Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.03.1997, Qupperneq 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Mikið framboð fyrir íþróttaáhugamenn . ■ ■ SUNNUDAGUR MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR LAUGARDAGUR 23 24 25 26 27 28 29 Haukar - KA Undanúrsl. karla í handk., 1. leikur ## Fram - UMFA Undanúrsl. karla í handk., 2. leikur KA-Haukar 2. leikur KR-UMFG Úrslitak. í körfuk. kvenna, 3. leikur Skiðalandsmót á Ólafsfirði og Dalvík UMFA-Fram Undanúrsl. karla í handk., 3. leikur (ef þarf) Skíðalandsmót Haukar- KA 3. leikur (ef þarf) UMFG - KR Úrslitak. í körfuk. kvenna, 4. leikur (ef þarf) Skfðalandsmót % 30 31 1 2 3 4 5 Skíðalandsmót Skiöalandsn^^ Stjarnan - Haukar r Urslitak. kvenna íhandb., 1. leikur Keflavík - Grindavík Úrslitak. í körfuk. karla, 1. leikur Skíðalandsmót , KR - UMFG Úrslitak. í körfuk. kvenna, 5. leikur (ef þarf) ísland - Kína Landsleíkur í handk. á (safirði fsland - Kína Landsleikur í handk. á Selfossi Haukar - Stjarnan Úrslitak. kvenna I handb., 2. leikur Grindavík - Keflavík Úrslitak. í körfuk. karla, 2. leikur Stjarnan - Haukar Urslitak. kvenna í handb., 3. leikur \ 6 Keflavík - Grindavík Úrslitak. í körfuk. karla, 4. leikur ???-??? Úrslitak. í handk. karla, 1. leikur ■ MARÍA Guðmundsdóttir körfu- knattleikskona úr KR leikur ekki með liðinu í úrslitunum og hefur ekki gert frá áramótum. María er ófrísk og hætt í körfubolta, um sinn að minnsta kosti. ■ VALA Flosadóttir úr ÍR og heimsmethafi unglinga í stangar- stökki var nýlega kjörin efnilegasti íþróttamaður Malmö fyrir árið 1996. Það voru íþróttafréttamenn í Malmö sem stóðu að kjörinu. Þá var Vala einnig kjörin efnilegasta fijáls- íþróttakona Skáns nýlega. ■ HRUND Grétarsdóttir, hand- knattleikskona úr Stjörnunni, gerði 25. mark liðs síns á laugardaginn, eða það hélt hún. Gieymst hafði að skrá hana á leikskýrslu og þar sem leikurinn var ekki hafinn á ný þegar þetta uppgötvaðist var markið dæmt af og hún fékk rauða spjaldið. ■ STJÖRNUSTÚLKUR voru ekki ánægðar með að markið skyldi dæmt af en Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari og leikmaður Fram, sneri sér að þeim og sagði, „Verið ekki að þessu. Þetta er nú bara eitt mark.“ Sjónarmið Guðríðar er skiljanlegt, því munurinn hefði orðið 14 mörk ef markið hefði verið gilt. ■ HELGI Valur Daníelsson lék í Mm FOLK fyrsta skipti með meistaraflokki í síðustu viku er hann kom inn á í lið Fylkis þegar það mætti KR í Reykja- víkurmótinu. Helgi er aðeins 15 ára gamall. ■ AGANEFND ítalska knatt- spyrnusambandsins breytti um helg- ina úrskurði sínum vegna sjö leikja banns sem það dæmdi Sinisa Mi- hajlovic hinn sterka vamarmann Sampdoria í á dögunum. Eftir að forráðamenn félagsins og áhorfendur höfðu mótmælt kröftuglega breytti dómari leiksins, sem rak Mihajlovic útaf, orðalagi á skýrslunni og þá var ákveðið að bannið yrði tveir leikir. ■ BANDARÍSKA stúlkan Tara Lipinski varð um helgina yngsti heimsmeistari sögunnar í listhlaupi á skautum. Á laugardaginn var hún 14 ára, níu mánaða og 12 daga göm- ul, 32 dögum yngri en Sonia Henie frá Noregi var þegar hún sigraði árið 1927. ■ BRESKI grindahlauparinn Matt- hew Douglas á yfir höfði sér þriggja mánaða keppnisbann vegna misnotk- unar lyfja sem em bönnuð. ■ ANDRE Agassi tapaði í 2. um- ferð Lipton-mótsins í tennis um helgina, en hann sat hjá í fyrstu umferð. Ástralinn örvhenti, Scott Draper, sigraði 7-6 (7-5), 6-1 og er þetta í fjórða sinn á árinu sem Agassi tapar fyrsta leik í móti. ■ BORIS