Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bömin em vitrari en við höldum Ekkert að marka er sautjánda barnabók Guðrún- ar Helgadóttur og sjálfstætt framhald af síðustu bók, Ekkert að þakka, sem kom út í fyrra. Ari Sveinn er mættur í annað sinn og ný vandamál á dagskrá, ný saga. -Guðrún, sagan geymir smá boðskap sem birt- ist í titlinum, Ekkert að marka. Heldurðu að öll börn verði vitni að tvískinnungi fullorðna fólks- ins? „í fyrsta lagi er mér voðalega illa við að bæk- ur minar hafi boðskap. Ég er enginn predikari. Mig langar bara að beina sjónum barnanna víðar en tveir eða þrír uppalendur geta gert. A sama hátt og við ætlumst til þess að skáldsögur sem ætlaðar eru fullorðnum auki að einhveiju leyti lífsreynslu þeirra sem lesa reyni ég að skrifa svo börn sjái nýjar leiðir en þær sem þau eru vön að fara og að sjóndeildarhringur þeirra víkki. Fyrst af öllu finnst mér það mikilvægt. Og kannski er boðskapur minn, ef hann er einhver, sá að börnin átti sig á því að þau verða aðeins hamingjusöm ef þau Ieita hamingjunnar sjálf. Þau verða ekki sterkir einstaklingar nema vinna að því sjálf. Og þau verða að taka þátt í lífinu, horfa uppá það góða og slæma sem lífið hefur uppá að bjóða. Mér finnst mikilvægt að börn séu virt sem ein- staklingar og það séu gerðar kröfur til þeirra sem einstaklinga. Ekkert okkar er fullkomið, hvorki foreldrar né börn og við eigum að þola og umbera hvert annað með öllum kostum og göllum. Börn eru nefnilega vitrari en við höldum og þau verða það miklu fyrr en við höldum. Það þjónar engum tilgangi að blekkja börn og síst af öllu með uppskriftinni: fullorðnir eru full- komnir, börn eru ófullkomin. Ef bók á að verða einhvers virði fyrir börn verða þau að geta treyst höfundinum. Þau verða að finna að hann er ekki að blekkja þau. Annars er ég bara að segja sögu. Umbúða- og vafningalaust. Og reyni að skaða ekki móður- málstilfinningu barnanna. Ég vona að ennþá sé hægt að skrifa á bók sögur fyrir börn þó að sam- keppnin við aðra fjölmiðlun sé geigvænleg. Það er þess vegna sem ég held að það sé afar nauðsyn- legt að skrifa bækur sem börnunum þykir gaman að lesa, annað ráð eigum við ekki rithöfundar." Guðrún Helgadóttir ÞAÐ SEM getur komið fyrir okkur - ég meina mína fjölskyldu. Það er alveg stór- merkilegt hvað margt kemur fyrir okkur. Ég meina fjölskylduna. Við fórum náttúr- lega upp á fæðingardeild til mömmu og fengum að skoða nýju stelpuna. Hún var ágæt. Reyndar fannst mér Mn nákvæmlega eins og öll hin nýfæddu börn- in. Ég skil ekki afhveiju konurnar bak við glerið sýna bara ekki fólkinu eitt barn. Frekar en að vera alltaf að sækja ný börn. Það segja hvort sem er all- ir það sama þegar þeir sjá börnin: Yndisleg! Er hann ekki dásamlegur? Sérðu hvað hún er stórkostleg? Fólkið segir þetta um hvert einasta barn. Það er bara vesen að vera alltaf að sækja ný og ný börn. Og þau eru öll eins. Heldurðu að þetta verði í lagi? heyrði ég að pabbi hvíslaði að mömmu þegar við komum aftur inn. Já, já, þetta er ekkert mál, hvísl- aði mamma. Finnst ykkur hún ekki falleg? spurði hún okkur _svo. Grúví gella, sagði Andri. Æðisleg, sagði Lóa. Ég sagði ekki neitt. Eg veit ekki afhveiju ég vissi að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Ég er bara svo ofsalega klár að finna svoleiðis á mér. Úr Ekkert að marka. Blæjan tákn undirgefni BÓKMENNTIR Unglingasaga BLÆJAN Eftir Inger Brattström. Vilborg Dag- bjartsdóttir