Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SKÓGRÆKT OG UMHVERFISVERIMD
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 D 7
Landnemar
Fátt gleður huga
Arnórs Snorrasonar
meira en að sjá góðan
árangnr af ræktunar-
starfi fólksins í landinu.
MEÐ landnemum er átt við
félagasamtök, hópa eða
einstaklinga sem taka að
sér að græða upp og rækta skóg
á afmörkuðum spildum á löndum
sem eru í umsjón skógræktarfélag-
anna.
Landnemar hafa verið að verki
um langt skeið hjá skógræktarfé-
lögunum og mikilvægur hluti af
sjálfboðaliðastarfí þeirra hefur ver-
ið og er unninn af landnemum.
Það hefur margsinnis sýnt sig
og sannað að mörg okkar þurfa
að fá útrás fyrir ræktunarþörf
okkar. Þessi þörf er að sjálfsögðu
tilkomin vegna þess að þjóðarsálin
gerir sér grein fyrir bágu ástandi
landsins. Skógarnir eru eyddir og
aðeins leifarnar eftir og annar
gróður tötrar einir. Því er fátt sem
gleður hugann eins mikið og að
sjá eftir sig góðan árangur í eigin
ræktunarstarfi. Þó að margir eigi
lönd til ræktunar, stækkar sá hóp-
ur, með auknu þéttbýli, sem ekki
hefur aðgang að slíku landi.
Ekki eru allir sem finna sig í
því að vinna að skógrækt í sjálf-
boðavinnu í stórum hópi fólks sem
fátt annað hefur sameiginlegt en
áhugann á málefninu og starfinu.
Mörgum finnst það vænlegri kost-
ur að fá afmarkaða spildu til um-
ráða þar sem þeir fá að sýna hvað
í þeim býr og ráða að mestu leyti
ferðinni sjálfir í ræktunarstarfinu.
Ekki er síður hvetjandi að geta
fylgst með árangri af eigin starfi
og bent á eigin verk. Því hefur
sjálfboðaliðastarfið færst í auknum
mæli á landnema sem hafa fengið
úthlutað landnemaspildum sem
þeim er falið að sjá um. Það er
ekki bara að ræktunarþörfinni sé
fullnægt með landnemaspildunum
heldur eignast landneminn afdrep
í náttúrunni þar sem hann getur
notið hennar í friði og spekt fjarri
skarkala og fjölmenni borgar og
bæja.
Landnemar í tæp fimmtíu ár
Það er langt því frá að land-
nemaskógrækt sé einhver ný hug-
mynd. Stór hluti skógræktarstarfs-
ins sem unninn hefur verið í Heið-
mörk er skógrækt landnema. Til
eru reglur frá 1950 um „landnám
og skógrækt á Heiðmörk“, þannig
að landnemaskógrækt hefur verið
við lýði í tæp 50 ár. Skógræktarfé-
lag Reykjavíkur reið þannig á vað-
ið og hóf útdeilingu landnema-
spilda á skipulegan hátt. Það voru
félagasamtök, stofnanir og starfs-
mannahópar sem höfðu rétt á út-
hlutun í Heiðmörk. Enn eru land-
nemar að störfum í Heiðmörk og
á hveiju sumri mæta um 1.200
manns til að sinna sínum spildum.
Obeint má segja að landnemar
hafi verið að störfum hjá öðrum
skógræktarfélögum víðsvegar um
landið á sama tíma, því að mjög
algengt var að skógræktarfélögin
úthlutuðu skikum til ýmissa fé-
lagasamtaka s.s. kvenfélaga og
klúbba. Þetta var samt ekki gert
skipulega eins og í Heiðmörk.
Næstu tímamót verða þegar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
fer að útdeila landnemaspildum í
upplandi Hafnarfjarðar. Fyrstu
spildunum var útdeild 1980 og var
strax ákveðið að leyfa einstakling-
um eða fjölskyldum að „taka flag
Fersk hugmynd
á fornum grunni
Mynd/J.G.P. (S.í.)
LANDNEMASKÓGUR - er orðinn af raunveruleika; Úr land-
nemaspildu „Nordmanslaget", félagi Norðmanna á íslandi, en
þeir hafa ræktað sína spildu í Heiðmörk í Reykjavík.
Mynd/B.J. (S.í.)
Á UPPHAFSREIT - nýjar
landnemaspildur á Hálsi í Eyja-
fjarðarsveit. Eftir 20 ár verður
þetta svæði skógi vaxið.
í fóstur" ásamt félagasamtökum
og skólum.
