Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 19
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 B 19 vík sér sérkennilegur staður og Islendingar undarlegir, aukinheld- ur sem erlendum blaðamönnum finnst greinilega merkilegt að allir séu að gera eitthvað; það eru allir með eitthvað listrænt á prjónunum að þeirra mati og allt fyrsta flokks. Þeir grípa því til þeirrar skýringar þegar kemur að því að lýsa Gus Gus að þetta sé einfaldlega svo á íslandi; ekki bara sé landið frábærlega fagurt heldur eru allir listamenn eða drykkjuberserkir nema hvort tveggja sé. Eftir þessa lofsamlegu og miklu umijöllun var næsta skref í sókn Gus Gus inn á alheims- markað að halda tónleika erlendis og það gerði sveitin í Lundúnum í marsbyijun og fékk fyrir góða dóma í tónlistarritunum Melody Maker og New Musical Express. í Melody Maker segir að tónleikar sveitar- innar í London Brixton Fridge hafi verið góðir, svo góðir reyndar að mati þess sem um fjallar að hann segir þá langbestu tón- leika sem hann hafi séð í margar aldir. Blaðamaður New Musical Express tekur í sama streng. BREIÐSKlFAN er nú komin út og hefur fengið afbragðs dóma, til að mynda fékk hún einkunn- ina níu í Muzik, og framundan mikil tónleikavertíð hjá Gus Gus í sumar. Þegar hefur sveitinni verið boðið að troða upp á helstu danshátíð Bretlands í næsta mánuði, Tribal Gathering, og slást þar í hóp flestra helstu danshljómsveita Breta. Líkur eru og á að sveitin leiki á Hróarskelduhátíðinni ef tími gefst til, auk- ~ inheldur sem Gus Gus er bókuð á Quart- hátíðina norsku, og fleiri hátíðir á Spáni, í Þýskalandi og frekari stórhátíðir í Bret- landi. Hljómsveitin hyggst einnig leika á almennum tónleikum í sumar í takt við kynningu á plötunni og ýmsar hugmyndir viðraðar í því sambandi. Það er því óhætt að segja að Gus Gus ævintýrið sem hófst svo sérkennilega er enn að taka á sig ótrúlegri mynd og engin leið að spá til um hvar það muni enda. Sumarafleysingar Strætisvagnar Reykjavíkur er þjónustufyrirtæki á sviði fólks- flutninga. Fyrirtækið vill ráða 55 vagnstjóra til afleysinga á tímabilinu Ljúnítil 25. ágúst. Leitað er að fólki sem hefur vilja til að vinna hjá fyrirtæki sem leggur megináherslu á að uppfylla parfir og væntingar viðskipta- vina. Ákjósanlegir eiginleikar eru: Lipurð í mannlegum samskiptum, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki. Viðkomandi þarf að hafa meiraprófsökuréttindi (rútupróf) og nokkra tungumálakunnáttu. Nýliðar sitja námskeið. Vaktavinna, heilsdags- og hlutastörf. Jafnt konur sem karlar eru hvattar til að sækja umstarfið. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá farþegapjónustu í skipti- stöð á Hlemmi. Þeim skal skilað þangað eða í þjónustustöð SVR, Hverfisgötu 115 fyrir 17. apríl 1997. Athugið að staðfesta þarf eldri umsóknir. Ragnheiður Óladóltir NÁMSKEIÐ UM MEÐVIRKNI verður haldið 15. apnl kl. 20 og næstu þrjú þriðjudagskvöld. Fyrirlestrar, umræður, hugleiðsla, samskiptaæfingar. Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður Óladóttir í símum 897 7225 og 552 4428. Með öllum Silfurpottum sem vinnast í Háspennu í Kringlunni, fylgja 2 flugmiðar til Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.