þýddi. Mál og menning, 1996 - 100 s. í ÞESSARI sögu kynnumst við aðstæðum sem eru ákaflega fram- andi íslenskum bömum og ungling- um. Sagt er frá múslimafjölskyldu sem býr á báti á Dalvatni í Shrinag- ar í Kasmír. Sefíka er fjórtán ára og er níunda systirin í fjölskyldunni. Við komum til sögunnar þegar hún á að fara að gifta sig og hún veit að hún hefur ekkert um málið að segja. Enginn mun nokkru sinni spyija hana um hennar eigin óskir og drauma. Samt á hún sína drauma um að fá að læra að lesa, fá að vera fijáls og kynnast heiminum, jafnvel aðeins að fá að kynnast stærstu borgum Indlands. Sagt er frá fæðingu yngri bræðra hennar sem nær kosta móður hennar lífið. Aðeins þegar kona hefur alið einn eða tvo syni getur hún þó laum- ast inn á sjúkrahús og látið koma í veg fyrir fleiri þunganir. Við sjáum í gegnum frásögn alsjáandi sögu- manns hvemig lífíð er, daglegt amst- ur hennar og systra hennar, viðhorf föður, móður og annarra fjölskyldu- meðlima. Frásagnimar era þó fyrst og fremst endurminningar Sefíku frá liðnum tímum og í gegnum þessa atburði æsku hennar fær lesandinn að sjá stöðu stúlkna í hennar landi, réttleysi þeirra og það lif sem bíður þeirra þegar þær verða gjafvaxta. Þetta er sársaukafullur veraleiki. Fyrir Sefíku er blæjan, sem sumar konur þurfa að bera, tákn um algera frelsissviptingu, tákn um að persónu- leiki þeirra og útlit sé þurrkað út. Kona með svarta blæju er svört, nafnlaus vofa og í lengstu lög vonar hún að slíkt verði ekki hlutskipti hennar. Sefíka veit að faðir hennar mun velja handa henni eiginmann og henni sýnist fýrst í stað að hún muni verða heppin og fá þann mann sem hún eiskar en ekki er allt sem sýnist. Þau era bæði rígbundin hefð- um og fjölskylduböndum og frelsi er ekki til. Sagan er næm lýsing af lífi og væntingum þessarar litlu stúlku. Samúð höfundar er mjög sterk með henni og stundum verður ekki leynt óbeit höfundar á föður hennar og þeim sem koma til með að ráða yfír henni og lífi hennar. Undirgefni móðurinnar er dregin sterkum drátt- um og augljóst að dætumar, systur Sefíku, mun öllum vera ætlað að falla í sama farið. Magbúl bróðir hennar er sá eini af systkinunum sem fær að fara í skóla og við vitum þó að hann er alls ekki neitt betur gef- in en Sefíka en það skiptir öllu máli að hann er drengur og hann lærir fljótt hvað það táknar. Alltof sjaldgæft er að íslenskum bömum og unglingum gefíst tæki- færi til að lesa um íjarlægar slóðir og hversdagslíf bama sem lifa við allt aðrar hefðir og venjur en þær sem við teljum svo sjálfsagðar. Sag- an um Kasmírstúlkuna Sefíku og systumar hennar átta er hrífandi, sársaukafull og dapurleg. Þessi saga er mjög gagnlegt innlegg í umræðu í samfélagsfræði, um stöðu kvenna í hinum ýmsu samfélögum heimsins, um mannréttindi og það hversu að- stæður og lífsskilyrði eru mismun- andi eftir þjóðfélögum og hefðum. Þeim viðhorfum til stöðu kvenna sem fram koma í þessari sögu kynn- umst við þó lítillega í gegnum frétt- ir fjölmiðlanna. Þar sem fjarlægðir eru miklar frá okkar samfélagi er þetta samt svo fjarlægur heimur að okkur fínnst að þetta geti ekki átt sér stað í nútímanum. En raunvera- leikinn er svona. Nægir þar að hlusta eftir fréttum frá Afganistan þar sem konum hefur nú, árið 1996, verið bannað að vinna utan heimilis, jafn- vel að afla bömum sínum nauð- þurfta með vinnu sinni. Mannréttindi þeirra eru engin. Sigrún Klara Hannesdóttir BOKMENNTIR Skáldsaga HINSTA