Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Þriðjudagur 21. janúar 1997
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hlídar-
dalsskóli
HLÍÐARDALSSKÓLI í Ölfusi
er nú til sölu hjá Kjöreign. Um
er að ræða tvö skólahús með
heimavist, leikfimihúsi, verk-
stæðisbyggingum og nokkrum
íbúðarhúsum. Skólinn er í landi
Breiðabólsstaðar og er jörðin
einnig til sölu. / 2 ►
Skulda-
tryggingar
SKULD ATRY GGIN GAR fyrir
íbúðarkaupendur og húsbyggj-
endur hafa verið ofarlega á
baugi að undanförnu. En
skuldatryggingar eru ekki eins
einfalt mál og sumir ætla, segir
Grétar J. Guðmundsson í þætt-
inum Markaðurinn. / 19 ►
Ú T T E K T
Raðhús í
Engja-
hverfi
MIKIL uppbygging á sér
nú stað í nýju hverfun-
um í Grafarvogi. í
Borgahverfi er þessi uppbygg-
ing vel á veg komin og í Víkur-
hverfi var flutt inn í fyrstu hús-
in í fyrra. Lengst er uppbygg-
ingin þó komin í Engjahverfi.
Við Starengi hefur Ólafur H.
Pálsson múrarameistari byggt
Qögur raðhús og eru þijú
þeirra nú til sölu hjá fasteigna-
sölunni Ásbyrgi. í viðtalsgrein
við þá Ólaf H. Pálsson og Ingi-
leif Einarsson, fasteignasala í
Ásbyrgi, er fjallað um þessi
raðhús og uppbygginguna í
Grafarvogi.
- Þessi hús eru öll eininga-
hús, byggð úr svokölluðum
samlokuveggjum, en þeir eru
úr steini bæði að utan og innan
en með einangrun á milli, segir
Ólafur. - Burðarvirkið er að
innanverðu, en svo er hlífðar-
svunta utan á einangruninni.
Loftorka útvegar einingarnar
tilbúnar og uppsettar á staðn-
um.
Ólafur, sem er á meðal
reyndustu byggingamanna hér
á landi, lítur yfir farinn veg. -
Ég tel, að húsagerð íslendinga
hafi farið mikið fram, enda eru
húsin alltaf að verða vandaðri
og vandaðri, segir hann.
- Sú uppbygging á þjónustu
og félagslegri aðstöðu, sem nú
er ýmist lokið eða í gangi í
Grafarvogi, er farin að segja til
sín í ríkum mæli, segir Ingileif-
ur Einarsson. / 18 ►
Mun meiri lóðaút-
hlutun í Reykjavík
í fyrra en 1995
Á SÍÐASTA ári var úthlutað lóðum
undir 293 íbúðir í Reykjavík, sem
var mun meira en árið þar á undan,
en þá var aðeins úthlutað lóðum
undir 151 íbúð. Talsvert var um að
lóðum væri skilað í fyrra eða alls 91
lóð, en þær lóðir eru ekki inni í
framangreindri tölu.
Lóðaúthlutanir áttu sér einkum
stað í Borgahverfí í Grafarvogi og
m. a. komu þá til úthlutunar lóðir við
Vættaborgir. I desember var svo út-
hlutað lóðum í Gautavík í Víkur-
hverfi. Eins og áður var flestum lóð-
um úthlutað til fjölbýlishúsa, en
næst koma lóðir undir parhús, rað-
hús og einbýlishús.
Talsverðar sveiflur hafa verið á
lóðaúthlutunum hjá borginni milli
ára. Á árinu 1993 var úthlutað lóð-
um undir 346 íbúðir. Á árinu 1994
voru úthlutanirnar hvað mestar, en
þá var úthlutað lóðum undir 661
íbúð, sem er sennilega nærtækasta
skýringin á því, hve mjög dró úr
lóðaúthlutunum árið eftir.
Að sjálfsögðu er erfitt að spá fyrir
um lóðaúthlutanir á þessu ári, því að
þar ræður bæði framboð og eftir-
spurn. Sala á nýjum íbúðum gekk
vel á síðasta ári á höfuðborgarsvæð-
inu og því er spáð, að aukning verði í
íbúðarbyggingum á þessu ári. Það
kailar á meiri lóðaúthlutun.
I vetur verður úthlutað lóðum í
fyrsta áfanga Staðahverfis, sem
verður austasta hverfi Reykjavíkur-
borgar og verða þær lóðir bygging-
arhæfar næsta sumar. Margir telja,
að mikil ásókn verði í lóðir í þessu
hverfi sökum legu þess.
Staðahverfi mun liggja meðfram
ströndinni fyrir neðan Korpúlfsstaði
með miklu útsýni til sjávar og til
fjalla. I Staðahverfi verður jafn-
framt einstök útivistaraðstaða, en
þar er fyrirhugaður einn sérstæð-
asti golfvöllur landsins.
Kynntu þér kosti
Fasteignalána
Fján’angs hjá
ráðgjöfum Fjárvangs
ísima 5 40 50 60
Dæmi um mánaðarlegar aíborganir af
1.000.000 kr. Fasteignaláni Fjárvangs*
\fc\tir (%) 10 ár 15 ár 25 ár
7,0 11.610 8.990 7.070
7,5 11.900 9.270 7.500
8,0 12.100 9.560 7.700
Miðað cr við jafngrciðslulán.
*Auk verðbóta
FJÁRVANGUR
10GGILT VEROBRÉFAFYBIRTÆKI
Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is