Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1996 B 3 DAGLEGT LÍF Af kjólunum Diljá, Gígju, Sigyn, Vegmey og Ylfu sem senn fara á erlendan markað Eigendur Kjóls og And- ersons hyggjast hasla sér völl í tískuheiminum með markaðssetningu á kjólum í London og Par- ís. Valgerður Þ. Jóns- dóttir spjallaði við tvo af fjórum eigendum fyr- irtækisins og fatahönn- uðinn, sem þeir fengu til samstarfs. SNAFNIÐ Kjól og Anderson hefur fram til þessa ekki skír- skotað til umsvifa fyrirtækis- «SS ins, sem Sigurður Kjartansson K" og Stefán Ámi Þorgeirsson stofnuðu fyrir fimm árum, þá rétt um tvítugt. Orðsporið hefur tengst útgáfu tónlistarmyndbanda og geisladiska, ljósmyndun, ýmiss konar grafískri hönnun, framleiðslu heimildarkvikmynda og stuttkvik- mynda, síðast „Polyesterday“, sem var sýnd í Regnboganum fyrir skemmstu. Innan vébanda fyrirtæk- isins er Gus Gus hópurinn, sem sam- anstendur af kvikmyndagerðar- og tónlistarmönnum, plötusnúðum og ljósmyndurum, og samnefndri hljóm- sveit. Kjól og Anderson hefur vaxið físk- ur um hrygg á liðnum árum, nýir eigendur, Baldur Stefánsson og Stephan Stephansen, bæst í hópinn, Gus Gus hópurinn með nýgerðan langtímasamning við breskt útgáfu- fyrirtæki upp á vasann og nú ætla þeir félagar að róa á ný mið og hefja framleiðslu tískukjóla fyrir erlendan markað. Til liðs við sig fengu þeir Lindu Björg Árnadóttur, sem í vor lýkur námi í fatahönnun við Studio Bercot í París. Tónlist, kvlkmyndlr tíska og tíðarandi „Markmið okkar var upphaflega að framleiða kvikmyndir í fullri lengd. Við flæktumst hins vegar í svo margt annað að slíkt hefur setið á hakanum þar til nú að undirbúning- ur er í fullum gangi,“ segja Sigurður og Stefán Árni, sem vilja ekki fara nánar út í þá sálma, en eru mun skrafhreifnari um kjólana. Þeir segjast alltaf hafa ætlað að láta fyrirtækið standa undir nafni og tengja það kjólum með einhveijum hætti. Inntir nánari skýringa á tilurð nafnsins segja þeir það hljóma fal- lega, sé jákvætt og skemmtilegt auk þess sem kjól geti verið orð yfír ákveðið hugarástand. Anderson sé hins vegar ættamafn í föðurætt Stef- áns Árna, sem þeim fannst vel við hæfí að halda á lofti. Þegar Linda Björg Ámadóttir hlaut 1. verðlaun í Smirnoff fata- hönnunarkeppninni í Höfðaborg í fyrra fyrir kjól úr kindavömbum ákváðu Sigurður og Stefán Árni að viðra hugmyndir sínar við hana. „Við höfðum ekki mikla þekkingu á kjólagerð, en okkur fínnst hvað draga dám af öðm; tónlist, kvik- myndir og tíska, og því alls ekki frá- leitt að kanna erlendan markað fyrir íslenskan tískufatnað." Smásneið af tískunni Linda Björg tók hugmyndum Sig- urðar og Stefáns Árna fagnandi, enda segist hún hafa fengið fijálsar hendur og henni fínnist auk þess spennandi að fá tækifæri til að koma Ljósmynd/Stef Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Kjartansson, Linda Björg Árnadóttir og Stefán Árni Þorgeirsson. sér á framfæri á tískukaupstefnum erlendis, eins og fyrirhugað er. Síð- astliðið vor hófst samstarf hennar og Kjóls og Andersons af fullum krafti. Linda Björg hannaði, valdi efni, sneið og saumaði og saman lögðu þremenningarnir á ráðin um útfærslur og framkvæmd kynningar- innar. Afraksturinn leit dagsins ljós á tískusýningu í Leikhúskjallaranum í síðustu viku. Kjólarnir fímm, Diljá, Gígja, Sigyn, Vegmey og Ylfa, komu fram á sjónarsviðið, ferskir og frum- legir. Linda Björg segist ekki endi- lega hafa hannað kjólana með ungar konur í huga. „Þeir eru bara ætlaðir öllum þeim sem vilja vera í skemmti- legum fötum. Tíðarandinn endur- speglast í fatnaði því klæðaburður fólks lýsir best afstöðunni til lífsins og tilverunar. Tónlist, tónlistarmynd- bönd og kvikmyndir hafa ekki síður áhrif á ríkjandi fatastíl en helstu tískuhönnuðir heims. Annars finnst mér íslendingar oft tileinka sér smá- sneið af tískunni, en ekki flóruna alla og verða svolítið íhaldssamir þegar þrítugsaldrinum er náð.