Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
O ÍT ann r drjtrtAMOrrrt r> r cITTr .nr?
2 B FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996
ÝMSAR gerðir af jólaskreytingum eru
jötunni sem er fyrirmyndin
til i versluninni. Hér er það Jesúbamið i
og veggmynd af frelsaranum.
STYTTUR og krossar af Maríu mey eru steypt í mót og máluð af vandvirkni
og miklu listfengi.
DAGLEGT LÍF
TALNABÖNDIN era ómissandi
við bænina.
í Klaustrí Karmelsystra
í Hafnarfirði er lítil
verslun þar sem hægt
er að fá ýmsa handunna
vöru sem þær systur
hafa unnið. Hildur
Einarsdóttir leit
þar inn, kannaði vöru-
valið o g spjallaði við
móður Agnesi.
V arningnum
fylgja góðar bænir
KARMELSYSTURNAR í Hafnar-
firði halda sig fyrir utan skarkala
lífsins. Þær fara aldrei út fyrir
klausturmúruna og enginn kemur
inn á það svæði sem hversdagslíf
þeirra fer fram á. Þegar komið er
inn í klaustrið undirstrika svartir
rimlar sem skerma af vistarverur
þeirra þennan lífsmáta. Innilokunin
auðveldar að sögn príorinnunnar,
móður Agnesar, tilbeiðsluna á Guði
en góðar bænir
til handa öllum
mönnum er það
sem líf þeirra
snýst meðal
annars um.
Vinnan er
líka í miklum
metum í Kar-
melreglunni,
með henni og
ölmusugjöfum
sjá systurnar
sér farborða.
Þær eyða því dijúgum tíma í hvers
kyns handavinnu sem þær selja í
litlu versluninni sem er í klaustrinu.
Þær sauma líka út messuklæði fyrir
söfnuði og félagsfána fyrir hin ýmsu
félagssamtök í landinu. Í hópi þeirra
eru margar listrænar systur, og að
sögn móður Agnesar er ein systr-
anna með háskólagráðu í listum.
Hlutirnir í versluninni bera hæfí-
leikum og vandvirkni þeirra vitni.
Þar gefur að líta fallega krossa,
styttur af Maríu Mey, sem steyptar
eru í mót og málaðar af listfengi.
Talnabönd og handmáluð kerti, fal-
legar handmálaðar myndir af Jesú
Kristi til að hafa upp á vegg og
ýmiss konar jólaskreytingar bæði
stórar og smáar sem lýsa atburðum
úr Biblíunni og tengjast jólunum.
Myndir af heilögum Kristófer,
verndardýrlingi ferðamanna, er
einnig til sölu. „Menn kaupa þessa
mynd til að hafa
í bílnum hjá sér,“
sagði móðir Ag-
nes.
Falleg jólakort
Hjá systrun-
um er líka hægt
að kaupa falleg
jólakort sem öll
eru handgerð og
árituð með
skrautskrift. Að
sögn móður Ag-
nesar er það ekki óalgengt að fólk
kaupi hjá þeim kort og biðji þær
jafnframt að skrautskrifa inn í þau
texta. Einnig hafa þær verið beðnar
um að skrautskrifa í bækur til gjafa.
Auk jólakortanna eru þær með kort
sem hæfa ýmsum öðrum viðburðum
eins og fermingum og afmælum.
Morgunblaðið/Ásdis
MÓÐIR Agnes sýndi okkur það sem boðið er upp á í versluninni sem
er opin alla rúmhelga daga, opnunartími er frá morgni til kvölds.
Kortin eru handmáluð eða með
klippimyndum og sum eru skreytt
með þurrkuðum blómum sem tínd
eru úti í klausturgarðinum. Ekki
má gleyma því sem er ef til vill það
fegursta sem þær hafa til sölu í
búðinni og það er geisladiskur og
snælda með jólasöngvum Karmel-
systranna. Þar syngja þær lög á ís-
lensku, pólsku, latínu og spænsku
en söngvarnir eru jafnframt bænir,
að sögn móður Agnesar. í texta sem
fylgir snældunni segir meðal annars:
„Aðventa merkir í raun vænting, að
vænta komu Guðs frelsara vors.
Allir menn þrá stöðugt í hjarta sér
sannan kærleika, ljós og hamingju.
Þráin eftir hinu góða er um leið þrá
eftir Guði. Þess vegna höfða að-
ventusöngvar ávallt til hjartans."
Við spurðum móður Agnesi hvort
systurnar væru með sérstaka vinnu-
JÓLAKORTIN eru hand-
gerð og árituð með skraut-
skrift. I hópi Karmelsystr-
anna eru systur sem lagt
hafa stund á listnám.
stofu þar sem þær ynnu að þeim
hlutum sem þær selja í versluninni.
„Nei, við vinnum einar í okkar her-
bergi. Við biðjum meðan við vinnum,
því þurfum við að vera í andlegri
nærveru við Guð.“
Bænahaldið tekur um átta stundir
hvern dag því er tíminn til almennra
starfa fremur stuttur. Systurnar eru
því aldrei iðjulausar, jafnvel ekki
þegar þær koma saman til að spjalla
og skemmta sér eða meðan á heim-
sóknum velunnara og vina stendur.
Hvað gera Karmelsysturnar með-
an við hin erum að undirbúa jólin
með þvi að gæta þess að ekkert
skorti af veraldlegum gæðum?
„Þá erum við að undibúa okkur
andlega til þess að geta gefíð ykkur
innihaldsríkar jólaóskir," sagði móð-
ir Agnes. ■
Gostappar
í kastala og fleiri leikföng
EYJÓLFUR Jónsson, sjö ára,
segist vera algjör gosþamb-
ari. Hann hefur þó ekki þam-
bað úr nægilega mörgum
gosdrykkjarflöskum sjálfur
til að safna byggingarefni í
kastalann, sem hann byggði
nýverið.
Foreldrar hans og systir,
afi og frænkur og frændur,
hafa verið dugleg að safna
og Eyjólfur heldur nákvæmt
bókhald yfir tappana sem
honum áskotnast.
„Það fóru nákvæmlega
fimm hundruð tappar í
kastalann og nú á ég áttatíu
og sjö eftir,“ segir hann og
ætlar að halda áfram að safna
og búa til fleiri listaverk.
Eyjólfi finnst miklu
skemmtilegra að byggja úr
töppum og eldspýtustokkum
heldur en leika sér í nintendo-
tölvunni. Hann er líka búinn
að taka taka hana úr sam-
bandi enda segir hann vini
sína alltof sólgna í hana þeg-
ar þeir koma í heimsókn.
„Þeir sitja þá bara steinþegj-
andi og leika sér í tölvunni,"
segir Eyjólfur.
Bílaþrautir úr
eldspýtustokkum
Eyjólfur hefur safnað og
safnar enn öllu mögulegu.
Þegar hann var lítill safnaði
hann litlum böngsum og bíl-
um, en núna safnar hann, auk
tappanna, frímerkjum, barm-
merkjum og eldspýtustokk-
um. Ur eldspýtustokkunum
leggur hann bílabrautir þvers
og kruss um íbúðina heima
hjá sér. Hann segir að
mömmu sinni og pabba sé
Morgunblaðið/Golli alve& fama °? ha"n ,I,e&Í al’
EYJÓLFUR leikur sér með kastalann, sem hann límdi saman. veS leika ser i stofunni. ■