Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 7

Morgunblaðið - 20.12.1996, Síða 7
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1996 B 7 1~ MORGUNBLAÐIÐ u DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Golli KAFFIKERLIN G ARN AR. ramma. Bókin flettist sjálfkrafa fram og til baka. Á hverri opnu voru tvær myndir og því voru í allt 64 auglýsingamyndir," segir Jón Kristinsson, bóndi í Lambey í Fljótshlíð, er áður hafði starfa af því í fimmtán ár að teikna auglýs- ingar í bókina, en á undan honum sá Tryggvi Magnússon, skop- myndateiknari og málari, um að teikna auglýsingarnar. Vafasamar auglýslngar Eins og fyrr segir átti Gunnar Rafskinnu og seldi bönkum og ýmsum öðrum stórum fyrirtækjum í bænum auglýsingar í hana. Gunnar samdi auglýsingarnar en Tryggvi og síðar Jón útfærðu þær. „Gunnar var ansi hugmynda- ríkur þegar átti að fara að hanna auglýsingar og stundum fannst mér hann ganga það langt að ég neitaði að teikna það sem hann bað mig um. Til dæmis man ég vel eftir því þegar við vorum beðn- ir um á stríðsárunum að gera aug- lýsingu fyrir Opal, sem þá var nýstofnað. Gunnar var með hug- mynd um að teikna prest þar sem hann stendur í fullum skrúða úti í kirkjugarði við opna gröf og fullt af syrgjendum í kring. En í stað- inn fyrir að hann sé að kasta rek- unum, þá lætur hann Opalpakka detta niður í gröfina. Og svo átti að standa í textanum: Hinsta ósk- in. Þessa hugmynd fannst mér nú ekki ráðlegt að framkvæma í þá daga, þó menn víluðu sjálfsagt ekki fyrir sér að birta slíkt í dag,“ segir Jón og hlær við. Jón segir einnig að það hafi alltaf verið einhver annar hreyfan- legur hlutur í glugganum við hlið- ina á Rafskinnunni og lengst af hafi það verið svokallaðar Kaffi- kerlingar; auglýsingar frá Kaaber. Þær voru þrjár og hreyfðu kaffi- bollana sína fram og til baka. Upphaflega Rafskinnan og Kaffikerlingarnar hafa týnst í ár- anna rás, en margir hafa hugsað með mikilli eftirsjá til þessa tíma. fyrir fólk með slit, ör eða hrukkur MARGIR þjást af því að vera með slæm húðlýti og vildu 25 gjarnan fá bót meina sinna. Til dæmis táningar með slæm Otí ör í andliti eftir unglingaból- ur, ungar konur með mikið 21 húðslit á maga eða lærum eða bara fólk með miklar hrukk- ur, svo eitthvað sé nefnt. Nú er hins vegar komið á markað nýtt tæki, svokallað húðslípunartæki, sem ætti að gera tilveruna auðveld- ari fyrir þennan hóp, því reynslan hefur sýnt og sannað að meðferð í slíku tæki bætir húðlýti svo um munar. Hanna Kristín Didriksen snyrti- fræðingur, segist hafa mikla trú á húðslípunartækinu, enda lét hún sig ekki muna um það að selja glænýja Toyotu Corollu til að geta fest kaup á því og flytja inn hingað til lands. Blaðamaður Daglegs lífs mælti sér mót við Hönnu Kristínu á snyrtistofu hennar í Kringlunni á dögunum og fékk að vita meira um nýjasta undrið í snyrtiheimin- um. Hannað fyrlr vinnandl fólk í upplýsingabæklingi sem fylgir tækinu kemur í ljós að það hefur verið í þróun í fjöldamörg ár og verið prófað víða um heim með góðum árangri. Það er sérstaklega hannað til notkunar fyrir snyrti- fræðinga og því kjörið á snyrtistof- um. í stuttu og einföldu máli má segja að það vinni smám saman á viðkomandi húðlýti með því að skrapa varlega upp efsta lag húðar- innar með sérstökum kristöllum og í staðin myndist nýjar og sléttar húðfrumur. Hanna Kristín segir að lengd Morgunblaðið/Golli SNYRTIFRÆÐINGARNIR Hanna Kristín Didriksen og Ása Sif sýna hér húðslípunartækið. meðferðarinnar fari algerlega eftir því um hvernig húðlýti sé að ræða. „Sérfræðingur verður að meta það fyrir hvern og einn, en meðferð getur tekið frá nokkrum vikum upp í marga mánuði,“ segir hún. „Hver tími í tækinu tekur um fjörutíu og fimm mínútur og er ráðlagt að fara ekki oftar en einu sinni í viku í það.“ Hanna leggur einnig áherslu á að meðferðin sé sérstaklega hönnuð með það í huga að fólk geti stundað vinnu sína og hin dag- legu störf á meðan. „Þetta er því ólíkt húðslípunarmeðferð hjá lækn- um þar sem fólk er gjörsamlega frá vinnu á meðan á meðferð stend- ur,“ segir hún. Hanna Kristín segist fyrst hafa tekið eftir húðslípunartækinu og þeim árangri sem hægt væri að ná með því í bresku fagtímariti. „Ég ákvað að fara til Lundúna til tf að kynna mér þetta nánar og leist mjög vel á, en þar sá ég meðal annars konu sem hafði náð undra- verðum árangri með því að fara í meðferð í húðslípunartækinu," seg- ir Hanna Kristín og bætir því við að hún sé ekki í vafa um að þetta tæki sé nauðsynlegt hér á landi. Kostnaður meðferðarinnar fer eftir því hvers eðlis vandamálið er en hver tími í