Morgunblaðið - 20.12.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
V eistu
þetta...?
. . að jólasveinahefðin á
rætur að rekja til heilags Nikul-
ásar (Saint Nicholas = Santa
Claus eins og hann er víða
kallaður),vemdardýrlings
Rússlands, barna, ferðamanna
og kaupmanna. Sjötti desember
er tileinkaður dýrlingnum, en
smám saman hefur nafn hans
tengst jólahátíðinni i auknum
mæli.
►• . . að Heims um ból var
fyrst flutt í kirkju heilags Nikul-
ásar, skammt frá Salzburg, á
jóladag 1818. Austurriski að-
stoðarpresturinn, Joseph Mohr
samdi textann og vinur hans
organistinn, Franz Gmber, tón-
listina.
►• . . að orðið Biblía er grískt
orð fyrir bækur.
► • . . að jólatréð á sér alda-
gamla sögu, þvi talið er að enski
munkurinn heilagur Bónífasíus,
fyrsti kristniboðinn í Þýska-
landi, um aldamótin 700, hafi
tekið siðinn upp úr ásatrú og
skreytt eikartré Jesúbaminu til
dýrðar. ■
Raf skinna var ein
vinsælasta auglýsingin í gamla daga
SJALFSAGT eru flestir búnir að
fá sig fullsadda af auglýsingum
nú þegar hátíðamar eru að ganga
í garð enda hvergi friður fyrir
þeim, hvorki í blöðum, sjónvarpi,
útvarpi né á alnetinu. A götum
úti er meira að segja erfitt að
komast hjá því að taka eftir blikk-
andi ljósaskiltum, sem auglýsa
nýjasta nýtt. Alls staðar auglýs-
ingar, hvert sem litið er og ótrú-
legt til þess að hugsa að þær hafí
einhvem tíma laðað að sér múg
og margmenni. En sú tíð er liðin.
Hér á ámm áður gerði fólk sér
sérstaka ferð í miðbæ Reykjavíkur
til að sjá jólaauglýsingarnar og
margir muna eftir mannþyrping-
unni fyrir framan Skemmu-
gluggann í Austurstræti sem var
saman komin til að líta á dýrðina.
Fyrirbærið, sem vakti slíka at-
hygli, nefndist Rafskinna. Þetta
var rafknúin auglýsingabók í
verslunarglugga Ama Haralds-
sonar, svokölluðum Skemmu-
glugga. Fyrir hver jól og hver
vertíðarlok í maímánuði, allt frá
árinu 1933 og fram til ársins 1958
var Rafskinna í Skemmuglugga-
num.
Sagan segir að Gunnar Bach-
mann loftskeytamaður, eigandi
bókarinnar hafí upphaflega séð
áþekka bók í verslunarglugga í
París, en eftir að hann kom heim
til íslands lét hann smíða Raf-
skinnu eftir minni. „Hún var í lag-
inu eins og venjuleg bók, þar sem
á hverri síðu var teiknuð auglýsing
á pappír sem var í þykkum jám-
HIN upp-
runalega Raf-
skinna hefur
glatast með
tímanum,
en þessa
eftirlíkingu
lét Einar
Egils-
son.fyrrv.
verslunar-
maður gera.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
LÁRA Vilbergsdóttir, Anna
Guðný Helgadóttir og Sjöfn
Eggertsdóttir starfsmenn
Randalínar.
Allrahanda
bækur handa öllum
ENDURUNNINN pappír er eitt
aðalhráefnið sem Randalín á Egils-
stöðum vinnur úr. Verkefnin eru
aðallega gestabækur og bækur með
titlum fyrir hugmyndaríkt fólk sem
vill skrifa um viðfangsefni daglegs
lífs, koma uppáhalds ljóðunum sín-
um fyrir á einum stað eða varð-
veita minningar eða leyndarmál
sem mega líta dagsins ljós síðar.
Nýjungar Randalínar fyrir jólin
eru jólakort og gjafamerkimiðar
sem em máluð af Sjöfn Eggerts-
dóttur myndlistarkonu og Ijós-
myndaalbúm í gamla stílnum, þar
sem myndir em límdar inn og
„smjörpappír“ er á milli blaðsíðna.
Randalín hefur verið að nota, sam-
hliða pappímum, tau, roð og plast
í bækumar. ■
JÓLAMYNDIR
úr endurunnum pappír.
BÆKUR fyrir
hugmyndaríkt fólk.
Úr jólahita
í jólasnjó og skötuát
Hún féll kylliflöt fyrir snjónum sem hún sá
í fyrsta sinn á Flateyri áríð 1986. Og Lesley
Wales frá Suður-Afríku féll einnig fyrír
Kristjáni Erlingssyni, en þau eru nú gift og
eiga tvíburadætur. Egill Egilsson ræddi við
Lesley um jólahaldið, sem hefur eins og
vonlegt er tekið töluverðum breytingum þó
hún haldi í nokkra af þeim siðum sem hún
er alin upp við.
LESLEY segir mestan muninn á
loftslaginu, um jólaleytið er mjög
heitt í Suður-Afríku, allt að því
óþægilega heitt. Byijað er að
skreyta húsin þann 16. desember,
þarsem það er þjóðhátíðardagur í
S-Afríku. Jólin em haldin þann 25.
desember, 24. desember er venju-
legur vinnudagur. Segist Lesley
vilja halda í hefðina og setja upp
jólaskrautið 16. desember eins og
tíðkist heima í S-Afríku.
Þegar fjölskyldan vaknar á jóla-
dag bíða gjafir og jólasokkar við
fótagaflinn. Bömum og eldra fólki
eru gefnar jólagjafir. Um hádegið
er snædd stórmáltíð, oftast nær
kjúklingur eða kalkúnn og að því
loknu setjast menn út á verönd og
fá sér íste. Um kvöldið er síðan
sest aftur að snæðingi og lokið við
leifamar af matnum fyrr um dag-
inn. Stundum var búðingur á boð-
stólum, samkvæmt gamalli upp-
skrift ömmu hennar. Búðingurinn
er með koníaksbragði og borinn
fram rjúkandi heitur. Oftast var í
honum smámynt og stundum gat
hann gefið af sér krugerrand, sem
vom gullpeningar. Stundum lét
gamla konan fimm slíka í.
Við jólaborðið sitja menn með
skrýtna hatta á höfði og á diskunum
eru knallettur, stundum fylltar með
plastdýrum. Síðan kippa allir í
spottana á sprengjunum áður en
sest er að snæðingi.
Jólaskreytlngar
mlnna á kjötkveöjuhátíð
Lesley er dóttir auðugs plant-
ekrueiganda og var jafnan fjöl-
menni við borðhaldið, í kringum 20
manns. Þjónaliðið var á tvískiptum
vöktum á jóladag, annar hlutinn sá
um jólamatinn, hinn hlutinn sá um
kvöldið. Að morgni jóladags færði
þjónustuliðið móður Lesleyar gjafir,
t.d. skrautlituð glös, vafin í dag-
blaðapappír. Starfsmenn á búgarð-
inum færðu bóndanum sæt vin. Um
kvöldið hafði fjölskyldan það náð-
ugt og þeir sem eiga sundlaug bjóða
til sunds til að kæla sig niður í hit-
unum.
Lítið er um jólaskreytingar í
heimahúsum eins og tíðkast hér
heima á Fróni. Lesley segir jóla-
skreytingarnar heldur hallærislegar
og minna frekar á kjötkveðjuhátíð
en jól. Hugmyndir Suður-Afríku-
manna um jólasveininn byggist á