Morgunblaðið - 24.04.1997, Side 2
2 D FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Deilur um eðli, umfang
og ástæður jarðvegs-
rofs, mesta umhverfis-
vanda landsins, segir
dr. Olafur Arnalds að
endurspegli vanþekk-
ingu á vandanum.
Jarðvegsrof
á Islandi
ROFDILAR - eru afar algengir í grónu landi og þeir eru
útbreiddasta rofmyndin (um 28.200 kmz). Þeir eru oft afleiðing
beitar og þess að gróðurfar er rýrt. Rofdílar í hrossahólfum eru
glögg merki ofbeitar. Þeir gróa seint af sjálfu sér, einkum sökum
holklaka. Ef þeir stækka eiga vatn og vindur greiða leið að yfir-
borðinu og með tímanum geta t.d. myndast rofabörð.
JARÐVEGSROF á íslandi er
með því mesta sem þekkist
utan eyðimerkursvæða jarð-
ar. Nýlega lauk kortlagningu á
jarðvegsrofi á landinu öllu. Þar
með er fenginn nýr grunnur til
að takast á við þennan mesta
umhverfisvanda landsins.
Lengi hefur verið deilt um eðli,
umfang og ástæður jarðvegsrofs
á íslandi. Þessar deilur endur-
spegla ekki hvað síst að þekkingu
á eyðingunni hefur verið ábóta-
vant. Flestum er þó ljóst að rofið
er mikið, þannig að stór landflæmi
sem áður voru hulin fijósamri
moldu og gróðri eru nú auðnir ein-
ar. Landið tötralegra ásýndum en
gróðurskilyrði leyfa, en forsenda
þess að tekist sé skipulega á við
vandann er skilningur á ástandi
landsins, jarðvegsrofi og gróður-
fari.
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins og Landgræðsla ríkisins
stóðu sameiginlega að því að kort-
leggja rof á Iandinu, en nutu m.a.
tilstyrks Framleiðnisjóðs landbún-
aðarins og Rannsóknarráðs ís-
lands. Kortlagningin fór fram á
árunum 1991-1996.
Niðurstöður kortlagningarinnar
eru kynntar í nýútkominni bók:
Jarðvegsrof á íslandi, sem gefin
var út af Landgræðslu ríkisins og
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins. Þar er fjallað um jarðvegsrof
í einstökum landshlutum og hrepp-
um landsins og útskýrt hvers kon-
ar rof á sér stað.
Niðurstöðurnar hafa verið
kynntar á fundum með bændum
víða um landið og lýkur þeirri
kynningu á hausti komandi. Unnið
er að því að gera niðurstöðurnar
aðgengilegar á veraldarvefnum
(http//www.rala.is/kvasir).
Rofið er fjölbreytilegt
Rof á íslandi er mun fjölbreyti-
legra en ætla mætti. Flestir hafa
tekið eftir rofabörðunum sem eru
áberandi á mörgum svæðum
landsins og sandfok leynir sér
ekki þegar mökkinn ber við himin.
En rof á sér einnig stað með öðr-
um hætti. Til dæmis geta hlíðar
smám saman misst jarðvegshul-
una án þess að því sé veitt mikil
athygli. Litlir rofblettir, svokallað-
ir rofdflar, geta opnast í gróður-
þekjuna við ofbeit og traðk, sér-
staklega þar sem gróðurfar er
rýrt. A auðnum á sér stað mjög
margbreytilegt jarðvegsrof sem
hamlar vexti gróðurs, enda vantar
gróðurhuluna sem annars verndar
yfirborðið fyrir rofí.
Þær aðferðir sem beitt var við
þessar rannsóknir eru sérsniðnar
að íslenskum aðstæðum en byggj-
ast þó að hluta á erlendum fyrir-
myndum. Kortlagningin náði til
alls jarðvegsrofs. Því er skipt í tvo
meginflokka, rof er leiðir til taps
á grónu landi (6 rofmyndir eða
rofgerðir), en hins vegar rof á
auðnum (8 rofmyndir). Einnig
þarf að meta hversu alvarlegt rof-
ið er. Rofkvarði RALA og LR er
þessi:
0: Ekkert rof
1: Lítið rof
2: Nokkurt rof
3: Talsvert rof
4: Mikið rof
5: Mjög mikið rof
Það land sem hlýtur lökustu ein-
kunnimar (4 eða 5) er ekki talið
hæft til beitar, en á því landi sem
hlýtur rofeinkunn þarf að huga
sérstakiega að þróun ástandsins
og grípa til aðgerða eftir þörfum.
