Morgunblaðið - 06.12.1996, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
H"
DAGLEGT LÍF
Þegar pillumar
eru sjálfur höfuðverkurinn
gerist. Þeim getur reynst erfítt að
losna úr vítahringnum því samfara
ofnotkun verða boð til heilans
næmari og um leið lækka sárs-
aukamörkin. Lákur á síendurtekn-
um höfuðverkjaköstum aukast í
stað þess að minnka eins og neyt-
endur telja sjálfum sér trú um.“
Virkni taflna sem innihalda asp-
irín eða paracetamol er með öðrum
hætti. Slíkar pillur hægja á eða
stöðva framleiðslu prostaglandíns;
hringstreymi hormóna, sem flytur
boð um sársauka. Asperín minnk-
ar einnig sársauka vegna bólgu
og þrota.
Töflurnar koma ekkl í veg
fyrir höfuðverk
Dr. Peter Goadsby, sem rekur
taugasjúkdóma- og taugaskurð-
lækningastofu Þjóðarsjúkrahúss-
ins í London, segir skaðlaust að
taka höfuðverkjatöflur stöku sinn-
um. „Vandamálið er að sumir taka
pillur í þvílíkum mæli að mér
stendur ógn af. í starfí mínu hef
ég séð að sjö af tíu sjúklingum
ofnota kvalastillandi lyf. Flestir
byijuðu vegna þess að þeir fengu
af og til höfuðverk, tóku pillur til
að lina kvalirnar en
féllu smám saman
í þá gryfju að
taka pillurnar
líka til að fyrir-
byggja höfuð-
verk, en til þess
þær alls
jr dr. Go-
adsby.
Margt bendir til að
kvalastillandi lyf sem
ætlað er að lækna eða
fyrirbyggja höfuðverk geri
minna gagn en menn hafa
fram að þessu talið. The Europe-
an Magazine vitnar í nýlega rann-
sókn þar sem einn hópur fékk
höfuðverkjalyf og annar hópur ly-
fleysu. Jafnmargir í hvorum hópi
sögðu að sér hefði skánað.
Talið er að um 15% manna fái
af og til höfuðverk og að oft séu
líffræðilegar skýringar á fyrirbær-
inu. Dr. Goadsby segir að tíð höf-
uðverkjaköst hijái yfirleitt marga
í sömu fjölskyldunni og hætta á
ofnotkun lyfja sé því meiri í slíkum
fjölskyldum.
Taugasjúkdómalæknar ráð-
leggja fólki að gera sér grein fýrir
ástæðum höfuðverkjarins áður en
það byijar lyfjainntöku. Algeng-
asta orsökin er fæðubótarefni, lágt
blóðsykurmagn, sem oft er vegna
óreglulegra máltíða, röng beiting
líkamans, loftlaust umhverfí, of
mikill svefn, misnotkun áfengis,
fæðuofnæmi eða vökvaskortur. ■
vþj
Æ FLEIRI læknar telja að sum
höfuðverkjalyf skaði fremur en
lækni auk þess sem mörg valdi
aukinni vanlíðan. „Höfuðverkur er
oft afleiðing óhóflegrar notkunar
lyfja af þessu tagi,“ fullyrðir Jes
Olessen, prófessor og taugasjúk-
dómafræðingur við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Nýleg rannsókn á
vegum spænsku taugafræðisam-
takanna bendir til að nánast 75%
manna taki höfuð-
verkjalyf, þar af
14% á hveijum
degi.
I Evrópu hefur
notkun verkja-
stillandi lyfja auk-
ist um 50% frá ár-
inu 1990. Mark-
aðsverð er nú ígildi
rúmlega 122 millj-
arða íslenskra
króna þar af eru
80%, eða um 98 milljarðar, vegna
höfuðverkjalyfja.
Mlnnka náttúrulegan
deyflngarmátt líkamans
„Menn verða auðveldlega háðir
höfuðverkjapillum án þess að gera
sér grein fyrir því,“ segir Olessen.
. Neytendur láta glepjast af nýjum
lyfjum á markaðnum en vita
ekki að þau hafa mis-
munandi áhrif.
Sum virka
þa-
nnig að þau deyfa frumur í heilan-
um, sem skynja þá ekki boð um
sársauka. Smám saman minnkar
langvarandi notkun slíkra lyfja
náttúrulegan deyfingarmátt lík-
amans og neytandinn verður bæði
háður og ónæmur fýrir lyfínu.
„Læknar eru áhyggjufullir
vegna þess að fólk tekur í auknum
mæli pillur sem samsettar eru úr
mörgum efnum, t.d. kódíni, ópíum-
afleiðum og koff-
íni, sem er vægt
ávanabindandi ör-
vandi lyf. „Þegar
þeir sem taka
meira en tíu slíkar
á dag ætla að
hætta, fá þeir
höfuðverk og
einnig ef þeir
byija að taka pill-
umar aftur,“ seg-
' ir Olessen.
í The European Magazine er
tekið dæmi af Christinu, 25
ára kennara, sem fór að
fá heiftarleg höfuð-
verkjaköst tvisvar
til þrisvar í
mánuði.
Margt bendir til að
kvalastiilandi lyf
sem ætluð eru til
að lækna höfuð-
verk geri minna
gagn en menn hafa
fram að þessu talið
Þrálátur höfuðverkur, sem talinn er hijá um
2% mannkyns, virðist ekki vera í rénun ef
marka má aukið framboð af alls kyns kvala-
stillandi pillum. í grein sem birtist nýveríð
í The European Magazine, er getum að
því leitt að um 7 0% kvillans megi beinlínis
rekja til slíkra lyfja.
