Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 B 9 4- KIMATTSPYRNA Alan Shearer skaut Leicester á kaf maðurinn KEVIN Keegan, fyrrum knatt- spyrnustjóri Newcastle, ræddi í fyrsta skipti um knattspyrnu við blaðamann - eftir að hann hætti - er hann var um helgina að fyigjast með einuni af hest- um konu sinnar I kappreiðum. „Kenny Dalglish er rétti mað- urinn fyrir Newcastle. Ég óska honum gæfu í starfi. Hugur minn verður alltaf bjá Newc- astle United, mér er mjög hlýtt til iiðsins. Ég hef átt margar gleðistundir á St. James’ Park og naut þess að starfa fyrir Newcastle. Ég er hættur, þetta er allt það sem ég vil segja um knattspyrnu," sagði Keegan. Þess má geta að Matching Col- our, hestur eiginkonu Keeg- ans, varð f fimmta sæti í kapp- reiðunum. SPENNAN heldur áfram á knattspyrnuvöllunum í Englandi. 55.269 áhorfendurfögnuðu sigurmarki Eric Cantona á Old Trafford, 33.027 áhorfendur voru á White Hárt Lane í London, þar sem Chelsea vann sinn fyrsta sigurfrá 1987.32.567 áhorfendur á Goodison Park fóru ánægðir heim, Everton vann langþráðan sigur, eftir sex tapleiki í röð. Andrúms- loftið var rafmagnað á St. James' Park í Newcastle, þar sem markakóngurinn Alan Shearer skoraði þrjú mörk á síðustu þrettán mín. leiksins og tryggði Newcastle sigur, 4:3, við geysilegan fögnuð 36.396 áhorfenda. Alls komu 302.187 áhorfendur á tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Það voru þvífleiri sem fóru á vellina í Englandi, en búsettir eru á íslandi og voru flestir innandyra í snjókomunni. Alex Ferguson, knattspymustjóri Manchester United, segir að þó að sínir menn séu á toppnum, geri hann sér grein fyrir að hörð barátta sér framundan. „Ef við ætl- um okkur að veija meistaratitilinn verðum við að ná góðum árangri á útivöllum, en við eigum eftir að leika á Anfíeld Road, Highbury og Stam- ford Bridge. „A pappímum á Ars- enal mikla möguleika, þar sem liðið á eftir heimaleiki sína gegn efstu lið- unum, en baráttan er hörð og það er ekki hægt að segja að hinn eða þessi leikur sé auðveldur." George Graham, knattspyrnustjóri Leeds og fyrrum „stjóri“ hjá Ars- enal, segir að hann hafí trú á að Arsenal undir stjóm Arsene Wenger, hampi meistaratitlinum þegar upp verður staðið. „Það er ekki veikan hlekk hjá Arsenal að finna og and- rúmsloftið er mjög gott hjá liðinu. Það kemur mér ekkert á óvart hver staða Arsenal er, liðið er gott - níu af lykilmönnum liðsins léku undir minni stjóm hjá Arsenal," sagði Gra- ham. Slæmar minningar Þegar Norðmaðurinn Egil Östen- stad skoraði fyrir Southampton eftir aðeins ellefu mín. á Old Trafford, komu slæmar minningar frá The Dell upp í huga manna, en Östenstad skoraði þijú mörk þegar Southamp- ton skellti Man. Utd., 6:3, í október. Eftir þessa óskabyijun Southamp- ton tóku leikmenn United leikinn í sínar hendur. Ryan Giggs átti mjög góðan leik, Ferguson færði hann af kantinum inn á miðjuna og við hlið hans var Tékkinn Karel Poborsky alltaf á ferðinni. Leikmenn Sout- hampton áttu í vök að veijast og kom markvörður liðsins Mark Taylor í veg fyrir að þeir fengu ekki nema tvö mörk á sig. Gary Pallister skoraði sitt fyrsta mark á keppnistímabilinu á 19. mín., er hann sendi knöttinn í netið eftir