Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 20

Morgunblaðið - 21.01.1997, Page 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ií Símar 551-9540 & 551-9191 - fax 551-8585 f EIGNASALAN INGÓLFSSTRÆT112-101 REYKJAVÍK. Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar. Magnús Einarsson, löggiitur fasteignasali. Sölum. Svavar Jónss., hs. 553-3363, og Eggert Elíass., hs. 557-7789. SAMTENGD SÖSKRÁ a ÁSBYRGi ^ Opið á iaugardögum frákl. 11-14. Einbýli/raðhús ÖLDUGATA 16 Þetta virðulega eldra stelnhús, sem er staðsett á góðum stað í gamla vesturb. er tll sölu. í húsinu eru 2 íbúðir auk rúmg. bllskúrs. Tíl afh. strax. Við sýnum eignina. BRÖNDUKVÍSL M. TVÖF. BÍLSKÚR Glæsil. 320 fm einbhús á frábærum út- sýnisstað. Tvöf. bílskúr fylgir. Frág. ræktuð lóð. Sala eða skipti á minni eign. Góð eign á eftirsóttum stað. FOSSVOGUR - ENDARAÐ- HÚS Tæpi. 200 fm endaraðh. á góðum stað v. Brúnaland. 4 svefnherb. m.m. Vel staðsett hús. Bílskúr fylgir. MELBÆR - RAÐHÚS Mjög gott 268 fm raðhús á góðum stað. I húsinu eru 6 svefnherb. og stofur m.m. Innb. bílskúr. Húsið er allt í góðu ástandi. Falleg ræktuð lóð. Bein sala eða skipti á góðri 110-120 fm hæð. 4-6 herbergja HLÍÐAR - HÆÐ OG RIS Efri hæð og ris við Barmahlíð. Á hæðinni eru rúmg. stofur, 2 svefnherb., eldh. og bað. í risi eru 2 herb. og sjónvhol. Auka- herb. í kj. Sérinng. Stór bílskúr. í MIÐBORGINNI Rúmg. og skemmtil. I40 fm „penthou- se”-lb. í nýlegu húsi neðarl. við Skóla- vöröustig. Til afh. strax rúml. tilb. u. trév. m. frág sameign. Sérl. gott útsýni. ÞINGHOLTIN Glæsil. nýendurb. 4ra herb. íbúðarhæð i steinh. Glæsil. útsýni. Góðar suðursv. Allt nýtt f hólf og gólf. Til afh. strax. Við sýnum. í VESTURBORGINNI Góð 3-4ra herb. íbúð á 2. hæð i skemmtil. fjölbýlishúsi. (búðin skiptist í stofur og tvö rúmg. svefnherb. Sérhiti. Bein saia eða skipti á minni íbúð. 3ja herbergja MÁVAHLÍÐ - LAUS 3ja herb. tæpl. 90 fm kjíb. í fjórbhúsi á góðum stað. íbúðin er öll í mjög góðu ástandi. Stór stofa og 2 svefnherb. m.m. Sérinng. Til afh. strax. KEILUGRANDI - LAUS Mjög góð 3ja herb. íb. (fjölbhúsi. Parket á öllum gólfum. Tvennar svalir. Mikið út- sýni. Bílskýli. Til afh. strax. LEIRUBAKKI - LAUS 3ja herb. íbúð í fjölb. á góðum stað. Ib. fylgir herb. í kj. Sérþvhús innaf eldh. Til afh. strax. Hagst. verð 5,9 millj. HRÍSRIMI - M. BILSKÝLI Sérl. glæsileg og vönduð 3-4ra herb. íb. í nýl. fjölb. Sérsmíðaðar innróttingar. Gegnheilt merbau parket á gólfum. Stæði i bilskýli fylgir. Til afh. fljótlega. 2ja herbergja ÓDÝR EINSTAKL. IBÚÐ Kj. íbúð við Barónsstíg. Sérhiti. Laus fljótlega. V. 1,9 millj. JÖKLASEL Tæpl. 80 fm góð ibúð á 1. hæð í fjölb- húsi. Sérþvherb. i íbúðinni. Mjög góð sameign. Væg útb., aðeins um 1,5 millj. ÁSGARÐUR-LAUS 2ja herb. mjög góð tæpl. 60 fm ibúð f nýlegu húsi. Parket á öllum gólfum. Stórar suðursvalir. Gott útsýni. Sérinng. Áhv. hagst. langtimalán frá veðdeild 3,6 millj. Til afh. strax. Við sýnum. Atvinnuhúsnæði STRANDGATA HF. 220 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð í góðu eldra steinh. (Drafnarhúsið) Hægt að stúka niður í nokkur herb. Til afh. strax. Traustum aöila boðin góð greiðslukjör. BÍLDSHÖFÐI - VERZL. LAGERHÚSN. 