Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1996, Blaðsíða 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ PARHÚSIÐ Leiðhamrar 50 er til sölu hjá Valhöll. Ásett verð er 14,8 millj. kr., en áhvílandi eru hagstæð lán um 4,6 millj. kr. Parhús á frábærum útsýnisstað HJÁ fasteignasölunni Valhöll er til sölu parhús að Leiðhömrum 50 í Grafarvogi. Húsið er 244 fermetrar að stærð með innbyggðum bílskúr og byggt 1990. „Þetta hús stendur á frábærum útsýnisstað og er fagurt þaðan að sjá yfír borgina," sagði Bárður Tryggvason hjá Valhöll. „Húsið stendur á jaðarlóð við óbyggt svæði í vestur og því stutt í útivistarsvæði. Á neðri hæð hússins er flísalögð forstofa, gestasnyrting og innan- gengt í tvöfaldan bílskúr. Úr forstofu er komið inn í hol og þaðan í stofu og borðstofu, en gólf beggja eru parketlögð. Gengt er út á stóran timbursólpall mót suðvestri. Eldhúsið er með glæsilegri kirsu- beijaviðarinnréttingu og fallegum og björtum borðkrók. Innfelld halogen- lýsing er í loftum neðri hæðar. Á efri hæðinni er parketlagt hol, fjögur góð svefnherbergi, flísalagt baðherbergi með hitalögn í gólfi, baðkari og sturtuklefa og fallegri innréttingu og þvottahús með góðri innréttingu. Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru á efri hæð og er parket á gólfum þeirra allra. Loft efri hæðar eru upp- tekin og býður jiað upp á skemmti- lega lofthæð. Á húsinu eru stórar norður- og vestursvalir. Við húsið er fallegur garður, nær frágenginn. Ásett verð er 14,8 millj. kr., en áhvílandi eru hagstæð lán um 4,6 millj. kr.“ Sögufrægt hús við Hverfisgötu HÚSIÐ að Hverfisgötu 12 er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Húsið er um 100 ferm. að grunn- fleti, en það er tvær hæðir, ris og kjallari ásamt bílskúr og eignar- lóð. Alis er húsið um 440 ferm. Góð lofthæð er á hverri hæð. Ásett verð er 36 millj. kr. „í þessu húsi er nú veitingastað- ur á jarðhæð, á fyrstu hæð er myndlistargallerí og íbúð er á ann- arri hæð og í risi,“ sagði Jón Guð- mundsson hjá Fasteignamarkaðin- um. Þetta er sögufrægt hús, byggt árið 1910. Neðsta hæðin er hlaðin, en efri hluti hússins er steinsteypt- ur. Guðmundur Hannesson læknir og prófessor byggði húsið upphaf- lega og var smíði þess lokið 1911. Hús þetta var með fyrstu stein- steyptu húsunum í Reykjavík, en kjallaraveggirnir, sem snúa út að Ingólfsstræti og Hverfisgötu, eru að því leyti áberandi, að þeir eru hlaðnir. Húsið þótti sérstaklega vel hannað, en hönnun þess annaðist Guðmundur Hannesson læknir að mestu leyti sjálfur. Læknar settu lengi mikinn svip á þetta hús. Fyrir utan að búa þar hafði Guð- mundur Hannesson þar lækna- stofu sína. Dr. Gunnlaugur Claess- en læknir og prófessor, sem var brautryðjandi í röntgenlækningum hér á landi, hafði þar einnig starfs- aðstöðu. Ingólfstrætis megin var byggt tengihús, svokallað „Bislag.