Mörg skógræktarfélög fylgdu í
kjölfarið og stofnuðu til landnema-
spildna á löndum sínum. Skóg-
ræktarfélag Mosfellsbæjar er með
spildur í norðurhlíðum Úlfarsfells,
Skógræktarfélag Garðabæjar í
Sandahlíð og Smalaholti við Vífils-
staðavatn, Skógræktarfélag Kópa-
vogs á landi Vatnsenda, Skógrækt-
arfélag Eyfirðinga á Hálsi í Eyja-
firði og Skógræktarfélag Rangæ-
inga á Kotvelli í Fljótshlíð.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
hefur einnig boðið félagsmönnum
sínum upp á landnemaspildur í
Fellsmörk vestast í Mýrdalshreppi
og hafa þar numið land á sjötta
tug félaga. Að lokum ber að nefna
Skólaskógana í landi Úlfljótsvatns
en þar hafa allir grunnskólar í
Reykjavík fengið landnemaspildur
til skógræktar og er það Raf-
magnsveita Reykjavíkur sem lið-
sinnir yngstu landnemunum við
gróðursetningarstörfin.
Leiguskilmálar land-
nemaspildnanna
Afar misjafnt er hvaða leiðir
félögin hafa valið varðandi stærð
spildna, leiguskilmála.
Það getur verið allt frá því að
spildan er leigð án endurgjalds til
15-20 ára. Landneminn má þá
ekki byggja á spildunni en verður
að sinna skógrækt á hveiju ári.
Spildurnar eru í minna lagi, um
hálfur hektari fyrir einstaklinga
en stærri fyrir félög og skóla. Þetta
er það form sem Skógræktarfélög
Hafnarfjarðar, Garðabæjar og
Kópavogs hafa valið.
Allt öðru vísi eru landspildur
Skógræktarfélags Rangæinga sem
hefur selt 5 ha spildur með þeirri
kvöð að kaupendur rækti á þeim
skóg.
Millistig er það form sem Skóg-
ræktarfélög Eyfirðinga og Reykja-
víkur hafa verið með á Hálsi og í
Fellsmörk þar sem land er leigt
og spilduhafar mega byggja sum-
arhús á a.m.k. hluta spildnanna.
Öll leiguformin eiga þó það sam-
merkt að höfuðtilganginum sé náð,
það er að landnemin rækti þar upp
skóg og annan jarðargróður þann-
ig að spildan verði, þegar fram í
sækir í mun betra ásigkomulagi
en þegar landneminn tók við henni.
Þjónusta og eftirlit
skógræktarfélaganna
í sumum tilvikum hafa skóg-
ræktarfélögin lagt til plöntur eins
og í Heiðmörk og Fellsmörk en
oftast er það þannig að spilduhafi
verður að sjá um að útvega sér
tijáplöntur sjálfur.
Þjónusta skógræktarfélaganna
er margvísleg. Þau sjá um að út-
vega landið, friða það og skipu-
leggja spildurnar. Nýrri landnema-
svæði hafa einnig verið dyggilega
skipulögð með tilliti til skógræktar
og landnemar hafa fengið ná-
kvæmar upplýsingar um hvaða
tijátegundir er vænlegastar. Samt
sem áður er landnemunum gefinn
laus taumurinn í sambandi við tijá-
tegundaval og ræktunaraðferðir
þannig að hugmyndir og frumleiki
hvers og eins fái að njóta sín.
Skógræktarfélögin sjá til þess
að spildurnar séu aðgengilegar og
er það í flestum tilvikum svo, að
hægt er að keyra fólksbíl að hverri
spildu yfir sumartímann.
Að lokum fylgjast skógræktar-
félögin með að hver og einn land-
nemi standi sig í stykkinu og sé
að gróðurbótastörfum helst á
hveiju sumri.
Fleiri vilja vera með
Mikill uppgangur er í landnema-
skógrækt og virðist þetta form
sjálfboðaliðastarfsins falla vel að
tíðarandanum. Þau skógræktarfé-
lög sem nú þegar bjóða upp á spild-
ur hafa ekki við að útvega ný
svæði. Skf. Hafnarfjarðar og Ey-
firðinga eru að stækka sín svæði
og Skf. Reykjavíkur áformar land-
nemaskógrækt í samvinnu við
Hitaveitu Reykjavíkur í Hvamm-
svík í Hvalfirði.
Mörg önnur skógræktarfélög
eru með landnemaskógrækt í bí-
gerð enda fjölmargir tilbúnir til að
leggja sitt af mörkum við upp-
græðslu og skógrækt ef þeir fá
sinn eigin skika til umráða.
Þótt við séum fá sem búum í
þessu stóra landi getum við áorkað
ýmsu til að bæta ömurlega kápu
landsins ef við leggjumst öll á eitt.
Ef hver og ein fjölskylda gerðist
landnemi yfir tveimur ha lands
yrðu landnemaspildur íslands um
140.000 ha, sem er dijúgt stærra
svæði en birkiskógar landsins eru
í dag en þeir eru um 126.000 ha.
Tveir ha eru spilda sem er 140
metrar á kant og til að rækta skóg
á slíkri spildu þarf að gróðursetja
4-6.000 tijáplöntur. Ef gert er ráð
fyrir að ræktunin taki 20 ár þarf
aðeins að gróðursetja á hveiju ári
um 2-300 plöntur en það er hæg-
lega hægt að gera á einni dag-
stund. Ef hver fjölskylda í landinu
legði eina dagstund í skógrækt á
hverju ári væri hæglega hægt að
tvöfalda skóglendi landsins á að-
eins 20 árum.
