Morgunblaðið - 04.02.1997, Side 30
30 C ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Lofthreinsibúnaður
gegn hljóðmengun
LOFHREINSIRÁSIRNAR eru af mismunadi styrkleika. í þeim
er jafnframt hljóðdeyfir, sem deyfir utanaðkomandi hávaða.
FYRIRTÆKIÐ Óson ehf. hefur
hafið innflutning á hljóðdeyfum og
lofthreinsirásum frá sænska fýrir-
tækinu Fresh. Með þessum búnaði
á að vera hægt að fá hreint loft inn
í hús og draga úr utanaðkomandi
hávaða um leið. Að sögn Ólafs H.
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Óson, er hægt að setja þessar loft-
rásir jafnt upp í eldri húsum sem
nýbyggingum.
Inni í húsinu, hvort sem um íbúð,
skrifstofu eða annað húsnæði er að
ræða, er komið fyrir innri ventli,
sem er með einangruðu loki og síum
til varnar ryki, umferðarmengun,
skordýrum, fijókornum og bakter-
íum.
í gegnum vegginn sjálfan er bor-
að með kjarnabor fyrir ofan glugga
eða um 10 cm frá lofti fyrir hljóð-
deyfandi röri. Þetta rör, sem er 14
cm í þvermál, er úr einangrunarull,
sem deyfir utanaðkomandi hávaða,
sem berst inn í húsið.
Inni í rörið er sett stormhlíf, sem
stjórnar því magni af fersku lofti,
^sem berast á inn fýrir og lokar nær
alveg fyrir opið í miklum vindum
eða veðrum. Utan á húsið er jafn-
framt sett rist, sem fylgir með í
þessum búnaði.
Að sögn Ólafs kostar þessi bún-
aður í heild, það er inniventill með
síu, hljóðdeyfirörið, stormhlífin og
rist að utanverðu 6.100 kr. án virð-
isauka fyrir herbergi, sem er 10-15
ferm. og 6.800 kr. án virðisauka
fyrir stærri herbergi.
Bora þarf í veggi til þess að koma
bessum búnaði fýrir og að sögn
<31afs fer kostnaður við slíka borun
eftir aðstæðum og hvort bora þarf
fá göt eða fleiri. — Kjamaborun
getur kostað frá 15.000 kr. og allt
upp í 25.000 kr. á hvert gat, segir
hann. — Oftast eru gerð tilboð í
þann verkþátt.
— Með þessum búnaði á að vera
hægt að fá hreinna loft inn en áður
og um leið minnka utanaðkomandi
hávaða niður fyrir 30 decibel innan-
húss, segir Ólafur. — Lágmarks-
kröfur eru um, að innanhúss megi
hávaðinn ekki fara yfir 30 decibel.
Ef hávaði utanhúss er t. d. 65 deci-
bel, þá myndi búnaður af gerðinni
Fresh 80 DB minnka þennan há-
vaða niður í 22 decibel innanhúss.
Sænska fyrirtækið Fresh hefur
allt frá árinu 1969 sérhæft sig í
þróun, framleiðslu og sölu á fersk
loftsrásum og ýmiss konar ventlum,
sem bæði eru notaðir fyrir íbúðar-
hús, fyrirtæki, opinberar stofnanir,
skóla og samkomuhús og selur
þennan búnað nú þegar til allflestra
landa í Evrópu auk Japans. Fyrir-
tækið rekur einnig dótturfýrirtæki
í Danmörku, Noregi, Englandi og
Þýzkalandi.
— Ég tel, að þessi búnaður geti
einnig komið að góðum notum hér
á landi, sagði Ólafur H. Jónsson
að lokum. — Loftmengun og há-
vaðamengun eru vaxandi vandamál
hér á landi sem annars staðar og
á sumum stöðum í Reykjavík eru
bæði hljóðmengun og loftmengun
frá bílaumferð langt fyrir ofan leyfi-
leg mörk.
sák.
n
EKKERTSKOÐUNAGJALD
FASTEIGNASALA
-GÆDI
Sæmundur H. Sæmundsson, sölustjóri/byggingam.
Rósa Halldórsdóttir, söiufuIItrúi/ritari
Sigurberg Guðjónsson, hdl. lögg. fasteignasali.
Suðurlandsbraut 16 (3. hæð), 108 Rvík.
Sími 588 8787, fax 588 8780
Opið virka daga 9.00-18.00.
Símatími laugardaga 11-14.
2JA HERBERGJA
Garðhús Falleg og rúmgóð 70 fm 2ja
herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýli m/bílskúr.
Vandaðar innréttingar. Verð 6,5 m. 112
Eyjabakki Góð 2-3ja herb. íbúð á
fyrstu hæð. Mjög hagstæð lán um 3,0 m.
