Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1996 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason OMAR Hauksson, skrifstofustjóri Póla hf., og Asdís Pálsdóttir yfirverkstjóri fylgjast með vinnslu á Skjálfandarækju. • • Ollu þarf að vera til skila haldið í vinnslunm Öll Skjálfandarækjan er unnin á Siglufirði „REKSTURINN hefur vissulega verið þungur, sérstaklega á með- an við vorum að vinna dýrt hrá- efni fyrir markaði þar sem verðið fór lækkandi. Hráefnisverðið hef- ur einnig lækkað og leitar samræmis við afurðaverðið en það lækkar aldrei jafn hratt og afurðirnar,“ segir Ómar Hauksson, skrifstofustjóri rækjuverk- smiðjunnar Póla hf. á Siglufirði. Hann segir erfitt að spá um framhaldið en segir að verðið hljóti frekar að þokast upp á við og ekki þurfi mikla hækkun til að afkoman verði viðunandi. Sölufyrirtækið íspólar hf. í Reykja- vík keypti rækjuverksmiðju Ingimund- ar hf. á Siglufirði í mars 1995 og stofn- aði Póla hf. um rekstur hennar. Verk- smiðjan var áður þekkt undir nafninu Sigló. Síðar gengu sölufyrirtækið Sæ- vörur hf. í Reykjavík og útgerðarfélag- ið Siglfirðingur hf. á Siglufirði til liðs við íspóla og á hvert fyrirtæki nú þriðj- ung hiutafjár í Pólum hf. Félagið á úthafsveiðiskipið Svalbarða SI 302, áður Svalbakur frá Akureyri, og hann hefur verið á rækjuveiðum á Flæmska hattinum. Betra hráefni Athygli vakti þegar Pólar hf. gerðu samning við þijú útgerðarfélög á Húsa- vík, sem stunda veiðar á innfjarða- rækju á Skjálfandaflóa, um kaup á öllum rækjuafla þeirra á nýbyijaðri vertíð. Þessar útgerðir hafa allan rækjukvótann á Skjálfanda, alls 700 tonna byrjunarkvóta, og hafa fram til þessa lagt upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. Ekki samdist um verð í haust og var rækjan því boðin út. Það verð sem Pólar greiða fyrir rækj- una er 25-30% hærra en Fiskiðjusam- lagið var tilbúið til að greiða, að því er fram kom í frétt hér í blaðinu á dögunum. Til viðbótar þurfa Pólar að greiða kostnað við flutning til Siglu- fjarðar. „Vissulega er rækjan dýr og það þarf öllu að vera vel til skila haldið í verksmiðjunni til þess að vinnslan gangi upp,“ segir ðmar. Hann segir að samið hafi verið við Skipaafgreiðslu Húsavíkur hf. um móttöku á rækjunni á Húsavík og flutning til Siglufjarðar. Pólar voru með Helgu RE á leigu hjá Ingimundi hf. fram á vor en síðan hefur fyrirtækið ekki átt kost á ferskri rækju. Ásdís Pálsdóttir, yfirverkstjóri hjá Pólum, segir að ferska rækjan sé mun betra hráefni og úr því sé hægt að framleiða afurðir fyrir aðra mark- aði en tvífrysta rækjan fer á. „Það er nauðsynlegt að geta boðið upp á báðar tegundir, þær hjálpa hvor annarri í sölu,“ segir Ómar. Útboð að aukast Hann segir að erfitt og dýrt sé að fá ferska rækju og kvótalaust fyrir- tæki eins og Pólar hf. sitji ekki við sama borð og aðrir i því efni. Ekki sé annað að gera en að leita út á markað- inn. Segir Ómar að útboð á rækju eins og á Húsavík sé sífellt að aukast og Pólar reyni að senda sem víðast inn tilboð. Svalbarði er kvótalaust úthafsveiði- skip. Ómar segir að útgerðin sé erfið því lítið hafi veiðst á Flæmska hattin- um. Allur afli skipsins hefur verið flutt- ur heim og ýmist farið á markað eða til vinnslu hjá verksmiðjunni. 1.200 900 600 Loðnuaflinn 1963-1995 | Afli útlendinga . Afli íslendinga: IÁ sumar- og haustvertíð Á vetrarvertíð 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 í þúsundum tonna Vertíðir (júlí-mars); 1988/89 1989/90 1990/91 1991/92 1992/93 1993/94 1994/95 Tillaga Hafrannsókastofnunar 1.065 900 250 740 900 1.250 950 Útgefið heildaraflamark 1.065 900 312 740 900 1.250 950 Heildarafli (íslendinga og annarra) 1.037 808 316 677 788 1.179 864 Stjórnun og veiðar frá 1988 FÓLK Sæmundur kominn í land • / SUMARBYRJUN tók Sæmundur Friðriksson við nýrri stöðu hjá Utgerðarfélagi Akureyringa sem fram- leiðslu- og gæðastjóri frystiskipa. Sæmundur hefur starfað hjá félaginu um árabil á ýmsum skip- um þess. Hann er stýrimaður að mennt en lauk