Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 2

Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 Morgunblaðið/Einar Falur AGNAR Jónsson við nýsmíðina. Báturinn er 11 metra langiir, mælist 14 tonn, og er snn'ðaður eftir teikningu Jóns Ö. Jónassonar. Miðað við þróunina gæti þetta orðið síðasti fiskibáturinn úr tré sem verður smíðaður hér á landi. Agnar hefur unnið við smíðina þegar tími hef- ur gefist til frá öðrum verkum. Báturinn er hinn vandaðasti enda nostrað við hvert handtak. af föður sínum, hlaut meistararéttindi 25 ára gamall og hefur aldrei unnið við annað. Agn- ar segir að það verði enginn góður skipa- smiður nema hann vaxi upp í greininni. Mað- ur verði að fá þetta í blóðið, anda að sér lykt- inni af hampinum og tjörunni og þreifa á viðnum. Faðir Agnars, Jón Örn Jónasson skipa- smíðameistari, stofnaði Bátastöðina á Gelgju- tanga 1970. Afi Agnars, Jónas H. Guðmunds- son, var fyrsti skipasmiðurinn sem útskrifað- ist frá Skipasmíðastöð Reykjavíkur og faðir Agnars einn sá síðasti sem lauk þar sveins- prófi. „Karlinn hann pabbi byrjaði sjálfstætt þeg- ar hann bauð í viðgerð á vélbátnum Fjalari austur á Eyrarbakka," segir Agnar um upp- haf Bátastöðvarinnar. „Eyrbekkingar voru nýbúnir að kaupa bátinn af Helga Ben. í Vest- mannaeyjum þegar þeir misstu hann upp í fjöru. Pabbi bauð í viðgerðina og fékk verkið. Það urðu margir vitlausir yfir því að maður sem ekki ætti nein verkfæri fengi þetta. Pabbi smíða í bílskúrnum heima hjá sér og lauk svo við hana þegar hlé gafst frá viðgerðum og öðr- um verkum. Jón vai’ mikill áhugamaður um skútusiglingar og hafði kynnt sér og unnið við smíði á skútum og lystisnekkjum í Danmörku, auk þess sem hann jas sér til um þau efni. Siglingaklúbburinn Óðinn keypti skútuna og nefndi hana Blæsvöluna. Skútur eru til skemmtunar en fiskibátar afla fjár. Jón hafði mótað sér ákveðna skoðun á því hvemig slíkir bátar ættu að vera í laginu. í júní 1971 lögðu þeir Jón og Agnar kjöl að nýjum vélbáti sem smíðaður var eftir teikn- ingu og hugmyndum Jóns. Bátar byggðir á þessari teikningu áttu eftir að verða fleiri, meðal annars sá sem nú er í smíðum. Fyrsti fiskibáturinn var sjósettur í janúar 1973, seldur til Keflavíkur og fékk nafnið Sig- urður Baldvin. Hálfu ári seinna var hann seld- ur til Bolungarvíkur og hét Jakob Valgeir þar til Vagn heitinn Hrólfsson keypti bátinn og nefndi hann Hauk. Nú tekur Agnar þátt í því norður á Akureyri að gera Haukinn í stand og seglskútunni Fortunu sem þeir feðgar smíð- uðu og sýnd var á Iðnsýningu 1977. Inni í vélasalnum stendur fornlegt reiðhjól upp við vegg. Við nánari skoðun sást að það var af gerðinni Hamlet. „Ætli þetta sé ekki hjólið sem karlinn hann pabbi var tekinn á forðum," segir Agnar. „Þegar hann ætlaði að taka bílpróf fór hann að sækja sér sakavott- orð. Afgreiðslumaðurinn fór á bakvið og kom löngu seinna fram með stóra bók. Hann spurði pabba, fyrir framan fullan kontór af fólki, hvort hann ætlaði virkilega að fara að taka bíl- próf með svona sakaferil - tekinn ljóslaus á hjóli tólf ára!“ Skútur og skektur Agnar telur að alls hafi um 30 fley orðið til í Bátastöðinni, frá því hún var stofnuð fyrir 27 árum, auk fjölmargra stórra og smárra við- gerða í slippnum og smíðavinnu í togurum og flutningaskipum. Bátamir sem þeir feðgar smíðuðu voru stórir vélbátar, seglskútur, skektur og trOlui’. Þar hefur nú verið í smíðum A GELGJUTANGA „EF GUÐ hefði ætlað mönnum að smíða trefjaplastbáta, þá hefði hann skapað trefja- plasttré." Þessi texti mætti mönnum á kontór- hurðinni í Bátastöð Jóns Ö. Jónassonar á Gelgjutanga í Reykjavík. Bátastöðin var eitt síðasta vígi hreinræktaðrar tréskipasmíði hér á landi. Þai’ innan veggja vissu menn að tré- skip hafa sál og voru jafn vissir um sálarleysi plastbáta. Stórvirkar bandsagir, heflar og ný- tísku handverkfæri voru þar í góðu samræmi við aldagamalt handverk með tilheyrandi hjá- trú og óskráðum siðum. Með bátasmíði í blóðinu Agnar Jónas Jónsson skipasmíðameistari tók við rekstri Bátastöðvarinnar að föður sín- um látnum 1983. Agnar er skipasmiður að langfeðgatali og hefur alist upp við bátasmíði frá blautu barnsbeini. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að fara með pabba sín- um í vinnuna. A skólaárunum var hann með honum í sumarvinnu, lærði síðan skipasmíði vissi að það var verið að leggja niður trésmíða- verkstæði Landsmiðjunnar og fékk vélarnar á tombóluverði. Hann fór með bandsögina aust- ur og gerði við bátinn í fjörunni. Það unnu við þetta fjórir smiðir og þrír strákar. Eg var smápolli, tólf, þrettán ára, en fékk að spinna hamp og kítta.“ Þegar þetta var hafði Jón lagt inn umsókn um lóð fyrir athafnasvæði inn á Gelgjutanga. Hann hafði vel upp úr viðgerðinni á Fjalari og hófst handa við bátastöðina 1969. Stöðvar- húsið var gamall hermannaskáli af Keflavík- urflugvelli, 30 metra langur og 6 metra breið- ur. Jón steypti undirstöður og byggði undir veggi skálans svo að í helmingi hans er 5 metra lofthæð og þar voru bátarnir byggðir. Hinn helmingurinn var verkstæði og vélasal- ur. Fyrstu bátarnir Fyrsta skipið var sjósett frá Bátastöðinni 1971, einmöstruð skúta sem Jón byrjaði að verður hann gerður út frá Húsavik til hvala- skoðunar. Annar heimur Agnar var að byrja að flytja burtu vélar og tæki þegar okkur blaðamenn bar fyrst að garði í Bátastöðinni. Það var sérstök tilfinning að stíga inn í þann heim sem Bátastöðin var. Rétt fyrir ofan er verslunarhverfi með ys og þys borgarlífsins en í bátastöðinni virðist klukka tímans ganga hægar. Skemman var farin að láta á sjá, enda löngu ljóst að dagar hennar væni taldir. Innan dyra blandaðist lykt af viði, spæni, tjöru og hampi. Kontórinn minnti á bestikk í fiskibát, klæddur lökkuðum panel og krossviði. Lúinn skrifborðsstóll og á skrifborðinu pappírar og annað dót. Víða má sjá hálf og heil líkön af skipsskrokkum, árang- ur spekúlasjóna þeirra feðga um hið full- komna skrokklag. Uppi á vegg hanga myndir af bátum sem smíðaðir voru í stöðinni fyrir margt löngu. „Óli K. var hirðljósmyndari hjá okkur,“ seg- ir Agnar og fer höndum um eina myndina. „Hann var vanur að koma minnst einu sinni á ári og taka myndir af bátunum." Blaðagrein úr finnsku dagblaði er innrömmuð uppi á vegg. Þar er sagt frá Bátastöðinni í máli og myndum og séríslenskum skipasmíðahefðum. Agnar tekur niður innrammaða grein úr Sjó- mannablaðinu Víkingi, þar er sagt frá SIGURÐUR Baldvin KE 22, sfðar Haukur ÍS, smíðaður eftir teikningu Jóns Ö. Jón- assonar, á stokkunum við Bátastöðina 1973. Nú er verið að gera þennan bát upp og á að nota hann til hvalaskoðunar á Húsavík. FORTUNA undir seglum á Kollafirði. Agnar Jónsson stendur á dekki. Agnar er mikill áhugamaður um siglingar eins og faðir hans var. TRILLUM og ýmsum smábátum var skot- ið inn á milli smíða á stærri vélbátum og skútum auk viðgerðavinnu. Hér sést trillan Blakkur sem hleypt var af stokk- unum 1975. HJÁLMAR R. Bárðarson siglingamála- stjóri og Jón Ö. Jónasson skipasmíða- meistari við skútuna Blæsvölu. Myndin er tekin í slipp Bátastöðvarinnar 1971. FEÐGARNIR í Bátastöðinni gerðu líkön í réttum hlutföllum af bátum og skútum sfnum og voru þau prófuð í sjó. Hér er Pétur Jónsson, bróðir Agnars, með líkan af skútunni Fortunu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.