Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.04.1997, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Steingtím Sigurgeirsson ÍTÖLSK vín voru til umfjöllunar hér fyrir nokkrum vikum og þá aðallega vín frá Piemont og Ve- neto á Norður-Ítalíu. Þá náði ég aðeins að fjalla um lítinn hluta þeirra ítölsku vína sem fáanleg eru á íslandi, utan verslana ÁTVR, og er því umfjölluninni haldið hér áfram án þess þó að komast nærri því að tæma umfjöllun um ítölsk vín á íslandi. Þótt þekktasta vínhérað Ítalíu sé tvímælalaust Chianti í Toscana fer undarlega iítið fyrir þeim vín- um í innflutningnum til íslands. Vissulega eru Chianti-vínin alltaf til staðar inni á milli en uppistaðan virðist byggjast á öðrum héruðum. Þetta er í sjálfu sér ágætt því að Italía hefur upp á svo ótrúlega mikið að bjóða og synd væri ef fólk kynntist aldrei öðru en Chi- anti, Valpoiicella og Lambrusco. Rivera í Apulia á suðausturodda Ítalíu (staðsett í „hælnum" á ítalska stígvélinu) er til dæmis að finna héraðið Castel del Monte. Þaðan eru flutt inn ___________________ nokkur vín frá framleiðandan- um Azienda Vinicola Rivera. DOC-hvítvínið Terre al Monte Pinot Bianco 1994 er fölgult og í ilm má greina léttan þægilegan ávöxt, perur, meiónu og þurrkaðar apríkósur. Vínið er all- sýrumikið og nær ávöxturinn ekki fyllilega að vega hana upp nema vínið sé vel kælt. Sé sú forsenda uppfyllt er þetta milt og ljúft vín og einnig mildast sýran hratt ef vínið er látið standa skamma stund. Verulega á óvart kom systur- vínið Terre al Monte Sauvignon 1994. Þægilegur og dæmigerður Sauvignon í nefi, jafnvel ögn nýja- heimslegur. Engi, blóm og grænn aspas. Milt og í góðu jafnvægi í munni. Vel gerður Sauvignon sem er vel þess virði að reyna, rekist menn á hann. Frá sama framleiðanda kemur Rupicolo di Rivera 1994, einnig frá vínræktarhéraðinu Castel del Monte. Rauð ber, kirsuber, epla- mús og vottur af kanil gera þetta suður-ítalska og ódýra vín sérstakt og spennandi. Bragð er milli- þungt, elegant og ferskt. Fínt jafn- vægi og vel balanseruð væg sýra. Vín sem vel er þess virði að gefa gaum rekist menn á það. Tilvalið með t.d. kálfakjöti. Rosé di Rivera er einnig rósavín, létt og látlaust, sem vel á skilið athygli. Efst í gæðatröppunni hjá Rivera er svo að fínna II Falcone 1991 úr þrúgunum Nero di Troia og Montepulciano. Þokkalega stórt vín með töluverðri fyllingu og fítu. Ilmur sólbakaður og einkennist af þurrkuðum ávöxtum. Ögn oxun má greina i víninu sem er þó lík- lega hluti af stílnum. Sartori, Mirafiore, Placido og Bolla Frá Sartori í Veneto-héraði kemur Soave Classico 1994. Áfram Ítalía Ítalía er helsta vin- gerðarland veraldar. Steingrímur Sigur- geirsson heldur áfram að kynna sér úrval ítalskra vína hér á landi. Hreinn og þokkalega ferskur ilm- ur, hnetur og jurtir ríkjandi með nokkrum beiskleika. Bragð fremur þykkt af Soave að vera og ágæt- lega þægilegt og möndlukennt. Þó er vínið farið að nálgast elli- _______________ mörkin. Risotto og pastaréttir auk fiskrétta ættu að eiga við vínið. Valpolic- ella 1994 frá sama framleið- anda hefur þokkalega fyll- ingu og ein- kennist af mild- um, rauðum berjum. Líkt og Soave-vínið er það þó farið að missa ferskleika æskunnar og er því til neyslu nú þegar. Nokkur sýra er í víninu og á það líklega best við pastarétti. Loks var smakkað Amarone 1990 frá Sartori. Þykk sulta í nefi, sól- þurrkaðir ávextir og veruleg bragðfylling. Vínið er sætt og sultukennt í munni, þó einungis meðalþungt af Amarone að vera og ætti að falla mjög vel að ís- lenskum vínsmekk. I Toscana-héraði