námi í rekstr- arfræði frá Háskólanum á Akureyri fyrir rúmum tveimur árum. Hann er kvæntur Huldu Friðjónsdóttur og eiga þau tvo syni. Sæmundur fór fyrst á sjó 16 ára gamall árið 1965. Hann útskrifaðist sem stýrimaður 1973 og var síðan á Súlunni í nokkur ár. „Ég er því búinn að vera ein 30 ár á sjó og þar af 11 ár hjá ÚA,_“ segir Sæmundur í samtali við ÚA-fréttir. „Ég var fyrst á gamla Sléttbak og gamla Harðbak og síðan á ýmsum skipum fram tii 1986 þegar Hrímbakur kom. Þar var ég stýrimaður og tók svo við stöðu fyrsta stýrimanns á nýja Svalbak þegar hann kom vorið 1994. Þá var ég jafnframt að klára rekstrarfræðina í Há- skólanum. Síðan var ég á Sval- bak þangað til ég byijaði í þessu nýja starfi." HjáÚA frá 1948 • BJORG Hansen er sá starfs- maður sem á einna lengstan starfsaldur að baki hjá Útgerð- arfélagi Akur- eyringa. Hún byijaði hjá fé- laginu í janúar 1948, þá 17 ára gömul. Björg hefur unnþð óslitið hjá ÚA síðan, að undanskildum hléum vegna barneigna, en hún á 5 börn. Fyrsti viðkomustaður Bjargar hjá fyrirtækinu var netahnýt- ingin, sem þá var á svokallaðri Sverrisbryggju. Þá sáu konur nær eingöngu um netahnýting- una og allt var gert í hönd- unum. Nú fást fáar konur við þessa grein. Þó starfar Erla Björnsdóttir hjá veiðarfæra- gerð ÚA en þær Björg byijuðu hjá fyrirtækinu á sama tíma. Eftir nokkur ár við netahnýt- ingar flutti Björg sig í saltfisk- verkunina og síðan í frystihúsið þegar það hóf starfsemi 1957. Þegar þvottahúsið var síðan opnað fór Björg þangað og hef- ur unnið þar síðan. „Það er gott að vinna hérna þótt kaupið mætti auðvitað vera hærra. Hér sjáum við um þvott á öllum fatnaði, bæði sem kemur frá skipunum og úr frystihúsinu en við erum tvær sem skiptum þessu með okkur,“ segir Björg. „Ætli ég verði ekki ellidauð hérna," segir hún í spjalli við nýútkomnar ÚA-fréttir, að- spurð hvort hún ætli að halda lengi áfram enn. Björg Hansen Sæmundur Friðriksson Líkar vel að vinna hjá ÚA • SIGURÓLI Kristjánsson verkstjóri hefur unnið hjá ÚA síðan 1982. Fyrst með skólan- um en nánast samfleytt síð- an 1986. Siguróli, oft kallaður Moli, er Akur- eyringur í húð og hár og er í sambúð með EIvu Björk Ragnarsdóttur. „Ég byijaði í móttökunni en færðist síðan norðureftir á tæki og lausfrysti 1987 og hef verið þar síðan. Ég varð flokksstjóri 1991 og hef verið verkstjóri frá 1993,“ segir Siguróli í samtali við ÚA-fréttir. Hann segir að sér líki vel að vinna hjá ÚA. „Mér fannst það þó skemmtilegra áður en hópbónusinn var settur á. Mér finnst að starfsandinn hafi versnað og hvatinn til að standa sig vel sé minni. Auðvit- að hafa orðið miklar breytingar á þessum árum. Framleiðslu- ferlið er mun flóknara, fleiri afurðaflokkar, fleiri markaðir og meiri kröfur.“ Grásleppuflök í súrsætri sósu FISKIÞING, sem haldið var í síðustu viku, fól stjóm Fiskifélagsins að kynna grásleppu sem matfisk. Hrogn- nrnpnn| kelsi er göngufiskur sem heldur sig út KÍilJilUiliJjUBI á reginhafi mestan hluta ársins. Á vor- in kemur hún upp að landi til hrygningar, Hrygrian heitir grásleppa, en hængurinn rauðmagi. Hér áður fyrr var grásleppan öll nýtt, ýmist söltuð, látin síga, hrogn hennar notuð til ostagerðar og hveljan til skógerðar. Núna er grásleppan hinsvegar eingöngu veidd vegna hrognanna sem notuð em í grásleppukavíar. Þessu vilja grásleppukarlar breyta enda hér um að ræða hinn ágæt- asta matfísk. Uppskriftin er sótt i smiðju Landssam- bands smábátaeigenda. 2 grásleppuflök, skorin í strimla hveiti 2 msk. olía 2 hvítlauksrif Vi laukur V* jöklasalat 2 bollar súrsæt sósa Súrsæt sósa 1 bolli vatn lbolliedik 1 bolli sykur yh laukur, smátt skorinn 1 gulrót, skorin í teninga 1 msk. tómatmauk 2 msk. sojasósa Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli. Veltið fískinum upp úr hveiti, steikið í oliu á pönnu ásamt lauknum, kryddið. Bætið söxuðu jöklasalatinu út i og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Borið fram með hrísgrjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.