Verð 5,2 m. 237
Arahólar 2ja herb. íbúð á 3ju hæð i
lyftuhúsi við Arahóla. Góður staður, frá-
bært útsýní. Verð 5,5 m. 298
3JA HEFiBERGJA
Furugrund Falleg 3ja herb. íbúð á
fyrstu hæð. ibúðin er 74 fm. Skipti á
stærri eign. Verð 6,5 m. 288
Keilugrandi Falleg 3-4ra herb. íbúð á
fjórðu hæð ásamt stæði í bílahúsi. Stærð er
87 fm. Góð eign. Verð 7,3 m. 275
Alfaheiði :alleg 3ja herb. íbúð á 2.1
hæð í litlu fjölbýlishúsi. Stærð 80 fm. Mjög
hagstæð lán 4,9 m. Verð 7,7 m. 253
írabakki Góð 3ja herb. íbúð I fallegu
sambýli. Parket á stofu, eldhúsi og forstofu.
Tvennar svalir. Verð 5,9 m. 120
4RA HERBERGJA
Engjasel Gullfalleg 3-4ra herbergja
íbúð á tveimur hæðum í fallegu fjölbýlis-
húsi. Stásrð 96 fm. Stórt eldhús, þvottavél á
baði. Stæði í bílskýli. Verð 7,3 m. 153
Suðurhólar Góð 4ra herb. íbúð sem
er um 100 fm. Sameign og húsið að utan I
góðu ástandi. ATH: Verð aðeins 6,9 m.
271
Hraunbraut Falleg neðri sérhæð I
Kóp. Hæðin er um 100 fm. auk bílskúrs
sem er 32 fm Verð 9,8 m. 290
EINBÝLISHÚS/RAÐHÚS
Sogavegur Glæsilegt þriggja íbúða
hús á einum besta stað í borginni. Heildar-
stærð um 290 fm. Vandaðar innréttingar.
Hús sem gefur mikla möguleika. 219
Háagerði Fallegt endaraðhús á
einum besta stað í borginni. Húsið er
hæð og ris ásamt mjög góðri sólstofu.
Vönduð eign. Verð 12,6 m. 277
Álfhólsvegur Fallegt raðhús við
Þverbrekku í Kópavogi ásamt bílskúr. Hús-
ið er 125 fm og bílskúrinn um 20 fm. Góðar
innréttingar. Lítill fallegur garður. Verð 10,5
m. 234
Byggðarendi Einbýli á mjög góð-
um stað með mögui. fyrir tvær ibúðir.
Stærð 219 fm auk bilskúrs sem er 38 fm.
Falleg eign. Verð 17,9 m. 284
Kambahraun, Hveragerði
Einbýlishús á einni hæð samtals 134 fm
auk bílskúrs sem er 48 fm. Falleg lóð
með heitum potti. Húsið er á einum
besta stað í Hveragerði. Skipti á minni
eign í Reykjavík. Verð 8,7 m. 123
Langabrekka Parhús með tveimur
íbúðum, samtals 181 fm ásamt bilskúr sem
er 35 fermetrar. Rólegur og góður staður.
Góð eign. Verð á báðum íbúðunum 13,8
m. 166
BYGGINGU
Jörfalind í byggingu raðhús á ein-
um besta stað i Kópavogi. Húsin eru á
tveimur hæðum ásamt bilskúr. Afhend-
ast fullbúin úti og fokheld inni. Verð frá
8,8 m. 246
Fjallalind ( byggingu raðhús í Kóp.
Húsin eru hæð og ris, ásamt bílskúr.
Stærð 175,5 fm Húsin afhendast fullbú-
in úti og fokheld inni, eða lengra komin.
Verð frá 8,9 m. 257
FYRIRTÆKI
Vel staðsettur söluturn i Breiðholti, góð
velta. Mjög hagstætt verð og greiðslu-
kjör. Uppl. á skrifstofu. 187
Seljendur athugð:
Vantar allar stærðir fasteigna á söluskrá
VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR
Ráðstöfun
bílskúra
Ráðstöfun bílskúra í
fjölbýlishúsum hefur oft
verið deiluefni. Sandra
Baldvinsdóttir lög-
fræðingur ffallar hér um
þær reglur, sem að
þessu lúta.
Ifjöleignarhúsalögunum var lög-
fest sú meginregla að óheimilt
er að ráðstafa bílskúrum út fyrir
húsið og að undanskilja þá við sölu
eignarhluta, nema eigandi eigi ann-
an eignarhluta í húsinu. Þó er heim-
ilt að ráðstafa bflskúrum milli húsa
þegar svo stendur á, að bílskúrar
eru á sameiginlegri lóð þeirra, en
slíkt fyrirkomulag þekkist núorðið
allvíða.
Með þessari reglu var tekið á
álitaefnum sem snerta bílskúra og
ráðstöfun þeirra og ekki var fjallað
um í eldri lögum. Virðist það hrein-
lega hafa gleymst og því voru bíl-
skúrar og ráðstöfun þeirra tíð deilu-
efni.
