Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 12
KARATE
Eyðimerkur-
prinsinn
sýndi
styrk sinn
Nýi eyðumerkurprinsinn frá
Marokkó, Hicham E1 Guerro-
udj, setti sitt fyrsta heimsmet um
helgina er hann tók þátt í 1.500 m
hlaupi innanhúss í Stuttgart. Hann
hljóp vegalengdina á 3.31,18 mínút-
ur og bætti eldra met sem Nouredd-
ine Morceli, Alsír, setti fyrir sex
árum um tæpar fjórar sekúndur en
það var 3.34,16 mínútur. E1 Guerro-
udj hefur oft verið nefndur arftaki
Morcelis sem ókrýndur konungur
millivegalengdarhlaupa. Eþíópíu-
maðurinn og langhlauparinn Haile
varð annar á 3.32,39 mínútum og
hljóp einnig undir fyrra heimsmeti.
Er sérfræðingum til efs að 5 og
10 km hlaupari eins og Gebrese-
lassie er hafi í annan tíma hlaupið
betur í 1.500 m hlaupi.
„Ég er í sjöunda himni því allt
gekk upp hjá mér í hlaupinu og
árangurinn í samræmi við það og
æfingar mínar síðustu vikur. Þessi
árangur hressir mig eftir vonbrigð-
in á Ólympíuleikunum í sumar,“
sagði E1 Guerroudj, sem er á 22.
aldursári. Hann rak lestina í úrslit-
um 1.500 m hlaupsins í Atlanta í
sumar, en talið var nær öruggt að
hann yrði í baráttunni um verð-
launasæti.
HAILE Gebrselassie óskar
hér Hlchlam El Guerroudj tll
hamingju með heimsmetið í
1.500 m hlaupi innanhúss í
Stuttgart um helgina en báð-
ir hlupu þeir undir gamla
metinu.
Ánægðir verðlaunahafar
LANDSLIÐSMEIMNIRNIR í karate (f.v.) Konráð Stefánsson, Ingólfur Snorrason og Ólafur Nlelsen.
Komu með tvö gull og
eitt silfur frá Danmörku
Þrír íslenskir landsliðsmenn í
karate náðu góðum árangri í
kumite á Liven-Cup ’97 sem fram
fór í Árósum á laugardaginn. Kepp-
endur komu frá sex þjóðum; Nor-
egi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi
og ísrael auk íslands og voru á
annað hundrað talsins.
Ingólfur Snorrason frá Selfossi
sigraði í +80 kg flokki eftir að hafa
lagt danskan keppanda í úrslitum.
„Þetta er líklega besti árangur sem
íslenskt landslið í karate hefur náð.
Tvenn gullverðlaun og ein silf-
urverðlaun hljóta að teljast gott
enda mótið nokkuð sterkt,“ sagði
Ingólfur sem er 22 ára og hefur
æft íþróttina af kappi í sjö ár.
Þeir Ólafur Nielsen, Þórshamri,
og Konráð Stefánsson, KFR,
kepptu til úrslita í 80 kg flokki og
var viðureign þeirra æsispennandi
og jöfn. Staðan var 5-5 að loknum
venjulegum leiktíma en i fram-
lengdum leik átti Ólafur fyrsta stig-
ið og vann því sigur 6-5 og þar
með gullið en Konráð varð að láta
sér lynda silfrið.
Milli 15 og 20 keppendur voru í
hverjum þyngdarflokki og þurfti
að vinna þrjár fyrstu glímurnar til
að komast í úrslit. Mótið var liður
í undirbúningi landsliðsins fyrir
Opna skandinavíska meistaramótið
sem fram fer í Svíþjóð í næsta
mánuði.
Reuter
SUND
Þrjú heimsmet féllu
Kínverska sundstúlkan Han Xue bætti eigið heimsmet í 50
m bringusundi í annað sinn á fimm dögum á heimsbikar-
móti i Gelsenkirchen í Þýskalandi um helgina. Hún synti á
30,77 sek. á sunnudag og var það þriðja heimsmetið sem féll
á mótinu.
Rússneski Ólympíumeistarinn Denis Pankratov bætti met
Frakkans Franc Esposito í 200 metra flugsundi á laugardag
um tæpa hálfa sekúndu, synti á 1.52,64 mín. Marcel Wouda frá
Hollandi bætti metið í 400 metra fjórsundi, synti á 4.05,59
mín. og var stigahæsti sundmaður mótsins og vann sér inn bfl
með þvi. Sundfólkið fékk 2.000 dollara (140 þúsund kr.) í bón-
us fyrir að setja heimsmet. Nokkur Evrópumet voru féllu einn-
ig á mótinu.
FRJALSIÞROTTIR
SKIÐI
Aftur tók Skárdal HM-gullið
Atle Skárdal sigraði í fyrstu
grein heimsmeistaramótsins,
risasvigi, í Sestriere á Ítalíu í gær
og varð um leið fyrstur Norðmanna
til að veija HM-titil í alpagreinum.
Skárdal, sem er þrítugur, kom í
mark á 0,21 sek. betri tíma en landi
hans, Lasse Kjus, sem varð annar.
Austurríkismenn komu síðan í
þremur næstu sætum á eftir og
Gúnther Mader í þriðja sæti og var
þetta í fimmta sinn sem hann hlýtur
bronsverðlaun á heimsmeistaramóti.
Þetta voru jafnframt fyrstu brons-
verðlaun Austurríkis í risasvigi
karla.