fyrirgjöf frá Eric Cantona. Það var svo Frakkinn sem skoraði sjálfur sigurmarkið tíu mín. fyrir leikslok, eftir sendingu frá Giggs. „Ooh... ah... Cantona," sungu stuðn- ingsmenn United og knattspyrnu- stjórinn Ferguson brosti breitt. Leik- menn hans fögnuðu sínum öðrum sigri á nokkrum dögum, eftir að hafa verið marki undir. Tíu leikmenn Derby Stan Collymore tryggði Liverpool sigur á Derby á Baseball Ground, 1:0. Collymore hafði lítið sést í leikn- um áður en hann skoraði markið sextán mín. fyrir leikslok - fékk þá nægan tíma til að athafna sig með knöttinn, áður en hann sendi hann í netið. Leikmenn Derby léku aðeins tíu nær allan seinni hálfleikinn, eftir að Darryl Powell var rekinn af leik- velli, eftir að hann braut á Norð- manninum Björn Kvarme, sem féll með miklum tilburðum. Áhorfendur voru ekki ánægðir með leikaraskap Kvarme og bauluðu á hann þegar hann reis á fætur, til að fara á ný inn á völlinn. Jim Smith, knatt- spymustjóri Derby, var æfur eftir leikinn og sagði að dómarinn Peter Jones hefði ekki séð atvikið nógu vel til þess að sýna Powell rauða spjaldið. David James, markvörður Reuter ALAN Shearer fagnar þriAja marki sínu gegn Leicester, fyrstu þrennu sinni fyrir Newcastle. Hann er markahæstur í úrvalsdelldlnni með 20 mörk og herur sett stefnuna á að skora melra en þrjátiu mörk fjórða keppnistímabilið í röö. Liverpool, sýndi tvisvar frábæra markvörslu, þegar hann varði skot frá Dean Sturridge og Robin Van Der Laan. Það var ekki rishá knattspyma sem leikmenn Leeds og Arsenal sýndu á Eiland Road, 0:0. Leikmenn Leeds sem hafa ekki verið að leika skemmtilega knattspymu, héldu marki sínu hreinu í tíunda leiknum af siðustu sextán leikjum sínum. Þeir léku fast gegn Arsenal og voru Qórir þeirra bókaðir af dómara leiks- ins, David Elleray - Lee Bowyer, Robert Molenaar, Gary Kelly og Ian Rush, Nigel Winterburn hjá Arsenal var einnig bókaður. Arsenal lék án Dennis Bergkamp, David Platt og Martin Keown, þá hefur Ian Wright verið meiddur og kom inná sem vara- maður á 72. mín. Fyrsta þrenna Shearer Alan Shearer skoraði þijú mörk á síðustu þrettán mín. gegn Leicester á St James’Park og tryggði liðinu sigur, 4:3. Newcastle skoraði fyrsta mark leiksins, en leikmenn Leicester svöruðu með þremur mörkum í upp- hafi seinni hálfleiksins og leit út fyr- ir að þeir myndu fagna sigri. Það var þá sem Shearer fór í gang. „Við gerðum okkur sjálfum erfitt fyrir, en náðum að rétta úr kútnum á rétt- um tíma. Þannig er Newcastle, við gefumst aldrei upp,“ sagði Shearer. Leikmenn Newcastle áttu að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, náðu aðeins að skora eitt mark úr óteljandi marktækifærum. Þetta var eins og gegn Everton á dögunum, við gáfumst ekki upp þótt á móti hafi blásið, skoruðum fjögur mörk undir lokin og unnum, 4:1,“ sagði Searer. Kenny Dalglish hafði þetta að segja um leikinn, sem var mikill spennuleikur og tók á taugamar. „Það er leikur eins og þessi sem hefur gert Kevin Keegan gráhærðan og Terry McDermott hvíthærðan. Við höfum leikið íjóra sögulega leiki að undanförnu." Shearer skoraði fyrsta mark sitt beint úr aukaspymu, eins og hann er þekktur fyrir, á 77. mín. og á síð- ustu sek. leiksins skoraði hann