Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ io rr r,. ^ B ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1995 Ærslafull gleði BÓKMENNTIR Onglingabók LATIBÆR Á ÓLYMPÍULEIKUM Höfundur: Magnús Scheving. Mynd- ir: Halldór Baldursson. Útlit kápu: Halldór Baldursson / Grafíska smiðj- an ehf. Umbrot: GIH. Filmuvinna: K-prent. Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Æskan 1996. 104 síður. „ÞAÐ ER sól um þennan mann, þótt hann rigni á hina.“ Þessar Ijóð- línur fermingarföður míns, séra Helga Sveinssonar, komu mér í hug er eg sat með bókina hans Magnús- ar í höndum. Hún hreinlega angar af þrótti og gleði sumarskrúðsins, - manar til þroskans, eins og sólstaf- urinn. Akurinn erjú annar, - verur sem eru að burðast við að verða menn, í bæ sem hér áður fyrr var réttilega kenndur við LETI, en er nú, eftir að íbúarnir ráku af sér slyðruorðið, kenndur við SÓL. Meira Mynd eftir að segja haninn burstaði á sér gogg- inn, svo allur bærinn mætti heyra, þá hann gól, svo fólk gæti, á réttum tíma, fagnað sól og nýjum degi, - gengið verka sinna á vit. Þetta voru engir venjulegir dagar því bæjarstjóra hafði borizt beiðni frá Ólympíunefnd, að Sólskinsbær sendi þátttakendur á Ólympíuleika fyrir ungt fólk, og bæjarstjórinn va_r staðráðinn í að bregðast vel við. Á ýmsu gengur, margir krakkar leidd- ir fram á sviðið, sum sem þónokkuð áttu ólært, en öll samt beztu skinn. Við kynnumst spjátrungshætti; kynnumst minnimáttarkennd; grobbi; taumlausri græðgi; hrekkj- um; kynnumst spekingi af lestri bóka; kynnumst.. . Illa gengur að fá krakkana til taktstigs en það tekst með hjálp íþróttaálfsins, - og börnin urðu bæ og þjóð til sóma. Stíll höfundar er fisiéttur, kitlandi fyndinn, tær; málið auðskilið og gott. Magnús gleymir því ekki heldur að hann er ungum íslenzkum börn- um fyrirmynd, minnir þau því á, hvernig þau geti orðið meiri, - betri. Það er eins og bókin stari á þig og segi: Að vinna til gulls er ekki aðai- atriðið, heldur skiptir öllu að sigra sjálfan sig (Hinrik hik). Höfundur á heiður skilinn fyrir störf sín fyrir æsku þjóðarinnar, fyrirmyndina í orðum og gjörðum. Nú, ekki skal myndum Halldórs gleymt, þær falla svo að efni að vart verður betur gert. Texti og mynd stíga dans af slíkri fimi, að með eftirvæntingu flettir þú til næstu síðu. Stolt getur útgáfan ver- ið því hér er í engu til sparað svo rétta megi ungum þroskandi bók! Sig. Haukur. BÆKUR__________________ Einstaklingsbundin sýn Málsvörn mannorðsmorðingja heitir önnur tveggja nýrra bóka eftir Gunnar Smára Egilsson. Hin er Bessastaðabækurnar, sem er tilbúin dagbók hins nýkjörna forseta íslands. f Málsvörn mannorðs- morðingja, sem hér er til umræðu, fléttar Gunnar Smári saman málsvörn, hugmyndasögu, skoðun- um, daglegu lífi og æskuminningum svo eitthvað sé nefnt. -Gunnar Smári, þú skrifar dálítið um trú í nýju bókinni og dæmi í samtímanum benda til aukins trúaráhuga. Hver held- urðu að sé orsök hans? „Ég held að maðurinn hafi nokkrar aðferðir til að hugsa eftir. Ein aðferð- in getur reynst manni frelsandi á ákveðnum tíma en seinna getur þessi sama aðferð heft mann. Og svona víxlast það. Mig grunar að nú á timum fel- ist fijóangi i því að hugsa á andlegum nótum án þess að því þurfi að fylgja þröngsýnin sem fylgt get- ur trúarbrögðum. Eg held að skynsemistrúin sé kom- in í þrot. Hún er hætt að fæða af sér fijósama hugs- un, að minnsta kosti um sinn.