Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1995 B 11 Lífshlaup skýja ÞRÍTENGT heitir þrettánda ljóðabók Geirlaugs Magn- ússonar. Hún geymir ljóð sem mjög gott er að lesa upphátt inní stofu, jafnvel inní svefnherbergi eða eld- húsi, fyrir sjálfan sig og aðra. Geirlaugur segir það vera vegna þess að hann sé orðinn svo hefðbundinn, hugsi mikið um hljóm og tón. Því er alveg tilvalið að spyija hann hvaða tilfinningar ljóðskáld beri til Dags tungunnar... - Þú sem yrkir svona oft um orð í ljóðunum þínum, orð, sem eru of feimin til að vekja einhvern eða of stór, ráðsett og flækt í félög að þau svara engu, nema þegar þau eru léttdrukkin þá minn- ast þau bernskunnar... „Eru ekki allir dagar dag- ar tungunnar? Hátíðisdagar eru dagar til þess að minnast léttdrukkinn bernskunnar. Og það er alltaf voðalega gaman þegar menn muna eftir tungunni, ljóðinu og menningararfinum. En ef menn ætla að minnast þess- ara hluta einn dag á ári gleyma þeir þeim þá hina dagana? Svo veit ég ekki tilhvers dagur tungunnar er. Er hann til að tala íslensku eða tilhvers er hann?“ - Til að vernda tunguna. Óttast þú um framtíð ís- lensku tungunnar? „Ég svara því neitandi. Hún spjarar sig sú gamla.“ - A einum stað í bókinni segirðu: „mergð gerir mig / alltaf dálítið kaldlyndan" - er þetta satt? „Þetta er svolítið satt. En ég veit ekki hvenær sann- leikur er afgerandi. Jú, mergð gerir mig dálítið kald- lyndan og svolítið hræddan líka.“ - Þú hefur „aldrei séð á kvikmynd / lífshlaup skýja“? „Nei, því miður. Þetta ljóð er uppgjör við þau fræði sem ég lærði í skóla, kvikmyndafræðin. Afþví að ég er „landsbyeðjot" þykir mér gaman að glápa á skýin.“ - Hefur ljóðið möguleika á að fjalla um lífshlaup skýja? „Já og kvikmyndin hefur það líka ef hún gleymir því að vera kvikmynd. Þú veist það líka að ljóðið má ekki alltaf vera að hugsa um það að vera ljóð.“ - Satt er það. Ertu svartsýnn á samfélag manna? „Fyrir mörgum árum hélt gagnrýnandi því fram og síðan var það étið uppeftir honum af fleirum. Mér finnst ég ekki vera svartsýnn en ég er heldur ekki tiltölulega bjartsýnn. En ég er rómantíker og þá hætt- ir manni til að sjá hlutina í lit.“ - Gagnrýnendur hafa þá vald til að setja einhvers konar merkimiða á skáld? „Nei, í sjálfu sér ekki. Satt að segja vorkenni ég gagnrýnendum. Sérstaklega fyrir jólin þegar þeir verða að skila svo mörgu af sér. En ég vona að þeir móðgist ekki þótt ég segi að ég taki ekki mikið mark á þeim nema rétt aðeins á meðan ég klára úr fyrsta kaffibollanum." Mynd að hætti magritte vissulega er mynd þín greypt hér í harðlæstar dyr því það er ekkert og enginn sem gerist kemur og fer þó svífi um auð fyrir utan mannlaus viðhafnarklæði eru tennur sólarinnar skæru bitlausar orðnar að mestu og Ijónið blómum skreytt hvílir rótt við fæturna sem skildir eftir við vatnsbólið þegar flúðir líkt og gulrótin bústna og gljáfægða ryksugan til að minna á réttleysi kynjanna kynjaverurnar ófrjóu og kynlegt skýjanna bukt Frábær skemmtun BOKMENNTIR Skáldsaga REFSKÁK. BRÍKIN FRÁFLANDRI eftir Arturo Pérez-Reverte. Kristinn R. Ólafsson þýddi. Ormstunga 1996.320 bls. LEYNILÖGREGLUSAGAN er líklegast heimspekilegasta form afrþreyingarbókmenntanna. Að minnsta kosti hafa uppistöðuþættir hennar: spennan, leitin og glæpur- inn, orðið