Myndir sem teknar voru úr
bandarískum gervihnöttum voru
notaðar sem grunnkort af landinu.
Beitt er sérstökum aðferðum við
vinnslu myndanna, þannig að þær
sýna mjög vel hvar land er gróið
og hvar ekki.
Farið var um landið allt, og
hvert svæði metið í samræmi við
flokkun á rofi og einkunnaskal-
ann. Pjalllendi var flokkað sérstak-
lega og ekki gefin rofeinkunn að
svo stöddu. Niðurstöður kortlagn-
ingarinnar mynda viðamikinn
gagnabanka þar sem landinu hef-
ur verið skipt í um 18.000 eining-
ar eftir því hvernig rofi er háttað
á hveijum stað. Gagnabankinn er
aðgengilegur í tölvukerfi RALA
og LR, ásamt upplýsingum um
mörk sveitarfélaga, afrétta og
ýmislegt annað er snertir nátt-
úrufar landsins.
Heildarniðurstöður
A meðfylgjandi yfirlitskorti er
umfangi jarðvegsrofsins lýst.
Kortið staðfestir_ það sem flestir
vissu fyrir: að á Islandi á sér stað
mikið jarðvegsrof. Mikið og mjög
mikið jarðvegsrof (rofeinkunnir 4
og 5) á sér stað á um 22% lands-
ins. Þegar jöklar, vötn og fjalllendi
eru undanskilin er alvarlegt rof á
yfir helmingi landsins (rofeinkunn-
ir 3, 4 og 5). Hálendissvæðin skera
sig nokkuð úr, sérstaklega sendin
svæði í nágrenni jökla og eldfjalla,
sem og sandsvæðin meðfram
ströndum. Rof sem er að eyða
samfelldu gróðurlendi er litið sér-
staklega alvarlegum augum vegna
þess hve gróðurhula landsins er
takmörkuð. Slíkt rof (einkunnir
3, 4 og 5) er að finna á um 13.000
km2 lands.
Það sem kom hvað mest á óvart
var hve rof er víða mikið í hlíðum
landsins, jafnvel á svæðum þar
sem talið var að jarðvegsrof væri
lítið. Ljóst er að hross geta valdið
miklu tjóni í hlíðum á skömmum
tíma. Skert gróðurhula í hlíðum
stuðlar ennfremur að skriðuföll-
um.
Segja má að útbreiðsla sendinna
svæða sé mun meiri en flesta ór-
aði fyrir. Sandurinn berst frá jökl-
um og jökulám og hann getur
eytt miklu gróðurlendi á stuttum
tíma þegar illa árar. Því þarf að
efla mjög rannsóknir á sandfoki
og þróun sandsvæða.
Kortlagningin leiðir í ljós að
sjaldnast er hægt að alhæfa um
ástand lands í einstökum sýslum
eða hreppum, og land einnar og
sömu jarðarinnar er oft með mjög
misjöfnum hætti. Afréttirnir eru
einnig misjafnir, en á meðan ekki
er skilið á milli einstakra hluta
þeirra verður að líta á hvern af-
rétt sem eina heild. Það leiðir til
þess að sumir afréttir hljóta slæma
heildareinkunn, enda þótt hlutar
þeirra séu vel grónir og rof þar
lítið. Oft væri auðvelt að aðskilja
þessi svæði með rafgirðingum.
Niðurstöðurnar sýna að stór hluti
miðhálendisins er ekki hæfur til
beitar, þar með taldir flestir afrétt-
ir Sunnlendinga og hálendi allt frá
Blöndu austur á land.
Svæði sem hlutu lága rofein-
kunn eru um helmingur landsins
að frátöldum jöklum og fjalllendi.
Láglendi Suðurlands, Vesturland,
Norðvesturland og hluti Austur-
lands fá víðast hvar góðar ein-
kunnir með hliðsjón af jarðvegs-
rofi.
Um ástæður
jarðvegsrofsins
Draga má margvíslegar álykt-
anir um orsakir jarðvegsrofsins
af því að gefa rofmyndum og ro-
feinkunnum nánari gaum. Þannig
má ætla að rofdílar, rofabörð,
jarðsil, moldarskriður og vatnsrás-
ir séu allt rofmyndir er tengjast
nýtingu landsins að einhveiju eða
öllu leyti. Orsakasamhengið verð-
ur flóknara þegar um auðnir er
að ræða. Umfang sandsvæða er
mikið, og þar kemur eflaust til
samspil beitar og kólnandi veður-
fars, sérstaklega á þrettándu öld-
inni, en saga jöklanna tengist einn-
ig náið þróun sandsvæðanna.