“ -Málfrelsið hefur beðið ósigur í þeim málum sem þú hefur verið dæmdur fyrir. Getur ástæðan ver- ið sú að hugmyndin um lýðræði sé ekki inngróin í hjörtu íslendinga? „ Já, og tilfinningin fyrir því að samfélagið sé okkar og tilfinningin fyrir mannréttindum eru ekki sterkar í íslendingum. í upphafi aldarinnar fórum við fram á fullveldi frá Dönum en það var eins og við æsktum einskis frekar, okkur þætti nóg að valdapóstarnir kæmust í hendurnar á ís- lendingum. Kannski umgöngumst við mannrétt- indi af kæruleysi af því við þurftum aldrei að beijast fyrir þeim eða fyrir lýðræðinu sem kom bara í pósti með stjórnarskránni. Svona nokkuð dettur mér í hug þegar mér finnst auðsveipni landa minna ganga úr hófi fram.“ -Þú blandar tilfinningasömum köflum inní máls- vörnina. Hvers vegna? „I bókinni held ég þeirri hugmynd á lofti að einstaklingsbundin sýn á veröldina hafi átt undir högg að sækja og þess vegna hlýt ég að bjóða Iesendum upp á einstaklingssýn mína. Samofin hugmyndasögu mannsins eru atriði sem hafa kom- ið fyrir mig frá degi til dags og atburðir úr æsku minni. Mér finnst ég ekki græða á því að fela að ég sé maður. Síðan vildi ég blanda öllu saman afþví ég trúi því að bókmenntirnar séu lífið og lífið séu bókmenntirnar og engan greinanlegan mun að finna þarna á milli.“ EN HJÁ mömmu var þetta ekki svona. Við vorum strákamir hennar og við vorum ekki í neinni sérstakri röð. Ég var bara Smári og mátti eiginlega ráða hvað það væri. Mamma hrósaði mér og skammaði mig en aldrei svo mikið að mér fyndist að ég ætti bara að gera svona og aldrei hitt. Og þegar ég eltist og fór að fara lengri ferðir að heiman var ég ein- hvern veginn með vottorð frá mömmu í vasanum um að ég mætti vera eins og ég var. Hún hélt ekki að mér bókum og tók þær ekki frá mér. Hún kom eins fram við alla vini mína. Þegar ríkur kall í næsta húsi heimsótti hana og spurði hvort hún vildi leyfa mér að leika við son hans sagði hún mér frá því. Hún sagði mér samviskusamlega frá öllu dótinu sem strákurinn átti og hún sagði mér líka að ég þyrfti ekki að leika við hann frekar en ég vildi. Hún út- skýrði fyrir mér að maður gerði engum greiða með því að þykjast vera vinur hans, hvorki honum né sér sjálfum, og mér fannst hún aldrei ætla að hætta að tala. Þegar hún var loks búin þ_aut ég af stað til að heimsækja járnbrautarlestina. Á eftir minntist hún ekki framar á þetta. Hún spurði mig aldrei hvers vegna ég heimsótti aldrei strák ríka kallsins. Hún leit aldrei yfir öxlina á mér til að athuga hvað ég væri að gera. Ég veit hún vissi það en ég veit ekki enn þann dag í dag hvernig hún fór að því. Úr Málsvörn mannorðsmorðingja. Gunnar Smári Egilsson Hugleiðingar og mannaminni BÓKMENNTIR Gndurminningar í VAGNI TÍMANS eftir Agnar Þórðarson. 352 bls. Útg. Uglan. Prentun: Nörhaven a/s. Dan- mörku. Reykjavík, 1996. Verð kr. 990. AGNAR Þórðarson var einu sinni frægur og vinsæll. Kjarnorka og kvenhylli gekk mánuðum saman fyrir fullu húsi í Iðnó. Framhalds- leikritið, Víxlar með afföllum, tæmdi göturnar þau kvöldin sem það var flutt í útvarpinu. Hvorki fyrr né síð- ar hafa útvarpsleikrit náð með því- líkum hætti til hlustenda. í því póli- tíska ölduróti sem hér hófst um 1970 fjaraði undan höfundum eins og Agnari. Hann þótti ekki nógu róttækur. Hann fann ekki sama hljómgrunn og áður. Og höfundur, sem talar fyrir daufum eyrum, á sannarlega á brattann að