sigur- markið með skoti af sextán metra færi. Faustino Asprilla var í byijunarliði Newcastle í fyrsta skipti frá 3. des- ember og átti stórleik, fyrirliðinn Peter Beardsley sat á bekknum. Hughes í stöðu Vialli Ruud Gullit, knattspymustjóri, gerði breytingar á byijunarliði sínu gegn Tottenham - Vialli var aftur settur á varamannabekkinn, stöðu hans tók Mark Hughes. Gullit hefur oft varað sína menn við, að það eigi enginn öruggt sæti í liði sínu. „Eg tefli fram þeim mönnum, sem ég tel besta til að glíma við þau verkefni sem við fáumst við hveiju sinni. Leik- mannahópur minn er sterkur, það geta ekki nema ellefu leikmenn leik- ið inná.“ Sex af lykilmönnum Totten- ham voru meiddir, en Darren Ander- ton lék sinn fyrsta leik með liðinu í tvo mánuði. Garry Francis, knatt- spymustjóri Tottenham, lét lið sitt leika maður gegn manni og fékk Dean Austin það hlutverk að taka Gianfranco Zola úr umferð. Hann gerði það vel, en hinn fljóti Zola slapp þó nokkrum sinnum laus og þá skap- aðist hætta. Eftir aðeins 50 sek. tók Zola aukaspyrnu og sendi knöttinn inn í vítateig Tottenham, þar sem Eddie Newton skallaði knöttinn að marki. Sol Campbell, varnarmaður Tottenham, varð þá fyrir því óhappi að senda knöttinn í eigið mark. Roberto Di Matteo bætti öðru marki við, þegar hann sendi knöttinn í netið af 26 m færi, án þess að Ian Walker ætti möguleika á að veija. David Howells svaraði fyrir Totten- ham, undir lok leiksins var Hughes nær búinn að bæta marki við fyrir Chelsea, en Walker sá við honum og varði vel. Emerson fyrstur til aA fagna Brasilíumaðurinn Emerson var fyrstur til að hlaupa til landa síns, Juninho, til að óska honum til ham- ingju eftir að Robbie Mustoe, fyrir- liði Middlesbrough, hafði jafnað met- in gegn Wimbledon, 1:1. Juninho ein- lék skemmtilega á nokkra vamar- menn Wimbledon inn í vítateig, áður en hann sendi knöttinn til Mustoe. Ástæðan fyrir því að Emerson fagn- aði, var að hann hafði áður misnotað vítaspymu - Neil Sullivan, mark- vörður, varði skot hans. Middlesbro- ugh varð fyrir því óhappi að skora sjálfsmark í byrjun leiks, Neil Cox. Gestimir vora allan tímann betri, Juninho hættulegur í sókninni og Emerson stjórnaði miðjunni . Leikmenn Everton komu í veg fyrir að sett yrði nýtt liðsmet í 119 ára sögu liðsins - að tapa sjö leikjum í röð. Duncan Ferguson og Nicky Barmby sáu um það. Þetta var ann- ar sigur Everton á tveimur mánuð- um, en liðið byijaði keppnistímabilið mjög vel - vann Newcastle og gerði jafntefli við Man. Utd. Þrátt fyrir slæmt gengi er Joe Royle ekki valtur í sessi. „Við eram ekki byijaðir að örvænta, þó okkur hafi ekki gengið vel. Við munum vel þegar Royle kom til okkar, til að bjarga okkur frá falli og síðan urðum við bikarmeistar- ar undir hans stjórn í fyrra og í sjötta sæti í deildinni,“ sagði Peter John- son, stjórnarformaður Everton. Gary Breen, sem Coventry keypti frá Birmingham á 2,5 millj. punda, stjórnaði vamarleik liðsins gegn Sheffield Wed. Vel skipulagður vam- arleikur hélt hinum hættulegu sókn- arleikmönnum Sheffield Wed., David Hirts og Andy Booth, niðri. Heima- menn höfðu tökin, en Coventry hélt hreinu, 0:0. ífiRÓm FOLK ■ MATTHEW Le Tissier, fyrir- liði Southampton, fékk það