Höfundur er skógfræðingur i\j&
Skógræktarfélagi íslands.
LANDNEMASPILDUSVÆÐI TIL SKÓGRÆKTAR
1 Nafn svæðis Umsjón Stærð Rjöldi spildna Landnemar
spildna
Heiðmörk í Reykjavík Skf. Reykjavíkur 1 ha 127 Félagasamtök, starfs-
mannahópar og stofnanir
Fellsmörk í Mýrdalshreppi Skf. Reykjavíkur 1 ha 60 Einstaklingar
Upplönd Hafnarfjarðar Skf. Hafnarfjarðar 1-3 ha 137 Einstakl., félög og skólar
Sandahlíð í Garðabæ Skf. Garðabæjar 1 ha 17 Einstaklingar, félög
Smalaholt í Garðabæ Skf. Garðabæjar 1 ha ’ 16 Einstakl., félög og skólar
yatnsendi í Kópavogi Skf. Kópavogs 0,6-3 ha 44 Einstakl., félög og skólar
Úlfarsfell í Mosfellsbæ Skf. Mosfellsbæjar 0,5-1 ha 14 Einstaklingar
Háls í Eyjafjarðarsveit Skf. Eyfirðinga 1-2 ha 39 Einstaklingar og félög
Kotvellir í Fljótshlfð Skf. Rangæinga 3-5 ha 8 Einstaklingar
Úlfljótsvatn í Grafningi Rafmagnsveita Rvíkur 0,5 ha 42 Grunnskólar í Reykjavík
Samtals ha og spildur: 547 504
Styrkur úr
Umhverfís-
sjóði versl-
unarinnar
UMHVERFISSJÓÐUR verslun-
arinnar er sjóður sem kaup-
menn hér á landi hafa stofnað
og stuðla á að bættu umhverfi,
fegrun og uppgræðslu.
Eins og menn vita er mikil
þörf á fjármagni til náttúru-
verndar og með stofnun sjóðsins
vilja kaupmenn, með hjálp við-
skiptavina, leggja sitt af mörk-
um til að vernda nánasta um-
hverfi.
Formaður stjórnar Um-
hverfissjóðs verslunarinnar er
Bjarni Finnbogason en fram-
kvæmdastjóri Björn Jóhanns-
son. Sérstakt fagráð annast út-
hlutanir úr sjóðnum árlega í
samræmi við reglur sjóðsins en
formaður þess er Björn Sigur-
björnsson.
Á síðasta ári var alls úthlutað
20 milljónum króna til 15 aðila
og af þeirri upphæð hlaut Skóg-
ræktarfélag Islands kr.
5.000.000.00. Þess utan hlutu
þijú aðildarfélög sérstaka
styrki.
Stjórn Skógræktarfélags ís-
lands skipaði þriggja manna
nefnd til að annast úthlutunina
til aðildarfélaganna í samráði
við stjórn Umhverfissjóðsins.
Úthlutuninni var þannig hag-
að að öll aðildarfélögin, 50 að
tölu, lilutu grunnstyrk en við-
bótarupphæð var síðan ákveðin
samkvæmt rökstuddum reglum.
Félögunum var síðan gert að
gera grein fyrir hvernig styrkn-
um var varið. Sú skilagrein
verður kynnt í sjóðsstjórninni.
Þetta framla tryggir félög-
unum visst fjárhagslegt bol-
magn sem óneitanlega er for-
senda sjálfboðaliðastarfsins
sem unnið er á þeirra vegum.
En framlagið er líka staðfesting
á mikilvægi almennrar þátttöku
við uppgræðslu og skógrækt á
Islandi.
-----» ♦ »
Skógrækt
með
Skeljungi
FRÁ árinu 1994 hefur Skóg-
rækt með Skeljungi, sem er
samstarfsverkefni Skógræktar
ríkisins og Skeljungs hf., styrkt
aðildarfélög Skógræktarfélags
Islands með vænum fjárfram-
lögum.
Fyrsta árið var styrkurinn
tæpur 2 millj. kr., skipt á milli
skógræktarfélaganna, en þau
eru um 50 talsins og fengu þá
öll félögin úthlutað einhveijum
fjármunum. Ári síðar var 1,7
millj. kr. úthlutað til félaganna
og var félögum gert að sækja
sérstaklega um styrkinn. Um
37 aðildarfélög fengu þá úthlut-
að úr sjóðnum. Á síðasta ári var
um 1,5 millj. kr. úthlutað og var
fjöldi félaga svipaður.
Á þessum þrem árum hafa
félögin því fengið hátt í 5 millj.
kr. til ýmiss konar skógræktar-
verkefna. Fullvíst má telja að
styrkur þessi hafi komið í góðar
þarfir og þeim fjármunum verið
velvarið.
Félögin meta þennan stuðn-
ing mikils og vonast til að eiga
samleið með ofangreindum aðil-
um með það markmið að auka
og efla skógrækt á íslandi.
h