ótal höfundum sem ekki hafa ætlað sér að skrifa eiginlegar leynilögreglusögur, innblástur til verka sem ekki eiga að vera af- þreying heldur rökræða um eðli leitar og uppgötvunar, eðli glæps og refsingar. Það þarf ekki að leita til Dostojevskíj, Kafka eða Robbe- Grillet til að finna dæmi um slíkt. Skáldsagnagerð síðustu 20 ára markast mjög af glímu við kerfis- hugsun leynilögreglusögunnar en persónugerving hennar er spæjar- inn góðkunni Sherlock Holmes. Hann er í raun eftirmynd guðs, handhafi altækrar skynsemi í heimi þar sem allt er hægt að upp- götva sé réttum reglum beitt. Með því að ráða í vísbendingar og tákn getur leynilögreglumaðurinn rakið sérhvern viðburð til eðlilegs upp- hafs og leitt síðan af upphafinu afleiðingarnar og þó hann breyti ekki heiminum er honum í lófa lagið að skilja hann. En þessi al- valdur skynseminnar er um leið fangi eigin röksemdafærslu því hann á allt sitt undir að forsendur aðferðar sinnar haldist óbreytt. Kerfi hans verður valt í sessi um leið og tekið er að krukka í upp- byggingu þess, eins og ein persón- an í bók Pérez- Reverte, don Manu- el Belmonte, undirstrikar við hinn rökfasta skákmann Munoz. Niður- staða byggð á forsendum eins kerf- is verður að gera ráð fyrir öðru kerfi því æðra sem tryggir að for- sendurnar séu réttar. Og Belmonte vitnar í gátusnillinginn Borges: „Guð þeim teflir sem að tafli sit- ur. / En teflir guði nokkur guðinn vitur?“ (bls. 185) Þversagnir, gátur og afstæði snúa skynsemisveröld leyni- lögreglusögunnar nið- ur á hornunum. Skáldsaga Pérez- Reverte, sem hér birt- ist í afar snjallri og orðheppinni_ þýðingu Kristins R. Ólafssonar, er snilldarleg útfærsla á þessu viðfangsefni. Höfundurinn nýtir sér form leynilögreglusög- unnar til að skrifa frásögn sem er fyrst og fremst könnun á leiðum til að túlka heiminn, hvernig ráða megi í upplýsingar þannig að þær skapi skiljanlega mynd hans. Leynilögreglusagan fjallar í raun ekki um glæp heldur um leit- ina að glæpnum, glæpnum er sjaldnast lýst því hann hefur verið unninn áður en sagan hefst. En hér er glæpurinn eins fjarlægur og hugsast getur því saga hans er fólg- in í flæmsku málverki frá 15. öld og uppljóstrun hans getur ekki leitt til neinnar refsingar, svo framar- lega sem glæpur málverksins end- urtaki sig ekki í núinu. En það er einmitt það sem gerist. Refskákin sem riddaramir á málverkinu tefla sín í milli er tefld áfram með blóði og til að komast að því hver hinn seki er, verða aðalsöguhetjan, for- vörðurinn Júlía, og félagi hennar Cesar að leita á náðir skákmannsins Munozar því einu vísbendingarnar sem morðinginn lætur eftir sig eru byggðar á tafli málverksriddar- anna. Hann rekur ekki aðeins skák- ina afturábak til að finna út hver framdi glæpinn sem fólginn er í málverkinu heldur verður hann að tefla skák málverksins áfram, skák sem hefur „djöfullegan“ tilgang en tilgang þó. Því bókin er ekki aðeins leikur að kerfum heldur einnig sál- fræðilegur tryllir. Drápin eiga sér sérkennilega ástæðu sem lesandinn sann- færist fullkomlega um að sé réttmæt. Morð samkvæmt skipulagi, morð sem hafa tilgang eru eitthvað allt annað en tilviljunarkennd dráp. Niðurstaða sem má deila um en er þó sannfærandi í skáld- sögunni. Sagan vinnur úr helstu kerfishugmynd- um samtíðarinnar eins og