„Þetta er hreint útrúlegt," var
það fyrsta sem heimsmeistarinn
sagði eftir sigurinn í gær. Það skal
engan undra því hann hefur ekki
unnið heimsbikarmót í allan vetur
þó svo að hann næði öðru sæti í
bruni í Chamonix og Val Gardena.
Sigurinn var því óvæntur. „Ég var
mjög yfirvegaður og rólegur áður
en ég fór í rásmarkið og þess vegna
gat ég keyrt á fullu og tekið
áhættu," sagði Skárdal. Jan Ove
Nystuen, þjálfari ’norska liðsins,
sagðist taka undir þessi orð. „Bæði
Atle og Lasse voru aflappaðari en
aðrir keppendur áður en þeir fóru
niður brautina. Atle hafði þegar
unnið HM-titil og Lasse hafði engu
að tapa,“ sagði þjálfarinn.
Úrslitin voru mikil vonbrigði fyrir
heimamenn, ítali, og eins fyrir
Frakka og Svisslendinga, sem allir
höfðu gert sér góðar vonir um að
komast á verðlaunapall. Veður og
skíðafæri í Sestriere í gær var eins
og best gerist.
■ Úrslit / B11
Fjórði
tapleikur
Houston
íröð
Chicago sigraði í 41. leik sínum
á leiktíðinni er það fór í heim-
sókn til Seattle í fyrrakvöld. Enn á
ný var snillingurinn Michael Jordan
allt í öllu hjá meisturunum. Hann
gerði 45 af 91 stigi síns liðs en
heimamönnum tókst aðeins að gera
84 stig. Um leið og þetta var 20.
sigur Chicago á útivelli á keppnis-
tímabilinu var þetta einnig fyrsta
viðureign þessara liða frá því þau
mættust í úrslitaleikjum NBÁ í
fyrravor. „Við erum með hörkulið
þó Dennis Rodman sé fjarri góðu
gamni og við höldum okkar striki
án hans, það er ljóst,“ sagði Jordan
sem hitti úr 19 af 28 langskotum
sínum. „Um leið og okkur hafði tek-
ist að minnka forskotið í tvö stig
tók Jordan til sinna ráða,“ sagði
George Karl, þjálfari Seattle. „Hvað
gat ég gert? Beðið mína menn að
gæta hans betur? Það er ómögu-
legt,“ bætti hann við. Gary Payton
var stigahæstur Seattle- drengja
með 24, Shawn Kemp gerði 16 og
Detlef Schrempf 14.
Shaquille O’Neal var búinn að
gera 24 stig fyrir Lakers í viðureign
við Washington er hann þurfti að
fara af leikvelli vegna meiðsla í
hné. Það breytti engu fyrir Lakers
því þeir burstuðu gesti sína 129:99.
Leikmenn Lakers skoruðu 79 stig í
síðari hálfleik og hefur ekkert lið
gert fleiri í einum hálfleik á þessu
keppnistímabili.
I New York átti Glen Rice ljóm-
andi góðan leik og gerði 40 stig í
sigurleik Charlotte á heimamönnum
i Knicks, 99:93. Rice hitti úr 8 af
15 skotum frá tveggja stiga línunni
og 4 af 5 skotum frá þriggja stiga
línunni, auk þess sem 12 af 15 víta-
köstum rötuðu rétta Ieið. Patrick
Ewing lék ekki með sínu liði annan
leikinn í röð vegna meiðsla í hásin.
John Starks skoraði flest stig
Knicksliðsins, 26.
Houston varð að sætta sig við
að tapa með 13 stiga mun fyrir
Orlando og var þetta fjórði tapleikur
liðsins í röð, en að sama skapi er
allt í lukkunnar standi hjá Orlando
sem vann sinn sjöunda leik í átta
viðureignum. Kevin Willis gerði 23
stig og tók 16 fráköst en Hakeem
Olajuwon tókst aðeins að gera 27
stig að þessu sinni. Clyde Drexler
lék með að nýju eftir meiðsl og
gerði 12 stig, var með 8 fráköst og
5 stoðsendingar. Charles Barkley
er hins vegar enn á sjúkralista
vegna meiðsla í ökkla.
Indiana Pacers burstaði Houston
á aðfaranótt laugardags er Reggie
Miller og félagar fengu Hakeem
Olajuwon og kumpána í heimsókn,
lokatölur 100:74. Miller fór á kost-
um í leiknum og gerði 33 stig, þar
af 17 í fýrsta leikhluta. Hann hitti
úr 12 af 20 skotum utan af vellin-
um. Næstur honum kom Dale Davis
með 17 stig. „Þetta var sigur liðs-
heildarinnar og á þessari braut verð-
um við að halda áfram,“ sagði sigur-
reifur Miller í leikslok. Olajuwon
sem átti stórleik kvöldið áður náði
sér ekki á strik að þessu sinni og
gerði aðeins 6 stig og tók 3 fráköst
í þær rúmu 30 mínútur sem hann
var inná, þar af gerði hann fyrstu
körfuna þegar tæpar 19 mínútur
voru liðnar af leiknum.
Meistaravél Chicago hikstaði ekki
vitundarvott er hún hélt til viður-
eignar við Golden State á heima-
velli þeirra síðarnefndu. Chicago
með Scottie Pippen í broddi fylking-
ar að þessu sinni, náði 37 stiga for-
skoti í fyrri hálfleik og á þeim tíma
gerði Pippen 23 af 32 stigum sínum.
Michael Jordan og Toni Kukoc gerðu
18 hvor.