“ I því var eldhús á sínum tíma og utan Morgunblaðið/Golli HÚSIÐ er um 100 ferm. að grunnfleti, en það er tvær hæðir, ris og kjallari ásamt bílskúr og eignarlóð. AIls er húsið um 440 ferm. Góð lofthæð er á hverri hæð. Ásett verð er 36 millj. kr. Húsið er í mjög góðu ástandi nú. Það er til sölu hjá Fast- eignamarkaðnum. á það var sett annað bíslag eða viðbygging. Þar hafði sonur Guð- mundar, Hannes Guðmundsson læknir, fyrst læknastofu, en síðan var þar tannlæknastofa, svo fast- eignasala og loks smurbrauðs- stofa. Bíslagið er hluti af fasteign- inni Hverfisgata 12. Litlar breytingar voru gerðar á húsinu frá fyrstu tíð, unz Sævar Karl Ólason kaupmaður keypti það fyrir nokkrum árum, en hann er eigandi hússins nú. Sævar Karl lét endurnýja allt húsið og um leið var það fært í sinn upprunalega stíl. Húsið er því í mjög góðu ástandi nú. Húsið stendur á fjölförnu horni og gæti m. a. hentað vel fyrir starfsemi sem hefði ávinning af nágrenni við stjómsýslu ríkis og borgar. LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sím. 533-1111 fax 533-1115 Opið virka daga frá kl. 9 - 18. Opið laugardag frá kl. 11 -14. 2ja herbergja BUSTAÐAVEGUR V. 5,7 M. Dæmalaust notaleg 63 fm ibúð á jarðhæð í þessu gróna hverfi. Sér inngangur. Hús i mjög góðu ástan- di, m.a. nýlegt gler. Verð 5,7 m. Áhv. B.sj. 3,5 m. FURUGRUND NYTT Tæplega 70 fm íbúð á annarri hæð í nýlega við- gerðu húsi. Gler er í góðu lagi. All- ar viðarinnréttingar svo og inni- hurðir eru úr antik-eik. Stórar og góðar svalir í vesturátt. GRETTISGATA V. 5,7 M. 2ja her- bergja 59 fm mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi. Parket og flísar á gólfum. Nýleg eld- húsinnrétting. Óinnréttað ris yfir aliri íbúðinni. Áhvílandi 2,5 m. SAMTENGD SÖLU- Asbyroi ufe SiBSI rllíi HRAUNBÆR V. 4.7 M. í þessu rót- gróna hverfi er til sölu 58 fm íbúð á 1. hæð i fjölbýlishúsi. Vestursvalir. Aðgengi fyrir hjólastól. Geymsla í íbúðinni. Verð 4,7 m. SAMTÚN V. 3,9 M. Tæplega 50 fm íbúð í kjallara tvíbýlishúss. Nýmál- uð og snyrtileg íbúð, rúmgóð og vel nýtt. Áhvílandi ca 2,5 m. SKULAGATA V. 3,3 M. Mitt i mið- bænum er til sölu 35 fm risíbúð í nýlega viðgerðu fjölbýlishúsi. Park- et á gólfum, gler endurnýjað að hluta. Full lofthæð í stofu. Geymsla i sameign. 3ja herbergja ALFTAMYRI V.6.0M.Í einkasölu er rúmgóð 75 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Suðursvalir. Þetta er snyrtileg ibúð og sama er að segja um sam- eignina í húsinu. Húsið er nývið- gert að utan. BARÐAVOGUR NYTT Reglulega góð 80 fm íbúð á aðalhæð í þríbýl- ishúsi. Eldhúsinnrétting er nýleg svo og allar innihurðir. Skipt hefur verið um pósta og gler í flestum gluggum. Ibúðinni fylgir 30 fm bíl- skúr og lóðin er frágengin og i mjög góðu standi. BUGÐUTANGI. M0S. NYTT Neðri hæð í tvíbýlishúsi. Parket á gólfum. Innihurðir úr eik. Stofa snýr móti suðaustri, verönd út af stofu. VIÐ SUNDIN BLA Björt 77 fm íbúð í lyftuhúsi við Kleppsveginn. Stór stofa. Svalir snúa í suður. Stutt i alla þjónustu. Frábært útsýni í norður. Verð 5,8 m. Eignaskiptayfirlýsingar Laufás ávallt í fararbroddi - NÝ ÞJÓNUSTA Er til