Steinunn lærði málun hjá Eyjólfi Eyfells og á myndir á veggjum til marks um þá tíma. „Þetta var áður en börnin komu,“ segir hún. Útsaum- uð og bróderuð húsgögn, mottur, dúkar og teppi setja líka svip á heim- ilið. „Blessuð vertu, þetta gerðu allar konur,“ segir Steinunn. „Ég gleymdi mér oft við að telja út mynstur enda þótti mér alltaf spennandi að sjá hvað kæmi út úr þessu sem ég var að gera.“ Auk alls þessa prýða stof- urnar fallegir leirvasar sem Steinunn hefur gert á síðari árum. Dótið hennar ömmu Steinunn hefur í áratugi safnað dúkkum í þjóðbúningum og á nú um 300. „Það eru svona 35 ár síðan fyrsta dúkkan kom í safnið. Hún var hollensk og gjöf frá dóttur minni. Þetta vatt svo upp á sig og endaði með því að ég fór að safna dúkkum af ástríðu. Fyrst stóðu þær uppi á skáp hjá mér, en þegar á leið fékk ég mér góðan glerskáp undir dúkk- urnar. Hann er nú reyndar orðinn of lítill fyrir þó nokkru. Mér þykir svolítið merkilegt að dúkkurnar fengu alltaf að vera í friði hjá mér, allt frá því að þær stóðu uppi á skáp. Börnin báru svo mikla virðingu fyrir dótinu hennar ömmu,“ segir Stein- unn, sem áttatíu og fimm ára gömul á þijár dætur, tíu barnabörn og átta barnabarnabörn. Steinunn hefur saumað búninga á margar af dúkkunum. „Ég saumaði íslensku búningana og fór eftir bók Elsu E. Guðjónsson frá 1969, ís- lenskir þjóðbúningar kvenna. Svo saumaði ég dönsku, sænsku og norsku búningana og leitaði víða fanga um heimildir. Eg notaði líka danska bók sem ég á, Klædedragtens Kavalkade í farver frá 1954, og bjó til tískubúninga á sumar dúkkumar. Það liggur heilmikil vinna í þessu, en það er heldur ekkert gaman að þessu nema búningarnir séu „org- inal“.“ Ennþá eru Steinunni að berast dúkkur víðsvegar að og í skápunum hjá henni leynast sýnishom frá öllum heimshornum. Sumar þeirra hefur hún sjálf búið til og ekki ofsagt að þær ásamt þeim sem hún hefur klætt, beri af í veglegu safninu. ■ Hanna Katrín Friðríksen JÓLADÚKAR Steinunnar eru bæði rauðir og grænir. ember, svo hægt sé að skreyta með þeim fyrir jól. Dansað í kringum jólatréð Þó mörg heimili njóti myndarskap- ar Steinunnar um jólin, sker heimili hennar sig úr. Það er aðal jólaheimil- ið, af fleiri en einni ástæðu. „Tengda- faðir minn lét okkur lofa því að það yrði alltaf dansað í kringum jólatréð hjá okkur," segir hún. „Borðstofu- borðið er fært til hliðar og svo dans- ar öll fjölskyldan. Þeim yngstu þykir ekki vera jól, nema þau séu hér í þessu húsi.“ Húsið á enda langa sögu Friðlaus og verður að fara í bæinn til að eyða peningum „ÉG FÆ eitthvert kast, mér líður illa og verð að eyða peningum ojg kaupa eitthvað, bara eitthvað. Eg fer í búðirnar, ríf kjaft við af- greiðslukonurnar ef ekkert er til sem mig langar í og enda oft á því að labba út með einhverja hluti sem ég er hundóánægð með.