Morgunblaðið - 04.02.1997, Qupperneq 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
HAIMDKIMATTLEIKUR
Þung skref
í Þýskalandi
Islendingar fóru á kostum þegar
þeir mættu Dönum í riðlakeppni
HM í lok liðins árs og tryggðu sér
sæti í úrslitakeppninni sem hefst í
Japan um miðjan maí. Undirbún-
ingur fyrir þá rimmu hófst með
æfingum og tveimur leikjum í
Þýskalandi og verður að segjast
eins og er að byijunin var hroðaleg.
Fyrri leikurinn var ömurlegur af
hálfu íslenska liðsins en það tók sig
þó á í seinni leiknum og hefði alveg
eins getað fagnað sigri.
Ekki útfiutningsvara
Fyrri leikurinn var slakur. Jafn-
ræði var með liðunum fyrsta stund-
arfjórðunginn en þegar staðan var
8:8 skildu leiðir og eftir það stóð
ekki steinn yfír steini hjá íslensku
strákunum. Sendingar og skot voru
út í bláinn og heimamenn svöruðu
með hveiju markinu á eftir öðru
eftir hraðaupphlaup. 18 sinnum
gerðu gestirnir afdrifarík mistök
og menn fara ekki langt með slíkum
vinnubrögðum.
í sjálfu sér er ekki mikið um þessa
viðureign að segja. Menn voru úti á
þekju, hugarfarið var við eitthvað
allt annað en leikinn og rassskeliing-
in var sanngjörn. Aðeins Róbert Sig-
hvatsson sýndi lit, barðist í vöminni
og var öruggur á línunni, en aðrir
fóru í verkið með hangandi haus.
Gunnar Viktorsson var eini leikmað-
urinn í hópnum sem kom ekki inná
og hann má þakka fyrir það. Hlynur
Jóhannesson fékk eldskímina, var
settur í markið átta mínútum fyrir
leikslok í vonlausri stöðu og varði
ekki skot en ekki er við hann að
sakast.
Fjórir leikmenn íslenska liðsins
em atvinnumenn í íþróttinni og flest-
ir hinna gæla eflaust við að láta
drauminn rætast en enginn fær
samning út á þennan leik.
Strákamir vissu upp á sig skömm-
ina og mættu til leiks í Russelsheim
með allt öðru hugarfari, einbeittir
og ákveðnir. Þeir tóku völdin í sínar
hendur frá fyrstu mínútu og þótt
Valdimar léti veija tvö vítaskot frá
sér var staðan vænleg eftir 25 mín-
útur, 11:8. Þá hrökk allt í baklás
og heimamenn gerðu fjögur síðustu
mörk hálfleiksins. Sóknarleikur ís-
lenska liðsins riðlaðist greinilega
þegar Patrekur og Dagur fóru út af
í staðinn fyrir Róbert Duranona og
Sigurð en byijunarliðið hefði ömgg-
lega gert út um leikinn.
Seinni hálfleikurinn var í jámum
í 10 mínútur en íjóðveijar nýttu sér
mistök mótheijanna, náðu þriggja
marka forystu og héldu henni nán-
ast það sem eftir var.
25 fyrstu mínútumar vom góðar
hjá íslensku strákunum. Guðmundur
varði vel, þótt mótheijamir fengju
boltann aftur oftar en ekki, vömin
var ömgg og sóknarleikurinn mark-
viss. En mistökin í sókninni vom
afdrifarík eftir þennan góða kafla
og Þjóðveijamir gengu á Iagið.
Óafsakanlegt
Frammistaða íslenska liðsins í
þessum leilqum er óafsakanleg. Það
er í hópi 24 bestu liða heims en Ijóð-
veijar verða að láta sér nægja að
fylgjast með HM úr ijariægð. Strák-
amir em að spila á fullu og eiga að
vera í góðri æfingu. Þeir fengu tíma
til að stilla strengina, vom í einangr-
un á góðu ijallahóteli og því engin
utanaðkomandi tmflun en samt skil-
uðu þeir ekki dagsverkinu. „Þetta
var eins og stemmningin í húsinu,
steindautt," sagði Kristján Arason,
fyrmm landsliðsmaður, við Morgun-
blaðið eftir seinni leikinn og þakkaði
fyrir að hafa ekki séð þann fyrri.
