Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 7
ÍSLENSK kvenfélög_ eru fágæt á erlendri grund, þótt íslendingafélög séu víða um heim. Kvenfélagið Freyjurnar hefur starfað í Grimsby og Hull, á bökkum Humber árinnar í Englandi, frá árinu 1965. Félagið var stofnað til að auðvelda íslenskum konum sem bjuggu þar um slóðir að hittast og tala móðurmálið. Með auknum fólksflutningum frá íslandi til Hull og Grimsby á síðustu árum hefur félagsstarf Freyjanna tekið fjörkipp. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti á dögunum fjórar Freyjur, þær Mar- gréti Þorvaldsdóttur, Elsu Þórisdótt- ur, Gyðu Stenton og Ragnheiði Cartledge. Þær Margrét og Elsa eiga íslenska menn en Gyða og Ragnheið- ur eru giftar enskum mönnum. Þrjár kynslóðir Á þriðja og fjórða áratugnum fluttu til Grimsby, sunnan Humber árinnar, nokkrar íslenskar fjölskyld- ur og fóru fjölskyldufeðurnir að vinna við útgerð og skipstjórn bre- skra togara. I kjölfarið komu íslensk- ar stúlkur í vist hjá þessum fjölskyld- um og nokkrar þeirra festu ráð sitt í Englandi. Eins stofnuðu ísienskar stúlkur til kynna við breska hermenn á íslandi og fluttu með þeim út meðal annars á Humberside svæðið. í byijun 9. áratugarins fóru ís- lenskar fjölskyldur aftur að flytja á Humberside svæðið og settust að norðan ár á Hull svæðinu. Stórauk- inn útflutningur á ísfiski héðan og vaxandi atvinnustarfsemi íslendinga á svæðinu skapaði þarna fjölmörg atvinnutækifæri fyrir landann. Nú er talið að um 70 íslendingar búi á Humberside svæðinu. Að sögn Gyðu Stenton er Svana Aðalsteinsson, ekkja Páls Aðal- steinssonar skipstjóra og útgerðar- manns, elst kvenfélagskvenna, 83 ára gömul. Svana flutti til Grimsby 1932 ásamt Guðnýju systur sinni, konu Ágústar Ebenezarsonár tog- araskipstjóra. Dóttir Guðnýjar, Kristín Guðmundsdóttir, giftist Dennis Petchell, síðar borgarstjóra í Grimsby. Eins nefnir hún Önnu Gunnsteinsdóttur, konu Sigurðar Þorsteinssonar skipstjóra, úr hópi frumheijanna. Þau fluttu til Hull um 1930 og eignuðust þijú börn sem öll eru búsett í Englandi. Ólöf Stevens, sem rak Orbeon Pub í Grimsby ásamt manni sínum, Ja- mes Stevens, og Helga Gott, eigin- kona Johns Gotts stórkaupmanns, kynntust mönnum sínum á íslandi þegar þeir gegndu þar herþjónustu. Þetta fólk festi allt rætur í Englandi og fór ekki heim aftur. Hins vegar hefur verið töluverð hreyfíng á ís- lensku fjölskyldunum sem hafa kom- ið til starfa í Englandi undanfarin ár, oft tímabundið. Gyða Stenton kom til Grimsby 1952 til að vera eitt ár í vist hjá Svönu og Páli Aðalsteinssyni. Þá kynntist hún tilvonandi manni sín- um, Ted Stenton fiskkaupmanni. „Ég fór heim eftir eitt ár og það tók mig þijá daga að segja mömmu að ég ætlaði aftur til baka,“ segir Gyða og hlær. Hún var áfram hjá Svönu næsta árið, giftist Ted á íslandi árið 1954 og hefur búið ytra síðan. Ragn- heiður Cartledge kom til Englands árið 1970 og fylgdi í kjölfar systur sinnar, Sylviu Haith, sem var au- pair hjá enskum hjónum. Þær Gyða og Ragnheiður búa báðar í Grimsby. Freyjurnar stof naðar 1965 Gyða segir að átta íslenskar konur hafi stofnað kvenfélagið Freyjurnar árið 1965. Tilgangurinn hafi verið að æfa sig í að tala íslensku og að halda hópinn. Þær hittust tvisvar í mánuði til að byija með og reyndu líka að fara í ódýrar jólaferðir sem boðnar voru til íslands, reyndust það oft hinar mestu ævintýraferðir. Freyjurnar eru nú yfirleitt 15-20 talsins, talan er breytileg vegna tíðra búferlaflutninga í seinni