Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 18

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ÓLAFUR H. Pálsson múrarameistari og Ingileifur Einarsson fast- eignasali. í baksýn eru raðhúsin, sem Olafur hefur byggt við Star- engi, en þau eru á einni hæð og um 150 ferm. með bílskúr. Húsin eru seld fuilfrágengin að utan og með jafnaðri lóð en fokheld að innan. Asett verð er 8 millj. kr., en húsin eru til sölu hjá Ásbyrgi. GOTT útsýni er yflr sundin og til Esjunnar. Golfvöllurinn við Korpúlfsstaði verður í næsta nágrenni og aðeins stutt að fara niður í fjöru. Jaðarsvæðin hafa meira aðdráttar- afl en áður FJÖLBÝLISHÚSIÐ Meistaravellir 9-13. Þetta hús byggðu þeir Ólaf- ur H. Pálsson og Indriði Níelsson í kringum 1965. Það var fyrsta húsið hérlendis, þar sem forsteyptar holplötur voru notaðar í loft. ÞAÐ má sjá mikinn mun á nýju hverfunum í Grafarvogi með hveiju árinu, sem líður. Uppbygging Borga- hverfis er vel á veg komin og í Víkur- hverfi var flutt inn í fyrstu húsin í fyrra. Lengst er uppbyggingin þó komin í Engjahverfi. Framundan er lóðaúthlutun í Staðahverfi fyrir neð- an Korpúlfsstaði, sem verður vafa- laust mjög eftirsótt vegna legu sinnar meðfram sjónum. Að sögn fasteignasala hafa jað- arsvæðin mun meira aðdráttarafl á markaðnum en áður. Verð á nýjum íbúðum hefur lækkað töluvert á und- anfömum árum og verðmunurinn á nýjum og notuðum íbúðum er orðinn það lítill, að fólk leitar frekar í nýjar íbúðir nema þeir, sem eru tengdir ákveðnum svæðum. Ólafur H. Pálsson múrarameistari er einn þeirra byggingaraðila, sem haslað hafa sér völl í Engjaverfí. Við Starengi 94-100 hefur hann byggt fjögur raðhús. Sjálfur býr hann í einu þeirra, en hin þrjú eru til sölu hjá fasteignasölunni Ás- byrgi. Húsin eru 150 ferm. með bíl- skúr. Þau eru á einni hæð og hönn- uð af Halldóri Guðmundssyni arki- tekt. Ólafur er vafalítið á meðal reynd- ustu byggingamanna hér á landi nú. Hann er fæddur 1926 í Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu og alinn þar upp ásamt ellefu systkinum. Ólafur lærði múrverk og hóf fljótt að byggja og selja á höfuðborgarsvæðinu. — Eg hef samt enn sterkar taug- ar til sveitarinnar minnar, þó að ég hafi verið búsettur hér fyrir sunnan og hestar eru mitt yndi, segir Ólaf- ur, sem er kunnur hestamaður. Hesta sína hefur hann í Víðidal og hirðir þá sjálfur. Ólafur er jafnframt mikill laxveiðimaður og á hlut í þeirri fengsælu á, Laxá í Ásum. Raðhúsin eftirsótt — Ég réðst í að byggja þessi rað- hús, af því að ég taldi, að þau hæfðu markaðnum bezt, enda nýbúinn að byggja sjö raðhús í Tindaseli, sem seldust fljótt, heldur Ólafur áfram. — Þessi hús eru öll einingahús, byggð úr svokölluðum samloku- veggjum, en þeir eru úr steini bæði að utan og innan en með einangrun á milli. Burðarvirkið er að innan- verðu en svo er hlífðarsvunta utan á einangruninni. Loftorka útvegar einingarnar tilbúnar og uppsettar á staðnum. Það munar afar miklu að hafa hlífðarlag utan á húsunum. Það er afar varanleg hlíf, sem á að tryggja mikla endingu og lítið viðhald. Ein- ingamar eru framleiddar í upphitaðri verksmiðju óháð veðri og vindum, en af þeim sökum verður eftirlit með Mikil uppbygging á sér stað í nýju hverfunum í Grafarvogi. Hér ræðir Magnús Sigurðsson við Ólaf H. Pálsson múrarameistara, sem byggt hefur ^ögur rað- hús við Starengi og Ingileif Einarsson, fast- eignasala í Ásbyrgi, þar sem húsin eru til sölu. framleiðslu og efnisgæðum auðveld- ara. Meðferð steypunnar getur því vart orðið betri og það á ekki að vera hætta á frostskemmdum eða steypusprungum. sem hér hafa verið svo áberandi í mörgum húsum. Þessi hús hafa líka reynzt mjög vel. Ég er búinn að byggja 50-60 hús af þessu tagi og það hafa aldrei