Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 18
,.18 B SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
f
I
GUS GUS platan
fékk góða
dóma hér
heima en seld-
ist ekki nema
miðlungi vel, þótti líklega
ekki nógu grípandi fyrir
almennan poppmarkað, en
skömmu eftir áramót hófst
Baldur handa um að kynna
plötuna ytra, meðal annars
með því að fara út og
ganga á milli fyrirtækja. I
einni slíkri ferð hitti Baldur
útgáfustjóra bresku útgáf-
unnar 4AD, Lewis Jamie-
son, en Jamieson hafði
áskotnast Gus Gus-plata
eftir krókaleiðum og beðið
um fundinn þegar í desem-
ber. Skemmst er frá því
að segja að Jamieson lýsti
einlægum vilja 4AD að
ÞEIR SEM fletta reglulega breskum tón-
listar- og tískubiöðum hafa ekki komist
l\já því að taka eftir hverri greininni af
annarri um hóp íslenskra listamanna sem
kallar sig Gus Gus, eftir marokkóskum
hversdagsrétti. Fyrir skemmstu kom út
með hópnum breiðskífa á vegum eins
helsta útgáfufyrirtækis Bretlands og í
kjölfarið hefur hver opnan af annarri
verið lögð undir umfjöllun um hópinn
og blaðamenn velt vöngum yfir því hvað
það sé á íslandi sem skapi eins sérkenni-
lega listamenn og raun ber vitni; fyrst
Sykurmolana, þá Björk og nú Gus Gus,
sem tímaritið Vox segir að eigi eftir að
verða vinsælli en Sykurmolarnir.
GUS GUS hópurinn varð nánast
til fyrir tilviljun, því hópurinn
kom upphaflega saman snemm-
sumars fyrir tveimur árum til
að gera stuttmynd. Hugmynd-
ina að myndinni áttu þeir Stefán Arni og
Sigurður Kjartanssynir, sem reka kvik-
mynda- og hönnunarfyrirtækið Kjól og And-
erson. Þeir fengu til liðs við sig Baldur Stef-
ánsson til að annast fjárhagshlið myndarinn-
ar og Stephan Stephensen tökumann og
réðu síðan sem leikara Magnús Jónsson,
Daníel Ágúst Haraldsson, Emilíönu Torrini
og Hafdísi Huld Þrastardóttur. Um líkt leyti
hafði Daníel Ágúst leitað eftir samstarfi við
liðsmenn danssveitarinnar T-World, Birgi
Þórarinsson og Magnús Gunnarsson, um
tónlistarsamstarf og þegar tökum á mynd-
inni var frestað fram á haust þótti heillaráð
að nota sumarið til einhvers annars, til að
mynda að taka upp breiðskífu. Þeir Daníel
Ágúst og Magnús Jónsson voru hagvanir í
þeim efnum, þar sem Daní-
el Ágúst var lengi liðsmað-
ur hljómsveitarinnar Ný
danskra, og Magnús Jóns-
son fremstur meðal jafn-
ingja í Silfurtónum. Þeir
settu því á band nokkuð lög
sem þeim Birgi og Magnúsi
Gunnarssyni var falið að
véla um. Birgir og Magnús
lýstu því í viðtali nokkru
síðar að glíma hefði tekist
með þeim og lagahöfund-
um um útsetningar og
höfðu hvorir sitt fram að
nokkru leyti því niðurstað-
an varð bráðgóð blanda af
nútímalegu poppi og fersk-
um dansstraumum. Plata
með tónlistinni kom út um
haustið undir nafninu Gus
Gus, eins og hópurinn hét,
en þetta var í raun meira
en hljómsveit, því til viðbót-
ar við tónlistarfólkið,
Magnúsana, Daníel Ágúst,
Birgi og Hafdísi Huld, sem
söng á móti Emilíönu Torr-
ini, voru þeir Stefán Árni
og Sigurður með í hópnum
og sáu um myndrænt útlit,
Stephan ljósmyndari og
Baldur, sem var eins konar
umboðsmaður hópsins og
allsheijar reddari. Emilíana
var ekki með nema á plöt-
unni, því hún vildi sinna
sínum sólóferii.