“ Sú sem þetta mælir er 22 ára háskóla- mær, sem á fulla skápa af nýjum fötum, skóm ogtöskum í öllum regnbogans litum og gerðum og viðurkennir, treglega þó, að hún eigi við ákveðið kaupvandamál að stríða. Hún vill ekki láta nafns síns getið en til hægðarauka skal hún nefnd Margrét í eftirfarandi samtali. Margrét lýsir kaupáráttu sinni og fatafíkn sem hálfgerðri geggj- un. „Ég hugsa stanslaust um föt og hvernig fatnað ég eigi að kaupa mér næst. Stundum er ég gjörsam- lega friðlaus i skólanum og verð að komast í bæinn til að eyða pen- ingum, ef ekki í föt, þá bara í eitt- hvað, hversu ómerkilegt sem það er. Auk þess er ég veik fyrir skóm og á ekki í vandræðum með að finna einhverja ástæðu til að kaupa mér nýja þrátt fyrir að ég eigi þrjátíu pör fyrir. En ég eyði ekki bara peningum í föt, heldur fer ég út að borða og svo kaupi ég mér vín á börun- um um helgar," segir hún. Námsmenn fá auðveldlega lán Margrét býr á heimili foreldra sinna, en segist þó fjármagna öll sín kaup sjálf. Hún játar fúslega að hún eyði um efni fram enda nær hún ekki alltaf að láta enda ná saman. „Ég er ekki á námslán- um en framfleyti mér með því að vinna við afgreiðslustörf samhliða náminu," segir hún. „Ég sé sjaldnast Iaunin mín því þau fara beint í að borga vísa- reikningana mína. Og þegar í harðbakkann slær hækka ég yfir- dráttarheimildina mína. Þetta virðist ekki vera neitt mál því það er eins og maður njóti sérstakrar velvildar í bönkunum af því að maður er námsmaður í Háskólan- um,“ segir hún til útskýringar. „Og þrátt fyrir að ég þurfi stund- um að standa í ýmsum fjárhags- legum reddingum um mánaðar- mót, kemst ég alltaf upp með þetta og held áfram að eyða jafnmikið eða jafnvel meira en áður,“ bætir hún við. Margrét getur ekki alveg út- skýrt af hverju hún fær þessa óstjórnlegu löngun til að eyða peningum. Fjölskylda hennar er ekki vön að berast á og því er eyðslan ekki eitthvað sem hún hefur alist upp við. „Einu skýr- ingarnar sem ég hef er að það komi einhver óánægja fram í þessari hegðun. Auk þess finnst mér gott að hugsa til þess að ég geti verðlaunað sjálfa mig eftir próf með því að rölta um Lauga- veginn og kaupa föt. Mér finnst ég verði að fá gleði út úr ein- hverju og hana fæ ég helst út úr því að kaupa mér dýr föt og fara til dýrasta hárgreiðslumeistarans í bænum. Yfirleitt líður mér vel á meðan ég er að versla og finnst gaman að láta afgreiðslukonurn- ar stjana við mig og finna handa mér flottustu fötin. En þegar ég einnig verið haldið fram að á meðan kaupóðir einstaklingar séu að versla líði þeim vel og sjálfsálitið styrkist, en hins vegar sé sú vellíðan skamm- vinn. í sömu rannsókn kom einnig fram að einstaklingar með kaupæði upp- lifi allir einhveija innri þörf fyrir að eyða peningum og kaupi hluti einungis í þeim tilgangi að fínna til kem heim fæ ég hins vegar bak- þanka og sé eftir öllu saman, þótt mér takist nú stundum að réttlæta kaupin fyrir sjálfri mér,“ segir hún. Margrét segist oft óska þess að geta falið nýju fötin fyrir foreldr- unum, en þau sjái alltaf hvað sé nýtt og hvað sé gamalt. „Þau þekkja mig of vel,“ segir hún. Erfitt að horfast í augu vlð eyðsluna Margrét gerir sér grein fyrir því að mikið af þeim fatnaði sem hún kaupir geti hún verið án, en samt finnst henni erfitt að hætta eyðslunni. „Stundum fæ ég þung- lyndisköst yfir því hvernig ég eyði miklum peningum og veit þá ekki hvernig ég á að fara að því að láta enda ná saman. En í annan stað er ég kærulaus, hlæ að þessu öllu saman og forðast að horfa í augu við eyðsluna," segir hún og nefnir einnig að það hafi oft hvarflað að sér að klippa vísakort- ið eða að láta einhvern ættingja geyma það fyrir sig. „En ég hef mig aldrei í það,“ segir