sækja. Þessar endurminningar Agnars eru miklar að umtaki og raunar einnig að inntaki. Þetta er allt í senn: æviþættir, hugleiðingar og mannlífsmyndir. Agnar kemur víða við og fjöldi manna kemur þarna við sögu. Kaflafyrirsögn gefur ekki alltaf tæmandi hugmynd um efni. Höfundur fer fijálslega úr einu í annað, lætur eitt leiða af öðru og skrásetur það sem í hugann kemur hveiju sinni án þess að halda sig stíft við formlegt samhengi. Skoðan- ir hans sem ungs manns fóru saman við margra annarra á sama tíma, það er að segja þeirra sem lifðu og hrærðust í bókum. Þá var »menning- arleg skylda að vera róttækur,« eins og segir á einum stað í bókinni, réttilega! Laxness var svo dáður, og Þórbergur raunar einnig, að menn sáu ekki önnur skáld. Höfundar þeir, sem skrifuðu öðruvísi og höfðu annars konar stjórnmálaskoðanir, gátu varla verið merkilegir. Sjón- hringur Agnars átti þó eftir að víkka. Þá komst hann að raun um að fleiri gátu skrif- að. Agnar kynntist mörgum rithöfundum og öðrum sem settu svip á menntalífið um miðja öldina, mönnum sem nú eru löngu látn- ir og sumir ef til vill gleymdir. Hann kom að Skriðuklaustri og hitti Gunnar. Hann minnist Vilmundar landlæknis sem hafði margvísleg áhrif með persónulegum kynn- um. Til dæmis upplýsir Agnar hvern hlut Vilmundur átti að ritgerð Þór- bergs, Einum kennt — öðrum bent. Vilmundur hafi líka skotið góðum hugmyndum að höfundum þegar þeir voru að velja bókum sínum heiti. Björn Karel var sérstæðar maður, hlédrægur en eigi að síður eftirminnilegur þeim er kynntust. Agnar lýsir honum dável; og hefði reyndar mátt segja fleira frá honum. Kristni E. Andréssyni kynntist Agn- ar sömuleiðis. Meðal annars sýndi Kristinn honum það vinarbragð að útvega honum boðsferð til Sovétríkj- anna. En Kristinn var ekki aðeins áhrifamaður í menningarlífinu. Sem persónuleiki varð hann ekki síður minnisstæður öllum sem honum kynntust, harður í pólitíkinni en ljúf- menni hið mesta í öllu sínu dagfari. Agnar minnir á að rithöfundar með ólík viðhorf hafi þá getað starfað saman. Og aðferð sú að þegja höf- unda í hel, gagngert og vísvitandi, hafi ekki verið farin að tíðkast. Ennfremur lýsir Agnar skoðunum sínum — stundum í alllöngu máli — á skáldverkum sem út komu. Sú var tíðin að Laxness mætti harðri and- stöðu, einkum vegna Sjálfstæðs fólks. Helsti andstæðingur hans, Jónas Jónsson frá Hriflu, var sannarlega enginn aukvisi, en áhrif hans voru mest í sveit- unum. Jónasi þótti Lax- ness vera að kippa stoð- unum undan íslenskri bændamenningu. Minna má nú af sér gera svo að sé fundið! Laxness hafði að baki sér fámennan hóp en harðsnúinn. Tíminn vann með honum en móti Jónasi. Að hætti annarra ungra höfunda var Agnari kappsmál að skoða sig um í veröld- inni, forframast við menntabrunna heimsborganna. Fremst þeirra var auðvitað París. Agnar fór pílagríms- ferð um götur Parísar. Hann nam staðar við heimili Gertrude Stein sem safnaði um sig rithöfundum og listamönnum og hélt uppi »andríkum samræðum við gesti með öfugmæl- um og frumlegum samlíkingum.