háttarökfræði, sjálfsvísandi kerfum óreiðufræðanna eins og þær hugmyndir birtast t.a.m. í frægri bók gervi- greindarfræðingsins Douglas R. Hofstadter „Gödel, Escher, Bach“ eða þá mann/vél-pælingum vís- indasagnfræðinga eins og Donnu J. Haraway og Bruno Latour. Upp- lýsinga- og táknfræðin hafa lagt dijúgan skerf til samningu bókar- innar sem og þekking á fínlegu olíumálverki flæmska skólans á 15. öld, að ógleymdum hugmyndarík- um útúrsnúningi á ýmsum „klassí- kerum“ leynilögreglusögunnar. Það er t.a.m. sérlega skondið að vitna í fagurfræði hnignunarstefn- unnar frá síðari hluta síðustu ald- ar, fagurfræði sem skóp týpur eins og Sherlock Holmes, til þess eins að snúa Holmes-týpunni á haus. Og enn snjallara er að lausn morð- gátunnar er ekki helsta drama bókarinnar heldur lausn lausnar- innar, lausnin á því hvernig gátan sem ráða átti í var sett upp. En fyrst og fremst er bókin æsispenn- andi og frábær skemmtun, bók sem er erfitt að láta frá sér. Ég efast ekki um að unnendur flæmska skólans sem og tölvu-, skák- og heimspekiáhugamenn eiga eftir að lesa hana með öðrum augum en sá sem einungis er að leita eftir spennu en ég get lofað þeim öllum að hér er enginn svikinn um sitt. Kristján B. Jónasson Arturo Pérez- Réverte Gullfiskar úr viskudjúpi BOKMENNTIR II a n d b ó k STÓRA TILVITNANABÓKIN eftir Símon Jón Jóhannsson og Axel Ammendrup. 448 bls. Útg. Vaka- Helgafell. Prentun: Oddi hf. Reykja- vik, 1996. Verð 4.860 kr. FYRST las ég formálann. Síðan nafnaskrána. Loks hóf ég að renna yfir textann. En ég gafst fljótlega upp á því og tók þess í stað að lesa eftir nafnaskránni. Einungis þannig fær maður heildarsýn yfir ritið. Símon Jón segist í formála hafa valið „sitt lítið af hveiju“. Samtals er það hreint ekki svo lítið - hálft fimmta hundrað síður! Þarna er vitnað til höfunda frá öllum öld- um og ótal þjóðlönd- um. Margt er haft eft- ir persónum í skáld- verkum og þar með aðeins óbeint eftir höf: undum verkanna. í slíkum tilvikum þarf ekki að koma fram skoðun höfundarins sjálfs, jafnvel hið gagnstæða. Sumt fel- ur í sér hagnýt sann- indi. Annað kemur fyrir sjónir eins og þversögn. Haft er eftir La Rochefoucauld: „Við viðurkennum oft smávægilega galla okkar svo fólk haldi að við höfum enga stóra.“ Dæmigerð heppileg tilvitnun, hæfilega löng, tæpast eins gagnorð og bestu spakmæli en allt um það minnisverð. Mikið lengri má nýtileg til- vitnun helst ekki vera. Tökum sem dæmi þessar setningar Nó- belsskáldsins: „Sá sannleiki sem ekki getur rímað ... það er enginn sannleiki. Rímið er sann- leiki út af fyrir sig ef það er rétt.“ Fyrripartur þessarar málsgreinar er með öllu óþarfur ef til hennar er vitnað. Seinni hlutinn segir allt. Margur er þarna samsetningur- inn af þessu taginu. Yfirhöfuð eru þýddu tilvitnanirnar klárari. Hinar íslensku eru fremur eins og hver úr sinni áttinni: spakmæli, kveð- skapur, jafnvel alllangar greinar teknar upp úr skáldritum. Lítur svo út sem þeir, Símon Jón og Axel, hafí farið í gegnum tiltekna höfunda en horft framhjá öðrum. Til Megasar er vitnað tólf sinnum, svo dæmi sé tekið, tvöfalt oftar en til Sókratesar. Að Megas væri lagasmiður, söngvari og textahöf- undur, það vissu allir. En að hann væri svona mikill spekingur! Það vissi maður ekki. Nú veit maður það. Auður