Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 B 3 Oldugangur í blóðinu VALSAR úr síðustu siglingu nefnist yóða- bók Lindu Vilhjálmsdóttur og fjalla ljóðin um siglingu hennar frá íslandi yfir At- landshafið að Frakklandsströnd. „Ég ætlaði mér ekkert að skrifa um þessa ferð,“ segir Linda. „Ég fór í sigling- una í nóvember árið 1994 og í apríl 1995 tóku þessi Ijóð að detta upp úr mér. Þau hlóðust upp á undraverðum tíma. Fyrst var ég í fordómafullum stellingum og hrædd við að þetta væru bara einhveijir brandarar. En eft- ir því sem á leið varð ég ánægðari með hvað þau eru einföld. Það eru engar krúsídúllur í þeim. Þau segja bara sögu og ég leitast við að segja þær á lýrískan hátt. Ég skrifaði ljóðin með það fyr- ir augum að þau yrðu einföld og aðgengileg. Til að byrja með skrifaði ég niður minnis- stæðustu atvikin eða sögurnar um borð, síðan kom lýrískur millikafli og þegar hann var kominn, rað- aði ég efninu upp í heild og orti inn í þar sem mér þótti viðeigandi. Sérstakur heimur um borð Handritin að fyrri bókum mínum hafa orðið til á lengri tíma. Til dæmis handritið að Bláþræði varð til á tíu ára timabili og Klakabörnin tók alveg tvö ár. Lífið um borð var dálítið sérstakur heimur; heimur sem maður kemst ekki í snertingu við dagsdag- lega. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um líf- ið um borð í svona skipi og þær komu al- veg heim og saman við raunveruleikann. Ég kunni vel við mig og þegar ég kom til hafnar eftir rúma fimm sólarhringa langaði mig ekkert til að fara í land. Með því að skrifa þessa bók skynjaði ég hvað lifið á sjónum er mér nátengt og mér fannst ég finna fyrir öldugangi í blóðinu. Það er mik- ill frumkraftur í að vera á sjó. Maður sam- einast umhverfinu, það er eins og andar- drátturinn og allt lífsverkið snúist um það. Bókina nefni ég Valsa úr síðustu siglingu en það kemur til af því að ég er alin upp í sjómannsfjölskyldu og sjómannavalsarnir voru stór hluti af lífi okkar. Maður var alltaf að hlusta á óskalög sjómanna þar sem var ótrúlega mikið spilað af sjómannavöls- um. Þegar ég fór að yrkja mín fyrstu ljóð þá voru þau nokkurs konar glíma við sjó- mannavalsa. í valsinum er mikill öldugangur. Maður sér það best þegar vals er dansaður í keppni. Þar eru konur í kjólum með öldu- faldi sem sveiflast þegar þær svífa um gólfið. Ég hef nú samið þrjár ljóðabækur en í millitíðinni hef ég birt ljóð víða ann- ars staðar. Ég er farin að draga í efa gildi þess að gefa út Ijóðabækur, því þær seljast verr en aðrar bækur, hvað sem veldur. Það má finna Ijóðinu vettvang víðar en i bók- um, til að mynda í tímaritum og upplestri. Það hefur verið óskapleg flokkun í menningunni og í þeirri flokkun hefur ljóð- ið hlotið það hlutskipti að vera talið eitt- hvað háfleygara en t.d. skáldsajgan og það talið óaðgengilegra en jafnvel Islendinga- sögurnar. Það er mikill og útbreiddur mis- skilningur að halda því fram að njótandinn þurfi að vera menntaður, háfleygur eða listrænn í sér. Ekki veit ég hver er ábyrg- ur fyrir þessum misskilningi en ég held að skáldin eigi sök að máli ekki síður en aðrir. dauðahafið Ég prótestera ég verð ekki sjóveik frekar en faðir minn afar forfeður víkingar hef stigið ölduna síðan ég fæddist á sjó mannadaginn og blóðið í æðum mér er saltara en brim Úr bókinni Valsar úr síðustu siglingu. Bókmennttr Lífssaga ÁFLUGSKÖRPUM VÆNGJUM Lífssaga Myriam Bat-Yosef eftir Oddnýju Sen. Prentvinnsla og bók- band: Prentsmiðjan Grafík hf. Fróði 1996. - 372 síður. FERRÓ - ERRÓ er eitt helsta viðfangsefni Myriam Bat-Yosef í lífs- sögunni Á flugskörpum vængjum sem að stórum hluta er upprifjun hjónabands þeirra Errós. Þegar til- finningar ráða ferðinni eins og í fleiri hjónaböndum gengur á ýmsu, en þrátt fyrir vissar afhjúpanir er mildi- lega fjallað um stærstu ást listakon- unnar. Erró verður í sögunni fremur hversdagsleg manngerð („ekki flók- inn persónuleiki"), jákvæður og skilningsríkur á köflum, en oftar eig- ingjarn, afbrýðisamur og upptekinn af sjálfum sér. Hann er samkvæmt henni vinnusamur og metnaðargjarn, en of sjaldan glittir í