150 fm verzl. og lagerhúsnasði við Bíldshöfða. Allt í mjög góðu ástandi. Eignarhaldsfélagið Kringlan 4-6 ehf. auglýsir neðangreindar eignir til sölu: Smárarimi 104 Reykjavík Einbýlishús á einni hæð 156 fm auk 24 fm bílsk. á mjög góðum stað. Húsið er hraun- að að utan, fokhelt að innan, áhv. húsbréf kr. 6.281.000,-. Til afh. strax. Verð 8.950 þús. (348). Hlaðbrekka 1 Kópavogi - Nýtt þríbýlishús í grónu hverfi á besta stað Þrjár íbúðir, allar með sérinng. Húsið er tii- búið að utan til málningar, ibúðir tilbúnar undir tréverk. Á 1. hæð er um 111 fm íbúð. Á 2. hæð eru tvaer íbúðir tilbúnar undir tréverk. Áhv. húsbréf á hverri ibúð um kr. 5,5 millj. Tveir bílskúrar. Verð frá 7,8 millj. til 8,5 millj. með bílskúr. (442). Fjallalind 36 Kópavogi Um 123 fm fokhelt endaraðhús á einni hæð auk bflskúrs. Húsið er hraunað að ut- an, fokhelt að innan. Áhv. húsbr. kr. 3.990.000. Verð kr. 7.950.000,-. (434). Lyngás 10 A Garðabæ, iðnaðarhúsnæði. Einstakt verð Um er að ræða þrjá eignarhluta og er hver þeirra 101 fm og tvo eignarhluta og er hvor 189 fm eða samtals um 696 fm. Á hverri einingu eru stórar innkeyrsluhurðir. Eignirnar seljast ( núverandi ástandi þ.e. tilbúnar að utan, en fokheldar að innan. Möguleiki er að selja einstaka eignarhluti eða eignina f einu lagi. Sameiginlegt bílaplan. Seljandi lánar til allt að 15 ára. Einstakt tækifæri til þess að eignast bjart og gott húsnæði. Verð kr. 35.000.- pr. fm. Til afh. strax. (1009). Sumarbústaður Nýlegur um 50 fm bústaður á eignariandi i landi Reynifells í Hvolhreppi. Til greina kemur að selja bústaðinn til flutnings. Seljandi lánar allt að helming söluverðs til 10 ára gegn veði í fasteign á höfuðborg- arsvæðinu. Allar nánari upplýsingar veitir: EIGNABORG Fasteignasala Hamraborg 12, Kópavogi. Sími 564-1500. Fax 554-2030. Borgarstjóri, taktu fram kústinn Lagnafréttir Lagnaefni sem uppfyllir öll skilyrði í Hafnarfírði, er stimplað óhæft í Reykjavík, segir Sigurður Grétar Guðmundsson, og spyr: hvað er að gerast? að gerðist í Hlíðunum nýlega að hitakerfið „hrundi“ og aug- Ijóst var að ekki var um annað að ræða en leggja nýtt kerfi. Eins og alltaf í slíkum tilfellum lá mikið á, ekki hægt að hafa íbúðina hitalausa til langframa. Pípulagningameistari brást hratt og vel við, nýtt kerfi var lagt utan á liggjandí, gamla kerfinu „gleymt“ og tærð og léleg rörin látin liggja á sínum stað eng- um til skaða. Aftur var kominn ylur á alla ofna og ætla mætti að allir væru ánægð- ir. En svo er margt sinnið sem skinnið og við eigendaskipti á íbúð- inni skömmu seinna fór að bera á reimleikum, þó að ekki sé átt þar við gamaldags drauga samvæmt þjóðtrúnni, svo sem Þorgeirsbola og Miklabæjar-Solveigu. Hinn nýi eigandi fór að kanna hvaða gögn væru fyrirliggjandi hjá byggingar- fulltrúanum í Reykjavík um nýju lögnina. Þar reyndist engin teikning vera finnanleg og þaraf leiðandi engin úttekt gerð af þar til ráðnum embættismönnum, en að vísu var lögnin öllum sýnileg og með öllu óhulin. Rétt er að skýra frá því að hús- eigandinn og pípulagningameistar- inn höfðu valið þunnveggja stálrör, nælonhúðuð, hvít að lit með króm- uðum tengjum frá Wirsbo-verk- smiðjunum í Svíþjóð, lagnaefni sem hefur verið notað þar og víða um lönd, þar með talið Island, um ára- bil. Ábúðarmikið bréf Skemmst er frá þvi að segja að seljandi íbúðarinnar fékk ábúð- armikið bréf frá embætti bygging- arfulltrúans í Reykjavík. Var þar ekkert jákvætt að finna, engin teikning lögð inn hjá embættinu, engin úttekt gerð af embættis- mönnum, og það sem alvarlegast var, þessi „mjúku“ rör sem notuð hefðu verið í lögnina upfylltu ekki kröfur og voru þar með óleyfileg í hitalagnir hérlendis. í hjarta Hafnarfjarðar er reisu- legt hús, reist af fengsælum skip- stjóra fyrir um sjötíu árum. Þetta hús hefur verið félagsheimili merkra félagssamtaka undanfarna áratugi og á árinu 1994 ákváðu þau að leggja nýja hitalögn í hús- ið, þar sem þar var bein rafhitun sem aldrei hafði verið ánægja með. Samið var við pípulagningameist- ara um verkið og hann fenginn til ráðuneytis um að velja snyrtilegt lagnaefni sem ekki yrði til lýta á innréttingu hússins en uppfyllti samt gæðakröfur. Er ekki að orð- lengja það að valið var efnið frá Wirsbo, sama efnið og var lagt í