ANDVARP MÁRANS eftir Salman Rushdie í þýðingu Arna Oskarssonar Mál og menning, 1996, 443 síður. ÉG KEM mér beint að efninu; þessi nýjasta saga Salmans Rushdies er einhver magnaðasta skáldsaga sem ég hef lesið í háa herrans tíð. Sá sem les hana til enda er knúinn til að byija á henni aftur því eins og öll mikil epík bítur sagan í skott- ið á sér; stórkostlegt upphaf og grát- leg endalok haldast í hendur eða ætti frekar að segja að endalokin vofi yfir hverri setningu sem sögu- maður ritar? Hún sameinar á maka- lausan hátt mikilfengleik söguljóðs- ins og kosti skáldsögunnar sem þröngsýnir postular voru fyrir Iöngu búnir að jarðsyngja. Persónur henn- "'ar eru í senn yfirsögulegar í stærð sinni og fáránlega smáar í allri sinni glópsku; töfraraunsæið er ekki út- þynnt stílbragð heldur óvefengjanleg regla sem allur heimur sögunnar lýtur, hin sanna lögun lífsins. Þetta er saga um „harmleik margbreyti- leikans" (412), „tilviljanakenndan hildarleik“ (313) - „þar sem heimar rekast á, flæða inn og út úr hver öðrum og skolast burt. [...] þar sem loftmaður getur drukknað i vatni, ' eða öðrum kosti látið sér vaxa tálkn; þar sem vatnsvera getur orðið drukkin, en líka kafnað, af lofti“ (412), eins og hinn mikli örlagavald- ur sögunnar, goðsögnin og lista- konan Áróra Da Gama, orðar það á einum stað. Það er sonur Áróru, Moraes Zogoiby, uppnefndur Mári, sem seg- ir þessa breiðu sögu fjögurra ættl- iða, sem um leið er saga Indlands »<(eða öllu heldur allra Indlandanna, svo mörg eru þau í þessari bók) við dramatískar aðstæður þegar allt er um garð gengið en þó í atburðarás- inni miðri. Hann er maður sem lifir á tvöföldum hraða - töfrabarn og tfmaferðalangur - og þar af leiðandi aðeins hálfa ævi sem þó er viðburða- ríkari en gengur og gerist, svo ekki sé fastar að orði kveðið: „Líkt og borgin sjálf, Bombay gleði minnar og sorgar, óx ég ört og varð risa- stór og útþaninn náungi, ég víkkaði út án þess að tími gæfist til almenni- legrar skipulagningar, án þess að nokkurt tóm gæfist til að læra af reynslunni eða mistökunum eða samtímamönnum mínum, án þess að hafa tíma til vangaveltna. Hvern- ig gat ég þá annað en farið í hund- ana?“ (165). Ættingjar hans telja sig óskilgetna afkomendur sæfarans Vascos da Gama og auðgast óheyri- lega af kryddverslun (bókin lyktar ekki bara af blóði og óviðjafnanlegu falli heldur broddkúmeni, kard- imommúm og negli) áður en fyrir- tækið vex í hundrað og eina átt og verður að risavöxnu skrýmsli sem teygir anga sína um undirheima Bombay-borgar. Ef ekki hefði verið piparinn hefði þessi saga kannski aldrei hafist; sagan um tilurð Mára á upptök sín í piparfarmi sem tafð- ist. I frásögn sinni leitar hann að inerkingu í rústum lífs síns og slepp- ir fjarlægum skuggum fjölskyldu sinnar - aleigu sinni á tíma skrif- anna - lausum. Og þvílíkir skuggar! Saga íjölskyldunnar ein- kehnist frá fyrstu tíð af stöðugum átökum þar sem gröfin jafnar engar deilur; allt frá því að „gyðjan“ ísabella skiptir húsinu á Cabraleyju í tvennt með kryddsekkj- um og þangað til Mári lifir bölvun ömmu sinnar (sem er ekki eina bölvun þessarar sögu) til fulls í lok ævi sinnar; hvert fallið rekur annað. Eitt tengist öðru í þessari sögu í óijúfanlegri keðju. Málverk sporð- drekamóðurinnar Áróru segja sögu Mára og saga einstakra persóna en er um leið saga heillar þjóðar, þjóðar- harmleikur í öllu sínu veldi. fjöl- skyldan steypir sér niður tortíming- arfossana, ekki