dæmigerðan listamann. Það er helst í ástleitninni sem komist er undir yfirborðið. Ástsjúk tilfinningamanneskja Myriam Bat-Yosef lýsir sjálfri sér sem tilfinningasamri og ástsjúkri og dregur ekkert undan þegar kenndir og geðshræringar eru annars vegar. Það skín í gegn að hún er líka ná- kvæm, smámunasöm og afskiptasöm eða með öðrum orðum ráðrík. Elsk- hugarnir voru margir, sumir betri en aðrir og viðdvöl sumra lengri en annarra. Þeir sem voru mest spenn- andi kölluðu á að minnsta kosti sex sólarhringa lotu. Þessi einkamál og önnur eru sögð lesandanum af hrein- skilni og óvenjulegu hispursleysi sem telst einn helsti kostur bókarinnar. Fjölskyldumál eru brotin til mergj- ar, ekki skirrst við að lýsa því sem nærgöngult er. Foreldrar og dóttir sleppa ekki undan vægðarleysinu en umburðarlyndi er ríkjandi. Einnig verður ísrael nútímas og vandi gyð- inga Ijóslifandi og ég hygg að margt megi læra af frásögnum Myriam Bat-Yosef af heimi gyðingdómsins Sætt og súrsætt í sögu listakonu sem hún skýrir vel. Umfjöllun hennar er vel grundvölluð en ekki gagnrýnislaus og nálg- ast beiskju undir lokin þegar sú ákvörðun er tekin að snúa baki við Israel og gerast Islend- ingur. í skugga Errós Um list Errós eru til margar bækur og ekki nema fimm ár síðan bók Aðalsteins Ingólfssonar um hann kom út. Minna hefur skiljanlega borið á Bat-Yosef, hún hefur staðið í skugga frægð- armannsins. Það verður aftur á móti að viður- kenna að bók hennar varpar ljósi á listsköpun hennar og hlýtur að beina sjónum manna að listakonunni. Það er áreiðanlega rétt að myndir hennar eru munúðarfullar og frá þeim renna erótískir straumar. Eftir sýnis- hornum að dæma eru þær oft í anda skrey- tilistar, en hveiju orði er það sannara að súr- realisminn hefur sett svip á þær. Frá bóhemárum í Par- ís á sjötta áratugnum og búsetu þar síðar koma kynni af súrrealistum, meðal þeirra André Breton, Matta og mörgum fleiri. Það er fullt af frægu fólki í bókinni. Eftirtektarverður kafli er um kynni þeirra Bat-Yosef og rit- höfundarins Ana'is Nin. Þau voru ein- göngu fólgin í bréfaskriftum, en milli þessara opinskáu og ástriðufullu kvenna hefur engu að síður myndast sterkt samband sem gaman er að kynnast. Einhvem veginn skilur maður Nin betur eftir lesturinn og var ekki vanþörf á. Umijöllun um ísland er raunsæ og afar vin- samleg, myndir frá Reykjavík og Klausti trú- verðugar. Ekki er sleppt að segja frá einkennileg- heitum íslendinga, hvemig er það hægt? Smáborgarahátturinn var og er ríkur. Lista- mannalíf á sjötta ára- tugnum var mjög líkt því sem Bat-Yosef lýsir, tómleika þess og tak- markanir sér hún glögg- lega en líka það sem var óvenjulegt eins og mik- inn áhuga á listum og það hve fjölmiðlar vom opnir fyrir listafréttum og hve mikið var skrifað um listir þótt flest væri það bágborið. Sætt og súrsætt Meðal þeirra sem lifna á síðunum ýmist í sætu eða súrsætu eru Veturliði Guðnason, yaltýr Pétursson, Bragi Ásgeirsson, Dieter Roth, Sigríður Bjömsdóttir, Gunnar S. Magnússon, Sigríður Krist- ín Davíðsdóttir, Jóhannes Kjarval og tengdafaðirinn Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Klausturfólkið, vinnufé- lagar og ótal fleiri. Ekki var unnt að lifa á listinni einni saman. Lýsing vinnufélaga í súkkul- aðigerðinni Freyju er ekki græskulaus en hver dregur hana í efa? Það er eitthvað mjög íslenskt eða reykvískt Myriam Bat-Yosef Oddný Sen í þessari lýsingu: „Innantómt slúðrið í vinnunni fór fljótlega að fara í taug- amar á mér. Flestar konumar mös- uðu endalaust um alls kyns innan- tóma hluti, stráka, jass og böll en ljót- ar kjaftasögur um annað fólk vom þó aðalumræðuefnið. Sumar kvenn- anna voru grófar í háttum og tali og minntu mig á sumar ísraelsku verka- konumar í gúmmíverksmiðjunni þar sem pabbi var framkvæmdastjóri.