Haralds slagar upp í Platon: alls er fimm sinnum til hennar vitnað. Hægt er að kalla á lakari kennanda því Auður er þónokkur lífspekingur undir öllum galsanum. Pétur Gunnarsson slær víst metið ef Halldór Laxness er undan skilinn því hann er þarna skrifaður fyrir hátt í fimmtíu spekimálum og hefur vinninginn yfir flesta ef ekki alla hugsuði allra tíma, þar með talinn Salómon kon- ung. En hvað um hina sem ekki kom- ust á blað? Eru þeir minni skáld fyrir vikið, annars konar höfund- ar, ekki nógu skorinorðir, ekki nógu frægir? Jón Óskar er höfund- ur margra bóka þar sem víða er komist vel að orði, bæði um lífið og listina. Hann er þarna hvergi að finna. Nafni hans, Jón frá Pálmholti, hefur skrifað umdeild skáldverk en almennt talað góðar greinar þar sem gagnorðar og hnyttilegar athugasemdir koma fyrir. Hann er ekki þarna. Þor- steinn Antonsson, sem er stundum of langorður en hefur þó margt vel og viturlega mælt, hefur ekki heldur verið á borði þeirra, Símon- ar Jóns og Axels. Sama máli gegn- ir um Indriða G. Þorsteinsson. Þar var þó af nógu að taka því Indriði hefur oft látið frá sér fara meitlað- ar setningar sem í minni munu hafðar. Og sæmilega ætti hann að vera þekktur, eða hvað! Símon Jón og Axel hafa augljóslega spar- að sér að fletta bókum hans. Að vísu gefur að líta nafn hans á einum stað í ritinu, en það er undir dægurla- gatexta úr kvikmynd- inni Sjötíu og níu af stöðinni. Hinir, sem gengnir eru, hvað um þá? Póli- tík Leníns kemst þokkalega til skila því fimm sinnum er vitn- að til hans. Jónas Jónsson frá Hriflu komst afar vel að orði, oft og tíðum. Sum ummæli hans fólu að vísu í sér brodd, en alls ekki öll. Hann er ekki í þessari _ bók. Ekki heldur Ólafur Thors sem var með afbrigðum orðheppinn maður. Eftir A1 Cap- one eru hins vegar höfð þessi hyggindi sem í hag koma: „Maður kemst miklu lengra með vingjarn- legu orði og byssu en með vingjamlegu orði einu saman.“ Upp úr einu leikriti Sartres - Huis clos hálfminnir mig - er þessi setning tekin: „Helvíti, það eru hinir.“ Ég má segja að áður hafi þetta verið þýtt: „Helvíti, það eru aðrir.“ Og þá þýðing tel ég ná betur því sem Sartre átti við. Margt hvað er haft þarna eftir spekingum forn- aldar. Það er bæði fáorðast og gagnorðast. Þá hugsuðu menn fyrst, töluðu svo. Nú tala menn fyrst, hugsa svo. Umfang ritsins má marka af fjölda höfunda og tilvitnana: í því eru hvorki fleiri né færri en sex þúsund tilvitnanir og spakmæli. Að líkum lætur að nöfn þau, sem hér hafa verið nefnd, gefa engan veginn viðhlítandi hugmynd um ritið. En ef til vill einhveija hugmynd - eigi að slður. Vafalaust hafa höfundarnir unnið eftir einhverri línu þótt und- irritaður átti sig ekki á hver hún er. Fleyg orð svokölluð, sem ræðu- menn hafa löngum vitnað til og lagt út af, er þama fá að finna, tiltölulega. Niðurröðun efnis - sem og skipulag textans yfirhöfuð - er í góðu lagi. Efni er skipað niður eftir stafrófsröð, aðfanga- dagur, aðgát, aðgerðaleysi og svo framvegis. Það auðveldar notkun en torveldar samfelldan lestur. Að hætti Vöku-Helgafells er bók þessi glæsilega úr garði gerð og sýnist fátt til sparað að útlit hennar mætti verða sem ásjálegast. Erlendur Jónsson. Símon Jón Jóhannsson Axel Ammendrup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.