Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 7

Morgunblaðið - 16.05.1997, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 B 7 Ljósmynd/Þór HANDVERKSHÓPURINN Kaðlín. Frá vinstri: Dómhildur, Kristrún, Guðrún, Rannveig, Ólöf og Þóra. Nokkrar kvennanna úr handverkshópnum vantar á myndina. Fjölbreytt handverk í Kaðlín ÞEGAR komið er í þorp og bæi úti á landi virðist oft sem bæirnir kúri sofandi undir fjallshlíðum eða í víkum. Ef hins vegar grannt er skoðað kemur oftast í ljós iðandi og fjölbreytt mannlíf. í stóru gulu húsi við Garðars- brautina á Húsavík, sem áður hýsti útibú Landsbankans, er í dag að finna verkstæði sem nokkr- ar konur á Húsavík hafa sett á HÚSAVÍK laggirnar. Þetta eru konur á öllum aldri og úr öllum starfsstéttum. Þær hafa komið sér upp aðstöðu þarna til að sýna og selja vöru sem þær hafa unnið. Þetta er Kaðlín, handverkshús. Þegar inn er komið lætur hús- næðið lítið yfir sér en þó úir og grúir af alls kyns hlutum og fari fólk að grúska í hillunum eru það ótrúlegir hlutir sem koma í ljós og erfitt að leggja frá sér það sem maður hefur einu sinni tekið sér í hönd. Þarna er t.d. að finna hand- ofna dúka af öllum stærðum og gerðum, litríkar mottur, listaverk úr bútasaumi og skartgripi og myndir unnin úr sútuðu fiskroði og hrosshári. Ljósmynd/Þór ÞÓRA vinnur skartgripi úr sútuðu fiskroði og hrosshári. Hún vinnur myndir og kort á sama hátt og gerir pappírinn sjálf. Ljósmynd/Þór LOPINN á náttúrulega sinn sess eins og vera ber. Konurnar í Kaðlín prjóna peysur, vettlinga og húfur af listfengi. - í bak- grunni sést Húsavík í hvítu. Ljósmynd/Þór ÞAÐ virðist ekki heiglum hent að læra á þessa vefstóla. Skytt- an og slagborðið leika hins vegar í höndunum á Ólöfu og Rannveigu. BÚTASAUMUR af öllu tagi; dúkai púðar, teppi og allt sem nöfnum tjái að nefna. Ljósmynd/Þór Á STAÐNUM er ofið eftir kúnstar- innar reglum. Hér er hægt að fá allt frá diskamottum upp í stóra borð- dúka og gólfmottur. Á myndinni má sjá litríka refla og borðdúk. MEÐ AUGUM LANDANS Gósenand neytendans Arna Garðarsdóttir og eiginmaður hennar Jónas Tryggvason búa ásamt dóttur sinni Jóhönnu Rakel, við nám og störf í Seattle. Bandaríkjamenn hafa gjarnan auglýst landið sem land pen- inga og tækifæra. Víst er það satt að margir hafa orðið og ei’u auðugir í þessu landi. Tækifærin til að búa til peninga út frá ótrúlegustu hug- myndum gerast dag- lega. En það er líka auð- velt að eyða pening- um hér. Þjóðfélagið gengur út á að kaupa og kaupa meira. Fá hlutina á tilboði. Allir dagar eru tilefni til að gera þér tilboð; jól, „after Christmas sale“, páskar, mæðradagurinn, „early birds sale“ (þeir sem mæta snemma í búðina),Valentínusardagurinn, St. Patricks’ dagurinn og svona mætti lengi telja. Ef satt skal segja held ég að meðalmaðurinn í Bandaríkjunum kaupi aldrei neitt á „fullu verði.“ Það er a.m.k. búið að lækka verð vör- unnar einu sinni ef ekki tvisvar áður en nokkur kaupir hana. Það er líka hægt að ganga út frá því sem vísu að allflestir á 6-8 vikna fresti er skipt um „litalínu“ eða „fatalínu" í búð- inni sem gerir að verkum að sú „lína“ sem var síðast lækkar töluvert í verði og lækkar svo enn meira rétt áður en henni er alfarið kippt úr versluninni. Oft hefur heyrst í saumaklúbbum hjá okkur stelpunum: „Hei! Gula línan í Gappinu er komin á útsölu“ eða eitthvað þess hátt- ar. Fyrir utan það að geta keypt flesta hluti á útsölu er líka hægt að skila hlutum án nokkurrar fyrirhafnar, eina spumingin er hvort þú viljir peningana eða innleggsnótu. Til eru dæmi um fólk sem keypti sér spariklæðn- að, ekki á útsölu, fyrir sérstakt tækifæri en skilaði honum svo næsta dag þegar samkvæmið var afstaðið. Ein vinkona mín keypti sér utanyfirflík í útivist- arversluninni REI. Hún notaði flíkina af og til í 3 mánuði, en var aldrei almennilega sátt við hana. Að lokum ákvað hún að athuga hvort hægt væri að skila flíkinni. Hún sauð saman trú- verðuga sögu um engin loftgöt og mikinn svita, æfði sig í hug- anum í biðröðinni þar til af- greiðslumaðurinn rétti fram hendina og spurði: „Viltu pen- hlutir fara á einhverskonar til- boð fyrr eða síðar. Sunnudags- blaðið hér í Seattle vegur t.d. sennilega um tVö kíló og um 70% af þyngdinni eru auglýs- ingar ft-á verslunarkeðjum sem eru með einhverskonar útsölur' eða tilboð. Það hefur líka komið í ljós að eitt útbreiddasta áhugamál fólks er að „go shopp- in „ eða versla. Hér í borginni er töluvert af íslendingum. Eins og gengur hafa sumir dvalist hér lengur en aðrir og þeir vita nákvæmlega hvert á að fara eftir ákveðnum hlutum á ákveðnum tímum. Verslunarkeðjan Gap er t.d mjög vinsæl meðal íslendinga sem eiga börn. Þar er öruggt að inginn eða innleggsnótu?" Vin- konunni varð svo mikið um að henni vafðist tunga um tönn, en gat samt óskað eftir reiðufénu, steinihissa á móttökunum og þjónustunni. En afar sæl. Ég þekki annað dæmi um mann sem hafði átt flík í heilt ár, reyndar ónotaða, fór og skilaði henni og fékk endurgreitt. Eng- ar spurningar, bara alveg sjálf- sögð þjónusta. Það er að mörgu leyti þægi- legt að vera neytandi hér, ekk- ert stapp og stress yfir því hverju maður skilar, heldur er gengið út frá því að þú látir sjá þig aftur í versluninni því þjón- ustan hafi verið þér að skapi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.