hún. Margrét viðurkennir að þessi eyðsla sé farin að stjórna lífi henn- ar meira en góðu hófi gegnir. Hún segir að þetta sé til dæmis farið að hafa töluverð áhrif á námið, því ef hún sé ekki að hugsa um föt í skólanum, þá sé hún að vinna sér inn fyrir þeim. „Líf mitt er farið að ganga út á föt og það er auðvitað slæmt,“ segir hún. „En ég stefni að því að gera eitthvað í þessu,... einhvern tíma seinna ..segir hún að síðustu. meiri vellíðunar. Þeir sem eru langt leiddir skammast sín fyrir eyðsluna og fela nýju hlutina fyrir fjölskyldu og vinum. Aðrir finna sér aðrar leið- ir til að losa sig við nýkeyptar birgð- ir. í Bandaríkjunum þekkist það til dæmis að fólk stundi það að skila fötunum daginn eftir að kaupin áttu sér stað, fái innleggsnótu, komu stuttu síðar og versli fyrir innlegg- snótuna, skili dótinu daginn eftir og svo koll af kolli. Tengist oft lélegri sjálfsímynd Óttar Guðmundsson geðlæknir hjá Teigi segir að þegar talað sé um kaupæði sé nauðsynlegt að líta á alla málavexti. „Þegar við erum að tala um kaupáráttu erum við ekki að tala um fólk sem kaupir of mikið á útsölunum eða í utanlands- ferðinni og er í kjölfarið að beijast við að borga vísareikningana. Við erum að tala um fólk sem er oft og á tíðum með mjög langvinnt vanda- mál, sem stendur í mánuði eða jafn- vel ár. Þar er um að ræða ákveðna áráttu eða þráhyggju sem gengur út á það að kaupa, eyða og umbuna sjálfum sér í ákveðnum erfiðleikum. Til dæmis þegar viðkomandi er með mikinn kvíða, mikið þunglyndi eða upplifir mikla spennu heimafyrir. Þessir einstaklingar eiga oft heilu kassana af snyrtivörum, bókum, jóladúkum, skóm og fleiri hlutum sem þeir hafa í raun ekkert að gera við,“ segir hann. ðttar segir að þeir geðlæknar sem vinna í ávana- og fíkniefnageiranum skilgreini kaupáráttu innan geð- læknisfræðinnar. „Mikilvægt er að horfa á heildarmyndina og sjá í hvaða ástandi viðkomandi er þegar hann er að kaupa, hvenær hann kaupir og til hvers hann sé að kaupa alla þessa hluti,“ segir hann. Það er að sögn Ottars erfitt að segja hve stór hópur eigi við slíkan vanda að stríða, en alltaf sé eitthvað um það að fólk komi á Teig eða aðrar meðferðarstofnanir til að vinna bug á þessari áráttu. „Hér höfum við haft einstaklinga til með- ferðar sem hafa algjörlega misst stjórn á lífi sínu og eru búnir að hleypa sér í stórkostlegar skuldir vegna þess að þeir eru endalaust í einhveijum kvíða- eða þunglyndis- köstum að umbuna sér með því að kaupa kannski átjándu yfirhöfnina," segir hann. Meðferð vlð kaupáráttu Kaupárátta er að sögn Óttars yfirleitt hluti af stærri vandamálum sem tengjast til dæmis lélegri sjálfs- mynd, miklum kvíða, spennu eða þunglyndi. „Og fólk leitar sér oft huggunar á þessum vandamálum með því að eyða peningum og kaupa,“ segir hann. „Þegar einstakl- ingur með kaupáráttu kemur til dæmis til meðferðar á Teiga reynum við fyrst að finna grunnsjúkdóminn. Ef það er mikill kvíði eða þunglyndi þarf oft að meðhöndla það með við- eigandi lyfjum. Síðan er reynt að vinna með kaupáráttuna eins og hvert annað stjórnleysi á sama hátt og við vinnum venjulega með stjórn- leysi, til dæmis áfengissýki, amfeta- mínneyslu eða spilaáráttu," segir hann að lokum. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.