« — Tilvalið fordæmi þeim sem dreymir um að stilla sér upp við hlið frægðar- fólks! Bestu skáldverk Agnars Þórðar- sonar urðu svo vinsæl sem raun bar vitni vegna þess að hann kunni öðr- um betur að varpa ljósi á daglega lífið. Fáir höfðu næmara auga og eyra fyrir undirstraumi tilfinning- anna á líðandi stund; fínu blæbrigð- in þá hvergi undar.skilin. I vagni tímans er sömu kostum búin. Höf- undurinn hverfur með lesandanum aftur í veröld sem var, tíma sem voru að sönnu miskunnarlausir eins og allir tímar eru alltaf en eigi að síður viðburðaríkir og eftirminnileg- ir öllum sem þá voru vaxnir úr grasi. Eins er vant. Ætli maður að finna eitthvað sérstakt í bók þessari getur það kostað ærna leit og tafsamar flettingar því nafnaskrá er engin. Agnar Þórðarson Fólk og firnindi BOKMENNTIR Frásöguþæltir MANNLÍFSSTIKLUR eftir Ómar Ragnarsson. 317 bls. Útg. Fróði hf. Prentun: Grafík hf. Reykja- vík, 1996. Verðkr. 3.490. MANNLÍFSSTIKLUR Ómars Ragnarssonar eru flestar einhvers konar hetjusögur. Þær eru tíðast um fólk sem býr yfir sérstakri lífsreynslu, fólk sem farið hefur eigin leiðir, stundum utan við alfaraleið fjöldans. Fyrsta og næstlengsta stiklan segir einmitt frá fólki sem lifði þannig í bók- staflegum skilningi. Spámaðurinn á fjallinu heitir hún og segir frá Óskari Magnússyni verkamanni sem reisti sér burstabæ lítinn hátt upp til hlíða á Hellis- heiði og bjó þar í níu ár samfleytt með konu sinni, Blómeyju Stef- ánsdóttur. Óskari var margt til lista lagt. En hann gerð- ist ósáttur við þjóðfélagið. Og hvað var þá nær en hverfa í sjálfviljuga útlegð? Fyrstu kynni þeirra Ómars gengu vægast sagt stirðlega. Óskar var skapmikill og lítið fyrir fjöl- miðlafólk. Ómar fékk að heyra það ófregið. Hann lét það þó hvergi á sig fá. Um síðir tókst með þeim ágæt sátt og samlyndi. Það sem Ómar hefur eftir Óskari er að mín- um dómi óþarflega langdregið. Við- töl hans við Blómeyju eru í raun klárari. Einbeitni hennar, æðruleysi og umbúðalaus hreinskilni verður ekki síður minnisstæð. Þátturinn Feiknagljúfur og fjallafólk er annars konar. Þar er Ömar sjálfur í lykilhlutverki; grein- ir frá flugi sínu gegnum Dimmu- gljúfur, »stærstu og dýpstu gljúfur landsins« eins og segir í myndar- texta. Áður vissu fáir að þessi gljúf- ur væru til, enda utan við almenn- ar ferðaleiðir. Svo eru þau djúp og hriklaleg að ógerlegt var að skoða þau né mynda með öðrum hætti. Hvort flugið mátti kalla ofdirfsku eða sögulega landkönn- un — það skal ósagt látið. En þarna var líka til mikils að vinna. Gulldrengirnir heitir svo lang- lengsta stiklan, tæpar tvö hundruð síður. Þar er horfið til áranna eft- ir heimsstyrjöldina síðari þegar íslenskir frj álsíþróttamenn kepptu til gulls og gerðu garðinn fræg- an. Ómar staldrar sérstaklega við Gunn- ar Huseby en hann varð um tíma þjóð- sagnapersóna; nafn hans á allra vörum. Líklega var hann samt annar en þjóðin áleit. Þótt hann yrði frægastur fyrir íþróttaafrekin telur Ómar að mest hafi á hann reynt þegar hann sigraðist á áfenginu, seint og um síðir, þá kominn yfir miðjan aldur. Ferðir Ómars enda svo að þessu sinni hjá vini hans, öldungnum Þórði í Haga. Þórður er ekki að- eins frægur fyrir háan aldur og hestaheilsu heldur líka fyrir góða greind og létta iund. Margur hefur komist á sjónvarpsskjáinn fyrir minna! Yfir heildina litið er ekkert nema gott um Mannlífsstiklur þessar að segja. Ómar Ragnarsson er ef til vill meiri sjónvarpsmaður en rithöfundur. En þá er líka til nokkurs jafnað! Og víst er hann líka ritfær í besta lagi. Sakir áhuga síns á landi og þjóð og sérstæðra hæfileika til að laða hið besta fram hjá viðmælendum sínum — fá þá til að opna hug sinn — á hann fáa sína líka. Erlendur Jónsson Ómar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.