Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 21.01.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 C 19 Morgunblaðið/Ásdís Tryggingar og húsnæði Markaðurinn Hugmyndir um skuldatryggingu eru allrar athygli verðar, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Slíkt fyrirkomulag leysir þó ekki allan vanda. Almennt ríkir bjartsýni á fast- eignamarkaði nú í upphafi árs. Það á jafnt við um viðskipti með eldra húsnæði og nýjar íbúðir. Fasteignasalar segja flestir þá sögu, að eftirspurn eftir íbúðarhús- næði sé mikil. Fasteignaviðskipti voru mikil á síðasta ári, eftir nokk- ur rýr ár þar á undan, og flest bendir til að viðskiptin verði lífleg áfram. Enn sem fyrr á þetta hins vegar því miður ekki við um alla staði á landinu. Allt of víða á smærri stöðum er ekki unnt að tala um nokkurn fasteignamarkað. Eflaust eru margar skýringar á því að fasteignaviðskpti eru al- mennt lífleg nú. Oftast er vísað til þess að meiri bjartsýni ríki í þjóðfé- laginu, en fleira kemur eflaust til. Húsbréfakerfið hefur öðlast fastan sess og það hefur jafnframt sannað sig. Kerfið gengur greiðlega fyrir sig. Það er auðvelt að fá húsbréfa- lán ef greiðslugeta er fyrir hendi. Greiðslubyrði af húsbréfalánum er tiltölulega lítil. Þetta stuðlar allt að öryggi á fasteignamarkaði. Nýjar hugmyndir Það er alltaf gaman þegar brydd- að er upp á nýjungum og þegar djörfum hugmyndum er skellt inn í almenna umræðu. Það nýjasta sem til umfjöllunar hefur verið í fjölmiðlum varðandi húsnæðismál eru hugsanlegar tryggingar fyrir afborgunum húsnæðislána og öðr- um lánum. Þetta er hugmynd sem öðru hvetju hefur verið nefnd hér á landi á undanförnum áratug eða svo. Hún gengur út á það að íbúðar- kaupendur og húsbyggjendur greiði ákveðið iðgjald í sjóð með afborgunum af lánum sínum. Sá sjóður, hverju nafni sem hann ann- ars nefnist, sér um að standa skil á greiðslum af lánum lántakenda, ef eitthvað kemur fyrir hjá þeim sem kemur í veg fyrir að þeir geti staðið í skilum. Þetta er eins konar skuldatrygging, sem segja má að samsvari bifreiðatryggingum, brunatryggingum, líftryggingum o.fl. Kveikjan að umræðum um þessi mál virðist vera þeir miklu greiðsluerfiðleikar, sem verið hafa hér á landi á undanfömum árum. Skuldatryggingar eru ekki alveg eins einfalt mál og ætla mætti af lauslegri umfjöllun í fjölmiðlum. Talað hefur verið um að iðgjöld þyrftu ekki að vera nema nokkur hundruð krónur á mánuði, ef um nægjanlega sterkan bakhjarl væri að ræða, eins og t.d. sjóði Hús- næðisstofnunar. Það er gott og blessað en á móti kemur að flesta íbúðarkaupendur og húsbyggjend- ur munar um nokkur hundruð króna hækkun á greiðslubyrði á mánuði. Slíku er ekki hægt að kippa í lag með því að færa ein- daga húsbréfalána framyfir mán- aðamót eins og nefnt hefur verið. Dráttarvextir Gjalddagi húsbréfalána §r 15. hvers mánaðar, eða á þriggja mán- aða fresti. Eindagi lánanna er hins vegar hálfum mánuði eftir gjald- daga. Dráttarvextir