Morgunblaðið - 04.02.1997, Page 18
18 C ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Flutningur húsbréfakerfsins
til bankanna ekki raunhæfur
fyrr en um næstu áramót
í skýrslu nefndar á vegum félagsmálaráðu-
neytisins er lagt til, að ríkisábyrgð á húsbréf-
um verði afnumin samkvæmt langtímaáætl-
un, en húsbréfakerfíð fært til lánastofnana
sem fyrst. Magnús Sigurðsson rekur hér
aðalefni skýrslunnar og leitar álits hjá Sig-
urði Geirssyni, forstöðumanni verðbréfa-
deildar Húsnæðisstofnunarinnar.
SIGURÐUR Geirsson, forstöðumaður verðbréfadeildar
Húsnæðisstofnunar ríkisins.
EKKI hafa enn farið fram mikl-
ar umræður á opinberum vett-
vangi um nýútkomna skýrslu
nefndar þeirrar, sem félagsmála-
ráðherra skipaði í ársbyijun í fyrra
til að kanna möguleika á að draga
úr ríkisábyrgð í húsbréfakerfínu og
til að færa starfsemi húsbréfadeild-
ar frá Húsnæðisstofnun til lána-
stofnana. Þessarar skýrslu hefur
samt verið beðið með nokkurri eftir-
væntingu, en þar koma fram ýmsar
athyglisverðar tillögur og niður-
stöður.
Annars vegar er þar um að ræða
tillögur um aðgerðir, sem hægt er
að grípa til á næstu mánuðum og
hins vegar er bent á mögulega þró-
un húsbréfakerfísins til lengri tíma
með það fyrir augum að draga úr
ríkisábyrgð á húsbréfum eða gera
hana óþarfa.
Nefndin leggur til, að strax verði
hafízt handa um að færa afgreiðslu
og alia þjónustu vegna húsbréfa-
kerfisins frá húsbréfadeild til við-
skiptabanka, sparisjóða og verð-
bréfafyrirtækja með sérstökum
þjónustusamningi, sem lokið verði
við fyrir 1. aprfl. nk.
Þá ieggur nefndin tii, að fram-
kvæmd greiðslu- og veðmats fari
saman og verði alfarið á ábyrgð
viðskiptabanka, sparisjóða og verð-
bréfafyrirtækja. Ábyrgðin felist í
því að bæta kröfu, sem tapast vegna
þess að ekki var farið í einu og
öllu að reglum um greiðslu- og veð-
mat. Hafízt verði handa um endur-
bætur á því greiðslu- og veðmati,
sem nú er grundvöllur að heimild
til skuldabréfaskipta.
Nefndin telur, að ekki sé unnt að
hverfa frá ríkisábyrgð nema að til
komi aðili, sem veitt geti sambæri-
iega ábyrgð. Nefíidin leggur til, að
unnið verði að afnámi ríkisábyrgðar
samkvæmt langtímaáætlun með það
að markmiði að öryggi og jafnrétti
í húsnæðismálum raskist ekki við
afnám hennar, enda leiði það ekki
til aukins kostnaðar fyrir hús-
kaupendur eða byggjendur.
Stefnumörkun til langs tíma
Varðandi langtímastefnumörkun
fyrir húsbréfakerfíð er í skýrslunni
lagt til, að þrír kostir verði skoðað-
ir sérstaklega:
í fyrsta lagi, að húsbréfadeildin
verði gerð að hlutafélagi, sem ríkis-
sjóður eigi í upphafi og heyri undir
forsjá félagsmálaráðuneytisins, en
selji síðan hlutabréfín á markaði
jafíiframt því, sem hlutafélagið afli
eigin fjár með sama hætti.
Hugsanlegir kaupendur væru
innlánsstofnanir, verðbréfafyrir-
tæki, lífeyrissjóðir, hlutabréfasjóðir
og almenningur. Hlutafélagið lúti
sömu kröfum um eiginfjárhlutfall
og bankar. Ríkisábyrgð yrði veitt í
upphafi gegn greiðslu ábyrgðar-
gjalds en yrði felld niður á nýjum
húsbréfum í áföngum. Skuldabréfa-
skipti yrðu með sama hætti og nú.