komið fram steypuskemmdir í þeim. Þessi einingahús hafa líka þann stóra kost, að hitakostnaður í þeim er miklu minni en ella vegna betri einangrunar. Þar sem hún er utan á, skapast engir kuldaleiðarar. Húsin eru seld fullfrágengin að utan og með jafnaðri lóð. Að innan eru gólfin vélslípuð og útveggir til- búnir undir sandspörslun eða máln- ingu. Verð á þessum húsum er 8 millj. kr. og segir Ólafur það hag- stætt verð miðað við markaðinn nú. Áhugi á þessum húsum er líka tölu- verður og kveðst Ólafur álíta sölu- horfur á þeim góðar. Húsin eru til- búin til afhendingar nú þegar. Ólafur víkur næst að umhverfinu og segir: — Frá húsunum er gott útsýni yfir sundin, eyjamar og til Esju og rétt fyrir austan þau verður golfvöllurinn við Korpúlfsstaði, sem á að verða einn sá bezti á landinu. Að auki er aðeins stutt að fara niður í Qöru og ekki löng leið upp að Úlf- arsfelli. Það er því stutt í góðar gönguleiðir og útivistarmöguleikar eru miklir. Á löngum ferli sínum sem bygg- ingarmaður hefur Ólafur upplifað margar breytingar. — Þegar ég fór að byggja var að byija að losna um fjárfestingarleyfln, segir hann. — Það var á árunum 1953-1954 og fram að því hafði allt verið háð fjár- festingarleyfum. Allt í einu var allt gefið fijálst. Sjálfur fékk ég blokk í Hlíðunum og tók að byggja af kappi. Sala á þessum íbúðum gekk afar vel, því að þá seldust íbúðir að kalla um leið og byijað var að grafa. — En tímamir hafa breytzt og ég tel, að húsagerð íslendinga hafi farið mikið fram, enda eru húsin alltaf að verða vandaðri og vand: aðri, segir Ólafur ennfremur. — í fyrstu húsunum, sem ég byggði, þótti ágætt að hafa 11/2-2 tommu kork eða plast í einangrun og ein- falt gler. Nú er notuð 4 tommu pla- steinangrun og engum dytti í huga að hafa einfalt gler. Margir eru með þrefalt gler. Þetta eru því ekki sam- bærileg hús. Það sama á við um allt tréverk, einkum glugga og ann- að af því tagi. Einn af frumkvöðlum húseininganna Ólafur var einn af fmmkvöðlum húseininga hér á landi, en hann stofnaði Byggingariðjuna árið 1959 ásamt þeim Helga Ámassyni og Stefáni Ólafsson og var lengi hlut- hafi í því fyrirtæki. — Við byijuðum á því að framleiða hluta í verksmiðju- hús og síðan lofteiningar, segir hann. — Þessi framleiðsla fór þó hægt framan af og það var ekki fyrr en upp úr 1970, að við fórum að framleiða tilbúin hús. Markaðurinn tók húseiningunum vel, þó að byggingamenn hafa ekki tekið þeim opnum örmum. Að mínu mati em íslenzkir byggingamenn þröngsýnir og tregir til þess að taka upp nýjungar. Ef þeir hafa einu sinni náð að tileinka sér einhveijar aðferð- ir, em þeir seinir til þess að breyta til. Þeir sem nota kerfismótin, halda fast við þau og enn er til fjöldi bygg- ingamanna, sem notast við gömlu uppsláttarmótin og þeir þrífast jafnt fyrir það. Þetta stafar af því, að nýjungamar hafa ekki skilað sér sem skyldi í peningum, enda þótt verð á nýsmíðinni hafi lækkað á undanförn- um ámm. En húsin eru betri en áður. Ólafur átti dijúgan þátt í starf- semi byggingafyrirtækisins Einham- ars á áttunda áratugnum, en að því stóðu fjórtán byggingaraðilar. — Einhamar byggði á annað hundrað íbúðir og var stofnaður til mótvægis við Framkvæmdanefndina, sem byggði eingöngu félagslegar íbúðir, segir hann. — íbúðir Einhamars voru seldar fullbúnar, það er með gólfefnum og öllu tilheyrandi. Markaðurinn tók mjög vel við þessum íbúðum og þær seldust jafn- óðum og jafnvel fyrirfram. Erfiðleik- arnir fólust helzt í því, að það vant- aði mannskap. íbúðirnar voru byggðar með hefðbundnum upp- slætti en á sem hagkvæmastan hátt. Smíði þeirra tók því talsverðan tíma. Þær vom seldar á föstu verði fram- an af á sama tíma og verðbólgan var sem mest á árinum 1970-1980, en