ísland og Þýskaland léku tvo æfingaleiki í hand-
knattleik um helgina. Þjóðveijar unnu 32:24 í
Ludwigshafen á laugardag og 25:22 í Russels-
heim á sunnudag. Steinþór Guðbjartsson
fylgdist með undirbúningnum og leikjunum í
Þýskalandi og ræddi við leikmenn og þjálfara.
Tal um þreytu heyrðist en hvorki
Dagur né Ólafur, sem léku með
félagsliði sínu á laugardagskvöld
og óku eftir leikinn til móts við
hópinn, vildu kenna því um hvernig
þeir léku. Ólafur var langt frá sínu
besta, gerði þrjú mörk í fyrri hálf-
leik en síðan fylgdu sex skot út í
bláinn. Dagur byrjaði vel en yfir-
vegunina vantaði þegar á reyndi.
Viggó Sigurðsson, þjálfari þeirra,
sagði hins vegar að það væri alltaf
erfitt að koma nánast beint í leik
eftir mikið álag eins og þeir hefðu
búið við að undanförnu en liðið
þyrfti að gera betur. „Þeir misstu
tökin undir lok fyrri hálfleiks og
náðu sér ekki á strik eftir það.“
Á byrjunarreit
Liðið fær ekki marga leiki fram
að HM í Japan. „Ef vel á að vera
þurfum við miklu fleiri leiki erlend-
is fyrir hvert stórmót,“ sagð Boris
Bjarni Akbaschev, aðstoðarlands-
liðsþjálfari. Hann bætti við að
reynslan á útivelli væri mjög mikil-
væg og ef menn stæðu sig ekki
ætti að gefa öðrum tækifæri. Þor-
björn Jensson, landsliðsþjálfari,
sagðist ekki loka á neinn og í því
sambandi benti hann á að ef Jason
Ólafsson hefði ekki verið að leika
með liði sínu á laugardag hefði
hann verið með í fyrri leiknum.
Hins vegar sagði Þorbjörn við
strákana að þeir yrðu að bæta við
aukaæfingum hjá sér ef þeim þætti
ekki nógu mikið æft hjá liðunum.
Sigurður Bjarnason tók hann á
orðinu og bað um aðstoð í því efni.
Auðvitað verður að gera þá
kröfu til landsliðsmanna að þeir
séu í æfingu og ef svo er ekki eiga
þeir að bæta úr því. En frumskil-
yrði er að þeir mæti í landsleiki
með réttu hugarfari. „Þetta er ekki
auðvelt,“ sagði Patrekur Jóhannes-
son, „Stundum koma dagar sem
ekkert gengur upp og þetta var
einn af þeim,“ sagði hann um fyrri
leikinn. Eftir stendur að liðið er á
byijunarreit og hefur rúma þijá
mánuði til að finna lausnina.
Engin örvænting
Þótt illa hafi farið í Þýskalandi
um helgina er ekki ástæða til að
örvænta. Þessir drengir kunna sitt
fag og betra er að falla á skyndi-
prófi en lokaprófi. Þetta var líka
ágæt áminning. Menn geta ekki
leyft sér að taka að sér verkefni
án þess að gera sitt besta. Æfinga-
leikur er æfingaleikur en menn
verða að gefa sig í verkið og strák-
arnir eru reynslunni ríkari.
Annað sem vert er að hafa í
huga er að Geir Sveinsson var ekki
með og hann er lykilmaður í vörn-
inni. Arangurinn byggist fyrst og
fremst á góðri vörn og ekki á að
þurfa að hafa áhyggjur af þeim
þætti. Agaður sóknarleikur eins
og í byijun seinni leiksins er líka
vænlegur til árangurs og það vita
þessir piltar, samanber leikina við
Dani. Með þessu kemur góð mark-
varsla og Þorbjörn kann lagið á
þessu hlutum.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
RÓBERT Jullan Duranona gefur ungum þýskum handknatt-
lelksáhugamönnum elglnhandarárltun á æfingu í Þýskalandl
um helglna. Hann gerði þrjú mörk í fyrri tapleiknum en sjö
í þeim seinnl, þar af fimm af vítalínunnl.
