Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 28

Morgunblaðið - 21.01.1997, Side 28
28 C ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ -!!V- SKRÁÐU EIGNINA HJÁ HÓLI NÚNA! ÞAR SEM FASTEIGNIRNAR FUÚGA ÚT ‘Barfy elálu’iida GÓÐAR ÁSTÆDUR HVERS VEGNA ÞU ÁTT ERINDI VH> HÓL HAFNARFIRÐI! Skipholti 50b -105 - Reykjavík Reykjavíkurvegi 60 - 220 Hafnarfirði S. 55 100 90 - Fax 562-9091 S. 565-5522 - Fax 565-4744 eða Hafnarfirði og tekur þátt í laufléttum leik. Þú lætur skrá eignina þína hjá okkur. Um leið ferð þú sjálfkrafa í drauma- pottinn, þar sem dregin verður út um páskana glæsileg helgarferð fyrir 2 til Parísar Já fasteignirnar sannarlega fljúga út hjá Hóli. Hjá okkur er eitt fuilkomnasta töluukerfi landsins sem býður upp á ótrúlega möguleika við að sýna eignir og leita að réttu eigninni fyrir pig. Hóil er kraftmikil fasteignasala og við leggjum alft í sölurnar tif að pjóna þínum hagsmunum. Traustir og ábyrgir 1 sem hafa áralanga reynshi í söhi fasteigna. Þegar þú skráir eign hjá okkur færð pú skráningu á tveimur stöðum p.e. í Rvk. og Hafnarf. .... tfOlL Óvenjulegur stóll ÞESSI stóll er mjög sérkennilegur í útliti, en hann leynir á sér. Hægt er að spenna bakið á honum upp svo að hann verður fyrirtaks hvíla og hann þolir vatn og alls kyns hnjask. Hann er framleiddur í Þýska- landi og heitir Splatt. Glasgow verður borg hönnunarog arkitektúrs 1999 „YFIRVÖLD í Glasgow hafa kom- ið auga á að hugvit og hönnun eru grundvöllur áframhaldandi verð- mætasköpunar og í því liggur framtíðin. Þess vegna á að leggja áherslu á að skapa ný störf á þess- um sviðum fremur en að ýta undir stóriðju og hefur Glasgow verið tilnefnd hönnunar- og arkitekta- borg Bretlands árið 1999,“ segir Dennis Jóhannesson, íslenzkur arkitekt, sem var nýlega á ferð í Glasgow og kynnti sér undirbúning þessa átaks. Dennis nam arkitektúr við Strathclyde-háskóla og var meðal 20 fyrrum nemenda skólans sem beðnir voru að koma með verk á sýningu nú fyrir áramótin sem haldin var til að minnast 200 ára afmælis skólans sem er elsti tækni- háskóli Bretlands. Sýningin var einn af mörgum viðburðum þar sem minnst var þessara tímamóta og stóð hún síð- ustu tvær vikur desembermánaðar. „Þeir höfðu frétt af tölvuborði sem ég hannaði og sýnt var í Design Museum í London fyrir nokkrum árum og sýndi ég það ásamt öðrum húsgögnum sem ég hef hannað," segir Dennis aðspurður um sýning- una. „Við vorum einir 20 fyrrverandi nemendur sem fengnir voru til að sýna ýmis verk svo byggingar, skipulag, innréttingar og alls konar hönnun. Glasgow stendur á göml- um merg sem iðnaðarborg og við þennan háskóla hafa ýmsir þekktir menn stundað nám, meðal annars James Watts sem fann upp gufu- vélina.“ Hverfa frá þungaiðnaði Dennis segir að yfirvöld í Glasgow stefni að því að hverfa sem mest frá þungaiðnaði, eins og skipasmíðum og öðru slíku sem hafi verið á undanhaldi síðustu áratugina og að léttum hátækni- iðnaði og hafi þessi þróun raunar hafist fyrir allmörgum árum og sé þegar orðin gjörbreyting á borg- inni. „En með þessu sérstaka átaki á að stíga ákveðnari skref og er til- gangurinn sá að efla vitund al- mennings og skilning á nauðsyn hönnunar og arkitektúrs, skapa ný störf á þessum sviðum og gera Glasgow og nágrenni hennar að- laðandi. Er þá ekki síst verið að horfa til ferðaþjónustunnar og aukinna möguleika hennar, segir Dennis ennfremur." í tengslum við átakið Glasgow, borg arkitektúrs og hönnunar í Bretlandi 1999 hefur verið stofnaður þróunarsjóður upp á sjö milljónir punda sem ýta á undir nýsköpun í hönnun á öllum sviðum, koma á alþjóðlegri samkeppni um teikningu á nýbyggingum við lista- háskólann í Glasgow, koma upp nútíma listiðnaðar- og listasafni, skapa 400 ný störf fyrir hönnuði í fyrirtækjum í hönnun, virkja um 10 þúsund nemendur í þúsund skólum á Strathclyde svæðinu og opna „Vitann", miðstöð arkitekt- úrs og hönnunar í miðri borginni og margt fleira. Verður boðið upp á heilsárs hátíð, nokkurs konar lif- andi heimssýningu þar sem öll borgin verður eitt sýningarsvæði. „Skotar horfa í auknum mæli til Evrópu, miklu meira en Eng- lendingar og fengu þeir styrk frá Evrópusambandinu til að koma þessu átaki af stað,“ segir Dennis. „Þeir ætla sér mjög ákveðið að vinna að nýsköpun í hvers konar hönnun og með átakinu ætla þeir að breyta Glasgow og atvinnulífi DENNIS Jóhannesson arkitekt hannaði þetta tölvuborð, sem sýnt var á afmælissýningu Strathclyde-háskóla í Glasgow. hennar með góðri hönnun og gera borg- ina að miðstöð hönn- unar í Bretlandi. Þeir taka umhverfis- og skipulagsmál með til þess að auka veg ferðaþjónustunnar og í þessum undirbúningi hafa þeir gert sér grein fyrir því að það verða mjög margir aðilar að koma að þessum málum. Þar má nefna félög arki- tekta og listamanna, nefndir og ráð borgar- innar og nágranna- byggða sem fara með þróunar- og skipulags- mál og fulltrúa arki- tekta- og listaskóla svo nokkuð sé nefnt.“ Nýr hugsunarháttur Dennis segir að grunnurinn að átaki sem þessu sé í raun nýr hugsunarháttur hvað varðar umhverf- is- og skipulagsmál: „Nú er farið að ganga út frá því að allir eigi rétt á vandaðri hönnun og upplýsingum um gildi hennar og að- gang að ákvarðana- töku um hönnun og skipulag. Þarna er arkitektúr settur í svo- lítið annað og víðara samhengi en verið hef- ur. Það mætti í fram- haldi af þessu spyrja hvað yfirvöld Reykja- víkur hyggjast fyrir með borgina sem menningarborg Evr- ópu árið 2000, verða arkitektúr og hönnun meðal dagskrárat- riða?“ TURN sem reisa á sem minnismerki um alda- mótin hefur þegar ver- ið teiknaður og var það Richard Horden arki- tekt sem vann sam- keppni um hann. Turn- inn verður tákn um þá áherslu sem Glasgow ætlar að leggja á arki- tektúr og hönnun á nýrri öld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.