Morgunblaðið - 04.02.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 B 7
KORFUKNATTLEIKUR
tandsbanW
ístands
larijsbsnt'J
Éiands
Morgunblaðið/Ásdís
Ivíkingar med bros á vör
lardaglnn. Þelr unnu tvöfaldan slgur ( bikarkeppnlnnl. Hér er þaö karialiðlö sem sýnir slgurbrosiö. Þeir
m í boöl hafa veriö f vetur, fyrst Lengjubikarinn og nú Blkarlnn.
wB 4 i|i\ ' \ S rf* ■"
m éMiÆ M M i
Fimmta árið í röð
KEFLAVÍKURSTÚLKUR hafa ekkl veriA eftlrbátar karlaliAsins. Þær voru að vlnna blkarkeppnina flmmta
ðrlA í röA og hafa því ekki tapaA bikarleik í fimm ðr.
ANIMA María SigurAardóttir nær hér að koma skoti ð körfu
KR-stúlkna án þess að Helga Þorvaldsdóttir (nr. 13) og Krist-
ín Elfa Magnúsdóttir (nr. 8) gætu komið í veg fyrir þaA. Anna
María gerði sex stig.
Bikaráskríft
Keflavíkur-
stúlkna
„ÞETTA leit ekki vel út í byrj-
un,“ sagði Jón Guðmundsson,
þjálfari Keflavíkurstúlkna, eftir
að þær höfðu sigrað KR 64:63
í bikarúrslitaleik sem þurfti að
framlengja. „Þær hafa líklega
verðið yfirspenntar í upphafi
leiks og náðu ekki að komast
inn í leikinn fyrr en líða tók á
síðari hálfleik. Það mátti varla
tæpara standa en þetta hafð-
ist. Reynslan skiptir miklu máli
þegar komið er út í framleng-
ingu en svo lentu KR stelpurnar
líka f villuvandræðum þannig
að það hjálpaðist ýmislegt að,“
sagði þjálfarinn.
Leikurinn fór ekki vel af stað og
mikið var um mistök á báða
bóga. KR stúlkur voru þó mun
ákveðnari og yfir-
vegaðri sem skilaði
Halldor , , .... . ,. _
Bachmann ser 1 stoðunm 10:0
skrifar þegar um níu mínút-
ur voru liðnar af
leiknum. Lánleysi Keflavíkur-
stúlkna var algjört í sókninni og
virtist engu máli skipta hversu langt
frá körfunni var skotið eða hver
gerði það, ofarií vildi boltinn ekki.
Eftir að Keflavíkurstúlkur náðu
loks að skora fundu þær taktinn
um stund og minnkuðu muninn í
tvö stig 12:10, en týndu honum
strax aftur á meðan KR stúlkur
skoruðu 8 stig og komust í 20:10.
Það sem eftir lifði hálfleiksins
hleyptu KR stúlkur þeim keflvísku
ekki nær og þær höfðu 11 stiga
forskot í hálfleik 34:23.
í upphafi síðari hálfleiks leit út
fyrir að KR stúlkur myndu halda
áfram uppteknum hætti þegar þær
juku forskot sitt í 15 stig, 43:28.
Enn voru Keflavíkurstúlkur takt-
lausar og gekk illa að notfæra sér
hæðarmuninn og spila boltanum
inn i teig. Á sama tíma voru KR
stúlkur að leika gífurlega góða
vörn og yfirvegaðan sóknarleik.
Um miðjan síðari hálfleik leiddi
KR með 12 stigum 54:42 og Kefla-
vík virtist ekki ætla að komast
áleiðis. Þegar tæpar 7 mínútur
voru til leiksloka varð KR fyrir því
áfalli að missa Lindu Stefánsdóttur
útaf með 5 villur. Linda hafði átt *
stóran þátt í því að halda Önnu
Maríu Sveinsdóttur niðri í vörninni
og hirti grimmt fráköstin. Svo virð-
ist sem þetta hafi verið vendipunkt-
urinn í leiknum því eftir þetta tóku
Keflavíkurstúlkur að saxa á for-
skot KR og pressan sem hafði fyr-
ir leikinn verið á Keflavík var nú
allt í einu komin á KR. Keflavíkur-
stúlkur léku pressuvörn um allan
völl og mistökum KR stúlkna fjölg-
aði mikið. Hver mistök kostuðu
yfirleitt körfu eða villu og þannig
söxuðu Suðurnesjastúlkur smám
saman á forskotið uns þær náðu
að knýja fram framlengingu,
59:59.