eignaskiptayfirlýsing um húsið þitt? Frá 1. júní 1996 þarf löggildingu til að gera eignaskiptayfirlýsingar. Við á Laufósi höfum slík réttindi og tökum að okkur gerð eignaskiptayfirlýsinga. LÝSUM EFTIR EIGNUM Lýsum eftir einbýlishúsum af öllum stærðum og gerðum. URÐARHOLT SÚ RÉTTA FYR- IR ÞIG? Mjög fal- leg risibúð í Mos- fellsbænum, í Steni klæddu steinhúsi. Svefnher- bergi mjög rúmgóð. Parket í stofu. Svalir snúa í austur, frábært útsýni. Verð aðeins 4,9 m. ASGARÐUR m. bílsk. V. 6,6 M. 4ra herbergja og stærri FISKAKVISL V. 11,4 M. Sérlega góð 5-6 herbergja íbúð á þessum eftirsótta stað, 120 fm að stærð ásamt innbyggðum bílskúr. Beykiparket á gólfum. Allt nýtt í eldhúsi! Gott skápapláss í herbergj- um. Stórar suðursvalir. Ekki láta þessa fram hjá þér fara. FUNALIND NYTT Stórglæsileg og sérlega vönduð íbúð á þriðju hæð í glænýju fjölbýli. Innihurðir og inn- réttingar eru úr kirsuberjaviði, eld- húsið er mjög fallegt og baðher- bergið algjör lúxus! Eign sem mik- ið er í lagt - og gott betur. HRAUNBÆR NYTT Rúmgóð fjög- urra herbergja íbúð á góðum stað í Árbænum. Franskar svalir eru í hjónaherbergi svo og plássgott fataherbergi. Stofa snýr í suður og er þar frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu, verslun, skóla og i sund- iaugina. KLEPPSVEGUR V. 6,4 M. Góö ibúð á 1. hæð í fjölbýli. Stofa og svalir snúa í suður. Baðherbergi er nýstandsett. Vönduð eldhúsinnrétt- ing. Nýtt gler. Húsið er nýviðgert og málað. Góð staðsetning - stutt í alltl OFANLEITI NYTT Ein góð á frá- bærum stað. Fjögur svefnherbergi, öll með fataskápum. Gott sjón- varpshol. Parket og dúkar á gólf- um. Þvottahús í íbúðinni. Góðar suðursvalir. Og bílskúr líka ... Raöhús - Einbýli KROKABYGGÐ NYTT Mjög gott endaraðhús í Mosfellsbænum. Það er 97 fm að stærð, á einni hæð, og svefnherbergi eru tvö. Ljós viðar- innrétting í eldhúsi. Parket á stofu og eldhúsi, loft tekið upp í stofu. DRAUMUR ST0RFJ0LSKYLD- UNNAR Þrjár kynslóðir í sama húsinu. Tvær íbúðir á fyrstu og annarri hæð, tæplega 100 fm hvor, og tæplega 80 fm íbúð á fyrstu hæð (ekkert nið- urgrafin). Tvær þær stærri eru nú þriggja herbergja en auðvelt er að bæta fjórða svefnherberginu við. Verð: 1. hæð 4,3 m. 2. hæð 6,9 m. og þriðja hæð 6,4 m. Nýbyggingar VÆTTABORGIR V. 11,060 Þ. Atvinnuhúsnæði HELLUHRAUN NYTT Tæplega 240 fm atvinnuhúsnæði á fyrstu hæð ásamt ca 100 fm íbúð á milli- lofti. íbúðinni fylgir forstofuher- bergi á fyrstu hæð. Selst í einu lagi. ÍFjöldi annarra eigna á æ söluskrá okkar. “ Hringið - Komið - Fáið upplýsingar Fasteigna- sölur í blabinu í dag Almenna Fasteignasalan bis Bifröst ws. Eignamiðlun ws. Eignasalan ws. Fasteignamarkaður ws. Fjárfesting ws. Fold ws. Gimli ws. Hátún ws. Hóll ws Hóll Hafnarfirði bls. Hraunhamar ws. Húsakaup ws. Húsvangur ws. Kjöreign ws. Laufás ws. Skeifan ws. Valhöll ws Þingholt ws. 9 .3 ÉÉ 8 12 4 11 8 8 10 6 3 5 5 9 2 4 4 6 — KAUPTU FASTEIGN íf Félag Fasteignasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.