í EVRÓPU hefur
notkun verlgastillandi
lyfja aukist um 50% frá ár-
inu 1990. Markaðsverð er nú
ígildi rúmlega 122 milljarða ís-
lenskra króna þar af eru 80%, eða um
98 miHjarðar vegna höfuðverkjalyfja.
Til þess að geta þraukað í vinn-
unni keypti hún höfuðverkjatöflur
hjá lyfsalanum á hominu í hvert
skipti sem henni fannst verkurinn
í aðsigi. í nokkur ár ágerðust köst-
in og Christina tók stöðugt fleiri
verkjatöflur. Loks var hún farin
að þjást af höfuðverk á hveijum
degi og leitaði í örvæntingu sinni
til taugasjúkdómadeildar við há-
skólann í Essen í Þýskalandi. Þar
var hún fyrst vanin af höfuð-
verkjapillunum, síðan látin taka
inn svokall-
aða beta-blokk-
ara til að vinna á
móti adrenalínáhrifunum
auk þess sem blokkaramir áttu
að örva og koma jafnvægi á æða-
sláttinn. Hreinsun líkamans tók
nokkra mánuði. Meðferðinni lauk
með slökunarnámskeiði, en að
henni lokinni losnaði Christina
bæði við höfuðverk og lyf.
Vftahrlngur
„Saga Christinu er dæmigerð,“
segir forstöðumaður taugasjúk-
dómadeildarinnar í Essen. „Af ótta
við að fá aftur slæman höfuðverk
eða mígrenkast hafa margir til-
hneigingu til að taka of mikið af
pillum til að fyrirbyggja að slíkt
Bömin
þurfa líka skilnaðarráðgjöf
Morgunblaðið/Kristinn
„SAMSTARF foreldra eftir skilnað er mikilvægt,"
segir Benedikt Jóhannsson.
„Samstarf foreldra eftir skilnað
er mikilvægt svo bömin aðlagist
eðlilega. Því miður er það svo að
í fjórtán prósent tilvika umgangast
börn lítið sem ekkert það foreldri
sem þau búa ekki hjá og í um þijá-
tíu prósent tilvika hjá börnum ein-
hleypra foreldra. Ef böm kynnast
ekki foreldrinu í raun myndast eins
konar tómarúm hjá þeim sem þau
fara að fylla upp í sjálf. Getur það
haft óheppileg áhrif. Ef umgengni
við hitt foreldrið er ekki talið æski-
legt er mikilvægt að barnið fái að
kynnast fjölskyldu þess,“ segir
Benedikt Jóhannsson, sálfræðing-
ur, en hann hefur tekið saman bók
um Börn og skilnaði og er hún
þriðja bókin í ritröð um uppeldis-
, og menntamál sem gefin er út á
vegum Uppa h.f., sem gefur m.a.
út tímaritið Uppeldi.
Fjallað er um tíðni hjónaskilnaða
og stöðu fjölskyldunnar, um skiln-
aðarferlið, viðbrögð bama og hlut-
verk þeirra við skilnaði, og áhrif
skilnaða á böm og stofnun stjúpfjöl-
skyldu.
Þó að tíðni hjónaskilnaða hafí
ríflega tvöfaldast á árunum 1951-
1985, hefur dregið úr skilnuðum
hin síðari ár og var hlutfallið þijá-
tíu og sjö prósent af hjónavígslum
árið 1994. í lauslegri könnun sem
Benedikt gerði í grunnskólum borg-
arinnar kom jafnframt fram að
þriðja hvert barn býr ekki hjá kyn-
foreldri.
I bókinni segir að ekki beri ein-
göngu að líta á skilnaði sem áfall
heldur fremur sem breytingu sem
geti verið hluti af jákvæðri persónu-
legri þróun hjá viðkomandi einstakl-
ingi. Benedikt sagði að þó að þessi
skoðun hafí fengið aukinn hljóm-
grunn í hinum vestræna heimi, séu
hjónaskilnaðir oftast visst áfall,
einkum fyrir börnin. Sagði hann að
farið væri að bjóða upp á skilnaðar-
ráðgjöf i ýmsum nágrannalöndum
okkar. Þar fengju bömin tækifæri
til að tjá tilfinningar sínar og hlust-
að væri á skoðanir þeirra. í Noregi
væri samkvæmt nýjum bamalögum,
skylda að fara með skilnaðarböm
undir sextán ára aldri í slíka ráðgjöf.
Vegnar betur ef þau búa hjá
kynforeldri
Benedikt sagði að langtímaáhrif
skilnaða á böm væm sáralítið rann-
sökuð hér á landi en töluvert erlend-
is. Ýmislegt benti þó til þess að
munur á aðlögun skilnaðarbarna
og annarra bama hefði farið minnk-
andi með ámnum hér á landi. Skýr-
ingin á því gæti líka falist í því að
skilnaðarböm hafi ekki svo mikið
minni aðgang að foreldmm sínum
en önnur börn, því útivinna beggja
sé orðin mjög algeng.
Það kemur einnig fram í bókinni
að drengir eiga erfíðara með að
aðlaga sig eftir skilnað en stúlkur.
Rannsóknir hafa einnig gefíð vís-
bendingar um að stálpuðum börn-
um vegni að jafnaði betur ef þau
búa hjá foreldri af sama kyni. Þetta
á bæði við um stú xur og drengi.
Sagði Benedikt að ef til vill tengd-
ist þetta þörf barnanna fyrir að
taka foreldri af sama kyni sér til
fyrirmyndar. Kannanir bendi til að
foreldrar séu öruggari við að aga
barn af sama kyni, en aginn geti
auðveldlega farið úr skorðum eftir
skilnað.
Á grundvelli rannsókna og
reynslu í starfi hefur höfundurinn
sett fram ýmis ráð til foreldra um