Framlengingin var hlaðin spennu
og mikið var um mistök á báða
bóga. Fyrstu þrjár mínúturnar var
ekkert skorað en þá loks tók KR
af skarið og skoraði fyrstu körfuna.
Hún dugði skammt því Keflavík
skoraði næstu fimm stig og tryggði
sér sigurinn 64:63 eftir ótrúlega
spennandi lokamínútu.
í liði Keflvíkinga var Anna María
Sveinsdóttir í fararbroddi en auk
hennar voru Birna Valgarðsdóttir,
Erla Reynisdóttir og Björg Haf-
steinsdóttir góðar. í jöfnu liði KR
voru Helga Þorvaldsdóttir og Guð-
björg Norðijörð sérstaklega góðar
og einnig hitti Sóley Sigþórsdóttir
vel. Þá er áður getið um frammi- ,
stöðu Lindu Stefánsdóttur í vörn-
inni, auk þess sem skotnýting henn-
ar var góð.
Svali Björgvinsson, þjálfari KR-stúlkna
Dómaramir voru hlið-
hollir Keflvíkingum
IÐ áttum að vinna þennan leik.
Svona getur körfubolti verið
:aflaskiptur, við unnum fyrri hálf-
sikinn með 11 stigum en Keflavík
iann seinni með jafn miklum mun,
vo þetta gat farið á báða vegu. Það
r hallærislegt að vera að kenna dóm-
irum um þegar maður tapar leik en
ieir réðu ekki við þennan leik og
oru hliðhollir Keflvíkingum í lokin,“
agði Svali Björgvinsson þjálfari KR
iftir leikinn.
„Auðvitað leist mér ekkert á blik-
ina þegar við höfðum ekki skorað
tig og fyrri hálfleikur næstum hálfn-
.ður. Ég örvænti samt ekkert, beið
iara alltaf eftir að þetta færi að koma
ijá okkur. Þetta fór svo loks að koma
hjá okkur í síðari hálfleik og um leið
og forskot KR- inga fór að minnka
var pressan komin á þær. Eftir að við
náðum að knýja fram framlengingu
var ég ekki í nokkrum vafa um að
við myndum sigra á leikreynslunni.
Það er einmitt sérstaklega gaman að
því að í öllu talinu um að við höfum
sigrað í framlengingunni á leikreynsl-
unni að Birna Valgarðsdóttir skyldi
tryggja okkur sigurinn í sínum fyrsta
bikarúrslitaleik," sagði Anna María
Sveinsdóttir fyrirliði bikarmeistara
Keflavíkur.
„Pressan var á þeim en ekki okkur
fyrir þennan leik. Við mættum til
hans afslappaðar og ákveðnar í að
vinna leikinn. Framan af virtist það
ætla að ganga hjá okkur. Það er í
sjálfu sér ekki hægt að segja að neitt
eitt hafi farið úrskeiðis. Við hittum
vel í fýrri hálfleik og fram í þann
seinni en þá fór hittnin að bregðast,
þær fóru að beita pressuvörn á okkur
og við fórum að klúðra. Á svipuðum
tíma missum við Lindu útaf og þær
fara að saxa á okkur. í framlenging- (
unni fannst okkur dómararnir bregð-
ast. Þeir gerðu sig seka um mistök
sem eiga ekki að sjást til dómara í
úrslitaleik. Þetta er sérstaklega blóð-
ugt þegar leikurinn tapast með eins
stigs mun. Annars er íslandsmótið
eftir og við ætlum okkur stóra hluti
þar,“ sögðu KR-ingarnir, Guðbjörg
Norðfjörð og Kristín Jónsdóttir.