leggjast því á greiðslur ef ekki er greitt af lánum fyrr en á mánaðamótum. Bent hef- ur verið á að margir lenda í því að þurfa að fresta greiðslum af húsbréfalánum framyfir mánaða- mót og greiða því dráttarvexti, margir nánast í hvert skipti. Af þessu tilefni hefur því verið haldið fram, að með því að færa eindaga húsbréfalána framyfir mánaðamót væri unnt að gera fólki kleift að greiða nokkur hundruð krónur í tryggingariðgjöld í stað dráttarvaxta. Þessi röksemda- færsla er út í hött. Fólk, sem þarf að fresta greiðslum af húsbréfalán- um framyfir mánaðamót, þarf þess ekki vegna þess að það vanti nokk- ur hundruð krónur, sem það gæti ella greitt í tryggingariðgjöld. Ástæðurnar eru allt aðrar. Fólk á að sjálfsögðu að greiða af lánum á gjalddaga, hvort sem hann er 1. eða 15. hvers mánaðar. Um nokkurt skeið hafa bankar og sparisjóðir boðið viðskiptavinum sínum upp á þjónustu sem nefnd hefur verið greiðsludreifing. Þeir sem fara í greiðsludreifingu fara yfir það með fulltrúa síns banka hve mikið þeir geta notað í fram- færslu en bankinn sér síðan um að greiða af lánum og öðrum föst- um útgjöldum. Ef greiðslur eru meiri einn mánuðinn en annan, hleypur bankinn undir bagga með viðskiptavininum og dreifir greiðsl- unum. Greiðsludreifing kemur ekki stað skuldatryggingar en hún er hins vegar fyrirkomulag sem hent- ar mörgum og getur reynst vel í að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Aðstoð vegna greiðsluerfiðleika Húsnæðisstofnun hefur veitt íbúðareigendum aðstoð vegna greiðsluerfiðleika í rúman áratug. Sú aðstoð samsvarar á vissan hátt skuldatryggingu þó í öðru formi sé, því markmiðið er það sama, þ.e. að aðstoða fólk sem verður fyrir hremmingum af ýmsu tagi. Þjóðfélagið stendur undir þessari aðstoð í raun á svipaðan hátt og það stendur að almennum trygging- um. Það eru skattborgarar þessa lands sem standa straum af þessari aðstoð, ekki bara lántakendur eins og hugmyndir eru uppi um með sérstöku skuldatryggingarkerfí. Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að einungis fáir þeirra sem sótt hafa um aðstoð vegna greiðslu- erfiðleika hjá Húsnæðisstofnun fái úrlausn sinna mála því um 70% umsækjenda hafa fengið fyrirgre- iðslu í einu eða öðru formi. Hvað sem öðni líður eru hug- myndir um skuldatryggingu allrar athygli verðar. Hins vegar er vert að fara varlega í sakirnar og halda sig á jörðinni en fara ekki að gera ráð fyrir að slíkt fyrirkomulag leysi allan vanda. Málið er það að hér á landi hefur líklega verið gert meira í því að aðstoða fólk vegna greiðslu- erfíðleika en víðast hvar annars staðar í nágrannalöndum okkar. Fullyrða má að þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til í því skyni að aðstoða fólk í greiðsluerfiðleikum, ásamt húsbréfakerfinu, hafi átt sinn þátt í að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Hús með verð- launagarði í Mosfellsbæ HJÁ fasteignamiðluninni Bergi er til sölu húseignina Markholt 7 í Mosfellsbæ. Þetta er 