Alþýðublaðið - 11.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1920, Blaðsíða 1
O-efíLÖ lit at Æ.lþýO'ufloklcirant. 1920 Laugardaginn 11. desember. 286 tölubl. 0 fyrirungðt. Það er alþekí fyrirbrigði í öll ¦flim löndum, að talað sé í auð- valdsblöðunum fremur vel um jafn aðarmannaforingja nágrannaland anna, jafnframt því sem jafnaðar- nnannaforingjar sjáifs landsins eru skammaðir niður fyrir allar hellur. Þetta sama fyrirbrigði er vel- fsekt hér á íslandi. Hérlendir jafh' aðarmenn þykja óbrúkandi, jafn- framt því sem erlendir jafnaðar tnenn, að minsta kosti annað slag- ið, fá að njóta sannmælis. Annað alþekt fyritbrigði er það, aS það sé sagt: Jamaðarstefnan er á- gæt erlendis, en hér á hún ekki við. Þetta var sagt þegar hún var að byrja f Noregi, í Dtnmörku ¦•og í Svíþjóð, og nú kveður þetta við hér á Islandi, Af því að hér eru engir menn sem þurfa að leita sér náttstaðar út um tún, «ins og öreigarnir í London og París þurfa að hafast við undir brúnum þar, álíta sumir að hér sé engin þörf fyrir jafnaðarstefn- una. Af því að hér eru engir sem 3>urfa að lelta í sorpkössum að Ihúsabaki, til þess að finna eitt- liyað ætt, álíta þessir vitringar að hér sé engin þörf fyrir jafnaðar- 3tefnu. Þeir halda sem sé að jafnaðár- stefnan gangi út á það að bæta •misfellur þær er augljósastar eru á núverandi þjóðfélagsfyrirkomu- lagi, en meiri misskilning er vart ;2iægt að hugsa sér. Jafnaðarstefn- an er ekki efni til þess að troða i rifurnar og götin á hinu leka og fúna 4an auðvaldsins, heldur mætti fremur líkja því við nýtt far með loftheldum rúmum, svo það gæti ekki sokkið þó leki kæmi að því. Jafnaðarstefnan er heldur ekki tilraun til þess að reyna að gera menn að betri mönnum, heldur er hún þjóðfé- lagsfyrirkomulag, sem gerir það •að verkum, að hver og einn hefir sjálfur mestan hag af því að vera góður maður, í mótsetningu við það sem nú á sér stað, þar sem menn eru oft svo að segja neydd- ir til þess að hugsa eingöngu um eigin hag, meira að segja oft svo að segfa neyddir til þess að troða á öðrum, til þess að iáta ekki troða sig og sína niður í skítinn, Og þessu ástandi vilja sumir menn sem kalla sig hugsandi menn, halda við! Þal gttnr ekki verið satt! Hr. ritstjóril Eg vona að blað yðar sé svo frjálslynt, að það fiytji neðanskráða grein. Eg er bara einfaldur sveita- maður, kominn hingað til bæjarins fyrir fáum árum, austan úr sveit- um. Ýmsir kunningjar mínir að austan voru gengnir hér f fríkirkju- söfnaðinn, sem blessunin hann sr. Óiafur Óláfsson tók að sér, þrátt fyrir það, þó að hann væri svo fótavéikur, að hann þyrfti að segja af sér prestskap fyrir austan.- Og það sýndi hans loísverða áhuga á því máii er hann hefir gert að æfistarfi sínu. Ennþá betur kom þó í ljós þessi áhugi, þegar hann, sárlasinn sálusorgarinn, tókst á hendur að stofna fríkirkjusöfnað- inn í Hafnarfirði, sem hann einnig að þessu hefir þjónað með trú mensku. Þetta starf hefði hann ekki getað leyst af hendi, ef hann ekki hefði átt kerru til að hvíla sín lúin bein í, og svo er honum víst farið að batna, guði sé lof, nú upp á sfðkastið. Af því að mér Iíkar vel við sr. óiaf sem prestinn okkar í fríkirkju- söfniðum, - brá mér í brún, þegar eg las það í Vísi um daginn, að hann ætlaði að bjóða sig fram til þings. Það getar ekki. verið alaara hans, að ætla að fara að yfirgefa okkur i íríkirkjunni og kasta sér út { þann pólitíska svívirðingahyl. sem hann svo oft hefir talað utn í sínum ágætu ádeiluræðum af stóinum um íslenzka pólitik, sens hann réttilega hefir sagt að ekM væri fært heiðvirðum mönnum að- taka þátt í, og sízt prestum. Mig tekur það svo sárt, séra Ólafs vegna, ef hann ætlar aú að fara að gerast liðhlaupi á gamals aldri. Og eg trúi því ekki fyr en eg tek á því. Vísi hlýtur að skjátlast. Séra Ólafur villl ekki, og hefir enga ástæðu til þess, að sprengja frikirkjusömuðinn, sem hann hefir þjónað svo dyggilega. Hann geng- ur aldrei á bak orða sinna. Eg veit það og trúi þvíl Ef blessaður presturinn okkar ér svo iila launaður, að hann þess vegna þarf að leita sér aukaláuna raeð þingsetu, þá segi eg fyrlr mitt leyti, að eg vildi bæta tölu- verðu við gjald það, sem eg aú greiði, til þess að laun haas gætui hækkað. Starf það sem hann nú hefir, er svo mikið, að eg get ekki séð að hann yfir höfuð gsfci setið á þingi, nema með því að vanrækfa prestsstörfin, en það veit eg fyrir víst að honum er iíla við, og ean- þá ver hlýtur honum þó að verða við það, ef hann, sem mest ítök og mestan þátt á í frikirkjusöfnuð- inum, yrði til þess að sundra honum. Hvernig sem Htið er á þeíta mál, þá finst mér að hér hljóti að vera um einhvern misskilning að ræða. Það getur ómögulega verið, að séra Ólafur ætli að fara að hætta prestskap til þess að kasta sér út í pólitík. Eg segi fyrir rnig, að eg vil honum ekki svo ilt, að hann ætli nú að ganga á móti sínum eigin orðum. En ef svo færi, þá vii eg ekki hafa hana lengur fyrir prestinn minn, eg verð þá heldur „utan kirkju". Frikirkjasafnaðarmaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.