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari segir leikina tvo lærdómsríka
Einbeitingin verður alK-
af að veratil staðar
Þorbjörn Jensson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, tók
úrslitum leikjanna við Þjóðveija
með stóískri ró og sagði við Morg-
unblaðið að þau væru góður út-
gangspunktur að vinna frá.
„Fyrri leikurinn er dæmi um
hvernig ekki á að leika handknatt-
leik,“ sagði hann. „Allt var í ólagi,
ekki góð vörn, ekki góð sókn. Við
gerðum 14 mistök tæknilegs eðlis
og fengum á okkur 12 mörk eftir
hraðaupphlaup. Það er vonlaust
að spila þannig en í seinni leiknum
fækkaði tæknilegu mistökunum í
fimm og Þjóðveijarnir gerðu fimm
mörk eftir hraðaupphlaup. Eftir
skellinn á laugardag lögðum við
áherslu á að spila agað í Russels-
heim og tókst það oft á tíðum.
Hins vegar gerðum við óþarfa
mistök í stöðunni 11:8 fyrir okkur
og misstum leikinn í 12:11 fyrir
þá. En þrátt fyrir skell í fyrri
leiknum var hann ágætis ráðning
til að vinna út frá. Þegar menn
koma ekki rétt stemmdir til leiks
verður uppskeran svona.“
Þorbjörn var með ýmsar upp-
stillingar og hann sagði það já-
kvætt að hafa getað notað menn
í ýmsum stöpum. „Það styrkti
hópinn að fá Ólaf og Dag í seinni
leikinn. Við lékum illa á laugar-
dag en betur á sunnudag. Hins
vegar er getan til að gera betur
fyrir hendi og því er þetta spurn-
ing um að laða alltaf fram það
besta, að venja sig á það. Ég er
ekki sérstaklega ánægður með
eitt eða annað en þó ánægður
með það að við gátum spilað
góða vörn lengst af í seinni leikn-
um. Það er atriði sem við þurfum
að byggja á með hraðaupphlaup
í huga.“
Þið áttuð í erfiðleikum með 6-0
vörn Þjóðverjanna.
„Já, þeir spiluðu hana vel, eru
hávaxnir og því eru ekki miklir
möguleikar á að skjóta yfir þá.
Sókn á móti svona vörn verður
að byggjast á þolinmæði. Menn
verða að Iáta boltann ganga hratt
á milli manna og bíða eftir að
mótheijarnir geri mistök. Aðalat-
riðið er að láta boltann vinna, því
hann fer hraðar en mennirnir, og
nota færið þegar það gefst.“
Hefurðu skýringu á einbeiting-
arleysinu?
„Það er erfitt að skýra það. Það
þarf ofboðslega mikla einbeitingu
í handbolta og miklu skiptir að
einbeita sér að réttu hlutunum. í
síðasta verkefni okkar, á móti
Dönum, var gífurleg einbeiting
og uppskeran samkvæmt því. Nú
komu menn saman hver úr sinni
áttinni á mismunandi tíma í tvo
leiki sem í raun skiptu engu, þótt
allir leikir skipti máli. Menn voru
að hugsa um allt aðra hluti og
héldu að þetta kæmi af sjálfu sér
en það kemur ekkert af sjálfu
sér. Menn verða alltaf að gera
eins vel og þeir geta því annars
er útlokað að spila góða leiki. Ég
vil að menn njóti lífsins, hafi gam-
an af hlutunum og þyki skemmti-
legt að vera í hópnum en frá síð-
asta fundi fyrir leik og út leikinn
eiga menn eingöngu að einbeita
sér að leiknum og enginn má
svindla á því.“
Skiluðu þessir leikir því sem þú
vildir fá út úr þeim?
Já, að mörgu leyti, en auðvitað
vildi ég ekki tapa. Við lærum af
þessu að ekkert er sjálfgefið og
leikimir, einkum sá fyrri, eru ágæt-
is útgangspunktur til að vinna frá.