vegna þess að harm- leikurinn sé henni í blóð borinn, held- ur vegna þess að hver einstakur meðlimur var kallaður „í leikhús sögunnar vegna þess að ekki var völ á merkilegri mönnum. Einu sinni voru vissulega risar á sviði okkar; en þegar tímabil er að renna út í sandinn verður frú Saga að láta sig hafa það sem hendi er næst. Jawa- harlal var á þessum síðbúnu dögum aðeins nafn á uppstoppuðum hundi“ (356). Persónurnar eru í senn ein- staklingar af holdi og blóði og peð á svart/hvítu skákborði örlaganna þar sem enginn fær rönd við reist, og allra síst sögumaðurinn á hraðferð sinn um ógæfuveginn á milli paradísar og heljar Bombay-borgar eða öllu heldur milli fjög- urra einangraðra og höggormsbúinna einkaheima sögu hans (sjá 23). Frá upphafí frásagnarinnar, þegar Áróra hleypir þungum drunum í flóðbylgjum sögunnar inn í auð- mannaparadís fjöl- skyldunnar, íbúum til óbærilegra skaprauna, er ljóst að ættmenni Mára eru ofurseld hundrað prósent fölsun veruleikans, ekki síst móðirin Áróra („Jafnvel nú, í minningunni, veldur hún ofbirtu í augum [...]“ (140)) og faðirinn Abraham; „hinn dökki mafíósi" og „útsetjari allrar leynitónlistar undirheimanna" (172). Einkaheimur þeirra er tálsýn, þar sem loddaraháttur og listsköpun haldast í hendur, innan um kynstur af gremju og sársauka Indlands. Öllu þessu lýsir Rushdie á snilld- arlegan hátt, því hver blaðsíða er ævintýri og birtir urmul lífsins sjálfs, eins og afínn Camoens segir um bern- skumyndir Áróru. Það er kannski ekki hægt að afgreiða þessa sögu í stuttum ritdómi öðruvísi en með hefð- bundnum frösum; þetta er marg- slungin saga heillrar aldar, saga um vegamót listar og veruleika, heillandi samspil sköpunar og dauða. Hún býr ekki aðeins yfir tveggja heima sýn til austurs og vesturs, því skilrúm milli gjörólíkra heimsmynda frá óskyldum tímum opnast eins og haf- ið í sögu Móse þar sem frásagnir af Gama- geislum langafans Franciscos da Gama, brúðarkjól afabróðurins Aires, Lenínum Camoens, sveittum prestum með hundshöfuð og varð- mönnum með fílshöfuð fínna sér óvið- jafnanlegt rými. Þetta er saga um eftirsókn eftir vindi, glóralaus ólán og lágkúrulegan upprana; sjálfur segist Mári vera bastarður, daunillur óþverri sem fórnað hefur verið „á altari hryllilegrar ástar" (76). Það er ekki mikil goðgá að líkja henni við Hundrað ára einsemd Marquezar, að minnsta kosti kallaði frásagnar- gleði Rushdies það stórvirki oftar en einu sinni fram í huga undirritaðs við lesturinn. Hver einasta setning hennar skipar manni að lesa áfram, hver einasta persóna, sama hversu ill hún er, er heillandi og forvitnileg og hinn vanskapaði sögumaður, og örlög hans, magnaðastur þeirra allra. Þótt sagan hafi vafalítið verið erfið í þýðingu vegna hinna óralöngu setninga Rushdies virðist mér sem Árni Oskarsson hafi að mörgu leyti unnið ágætt verk. Á of mörgum stöðum finnst mér þó eins og yfir- lestur hafi brugðist; til dæmis er ósmekklegt er að segja „Þegar tón- listinni var lokið [...]“ (428) og „Á vélinni suður [...]“ (387) þegar vísað er til flugferðar, og fleira mætti reyndar nefna. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Hinsta andvarp Márans er kynngimagnað verk og ég er uppstoppaði hundurinn Jawa- harlal á hjólum ef öllu stórbrotnari skáldsögu skolar á land með öldum jólabókaflóðsins. Eiríkur Gúðmundsson Sannleiksgervi svikullar veraldar Salman Rushdie

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.