210 ferm. hús ásamt 60 ferm. sambyggðum bíl- skúr. Nýrri hluti hússins er byggður 1980 en sá eldri 1960. Eigninni fylgir lítið gróðurhús. „Þetta er hús í mjög góðu ástandi," sagði Sæberg Þórðarson hjá Bergi. „Það skiptist í fimm svefnherbergi, stóra stofu og borð- stofu. Húsið stendur í miðbæ Mos- fellsbæjar. Mjög fallegur garður er í kringum það og hefur hann feng- ið verðlaun. Ásett verð er 14,5 millj. kr. og möguleiki á að taka upp í kaupverðið minni eign.“ „Markaðurinn fyrir fasteignir í Mosfellsbæ hefur verið mjög góður og mikil ásókn í eignir þar og þá sérstaklega í sérbýli, bæði einbýli og raðhús,“ sagði Sæberg ennfrem- ur. „Verð á eignum í Mosfellsbæ hefur ekki lækkað nema síður sé og markaðurinn hefur verið mjög stöðugur síðastliðið ár en ekki sveiflukenndur eins og var áður. Ég er því bjartsýnn á þetta ný- byijaða ár. Ég tel að það verði aukning í sölu en hvort verðið hækkar á eftir að sjást,“ sagði Sæberg að lokum. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 SIMI 568 77 68 MIÐLUN Sverrir Kristjánsson j£Z lögg. fasteignasali II Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, riari Stærri eignir ÁRTÚNSHOLT 200 fm~ einbýlis- hús sem hæð og ris ásamt 32 frrf bíl- skúr á fallegum útsýnisstað. Húsið er m.a. rúmgóöar stofur, 5 svefnherb., flísalagt baö. Parket. Áhv. 4,6 m. húsbréf. Verð: 16,3 m. ÁLFASKEIÐ-HF. EINKAS., 134 fm raöhús á einni hæö ásamt 30 fm bílskúr. Húsiö er m.a. tvær stofur, 4 svefnh., nýlegt eldhús. ofl. Parket á gólfum. Nýtt þak og gler, hús nýviö- gert aö utan. Verð: 12,9 m. Verð 10-12 millj. VÍÐIMELUR 5 herbergja 127 fm íbúö á 1. hæð í þríbýlishúsi. íbúðin er m.a. tvær rúmgóöar stofur, 3 herb., mjög rúmgott eldhús meö nýlegri innréttingu, sjónvarpshol. Parket. Suöursvalir. Áhv. 4,4 m. húsbréf og byggsj. Verö: 10,6 m. DIGRANESVEGUR-SÉRHÆÐ 140 fm neöri sérhæö ásamt 27 fm bílskúr. Mikið útsýni. Hæöin er teikn- uö af Kjartani Sveinssyni og er 3-4. svefnherbergi, stórar stofur ofl. Verð 10,1 millj. Góö eign. Laus fljótt. ÞINGHÓLSBRAUT-KÓP. Mjög góö 152 fm efri sérhæö ásamt 27 fm bílskúr. í íbúöinni eru m.a. 4 herb. stór stofa, nýlegt eldhús. Mikiö út- sýni. Áhv. 2,4 m. byggsj. V: 10,9 m. Verð 8-10 millj. FROSTAFOLD-GÓÐ LÁN 4ra herbergja íbúö á 5. hæð í lyftuhúsi. íbúöin er m.a. falleg stofa meö suð- ursvölum, 3 herb., flísalagt baö, fal- legt eldhús. Þvottaherb. í íbúö. Áhv. 5,2 m. byggsj. Verð: 8,5 m. TJARNARSTÍGUR-1 SÉR- HÆÐ+BÍLSKÚR Vel skipulögð 104 fm~ neðri sérhæö, forst, gangur þrjú svefnh, st. saml. stofur, eldh. og baö. 32 fm jeppabílskúr. Skipti á 3ja herb. koma til greina. Áhv. 5,3 m. húsbr.