tíð. Flestar konurnar eru heimavinnandi, það er ekki venjan í Englandi að konur fari að vinna fyrr en börnin eru bytjuð í skóla fímm ára gömul auk þess sem erfitt var að fá atvinnu- leyfi. Freyjurnar hittast nú einu sinni Morgunblaðið/Guðni FJÓRAR íslenskar Freyjur í enskri sól. F.v.: Elsa Þórisdóttir, Margrét Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Cartledge og Gyða Stenton. í mánuði, í hádeginu í miðri viku, til skiptis hver hjá annarri. Gjaman er íslenskur fiskur á borðum og þjóð- legar hnallþórur á eftir. Á hveijum fundi borga konurnar í sjóð og eru með happdrætti sem allar kaupa miða í. Þessi sjóður var upphaf- lega stofnaður til að styrkja félagskonur til ís- landsferðar. Þá fékk ein kona ferð til íslands á mm^mmm hveiju ári og var farið eftir ákveð- inni röð. í seinni tíð var farið að halda þorrablót og þau skiluðu það vel í sjóðinn að hann hefur gildnað og dugað í fleira. Hátíðarhöld alltárlð Auk hinna mánaðarlegu funda er félagsstarf Freyjanna fjölbreytt allt árið. Séra Jón Baldvinsson í London hefur komið og messað tvisvar á ári, á vorin í Grimsby og á haustin í Hull. í þessum messum hefur bæði verið fermt og skírt. Yfírleitt hefur Jón komið með íslenskan kór með sér, bæði íslenska kórinn í London og kóra frá íslandi sem hafa verið á ferð um England. Þessar messur hafa verið fjölsóttar og Freyjumar boðið upp á kirkjukaffi að lokinni messu. Kirkjugestir hafa gjaman fengið kórsöng með kaffinu. Það er ýmis kostnaður sem fellur til við messuhaldið og hefur Freyjusjóðurinn komið þar við sögu. Á 17. júní er haldin þjóðhátíðarskemmtun. Þá íslenskt kvenfélag í Hull og Grimsby er farið í lautarferð, fólk kemur með nesti og svo era grillaðar SS-pylsur, boðið upp á kók og Prins Póló og farið er í leiki. ___ Fyrir jólin er svonefndur jólamatur sem er einskonar árshátíð Freyjanna. Nú ætla þær til Birmingham að sjá söngleikinn Heat- hcliffe með Sir Cliff Ric- hard í aðalhlutverki. Þær mmmmm fara meg rútu að morgni og borða jólamatinn á leiðinni. Síð- degis fara þær í verslanir og um kvöldið í leikhúsið og heim um nótt- ina. Um hátíðamar eru haldin jólaboð hjá þeim sem ekki fara heim. Alís- lensku fjölskyldurnar borða allar ís- lenskan mat um hátíðamar, hangi- kjöt og tilheyrandi. Flestar konumar sem giftar eru enskum mönnum halda jólin á enska vísu. Á þorranum er haldið þorrablót. Þá koma Ýmislegt umhugsunarvert „ÞAÐ er óneitanlega ýmislegt í þessari bók sem vekur mann til umhugsunar," segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, félagssálfræð- ingur, sem las bókina Góðarstelp- ur komast til himna - en slæmar hvertsem er að beiðni Daglegs lífs. „Ýmislegt í þessari bók þykir mér þess eðlis að það sé tæplega hægt að heimfæra það alveg upp á íslenskar aðstæður eða yfirhöf- uð aðstæður kvenna á Norður- löndum. Að vissu leyti þykja mér þetta hættuleg skilaboð, að reiðin sé það sem þarf til þess að kom- ast áfram. Málamiðlun virðist ekki vera inni í dæminu, annað hvort eru konur undir hælnum á körl- um, eða þá að þær hafa stjórnina." Þegar líður á lesturinn þykir mér síðan meira koma fram sem hægt er að heimfæra á íslenskar aðstæður. Þar má til dæmis nefna kaflann um vinnu, þar sem segir að konum hætti til að vanmeta sjálfar sig og senda frá sér röng skilaboð. Höfundurinn hvetur konur til að láta vita af því hvað þær geta og kunna.“ „Skilaboðin eru skýr, konur eiga ekki að sætta sig við hvað sem er, heldur láta skoðanir sínar i þ'ósi. Mér þykir þessi skilaboð reyndar alveg eins eiga erindi til karla.