hlut- verk að hafa gætur á David Beck- ham hjá Man. Utd. Hann gerði það vel, en fékk að sjá gula spjaldið hjá dómara leiksins, Mike Riley. ■ JAN Eriksson lék sinn fyrsta leik með Sunderland gegn Aston Villa, eftir að hann var keyptur frá Helsingborg á 250 þús. pund. Sví- inn var bókaður í leiknum. ■ GIANLUCA Vialli, sem skoraði tvö mörk fyrir Chelsea gegn Liv- erpool á dögunum í bikarkeppn- inni, var settur út úr liðinu fyrir leikinn gegn Tottenham. Hann var ekki ánægður og settist ekki á vara- mannabekkinn með öðrum leik- mönnum - sat fyrir utan bekkinn, en kom til félaga sinna þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn. ■ CHELSEA vann sinn fyrsta sig- ur á White Hart Lane síðan 1987. Chelsea hafði leikið sextán leiki í röð gegn Tottenham án þess að fagna sigri - vann síðast á Stam- ford Bridge fyrir sjö áram. ■ FABRIZIO Ravanelli lék ekki með Middlesbrough gegn Wimbledon, þar sem hann er kom- inn í leikbann. ■ „BORO“ er komið í vandræði vegna leikbanna. Brasilíumenn- irnir Juninho og Emerson, eru komnir með það mörg refsistig, að þeir fara í bann. ■ BRYAN Robson, knattspyrnu- stjóri „Boro“, seldi Norðmanninn Jan-Áge Fjörtoft til Sheff. Utd. á 700 þús. pund fyrir helgina. Hann segir að miðvallarspilararnir Junin- ho og Graig Hignett séu betri miðheijar en Fjörtoft. ■ LES Sealey lék í marki West Ham, þar sem Ludo Miklosko er meiddur. Seley, sem er 40 ára, mátti hirða knöttinn tvisvar úr net- inu hjá sér, 2:1. West Ham hefur aðeins unnið einn af síðustu sautján leikjum sínum. ■ RIO Ferdinand, 18 ára vamar- leikmaður, sem kom inná sem vara- maður, skoraði mark West Ham. Þess má geta að það eru liðnar níu vikur síðan sóknarleikmaður skor- aði fyrir liðið - miðvallarleikmaður- inn Ian Bishop skoraði þá. ■ KENNY Dalglish, knattspyrnu- stjóri Newcastle, hefur tröllatrú á Faustino Asprilla og er ekki líkleg- ur til að selja hann fyrir sjö millj. punda til Italíu. Dalglish er byijað- ir að gera breytingar á liði New- castle - hann hefur sett David Ginola út og einnig Peter Beards- iey, 36 ára. ■ JIM Smith, knattspymustjóri Derby, segir að bestu kaupin sem hann hafí gert á ferli sínum, séu er hann keypti Paul McGrath frá Aston Villa. Þetta er mikið hrós fyrir McGrath, sem er aftur kominn í írska landsliðið. Smith hefur ver- ið knattspyrnustjóri hjá Blackburn, Birmingham, QPR, Oxford, Newcastle og Portsmouth. ■ HARRY Redknapp, knatt- spyrnustjóri West Ham, hefur ekki gefið upp alla von að fá Mike Sher- on, markaskorara Stoke, til liðs við sig. Þá er líklegt að Paul Kitson, Newcastle, gangi til liðs við „Ham- mers“ í vikunni. ■ BRUCE Rioch, fyrrum knatt- spyrnustjóri Arsenal, hafnaði boði frá WBA, um að hann tæki við lið- inu. Hann er nú aðstoðarmaður Stewart Houston hjá QPR. ■ CHRIS Waddle, sem leikur með Bradford, hefur einnig hafnað boði frá Albion og einnig John Tosh- ack, þjálfari La Coruna á Spáni. Nú er Ian Rush, fyrirliði Leeds, orðaður við Albion. ■ ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Man. Utd., fór aftur til Spán- ar á sunnudaginn, til að fylgjast með varnarmanninum Roberto Ri- os, 24 ára landsliðsmanni, sem leik- ur með Real Betis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.