Becker ákvað tveimur tímum áður en hann átti að mæta Ianda sínum, Hendrik Dreekman að hætta við, hann hefur verið slæm- ur í úlnlið. ■ JOSE Maria Olazabal lék á 67 höggum á síðasta degi á golfmóti á Kanaríeyjum á sunnudaginn. Þar með bar hann sigur úr býtum í mót- inu en þetta er þriðja mótið sem Olazabal tekur þátt í síðan hann byijaði að keppa á ný eftir 18 mán- aða frí vegna veikinda í lok febrúar. í heildina lék Spánveijinn á 20 högg- um undir pari vallarins eða á 272 höggum og var tveimur höggum á undan Bretanum Wayne Westford. AGABROT Talsvert hefur mætt á aga- nefndum tveggja sérsam- banda að undanförnu og eru menn ekki á eitt sáttir um niður- stöður þær sem nefnd- irnar komust að. Aganefnd Hand- knattleikssambandsins úrskurðaði Aron Krist- jánsson úr Haukum í þriggja leikja bann. Dómarar leiksins settu á skýrstu sína að brotið hefði verið þess eðlis að það félli undir þann lið sem gæfi tvö refsistig. Aganefndin lét Aron hafa þijú og þar með fékk hann bann. í aganefnd eiga að vera þrír menn og einn til vara. Einn skal vera lögiærður. Enginn nefndar- manna er það og enginn vara- maður er í nefndinni. Það er lág- markskrafa að HSÍ fari að eigin reglugerðum. Annað atvik sýnu alvarlegra gerðist í Keflavík ( síðustu viku þar sem einn leikmanna Keflvfk- inga var hreinlega laminn af leik- manni KR, frekar tvisvar en einu sinni. Aganefnd Körfuknattleiks- sambandsins kom saman hið sna- rasta, eins og henni ber, og úr- skurðaði umræddan leikmann í tveggja leikja bann. Sá úrskurður er stórfurðulegur. Auðvitað á leikmaður að fá miklu fleiri leiki í bann fyrir að ganga i skrokk á mótheija sinum. En það er annað sem einnig er furðulegt í sambandi við þetta. Úrskurður aganefndar tekur gildi á hádegi næsta fóstudag, en þá verður umræddur leikmað- ur trúlega löngu farinn af landi brott þannig að aganefndin hefði alveg eins getað komið saman í haust. Þegar reglum aganefndar var breytt 1993 hefur einhvern vegin gleymst að halda inni ákvæðum, um að úrskurður aga- nefndar i úrslitakeppninni taki tafarlaust gildi. Úrslitakeppnin hefur greinilegt verið prúðmann- lega leikin síðan, þvi enginn vissi um þessa óvæntu breytingu fyrr Verður endirinn sá að félögin verða að setja áhorfendur í bann? en á laugardaginn þegar úr- skurður féll. Aftur að handknattleiknum og alvarlegasta atvikinu sem hér verður rætt um; Framkomu stuðningsmanna Vals eftir tapið gegn Haukum á fóstudaginn. Það er hægt að fyrirgefa að leik- mönnum hlaupi kapp i kinn, jafn- vel þjálfurum. En það er algjör- lega óskiljanlegt hvemig full- orðnir menn, sem hvunndags virðast nokkuð eðlilegir, geta umbreyst þegar þeir fylgjast með iþróttaMk. Af svip sumra í sjón- varpsútsendingu, meðal annars landsliðsnefndarmanns, var ljóst að menn voru ekki á þeim buxun- um að ræða við dómarana. Eitt- hvað ailt annað og verra virtist vera þessum trylltu mönnum efst í huga. Sem betur fer tókst þeim ekki ætlunarverk sitt, þótt einn hafi náð að slá annan dómarann. Svona atvik leiðir hugann að því hvort félög eða sérsambönd eigi ekki að geta bannað ákveðn- um mönnum að sækja íþróttavið- burði. Séu menn þvílíkar ham- hleypur að þeir ráði ekki við sig þegar komið er á áhorfendapalla íþróttaþúsa þarf að gera eitt- hvað. Áhorfendur hafa verið sett- ir í bann erlendis og ef svo held- ur fram sem horfir hér virðist það því miður eina lausnin. Skúli Unnar Sveinsson' Hvers vegna eru SIGURÐUR SVEINN SIGURÐSSON og félagarenn langbestir? Yfirfoygging breytir miklu SIGURÐUR Sveinn