“ Kjóls & Andersons-kjólar í London og París Sigurður og Stefán Árni segja varla grundvöll fyrir að selja meira en tvo kjóla sömu gerðar hérlendis og lítið upp úr því að hafa. Þann fjölda, eða samtals tíu kjóla, fengu þeir Verslunina Noi til að selja fyrir sig. Með kænni markaðssetningu eru þeir sannfærðir um að Kjól & Ander- son-fatnaður geti í framtíðinni keppt við ýmis þekkt merki í tískuheiminum. „Við höfum lagt mikla vinnu í undir- búning og erum meðal annars búnir að tryggja okkur bás á vortískustefn- um í London og París. Við erum líka að kanna aðstæður í New York og bindum miklar vonir við Japansmark- að. í ýmsum stórborgum heims kynna fatahönnuðir sumar og vetrartísku sína á sjö daga kaupstefnum, sem haldnar eru á vorin og haustin. Þetta eru jafnframt tískusýningar og svo- kallaðar forspársýningar, þar sem kaupendur skoða framboðið og gera pantanir.“ Sigurður og Stefán Ámi segja til mikils að vinna og því nauðsynlegt að vanda vel til verka í upphafí. Þeir fengu Bretann Paul McMenamin, gr'a- fískan hönnuð, sem áður hefur unnið fyrir fyrirtækið, til að hanna vöru- merkið, kynningarbækling og annað prentefni. Sjálfir fóru þeir í íjóðar- bókhlöðuna í nafnaleit. „Við vildum hafa kynninguna á persónulegri nót- um en yfírleitt tíðkast í bæklingum og auglýsingum af þessu tagi. Fyrir valinu urðu þessi fimm nöfn sem okk- ur finnst bæði falleg og sérkennileg, auk þess sem þau fara vel á prenti og hafa ekki sömu merkingu fyrir útlendinga eins og íslendinga, sem trúlega sjá fyrir sér ákveðnar mann- eskjur þegar þeir heyra nöfnin." Fyrsta skrefið Linda Björg, sem engan þátt átti í nafngiftinni, vogar sér að segja nöfnin væmin og fær óhýrt auga fyrir vikið. „Ég meina öll svona sam- an — þau eru allt í lagi sitt í hvoru lagi,“ flýtir hún sér að bæta við. Til að bæta um betur segir hún kjólana í einföldum rómantískum stíl og því henti ef til vill ágætlega að nefna þá kvenmannsnöfnum. Ekki segir Linda Björg að hvarflað hafí að henni að nota kindavambir eins og í kjólinn sem færði henni sigurinn forðum. „Kjóllinn sá varð þó til þess að ég fékk mikla umfjöllun í fíölmiðlum og kynntist ýmsum frægum hönnuðum. Þau sambönd hef ég getað nýtt mér, enda þekki ég tískuheiminn í París núna allvel og veit alveg að hveiju ég geng á kaupstefnunni þar í vor. Diljá og hinir kjólarnir eru samsettir úr mörgum lög- um, oft undir- og yfírkjóll. Ég er hrifnust af silki og bómullarefnum, en nota þó líka gerviefni, enda eru þau orðin mikið betri en þau voru áður. Básamir í London og París eiga fyrst og fremst að vera nýstárlegir, segja Sigurður og Stefán Ámi. „Við kynnum nýja strauma þar sem allt hangir saman; kjólar, tónlist og kvik- myndir." Þeir félagar ætla að fá ís- lensk fyrirtæki til að sauma eftir pöntunum og eru ákveðnir í kynna Kjóls & Andersons-fatnað á sex mánaða fresti vor og haust á tískukaupstefnum. „Þetta er bara fyrsta skrefíð. Þótt kjólar séu framlag okkar núna get- ur vel verið að við verðum með annars konar flíkur síðar," segja piltamir fram- sæknu. MEÐ þessu vörumerki verður fatn- aður fyrirtækisins kynntur á er- lendri grund: Eins og hinir kjólarnir í vetrarsyrp- unni 1997-1998 frá Kjól og Anderson er Diljá í mörgum lögum. Fóðrið undir er laust, pilsið ljóst og bolur- inn dökkblár, en bómullarnetið yfir er ljóst að ofan með dökkum bol. Kjóllinn á myndinni lengra til vinstri nefnist Gígja og er úr tvöföldu rönd- óttu silkiefni, sem saumað er saman þannig að rendumar mynda mis- stóra feminga. Nýr ilmur frá Perry Eilis. na, Hólagarði, ia, Mjódd, s, Háleitisbraut, Evita, Brá, L Sigríð San Byl Snyrtihöllin, Gar Gallery förðun, Ke Apótek Vestmannaeyja, Apótek Húsavíkur, Krisma foafirAi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.