þá var hún jafnvel 70-80% sum árin. Ef ekki gekk nógu fljótt að byggja og afhenda, gat orðið tap, því að verðbólgan át up söluverðið. Svo skiptist þetta félag og eftir urðu fimm byggingaraðilar. Við snemm okkur þá að einingahúsunum og byggðum ein 25 slík hús í Kögurseli. — Mér lízt vel á markaðinn nú, en frarnboðið er líka mjög mikið, segir Ólafur ennfremur. — Tækni- framfarirnar hafa leitt til þess að hægt er að framleiða hús og íbúðir á mjög skömmum tíma, þegar vel er á haldið. Afköstin em orðin það mikil og það er líka staðið mun bet- ur að húsbyggingum nú en áður. Sala að glæðast í Grafarvogi — Þessi raðhús Ólafs H. Pálsson- ar við Starengi em hentug fyrir full- orðið fólk, sem vill minnka við sig, segir Ingileifur Einarsson, fast- eignasali í Ásbyrgi, þar sem raðhús- in em til sölu. — I þeim eru stórar stofur, tvö-þijú svefnherbergi og bílskúr. Þessi raðhús em mun lengra komin, en oft er um hús, sem seld eru fokheld. Útveggirnir em tilbúnir til sandspörslunar og málningar að innan og gólfín eru ílögð. í húsin em komnar kraftsperrur, þannig að hægt er að setja einangr- unina upp án nokkurs frekar. Það er því miklu ódýrara það sem eftir er, heldur en margir gera sér grein fyrir, þar sem svo miklu er þegar lokið. Ásett verð, sem er 8 millj. kr., verður því að teljast mjög hag- stætt verð. Ingileifur víkur síðan að nýju hverfunum í Grafarvogi og segir: — Sala í þeim er að glæðast. Þannig hefur gengið mjög vel að selja nýjar íbúðir við Breiðuvík í Víkurhverfi að undanförnu. Lindahverfið í Kópavogi hefur samt verið hvað eftirsóttast á höf- uðborgarsvæðinu að undanförnu vegna legu sinnar, en það þykir meira miðsvæðis. Af þeim sökum hefur dregið úr sölu annars staðar á meðan. Lindahverfið og nýbygg- ingahverfin í Kópavogsdal fengu samt vissulega að fínna fyrir sam- drættinum, þegar hann varð og það var fyrst á síðasta ári, sem sala jókst þar til muna. Sá ljóður er líka á Lindahverfi, að gatnagerð þar hefur setið á hak- anum og aðeins einn vegur var inn í hverfið fyrir ofan hesthús Gusts. Þetta stendur þó til bóta með fram: lengingu Fífuhvammsvegar. I Engjahverfi og Víkurhverfi voru hins vegar allar götur malbikaðar, áður en farið var að byggja. Á þessu er mikill munur. — Þegar fram í sækir eiga sam- göngur milli hverfanna í Grafarvogi og borgarinnar eftir að batna til muna með svonefndri ósatengingu yfir Elliðavog, heldur Ingileifur áfram. — Þegar hún verður tekin í notkun, verður greið leið úr borginni upp í Grafarvog og síðan áfram með frekari vegtengingum upp á Kjalar- nes og að Hvalafjarðargöngunum. Þá þarf ekki lengur að fara upp Ár-túnsbrekku og áleiðis upp í Mos- fellssveit til þess að komast í Grafar- vog. Umferð um Vesturlandsveg verð- ur miklu minni en nú er og eflaust á líka eftir að slakna til muna á umferð um Höfðabrekkubrúna. Af þessum sökum tel ég, að það hefði mátt sleppa framkvæmdum við Höfðabrekkubrú og í Ártúnsbrekku og ráðast í staðinn strax í vegteng- ingu yfir Elliðavog, þar sem hún er áformuð hvort sem er samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur. Meiri félagsleg aðstaða — Sú uppbygging á þjónustu og félagslegri aðstöðu, sem nú er ýmist lokið eða í gangi í Grafarvogi, er farin að segja til sín í ríkum mæli, segir Ingileifur Einarsson fasteigna- sali að lokum. — Í fyrra var tekinn þar í notkun nýr glæsilegur fjöl- brautaskóli. í byggingu er barna- skóli og framkvæmdir eru hafnar við_ íþróttahús og sundlaug. íbúunum fer stöðugt fjölgandi og í framtíðinni verður þetta mjög fjöl- menn byggð með afar sjálfstæðu og aðlaðandi yfirbragði. Að mínu mati verður þetta eitt bezt skipu- lagða íbúðarsvæðið í allri Reykja- vík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.