Eiganda var heimilt að undan-
skilja bílskúr til utanaðkomandi
aðila. Verulegt los komst á bílskúra
við fjöleignarhús og er nokkur fjöldi
bílskúra í eigu utanaðkomandi að-
ila, sem hafa eignast þá með lögleg-
um hætti á sínum tíma. Vandamál
hafa oft á tíðum skapast vegna
slíkra bílskúra.
Rökin bak við meginregluna
Meginregla þessi byggist á því
að óeðlilegt sé að bílskúr á lóð fjöl-
eignarhúss sé í eigu manna út í bæ,
sem jafnvel reka þar atvinnustarf-
semi, s.s. bifreiðaverkstæði. Það
hefur margvísleg óþægindi og
flækjur í för með sér varðandi eign-
ar- og afnotarétt lóðar og þátttöku
í húsfélagi þegar eignarréttur að
bílskúrum færist út fyrir húsið eins
og brögð hafa verið að. Við því
þurfti að stemma stigu. Þóttu þessi
rök vega þyngra en hagsmunir eig-
anda af því að hafa ftjálsan ráðstöf-
unarrétt á bílskúr.
Leiga bílskúra
Ekki þótti ástæða til að banna
eiganda alfarið að leigja bílskúrinn,
þótt vissulega megi færa rök fyrir
slíku banni. Aðrir eigendur hafa þó
forleigurétt að bílskúr ef eigandi
hans hyggst leigja hann. Réttmæt-
um hagsmunum annarra eigenda
ætti með því að vera nægilega borg-
ið.
Hnökrar á
lagaframkvæmdinni
Talið var að þau vandamál sem
upp komu vegna bílskúra sem voru
undanskildir í gildistíð eldri laga,
myndu leysast átakalítið með tím-
anum og slíkir bílskúrar myndu án
frekari stýringar og lagaboða kom-
ast í eigu eigenda í fjöleignarhús-
inu. Var á því byggt að eigendur
hlytu almennt að vera mjög fúsir
til að kaupa slíka bílskúra þegar
þeir væru falir. Hagsmunir þeirra
væru augljósir.
I nokkrum tilvikum hefur annað
komið á daginn og það sett utanað-
komandi bílskúrseigendur í vanda,
þ.e. þegar svo hefur háttað til að
þeir hafa viljað selja bílskúrinn en
enginn í viðkomandi húsi viljað
kaupa. Þá eru bílskúrseigendum
flestar bjargir bannaðar, þar sem
þeim er óheimilt að selja bílskúrinn
til annars utanaðkomandi aðila.
Eigendur hafa þannig komist í
óeðlilega samningsaðstöðu gagn-
vart bílskúrseigendum og jafnvel
komist yfir bílskúra fyrir verð sem
er langt undir því sem eðlilegt og
sanngjarnt getur talist.
Meginreglan um bann við sölu
bílskúra hefur því í mörgum tilfell-
um leitt til ósanngjarnrar og óeðli-
legrar aðstöðu bílskúrseigenda.
Lagabreyting. Ráðstöfun til
utanaðkomandi aðila
Stemma varð stigu við slíku verð-
falli eigna og ávinningi fjöleignar-
húsaeigenda á kostnað bílskúrseig-
enda.
Brýnt var að taka á þessu og
setja sérstök fyrirmæli í lög sem
koma í veg fyrir að ákvæði um tak-
markanir á ráðstöfun bílskúra við
ljöleignarhús geti haft svo óeðlileg-
ar og ósanngjarnar afleiðingar sem
raun ber vitni. Vilji eigendur ekki
fýrir nokkurn mun kaupa þykir
ekki lengur nauðsynlegt að vernda
hagsmuni þeirra. Þegar svo stendur
á verðúr að leyfa bílskúrseigendun-
um að finna sér annan kaupanda.
Því var bætt við nýrri lagagrein
þar sem heimilað er að ráðstafa
bílskúr í eigu utanaðkomandi aðila
til annarra utanaðkomandi aðila.
Skilyrði ráðstöfunar
Fyrir slíkri ráðstöfun er það
gert að skilyrði að eigandi bílskúrs-
ins gefi hlutaðeigandi eigendum
og húsfélagi kost á að kaupa hann.
Skulu þeir svara kaupboðinu skrif-
lega að jafnaði innan 14 daga.
Berist ekki svar innan frestsins
telst kaupboðinu vera hafnað. Vilji
fleiri en einn kaupa ræður eigandi
bílskúrsins hveijum þeirra hann
selur.
Náist ekki samkomulag um
kaupverðið geta aðilar leitað til við-
komandi héraðsdóms og fengið
dómkvaddan matsmann til að meta
bílskúrinn til verðs. Sömuleiðis geta
aðilar skotið ágreiningi sínum til
kærunefndar íjöleignarhúsamála
og unað áliti hennar.
VALIÐ ER AUÐVELT
— VELJIÐ FASTEIGN
Félag Fasteignasala