I öðru lagi, að húsbréfadeildin
verði gerð að hlutafélagi í eigu
banka og sparisjóða en ríkissjóðs í
upphafí. Viðskiptabankar og spari-
sjóðir sjái um fasteignaveðlán, sem
yrðu endurfjármögnuð með því að
bankarnir selji “Húsbréfabankan-
um“ þau bréf og fái í staðinn hús-
bréf útgefín af Húsbréfabanka.
í þriðja lagi að setja löggjöf um
fijálsa starfsemi húsbréfastofnana,
sem starfí sem hlutafélög og starf-
ræki veðdeildarkerfí, er veiti hús-
bréfalán samkvæmt sérstökum
reglum og skilyrðum. Ríkisábyrgð
gæti verið aðskilin og veitt gegn
gjaldi.
Samkvæmt erindisbréfí nefndar-
innar var verkefni hennar tvíþætt.
Annars vegar að kanna, hvemig
draga megi úr ríkisábyrgð í hús-
bréfakerfinu og hins vegar að kanna
hvemig færa megi starfsemi hús-
bréfadeildarinnar til lánastofnana.
Það var niðurstaða nefndarinnar,
að draga megi úr áhættu ríkissjóðs
með því að endurbæta aðferðir við
greiðsiu- og veðmat. Jafnframt tel-
ur nefndin, að ástæða sé til þess,
að lánastofnanir og verðbréfafyrir-
tæki axli fulla ábyrgð á því greiðslu-
mati, sem þær annast fyrir hönd
húsbréfadeildarinnar. í þessu felst,
að skilgreind yrði ábyrgð þeirra
aðila, sem annast greiðslumat fyrir
hönd stofnunarinnar og gert að
skilyrði, að þeir tækju ábyrgð á
því, að greiðslumatið væri í sam-
ræmi við þær reglur, sem húsbréfa-
deildin setur.
Jafnframt telur nefndin, að bæta
megi veðmat, sem lagt er til gmnd-
vallar veðsetningum fasteignaveð-
bréfa og kemur þar tvennt til álita.
Annars vegar, hvort áfram sé rétt
að styðjast að hluta til við bruna-
bótamat og hins vegar, hvort ekki
kunni að vera betra að fela lána-
stofnunum, sem jafnframt annast
greiðslumat að gera jafnhliða mat
á fyrirhuguðu veði. Það er mat
nefndarinnar, að draga megi úr
áhættu ríkissjóðs af rekstri hús-
bréfadeildar með þessu móti. Mikil-
vægt er, að hrinda þessum áformum
í framkvæmd hið fyrsta.
Vaxtaálagið of Iágt
Nefndin hefur jafnframt kannað
þróun vanskila og útlánatapa hjá
húsbréfadeildinni með hliðsjón af
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
Húsnæðisstofnunina frá október
1996. Einnig hafa verið unnið fram-
reikningar fyrir nefndina á fjár-
hagsstöðu húsbréfadeildar miðað
við mismunandi forsendur um út-
lánatöp. Niðurstaða beggja þessara
athugana benda til þess, að það
vaxtaálag, 0,35%, sem nú er í gildi,
sé of lágt.
Varðandi flutning á hluta af
starfsemi húsbréfadeildar til al-
mennra lánastofnana, hefur nefnd:
in skoðað tvær hliðar þess máls. í
fyrsta lagi, að húsbréfadeild geri
nokkurs konar þjónustusamninga
við lánastofnanir og verðbréfafyrir-
tæki, sem þess óska, um afgreiðslu
húsbréfa, þannig að væntanlegir
lántakendur í húsbréfakerfínu fái
alfarið afgreiðslu í þeirri lánastofn-
un eða verðbréfafyrirtæki, sem þeir
vilja skipta við.