er framleið- andann Placido að finna. Placido Chardonnay 1995 hefur þægileg- an blómailm sem er léttur líkt og vínið sjálft. Alls ekki slæmt vín, þægilegt og milt en nokkuð kar- akterlaust og skilur ekki mikið eftir. Placido Cabernet Sauvignon 1995 leikur í sömu deild. Þetta borðvín frá Toskana er snarpt í ilm og bragði. Kirsuber og sólber í nefi. Eikarlítið þótt hún sé til staðar í bakgrunninum. Sýruríkt á ítalska vísu en mjúkt í munni. Ekki stórt vín en vel spunnið og bragð- og stílhreint. Maður er ekki yfir sig hrifinn en þokkalega sáttur. Mirafiore er framleiðandi í Piemont í norðvesturhluta ítaliu. Dolceotto di Alba 1995 ilmar af berjasaft, kirsubeijum, ferskum kryddjurtum og skógarbeijum. Ungt og samanrekið vín sem sam- svarar sér vel. Bragð fylgir ilm vel á eftir og myndar góða heild. Ætti að þola allþunga rétti. Það á einnig við um Mirafíore Barolo 1992. Vissulega ekki í þungavigt- arflokki Barolo-vína en í fínu lagi þó. Rautt nautakjöt og soðnir ávextir í nefi en tiltölulega létt í munni með nokkru tanníni. CASTELLO BANFI MIRAFIORE BARBERA D'ALBA M irtiiitiMtAMiit áMklíúHéUA íiti TOÍfcMÍ NSÍÍÁ I* Frá framleiðandanum Bolla eru fáanleg tvö vín í seríunni Creso Bolla. Rauðvínið Creso Bianco 1991 ilmar af stöppuðum, þrosk- uðum banönum og öðru fremur hunangi og reykelsi. Ilmurinn er þykkur og ágengur en bragð frem- ur stutt og skilur lítið eftir. Í frá- bæru lagi er hins vegar Creso Rosso 1990 Cabernet Sauvignon. Þéttur, þykkur litur. Ilmur sam- fléttaður úr mörgum lögum vöfn- um vanillusykri og vindlakassa- lykt. Glæsilegt, þétt, þungt og tannínríkt með löngu krydduðu eftirbragði. Banfi Eitt athyglisverðasta ítalska vínfyrirtækið er á fulltrúa á ís- lenska vínmarkaðnum er Banfi i Toskana, en vín þaðan eru undan- tekningarlítið athyglisverð og góð. Byijum þvi fyrst á undantekning- unni. Santa Costanza Novello 1995 frá Banfi er vín sem ég átti nokkuð erfitt með að átta mig á. Novello eru ung vín í svipuðum flokki og Noveau-vínin frönsku en það er yfirleitt æskuljómi þeirra er hrífur. Þetta vín er orðið of gamalt til að búa yfir honum, það er orðið þreytt og karakterlaust og minnir helst á þokkalegt kassa- vín. Líklega hefur það verið ágætt fyrir einu og hálfu ári. Banfi le Rime Pinot Grigio 1995 er hins vegar þétt vín með mildri perlandi sýru. Blómailmur, bresk ilmsápa og soðnar perur einkenna ilminn og uppbygging vínsins er þægileg. Ljúffengt sumarvín fyrir salöt og létta pastarétti. Sannkall- að söturvín. Freyðivínið Banfi Brut Pinot einkennist af fallegum, fáguðum bólum í fínu streymi sem ljóstra þó upp í munni að ekki sé um framleiðslu samkvæmt kampavínsaðferðinni að ræða. Það hefur þægilegan sætan ávöxt en er fremur mjótt. Einfalt freyðivín en í fínum klassa í þeim flokki. Ögn meiri sýra hefði þó verið æskileg. Fínt veisluvín sem þarf að vera ískalt. Sömuleiðis frá Banfi er Tufeto Chardonnay 1995. Græn, súr epli og blóm í nefi. í munni létt og hverfult. Ekki slæmt en þolir ekki mikinn mat. Fontanelle Castello Banfí Chardonnay 1995 er hins vegar feitt og smjörkennt með vanillu og suðræna ávexti i nefi. Að vissu leyti staðlaður, eikaður Chardonnay en gott vin sem slíkt. Mikið vín sem kemur aftur og aftur í munni og breiðir úr sér í bylgjum. Col di Sasso 1995 er úr hinni athyglisverðu þrúgublöndu Sangio- vese og Cabernet. Slípað og sætu- mjúkt vín. Fylling í konfektmolum, hreinn ávöxtur og kirsuber í nefi. Ágæt lengd og fylling í munni. Ódýrt vín sem hefur alls ekki ódýrt yfirbragð. Stórfín kaup ef borða á pizzu, pasta eða jafnvel kálfakjöt. Ekki stórt