Sigurðsson, 21 árs nemi á félagsfræði- braut Verkmenntaskólans á Akureyri, er orðinn vanur þvf að fagna íslandsmeistaratitli í íshokki. Skautafélag Akureyrar varð meistari sjötta árið í röð á laugardagskvöldið, er lið fé- lagsins sigraði Björninn í þriðja úrslitaleiknum í röð. Sigurður hef ur verið með öll sex árin, er reyndar ekki sá eini sem það hefur afrekað en yngstur þeirra. Sigurður, sem kjörinn var skautamaður ársins í fyrra, er í sambúð með Guðrúnu Krist- ínu Blöndal. kautasvellið á Akureyri er í Innbænum og íshokkí hefur löngum verið talin íþrótt þeirra ■■■ sem þar búa. Sig- Eftir urður Sveinn er Skapta enda Innbæingur í Hallgrímsson húð og hár. „Meirihluti liðs- manna er Innbæingar og þannig hefur það alltaf verið. Það er þó aðeins að aukast að strákar úr öðrum hverfum komi inn í liðið. En svellið er í Innbænum, tjörnin þar frýs á veturna og í gamla daga var fólk líka mikið á skautum á Pollinum þegar hann lagði þannig að það er mikil hefð fyrir skauta- iðkun á þessu svæði.“ Hvers vegna eruð þið Akur- eyringar enn langbestir? „Langbestir? Við æfum meira en þeir fyrir sunnan, ráðum yfir okkar eigin skautasvelii og getum haft æfingar hvenær sem okkur dettur í hug. Svo fullyrði ég að við höfum verið heppnari með er- lenda þjálfara en Reykvíkingarnir. Við vorum með góða Finna fyrstu árin og nú er hér kanadískur leik- maður og þjálfari, Allan Johnson, sem er mjög góður. Við Innbæing- ar höfum líka haldið því fram að liðið sé svona gott vegna þess hve margir okkar spila með!“ Hvað þarf til að verða góður í íshokki? „Menn þurfa að vera líkamlega hraustir. Tæknin skiptir líka miklu máli; við íslendingar höfum mjög góða skautatækni en talsvert skortir á kylfutæknina og betri almennan skilning á íshokki yfir- leitt. Það er miklu meiri hugsun í leiknum en almenningur gerir sér grein fyrir.“ Þú varst um tíma við æfingar erlendis. „Ég var í fimm mánuði í Finn- Morgunblaðið/Kristján SIGURÐUR Sveinn Sigurðsson, sem hefur orðið íslands- meistari í íshokki með Skautafélagi Akureyrar sex ár í röð. landi 1995. Finnarnir þrír sem voru hér að þjálfa komu frá sama bænum, Uusikaupunki, og að til- stuðlan eins þeirra fór og fékk að æfa með félagsliði bæjarins." Var það ekki lærdómsríkt? „Jú. Ég æfði mikið og tók viss- um framförum. Skynjaði líka hvað okkur íslendinga skorti; betri kylfutækni og aukinn skilning." Hvað er það sem heillar við ís- hokkíið? „Hraðinn og spennan; þetta er hraðasti „knattleikur" í heimi - þótt enginn sé knötturinn (!), enda tölum við alltaf um íshokkí en ekki ísknattleik. Við íslendingar erum það aftarlega á merinni í þessari íþrótt ennþá að framfarir eru miklar milli ára. Við finnum vel hve þær eru miklar og það heillar að fá að taka þátt í því að byggja íþróttina upp.“ Nú stendur til að byggja yfir svellin á Akureyri og Reykjavík. Verður það ekki bylting? „Jú, það breytir gífurlega miklu fyrir okkur og íþróttina í heild. Þá verður fyrst virkilega hægt að búast við framförum. Eins og veð- urfarið er á íslandi er ekki hentugt að spila íshokkí hér undir berum himni. Við lendum í vandræðum um leið og fer að snjóa eða vindur að blása. Fólk sem kemur á ís- hokkíleik virðist hafa mjög gaman af en enginn hefur úthald í að standa í þtjá klukkutíma úti undir berum himni í íslenskri veðráttu og horfa á heilan íshokkíleik. Og það er auðvitað vel við hæfi að yfirbyggt vélfryst skautasvell sé hér á Akureyri, í vetraríþróttamið- stöð Islands."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.