Með þessu væri afgreiðsla hús-
bréfa einfölduð og færð nær við-
skiptavinunum. Þessi breyting útaf
fyrir sig dregur ekki.úr áhættu rík-
issjóðs af húsbréfakerfínu, en með
þessu er komið til móts við þau sjón-
armið, sem sett hafa verið fram um
að bæta þjónustu kerfisins við lán-
þega.
I öðru lagi hefur nefndin skoðað
ýmsa kosti varðandi hugsanlega
breytingu á starfsemi eða félags-
formi húsbréfadeildarinnar, þannig
að bein ríkisábyrgð á húsbréfum
falli niður. Kostir þessarar leiðar,
auk þess að draga úr áhættu ríkis-
sjóðs, er aukin samkeppni á lána-
markaði og ef til vill bætt þjónusta
við lántakendur á húsnæðismark-
aðnum. Hefur nefndin m. a. átt
viðræður við fulltrúa lánastofnana
og verðbréfafyrirtækja um þetta
mál. Verði húsbréfadeildin gerð að
hlutafélagi mun hún væntanlega
falla undir lög um aðrar lánastofn-
anir.
Ákvæði laga um eigið fé lána-
stofnana munu kalla á nokkuð
hraða uppbyggingu eigin fjár hús-
bréfadeildarinnar eða mikil stofn-
framlög eigenda í upphafi og vænt-
anlega arðsemiskröfu af því fjár-
magni, að minnsta kosti þegar fram
í sækir. Slíkt myndi þýða vaxta-
hækkun á fasteignaveðbréfum frá
því sem nú er eða í öllu falli hækk-
un á ávöxtun húsbréfa. Eigið fé
húsbréfadeildar er nú aðeins um
400 milljónir kr., en þyrfti að vera
um 3 milljarðar kr., ætti hún að
uppfylla ákvæði laga um aðrar
lánastofnanir varðandi eigið fé.
Ófullnægjandi
tímamörk
Félagsmálaráðherra hefur lýst því
yfír, að hann telji mjög áhættusamt
að afnema ríkisábyrgð á húsbréf-
um. Með því yrði hagsmunum
íbúðarkaupenda og húsbyggjenda
stefnt í hættu. Vextir og afföll af
húsbréfunum gætu hækkað. Bolla-
leggingar um afnám ríkisábyrgðar-
innar á húsbréfum eru því vart
raunhæfar að svo komnu. Ráðherr-
ann hefur hins vegar lýst yfír
ánægju sinni með tillögur nefndar-
innar um, að bankamir taki alfarið
við greiðslumati og veðmati í hús-
bréfakerfinu.
En hversu raunhæft er það verk-
efni í framkvæmd að flytja hús-
bréfakerfið í heild sinni til lána-
stofnana eigi síðar en 1. apríl eins
og nefndin nefndin leggur til og
það án aukins kostnaðar fyrir lán-
takendur? Fyrir svörum verður Sig-
urður Geirsson, forstöðumaður
verðbréfadeildar Húsnæðisstofnun-
arinnar, en hann starfaði með
nefndinni.
— Þessi tímamörk eru með öllu
ófullnægjandi, segir Sigurður. —
Það þarf mikla undirbúningsvinnu,
áður en hægt er að færa húsbréfa-
kerfíð til bankanna og að mínu
mati með öllu útilokað að hægt
verði að ljúka henni fyrir 1. apríl
nk. Þegar greiðslumatið var flutt
til bankanna á sínum tíma, vom
tveir mánuðir ætlaðir til að þjálfa
starfsfólkið, en það reyndist hvergi
nærri nógur tími.
Auk þess var gert ráð fyrir, að
bankamir hefðu eftir það sjálfír á
að skipa nægu starfsfólki, sem
væri það vel að sér um húsbréfa-
mál, að þeir gætu sinnt áframhald-
andi þjálfun starfsmanna sinna, án
þess að húsnæðisstofnunin kæmi
þar nærri. Reyndin hefur verið sú,
að stofnunin hefur oft þurft að sjá
bankakerfinu fyrir leiðbeinendum á