vín en bragðgott. Brunello 1991 frá Banfí er vín sem farið er að ná ágætum þroska og í nefí greindist viðarkvoða, kjall- ari og sterkur pennaveskisilmur. Lakkrís kemur fram í þéttu bragð- inu og töluverð sýra enda gæti þetta vin vel þolað töluverða geymslu í viðbót. Colvecchio 1991 er Banfí-vín úr Syrah-þrúgunni. Dökkur, þéttur litur sem vart er farinn að sýna þroska þrátt fyrir aldur. Sæt eik og þægileg, reykur, Ieðurfeiti og bílaverkstæði. Nokkur sýra í góm- unum. Búðingur, flan eða créme caramel. Vínið byijar feitt en fer fljótt út í þroskaða ávexti og ávax- taköku. Minnir á mini-útgáfu af Cote Rotie. Ræður vart við lamb en þetta er fínt nautavín og tilval- ið kálfavín. Tavemelle Cabemet Sauvignon 1993 er klassískur og stílhreinn Cabemet. Jarðarber í tjórha, vanilla og ögn sýra sem ertir nefíð í upphafí. Vel balanserað vín, skarpt með meðalfýllingu. Matarvín fyrir alla góða rétti. Létt- asta vinið í þessari seríu er Centine úr þrúgunni Sangiovese. Sýrumikið og ertandi vín, sem fellur vel að pastaréttum. Eitt besta vín Banfi er svo Summus, blanda úr þrúgunum Brunello, Cabernet og Pinot Noir. Summus 1993 er mjög dökkt og þétt. Einstaklega áhrifamikið vín þar sem súkkulaði og kaffi, jörð og steinefni ryðjast upp úr glasinu í bland við þunga eik. Á það skilið að menn sitji á flöskunum í kjöllur- um sínum í 3-5 ár í viðbót. Antinori, Villa Frattina og Brolio Annar af bestu framleiðendum Italíu er Antinori og hafa nokkur mjög frambærileg vin frá honum verið fáanleg hér á síðustu árum. Peppoli Chianti Classico 1993 er eitt þeirra. Þetta er mikið vín, stamt og sýruríkt. Nef þess er enn lokað en greina má svart kin- verskt te, blábeijasafa og jafnvel snert af myntu. Þetta vín ætti að blómstra eftir um tvö ár en það er vel þess virði að bíða eftir því og nú þegar sýnir það mikla dýpt. Casalfeirra 1993 er nafn víns annars góðs Toscana-framleið- anda, Brolio. Áfengislegnir ávextir mynda uppistöðu þétts, mjög öflugs bragðmassa sem sæt eikin umlykur líkt og silkislæða. Bragð langt og mikið með leðurkeim í lokin. Enn eitt vínið sem vel er þess virði að gefa nokkur ár í við- bót. Villa Frattina 1992 frá héraðinu Lison-Pramaggiore byggir eitt vína sem hér er ijallað um á „hinni" Cabernet-þrúgunni, Ca- bemet Franc. Kúbanskir vindlar, cedar-viður, nýbakað brauð og sveskjusulta dansa um í glasinu og þegar í munninn er komið kem- ur í ljós yfirvegað og öflugt vín. Áferðin er mjúk en vínið býr yfír krafti sem tekur í. Má geyma en er yndislegt nú þegar. Fundað um jafn- réttismál Egilsstöðum - Félagsmálaráðherra boðaði til fundar um jafnréttisáætlun ríkissljórnarinnar í Hótel Vala- skjálf á Egilsstöðum. Fundurinn er annar í fundaröð sem haldin verður víðar um land. Núgildandi framkvæmdaáætlun til fjögurra ára um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna var samþykkt á Alþingi 1993 og gildir hún til ársloka 1997. Unnið er að gerð nýrrar fjögurra ára áætlun- ar sem taka mun gildi um næstu áramót. Markmið þessarra funda er að ræða áherslur í jafnréttismálum og safna hugmyndum og ábendingum varðandi gerð áætlunarinnar. Frummælendur voru Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Elín R. Líndal, formaður Jafn- réttisráðs, Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs og Ruth Magnúsdóttir kennari í Grunnskóla Egilsstaða. RUTH Magnúsdóttir, kennari í ræðustól, Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneyti og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir GESTIR á fundi um jafnréttismál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.