+byggsj. V: 9,9 m. FLUÐASEL-LAUS Falleg og björt 103 fm 5 herb. endaíbúð á 1. hæð. íbúðin er í mjög góöu ástandi. Rúmgóð stofa, fjögur svefnh. fallegt eldhús og baö. Yfirb. svalir. Mikið út- sýni. Bílskýli. Verð 6-8 millj. KARSN ESBR AUT-LAUS- ÚTSÝNI Góö 2ja til 3ja herbergja íbúð á 1. hæö í fjórbýlishúsi ásamt 20 fm bílskúr. íbúöin er m.a. tvær stofur með miklu útsýni. Rúmgóöar svalir í suöur og vestur. Þvottahús í íbúö. Verö: 6,3 m. HÁTEIGSVEGUR-SKIPTI Á DÝRARI 3ja herbergja íbúö á 1. hæð ásamt aukaherbergi í kjallara. íbúðin er tvær stofur, svefnherbergl, gott eldhús og baðherbengi. Verð: 6,5 m. HRAUNBÆR-FRÁBÆRT VERÐ 4ra herbergja 105 fm íbúö á 3. hæö ásamt aukaherbergi í kjallara. íbúöin er m.a. stofa, þrjú svefnher- bergi. Tvennar svalir. Verö: 6,9 m. VÍKURÁS-BÍLSKÝLI 4ra her- bergja íbúð á 4. hæð ásamt stæöi í bílskýli. Stofa meö vestursvölum út .af, 3 sv.herb. Parket. Áhv. 1,7 m. veðdeild. Verö: 6,9 m. TJARNARBÓL-SELTJ.-LÁN 3ja herb. 73 fm íbúð á 1. hæö í fjölb. Stofa með parketi, flísalagt bað, suðursvalir. Áhv. 3.4 m. bygg- sj. V: 6.3 m. Verð 2-6 millj. REYKÁS Rúmgóö 2ja herbergja ca. 70 fm íbúö á 1. hæö í litlu fjöl- býlishúsi. íbúðin er m.a. flísalögð stofa með suöaustursvölum út af og góðu útsýni, nýlegt baö og eld- hús. Þvottahús í íbúð. Áhv. 1,9 m. Verö: 5,9 m. VESTURBÆR-GÓÐ LÁN- LAUS 2ja herbergja íbúð á 4. hæö í nýlegu húsi í vesturbænum. íbúöin er m.a. stofa meö rúmgóðum suö- ursvölum út af, fallegt baö og eldhús. Áhv. 3,4 m. byggsj. Verö: 5.450 þ(3. SÓLVALLAGATA 3ja herbergja íbúö á 3. hæö á þessum vinsæla stað í vesturbænum. íbúðin er m.a. góö stofa, tvö herbergi, eldhús og baö. Áhv. 3,0 m. húsbréf. Verð: 5,1 m. KEILUGRANDI Rúmgóð 2ja herbergja 67 fm íbúð á jaröhæð. íbúðin er stofa með útgangi í suö- urgarö, hjónaherb., gott eldhús og bað. Parket, flísar. Áhv. 1,1 m. byggsj. Verö: 5,9 m. ENGIHJALLI-LAUS Rúmgóö ca. 90 fm 3ja herb. endaíb á efstu hæö (8.h.) í fjölb. íbúöin er stofa ofl. stórar suðursvalir. Mikið útsýni, Verö: 5,75 m. Þú getur flutt inn strax. NYBYLAVEGUR 2ja herbergja 53 fm íbúö á 1. hæö ásamt inn- byggðum 28 fm bílskúr á jarðhæð. íbúöin er m.a. stofa meö parketi, herbergi með suðursvölum út af, flísalagt baö. Verð: 5,8 m. VINDÁS-SELÁS-SKIPTI Á BIFR. 2ja herbergja Ibúð á 4. hæð I fjölbýlishúsi. Húsiö er nýklætt aö ut- an. Skipti möguleg á bifreiö. Áhv. 2,9 m. veödeild og húsbréf. Verö: 4,9 m. Nýbyggingar MOSARIMI-RAÐHUS 132 fm mjög fallegt raöhús á einni hæö ásamt 25 fm bílskúr. Húsið er teiknaö af Kjartani Sv. Húsiö er tilbúið til afh. í dag, fullbúiö aö utan og tilbúiö til inn- réttingar aö innan. Áhv. 5,3 m. hús- bréf. Verö: 10,5 m. Atvinnutækifæri HÓTEL EYJAFERÐIR Til sölu er Hótel Eyjaferöir ( Stykkishólmi sem í eru 14 gistiherbergi, flest meö baði. Hóteliö er á einum vinsælasta feröa- mannastað landsins og er mikiö bókað fyrir næsta sumar. Öll viöskiptasam- bönd fylgja meö í sölu, auk þess sem Eyjaferðir bjóða kaupanda sérsamn- inga í siglingum sínum, en fyrirtækiö hefur stóraukiö skipakost sinn nýlega. Lóð gistihússins býöur upp á mikla stækkunarmöguleika. Nýlega hefur fund- ist mikiö magn af heitu vatni viö Stykkishólm, sem á eftir aö auka vinsældir staðarins til mikilla muna í framtíðinni. Upplýsingar gefur Sverrir Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.