“ Freyjurnar saman, steikja laufa- brauð, baka flatkökur og rúgbrauð. Þær sjá um matinn sjálfar en fá ís- lenskan mat, súrmeti, harðfisk og hákarl að heiman. Gefið í skólnn Fjölskyldurnar sem flutt hafa frá íslandi í seinni tíð hafa reynt að halda í íslenska siði, eins og að gefa. í skóinn. Það hefur valdið mörgum enskum félögum íslensku barnanna vangaveltum að jólasveinninn virðist sniðganga skó þeirra ensku, sama hve oft þeir eru settir í gluggana. Milli jóla og nýárs halda Freyjumar jólaball með jólasveini og tilheyrandi. Haldinn er íslenskur skóli einu sinni í viku fyrir íslensku börnin og sex unglingar frá Hull hafa farið til framhaldsnáms í Menntaskólan- um á Akur- eyri þeg- ar þeir hafa 16 Freyj- urnar fjór- ar voru sammála um mikilvægi þessa félags- skapar. Það væri mikils i virði að i geta kom- % ið saman til að tala íslensku o@ að fá fréttir að heiman. Það væri sama hvert landinn fiytti og hve lengi hann dveldist ytra, ís- * lendingurinn segði alltaf til sín. SILFURFLETTUÐU arm- böndin frá John Hardy á fást á ígildi 46 þúsund íslenskra króna hvort. s Djásn á upphandlegg Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐBJÖRG Andrea Jónsdóttir „Mér þótti athyglisverð máls- grein á blaðsíðu 176 þar sem seg- ir að konur verði að hætta að kveina og þjást út av valdadreif- ingpi og hlutverkaskiptingu kynj- anna. Þær verði að vera vakandi fyrir og vekja athygli hver ann- arrar á því þegar þær renna inn í gömlu hlutverkin. Þama segir líka að allar breyt- ingar taki langan tíma, hvort held- ur það er persónuleg breyting eða samfélagsleg, og breytingar sem varði nýja stöðu konunnar séu margþættar. Það geti jafnvel tekið nokkra mannsaldra að breyta henni. Leiðin til afstöðubreytingar sé löng og grýtt og vörðuð mistök- um, en konur verði að ganga hana á enda. Hver ætti svo sem að gera það fyrir þær?“ Gott innlegg í umræðuna „Það má segja að höfundur - gangi heldur langt í þá átt að útskúfa karlkyninu. Bókin er hins vegar gott innlegg i það ■>>>« að halda umræðunni um jafn- rétti vakandi. Það er lögð áhersla á að breytingin verði ekki í einu vetfangi, heldur gerist smátt og smátt og að mínu mati er ^ besti kafli bókarinnar sá síð- asti þar sem er að finna lýsingu á þeirri konu sem kemst áfram í lífinu." ■ SVEIFLUR í skartgripatísk- unni eru alla jafna ekki eins miklar og í fatatískunni. Trú- lega eru skartgripir úr eðal- málmum og steinum sí- gildari og í BANDARÍKJUNUM fæst þetta Cartier-armband á sem sam- svarar tæpum sjö hundruð þúsund íslenskum krónum. endingarbetri en fatnaðurinn.' Af og til virðist þó ein tegund skart- gripa eiga meira upp á pallborðið en aðrar. Þegar blaðað er í erlendum tísku- tímaritum má sjá að breið og oft íburðarmikil armbönd era djásnin sem hæst ber um þessar mundir. Armbönd þessi eru yfirleitt opin og því hægt að þrengja þau og breikka að vild þannig að þau passa annaðhvort á úlnlið eða upphandlegg, en það síðamefnda virðist vinsælast. í stað þess að bera marga skart- gripi er eitt stórt og áberandi arm- . band á upphandlegg látið nægja j og þykir mikil prýði við einfaldan j ermalausan kjól. Armböndin á i myndunum eru úr gulli eða silfri prýdd demöntum eða öðram eðai- steinum. ■ -f (ii n /• icT/TMini/ » 11AjJcl/IUr1 v/IV! ADO r or crr t*y a rrrTTxo/ÁrT CX Vk MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1996 B 7— DAGLEGT LÍF Freyjur utan fósturlandsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.