Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 1

Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 11 'iif §fc 6h prguttMMtfö B 1997 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRUAR BLAD HANDKNATTLEIKUR Rögnvald og Stefán í verkfall Dómararnir Rögnvald Erlings- son og Stefán Arnaldsson hafa tilkynnt dómaranefnd HSÍ að þeir taki ekki við boðunum á leiki fyrr en búið sé að ganga frá pen: ingamálum milli þeirra og HSÍ. í handknattleiknum háttar svo til að viðkomandi samband greiðir dóm- urum dagpeninga þegar þeir dæma erlendis og þeir félagar hafa verið mikið á ferðinni undanfarin ár, en ekki hefur enn verið gert upp við þá. Rögnvald sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að keppnis- tímabilið 1994 til 1995 hafi þeir félagar verið 44 vinnudaga erlendis við að dæma og HSÍ hafi gefið dagpeninga þeirra upp sem laun. „Þetta var einhver handvömm og náðist ekki að leiðrétta það þannig að við greiddum skatt af þessu, en höfum séð afskaplega lítið af pen- ingunum. Fyrir ári fengum við raunar hluta af þessu en ekkert síðan og keppnistímabilið á eftir vorum við erlendis í 32 virka daga, en ég hef ekki einu sinni sent dag- peningaskýrskur fyrir það tímabil og þetta sem nú stendur yfir,“ sagði Rögnvald. Hann sagði að þeir félagar væru orðnir langþreyttir því það væri alltaf verið að nefna einhvetja daga, en síðan kæmi aldrei greiðsla. „Við höfum ekki gengið manna harðast fram í að rukka enda vissum við að fjárhagsstaðan væri erfið eftir HM. Það hefur hins vegar liðkast um hjá HSÍ og því viljum við sjá eitthvað af því sem við erum þegar búnir að greiða skatt af. Ég veit að við erum ekki efstir á forgangs- listanum, en við erum ósáttir við að dagpeningarnir hafi verið settir á okkur sem laun og við þurft að greiða skatt af því. Við viljum fara að sjá þá peninga," sagði Rögnvald. Gunnar Kjartansson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í gær- kvöldi að nokkrir dómarar ættu óuppgerð laun og dagpeninga frá fyrri árum og biðlund þeirra væri því miður á þrotum. „Auðvitað er það slæmt að missa besta dómara- par okkar í frí. Það eru fleiri milli- ríkjadómarar sem ekki hefur verið gert upp við enn og þeir gætu hugs- anlega fylgt í kjölfarið, en ég vona þó ekki,“ sagði Gunnar. Hann sagði að þeir Rögnvald og Stefán hefðu átt að dæma leik annað kvöld en ef málið yrði ekki leyst þá, yrði hann að fara neðar á listann og finna aðra dómara í þeirra stað. Dómara í stein- inn fyrir afglöp TYRKNESKA knattspyrnuliðið Besiktas - sem lands- Iiðsmaðurinn Eyjólfur Sverrisson lék með veturinn 1994 til 95 - hefur krafist þess fyrir tyrkneskum dómstóli að knattspymudómari einn verði dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að sleppa „augtfósri víta- spymu“ í viðureign Besiktas og Vanspor um fyrri helgi, sem endaði með markalausu jafntefli. Besiktas á í harðri baráttu um tyrkneska meistaratitilinn en Vanspor er í neðri hlutanum. Þetta er fyrsta mál sinnar tegundar sem kemur fyrir tyrkneskan dómstól. Necati Toker, lögfræðingur Besiktas, sagði á laug- ardaginn að dómarinn sem um ræðir, Metin Tokat, hefði sýnt fádæma afglöp í starfi með því að sleppa augljósri vitaspyrnu er einn leikmanna Vanspor „stöðvaði knöttinn augsýnilega með höndum innan eigin vítateigs“ eftir aukaspyrnu, eins og haft var eftir lögfræðingnum í tyrkneskum fjölmiðlum. Toker sagði ennfremur að sér þætti hæfileg refsing vera þijú ár fyrir þessi afglöp þar sem dómarinn hefði greinilega misnotað aðstöðu sina. Hann hefði alls ekki staðið sig í stykkinu sem hlutlaus starfsmaður. Kristján fer til Drammen FORRÁÐAMENN norska handboltaliðsins Drammen hafa sett sig í samband við Kristján Arason og boðið honum að þjálfa liðið. „Norðmennirnir hafa boðið mér að koma til Noregs til að horfa á einn heimaleik liðs- ins og skoða aðstæður hjá félaginu. Eg reikna með að fara til Noregs síðar í vikunni," sagði Kristján. Hann sagði að nokkur félög hafi haft samband við sig eftir að hann var rekinn frá Wallau Massenheim. „Eg hef engan áhuga á því að vera einhver slökkviliðs- stjóri, en loka ekki á neitt fyrirfram. Á þessari stundu er mér þó efst í huga að flytjast heim til Islands." SKIÐI Reuter Skárdal heimsmeistari NORÐMAÐURINN Atle Skárdal varð fyrstur til að fagna sigri á heimsmeistaramótinu í alpagreinum skíðaíþrótta, sem hófst í Sestriere á Ítalíu í gær. Hann sigraði í risasvigi og landi hans Lasse Kjus varð annar. Sigurvegarinn hampar hér gullinu í gær. ■ Aftur tók / B12 KEFLVÍKIIMGAR BIKARMEISTARAR KARLA OG KVENIMA / B5 Vinnings- upphæð Vinningar vinninga Vinnings- Vinningar vinnlnga upphæð 3 af 6 bónus Vertu viðbúin(n) vínningi \\ miktis að vlnn® 1. vinningur er áoctlaður 100 milljónir kr. Á isinndc UPPLYSINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.