íbúðina í Hlíðunum og þar dæmt óhæft með öllu. Sagan varð öðruvísi í Hafnar- firði, húseigandi var að verki loknu ánægður með útkomuna og útlitið og það sem meira var, byggingar- fulltrúinn í Hafnarfirði stimplaði allar teikningar, tók út verkið og gaf vottorð þar að lútandi án nokk- urra athugasemda. Því má bæta við söguna úr Hafnarfirði að pípu- lagningameistarinn sem verkið vann fékk fyrir það viðurkenningu Lagnafélags íslands og getur í kom- andi elli yljað sér við að horfa á viðurkenningaskjöldinn hangandi á vegg, a.m.k. svo lengi sem sjónin endist. Hvað er að gerast? Það er spumingin sem brennur á lagnamönnum á höfuðborgar- svæðinu, hvað er að gerast? Efni sem byggingaryfirvöld í Hafnarfirði telja gott val og vand- aða vöru, sem uppfylli öll skilyrði til að nota þar í bæ, er stimplað óhæft með öllu í Reykjavík. Hér er komið að stóru vanda- máli sem hefur kraumað undir niðri árum saman en enginn viljað eða þorað að taka á eða minnast á opin- berlega. Það er rífandi gangur í þróun lagnamála hvarvetna í Vest- ur-Evrópu og raunar hvarvetna i iðnþróuðum ríkjum, ekki síst í Skandinavíu og einnig á íslandi. Nýjum lagnakerfum er tekið fagn- andi, ekki síður nýjum lagnaefnum og þar er plastið í forystu. Einn staður sker sig þó úr, höf- uðborg íslands, Reykjavík. Þar eru flestar nýjungar í lagnamálum dauðadæmdar og sem dæmi má nefna að strax fýrir sunnan Foss- vogslæk eru viðhorfin allt önnur. I öllum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu er farið að leggja hitakerfi og neysluvatnskerfi úr pexplasti, rör-í-rör kerfið sem talsvert hefur verið kynnt hér í þessum pistlum. Wirsbo-lagnakerf- ið hefur þar verið boðið velkomið og fyrsta Mannesmann-kerfið var lagt í Kópavogi fyrir 26 árum. Reynslutíminn ekki nógu Iangur? Samt hafnaði byggingarfulltrú- inn í Reykjavík Mannesmann-kerf- inu fyrir stuttu, líklega af því reynslutíminn hérlendis væri ekki nógu langur, eða hvað? Það er ein- mitt vegna þvergirðingsháttar þessa embættisins sem upp koma dæmi um að pípulagningmeistarar hafa ekki lagt inn teikningar eða látið taka út endurlagnaverk, þeir hafa vitað sem var að það þýddi ekkert að leggja inn teikningar nema þar kæmi fram að leggja ætti úr snittuðum, skrúfuðum rör- um sem sannarlega eru ekki augna- yndi til utaná liggjandi lagna eða úr eirrörum sem vitað hefur verið árum saman að er einmitt það efni sem ekki á að nota á svæði Hita- veitu Reykjavíkur. Bilanir ber oft brátt að, það verð- ur að taka ákvarðanir fljótt og fram- kvæma fljótt. Undir þessum kring- umstæðum hafa pípulagningameist- arar fullan rétt til að ganga fram hjá embættismönnum, sem halda að þeir séu þýðingarmeiri en efni standa til og hika ekki við að banna skynsamlegustu lausnir. Það heitir neyðarréttur. Byggingarfulltrúaembættið í Reykjavík telur sig finna stoð í byggingareglugerð fyrir öllum sín- um þvergirðingslegu ákvörðunum í lagnamálum en á þeim bæ væri mönnum hollara að kíkja á gr. 8. 1. 11. í VIII. kafla, bls.129 í bygg- ingareglugerð, útgefinni 6. maí 1992, en þar stendur: „Leiðslur og lagnir skulu þannig hannaðar og fyrirkomið að ekki komi til ónauðsynlegrar orkueyðslu, en samt sé aðgangur til hreinsunar og viðgerða án þess að bijóta þurfi gólf eða veggi“. Má ekki fullyrða að í flestum til- fellum, sem teikning húsalagna hefur verið samþykkt, hafi niðurlag þessarar greinar byggingareglu- gerðar verið brotið? Það verður ekki undan því vikist að æðsta stjórn Reykjavíkur taki á þessu máli og hér með er skorað á borgar- stjóra að taka fram kústinn, fara inn í Borgartún og sópa burt feysknum stofnum, þar innandyra verður, þrátt fyrir það, nægilega margir stofnar sem veigur er í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.