húðslípun kostar 3.500 krónur. í lokin má geta þess, svona til fróðleiks, að snyrtistofa Hönnu Kristínar hefur einnig getið sér gott orð fyrir utan landsteinana, því mjög jákvæð grein birtist um stofuna í einu stærsta fagtímariti Bretlands, Professional Beauty. ■ Húðslípunartæki Morgunblaðið/Egill Egilsson LESLEY og Kristján með tvíburdæturnar Jóhönnu og Katherine. hinni engilsaxnesku hefð og því hafi hún óneitanlega ruglast í rím- inu er hún kom til Islands, þar sem jólasveinarnir eru þrettán talsins. Lesley kom til íslands í nóvember 1986 til að vinna í fiski. Hún eyddi sínum fyrstu jólum hér það árið og minnist þess að þá var venja að halda dansleiki aðfaranótt 26. des- ember í Félagsheimili Flateyrar. Dansleikurinn stóð til klukkan 4 að morgni. Yfirleitt var húsið troð- fullt. Slíkir dansleikir voru haldnir fram til 1988 en þá var þetta bann- að þar sem þetta þótti stríða á móti löggjöfinni. Lesley féll kylliflöt fyrir snjónum þegar hún sá hann í fyrsta skipti. Þegar hún bjó í S-Afríku hafði hún oft séð snjó á jólakortum en vissi ekkert hvað snjór var í raun og veru. Hún segir það hafa verið óraunverulegt að sjá snjó í fyrsta sinn en eftir það getur hún ekki ímyndað sér jól án snævar. Lesley segir muninn á íslenskum og suður-afrískum jólamat ekki mikinn. Fyrsta árið hér hafi hún prófað skötu, en sér hafi ekki líkað kæsta lyktin sem allt ætlar að drepa. Því hafi hún haldið sig við fuglakjötið í staðinn. Sér líki þó vel við hangikjötið, bæði bragðið og einnig lyktin. Jólatréð höggvlð á Þorláksmessu Lesley var ekki vön heimilisstörf- um er hún fluttist hingað enda dótt- ir efnaðs plantekrubónda. Kristján sér oftast nær um matseldina á heimili þeirra en hefur nú hafist handa við að uppfræða eiginkonuna um leyndardóma matargerðar. Kristján lumar m.a. á óvenjulegri aðferð við framreiðslu á hamborg- arhrygg. Hann blandar rúgmjöli út í vatn, svo að úr verður þykk kássa. Um 1 sm þykkt deig er sett er utan um hrygginn og hann steiktur eins og venjulega, í um tvo klukkutíma. Áður en hryggnum er stungið í ofninn verður að skera hálfa leið ofan í deigið þar sem lok á að vera. Eftir tvo tíma er hryggurinn tekinn úr ofninum, lokið af deiginu, sem er orðið grjóthart, og blöndu af púðursykri og sinnepi hellt ofan í. Hryggnum stungið inn í ofn aftur þar til glasseringin er tilbúin. Síðustu 5 árin hefur Kristján haldið af stað á Þorláksmessu með exi og náð í jólatréð, eins og tíðkast í bíómyndunum. Kristján fer út í skógrækt sem er utarlega með firð- inum, en trén sem þar vaxa hafa engar greinar á hliðinni sem snýr í norður. Segir Kristján það koma sér vel, þar sem tréð sé sett upp við vegg þegar heim er komið. Jólabúdingur 100 g sveskjur 1 75 g kúrennur 175 g steinlausar rúsínur 175 g Ijósar rúsínur 100 g hveiti 1,25 ml múskat 1,25 ml kanill 2,5 ml salt 75 g brauðmylsna 100 g hakkaður mör 100 g púðursykur 25 g hakkaðar afhýddar möndlur börkur af hólfri sítrónu 150 ml dökkt öl 2 egg léttþeytt Fjarlægið steina úr sveskjum og hakkið smátt. Hálffyllið stóran og breiðan pott af vatni og komið upp suðu. Smyijið mót sem rúmar um 1,4 1 undir búðinginn. Bætið öðru innihaldi út skálina með sveskjun- um og blandið vel. Setjið blönduna í smurt mótið, hyljið með smjör- pappír og festið vel. Mótið er sett í pottinn með vatninu og látið sjóða í 8 klukkustundir. Tekið upp úr og látið kólna. Fjar- lægið smjörpappírinn og vefjið inn í þurran klút og geymið á köldum stað í að minnsta kosti tvær vikur. Búðingurinn er soðinn í mótinu í vatnsbaði í 2 '/■■ klukkustund áður en hann er borinn fram, með kon- íaksbættu smjöri. Kjúklingur með pecan-hnetu- og appelsínufyllingu 2 stórir kjúklingar, 1,5 kg hvor salt og svartur pipar 4 msk. bróðið smjör fylling: 125 g smjör ______1 laukur skorinn smótt_ 3 bollar mjúk mylsna af hvítu brauði 150 g pecan-hnetur, saxaðar smótt 150 g Ijósar rúsínur 2 msk. smótt söxuð steinselja börkur og safi úr einni appelsínu 2 tsk. kjúklingakraftur salt pipar Bræðið smjör og mýkið laukinn í því. Bætið öðru sem í fyllinguna fer út í og kryddið eftir smekk. Setjið fyllinguna í fuglana, saumið fyrir. Setjið álpappír í ofnskúffu, kjúklinginn í, smyijið og kryddið. Breiðið pappírinn yfir fuglana, ekki of þétt, og lokið. Steikið kjúkling- ana í ofninum í 1 klst. við 180q. Takið þá álpappírinn ofan af kjúkl- ingunum og látið þá steikjast í u.þ.b. 30 mínútur til viðbótar. Veiðið fituna ofan af safanum í ofnskúffunni og bakið upp sósu. Bætið við kjúklingakrafti, hvítvíni eða appelsínusafa ef með þarf. v Kryddið. n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.