“ Oddný Sen hefur byggt bókina á bréfum Myriam Bat-Yosef til foreldra sinna á tuttugu ára tímabili, viðtölum við listakonuna og aðra sem koma við sögu. Oddný hefurþekkt Bat- Yosef síðan hún var barn, eins og hún segir vom þau Erró um tíma daglegir gestir á heimili foreldra hennar, Jóns Sen og Bjargar Jónas- dóttur. Þótt helst megi fínna að bókinni að hún sé kannski einum of langdreg- in þegar lýst er persónulegum högum listakonunnar fæst góð mynd af bar- áttu hennar, sorgum og gleði. At- hygli vekur hve staðföst hún er og fylgin sér hvað sem á gengur, en vissulega ekki alveg ósærð. Bókin er vel skrifuð og tvímælalaust meðal athyglisverðari ævisagna síðustu ára. Ljósmyndir fylgja úr einkasafni Myr- iam Bat-Yosef. Sarg og bit í sýningarskrá frá sýningu í Lista- mannaskálanum í Reykjavík 1963 skrifaði Bat-Yosef: „Eg er upprunnin í landi þar sem vindurinn hefur jafnt en heitt og sargandi hljóð. Hann feykir sandinum þunglega inn frá eyðimörkinni og þótt hann blási að- eins á stundum er hann ekkert undr- unarefni þeim sem hefur alist upp við hann. Eitt það fyrsta, sem greip athygli mína þegar ég kom til ís- lands, var vindurinn - hið volduga en ósýnilega hvassviðri sem feykir þó ekki á undan sér laufum eða brýt- ur greinar eins og annars staðar heldur bítur sig inn í andlit manns og sál, hraðfleygur og hvínandi á þúsund flugskörpum vængjum . . .“ Sargandi hljóðið og vængjaði vind- urinn eru í þessari bók í hæfilegri blöndu. Jóhann Hjálmarsson. Nýjar bækur • ÚT ER komin bókin Eintal á alneti eftir Matthías Johannessen, en efni bókarinnar er sótt í Helgi- spjall hans, fasta þætti sem hann hefur skrifað í Morgunblaðið und- anfarin átta ár. Útgefandi er Ár- vakur hf., útgáfu- félag Morgun- blaðsins, og er bókin gefin út í tvö hundruð tölusett- um eintökum, árit- uðum af höfundi. Þetta er fímmta bókin með efni úr Helgispjalli Matt- híasar. Efni Eintals á alneti er Qölbreytilegt, eða frá sjón- varpinu sem „endurspeglar vissa þætti raunveruleikans, aðra ekki“ til spjallsins Orð, trú og skáldskap- ur, þar sem vitnað er til Montesqui- eus: „Mitt hlutverk er ekki að láta fólk lesa, heldur hugsa.“ Höfundur bætir við: „Það hefur þeim mörgum tekizt sem ég hef leitað til í þessum pistlum." Bókin sem er 213 síður var unn- in til prentunar af starfsmönnum Morgunblaðsins en prentunin fór fram hjá Odda. Kápumynd er eftir Helgu Guðmundsdóttur. • SVIKINN veruleiki er eftir Danann Michael Larsen. Larsen hefur verið skipað á bekk með landa sínum metsöluhöfundinum Peter Hoeg en nú hefur verið samið um útgáfuréttinn á Sviknum veruleika í um tuttugu lönd- um. Dönsk blöð luku miklu lofsorði á bókina. í Inform- ation sagði m.a.: „Svikinn veruleiki ber vott um mikla hæfileika; sagan er vel skrifuð, spennandi og fynd- in og atburðarásin hröð.“ „Blaðamaðurinn Martin Molberg reynir að finna morðingja Monique, unnustu sinnar. í því máli virðist engu að treysta, allra síst ljósmynd- um en þeim má breyta að vild. Og veruleikinn er ekki allur þar sem hanp er séður,“ segir í kynningu. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 253 bls. Sverrir Hólmars- son þýddi en Wilfried Bulleijahn hannaði kápu. Bókin erprentuð og bundin íPrentsmiðjunni Odda. Leið- beinandi verð er 3.290 kr. • SIGLFIRSKAR þjóðsögur og sagnir hefur Þ. Ragnar Jónasson, fræðimaður og fyrrverandi bæjar- gjaldkeri á Siglufirði tekið saman. Stór hluti sagn- anna í bókinni birt- ist nú í fyrsta sinn á prenti. í bókinni eru 113þjóðsögurog sagnir úr hinum fornu Siglufjarð- arbyggðum nyrst á svonefndum Tröllaskaga en Þ. Ragnar þær eru taldar frá Jónasson vestri: Úlfsdalir, Siglufjörður, Siglunes, Héðinsfjörður og Hvann- dalir. Þarna er m.a. að finna sögur af huldufólki, viðburðasögur, draugasögur, dulrænt efni og sögur af baráttu við óblíð náttúruöfl. Bókin Siglfírskar þjóðsögur og sagnir er liðlega tvö hundruð síður að stærð. I bókinni er yfirlitskort af Siglufjarðarbyggðum og einnig ítarlegar skrár, heimildaskrá og nafnaskrá, bæði með mannanöfnum og örnefnum. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Kápuhönnun og útlit bókarinnar annaðist RagnarHelgi Ólafsson en kápumynd af Siglufirði tók Mats WibeLund. Bókin var sett og brot- in um hjá Vöku-Helgafelli en prent- vinnslu og bókband annaðist Prent- smiðjan Oddi. Leiðbeinandi útsölu- verð er 2.890 kr. Matthías Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.