gera við hljómsveitina útgáfusamning ef
forsvarsmaður útgáfunnar féllist á það og
samningar tókust á skömmum tíma. Liðs-
menn Gus Gus létu þau orð reyndar falla í
viðtali að þeim hefði ekki þótt koma til greina
að semja við annað fýrirtæki en 4AD þegar
spurðist að það hefði áhuga, því það væri
uppáhaldsfyrirtæki þeirra flestra frá gam-
alli tíð. Víst er 4AD um margt vel heppnað-
ur samstarfsaðili fýrir Gus Gus liða, því
bæði er að það er þekkt fyrir að vera með
á sínum snærum merkilegar hljómsveitir og
framsæknar og svo fellur sú áhersla sem
fyrirtækið leggur á myndræna hlið útgáf-
unnar vel að samsetningu Gus Gus hópsins,
þar sem fara ljósmyndari, kvikmyndagerðar-
menn, leikarar, söngvarar og hljóðfæraleik-
arar, eins og áður er talið, enda er samning-
urinn við hópinn allan.
Eftir að samninar tókust með þeim Gus
Gus mönnum og 4AD hófst vinna af kappi
við að undirbúa næstu skref, því snemma
var ákveðið að vinna plötuna meira og minna
upp á nýtt, aukinheldur sem rétt þótti að
gera endurhljóðblandanir laga til að ná inn
á breskan dansmarkað og einnig að vinna
upp myndband sveitarinnar sem hlaut verð-
laun sem besta myndband ársins hér á landi
1995. Meðal þess sem sveitin greip til var
að gera sérstaka stuttmynd með fyrsta lag-
inu af plötunni, Polyester Day í stað hefð-
bundins tónlistarmyndbands og gaf góða
raun. Fyrsta smáskífan kom út um mitt síð-
asta ár, en ekki sem eiginleg útgáfa heldur
sem svokölluð hvítmiðaútgáfa sem dreift var
til plötusnúða og sú fékk einnig fyrsta dóm-
inn um tónlist Gus Gus erlendis þegar hún
var valin smáskífa mánaðarins í því virta
tónlistartímariti Muzik. Enn var þónokkur
bið í eiginlega smáskífu fyrir almennan
markað, en þegar hún loks kom, í septem-
ber sl., var henni vel tekið og í október
valdi Muzik aðra smáskífu, Chocolate, smá-
skífu mánaðarins, aukinheldur sem hún
komst hátt á danslista.
IUPPHAFI þessa árs hófst síðan vinna
við að kynna sveitina fyrir alvöru.
Fyrsta skrefið í því var tónleikar
hljómsveitarinnar i Perlunni þangað
sem var stefnt grúa blaða- og sjón-
varpsmanna víða að úr Evrópu. Umsagnir
um þá ferð voru aberandi í MTV og öðrum
fjölmiðlum, meðal annars í tímaritum eins
og Face, Arena, Melody Maker, New Music-
al Express, Jockey Slut, Vox, Dazed og
Raygun og sjá má á meðfylgjandi úrklipp-
um. Umfjöllun er alls staðar mjög lofsam-
leg, reyndar mikið gert úr því hvað Reykja-
Æjvniiy i
Gus Gus fjöllistahópurinn, sem skipaður er tónlistar-
mönnum, leikurum og kvikmyndagerðarmönnum svo
fátt eitt sé talið, er nú tíður gestur í tísku- og tón-
listartímaritum úti í heimi, Árni Matthíasson rifjar
upp söguna um Gus Gus, ævintýri sem hófst á sér-
kennilegan hátt og sér ekki fyrir endann á.