Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997 G 5 Hver situr hvar ■9 s AÐ tíðkast við V brúðkaupsat- y 1 hafnir að konur /• sitja vinstra megin í kirkjunni en karlar hægra megin. í 5. bindi íslenskrar þjóðmenningar segir dr. Hjalti Hugason um þetta: „Aðgreining karla og kvenna við guðsþjónustu er ævaforn. Má rekja hana aftur til fornkirkjunnar.. .aðgreining- .. .eftir kynferði við guðsþjónustu og aðrir siðir sem tengdust kirkju- ferð og byggðust á sambærilegri kynskiptingu voru hluti af víðtæk- ari kyngreiningu er kom fram á flestum sviðum lífsins og stafaði meðal annars af hefðbundnum hugmyndum samfélagsins um mis- jafna stöðu og hlutverk karla og kvenna." Eftir þessu að dæma er augljóst að þessi venja að karlar og konur sitji ekki saman við fjölmennt kirkjubrúðkaup á uppruna sinn í nánast sjálfsögðu misrétti kynj- anna sem var við lýði og er ekki víst að menn átti sig á því nú til dags. I þessum kafla kemur fram að augljós stéttaskipting hafi verið í guðsþjónustunni og sátu hinir efnameiri fremst og síðan hver á eftir öðrum eftir efnahag. Konur sátu þá alltaf vinstra megin hversu mektugar sem þær voru en pilt- börn virðast þó oft hafa setið hjá mæðrum sínum. C77 i i » L Aðgreiningin hvarf fyrir nokkrum áratugum en heldur enn velli við hjónavígslur Dr. Hjalti segir ennfremur: „Þegar reynt er að gera sér grein fyrir hvenær aðgreining karla og kvenna við guðsþjónustu hvarf er athyglisvert að áberandi margir heimildarmenn sem fæddir eru fyrir 1910 kannast ekki við siðinn af eigin raun. Það bendir til að hann hafi verið horfinn af þeirra heimaslóðum fyrir 1920. . .Af þeim heimildarmönnum sem upp- lýsingar gefa um hvenær aðgrein- ing hvarf telja tveir að breytingin hafi orðið þegar upp úr aldamót- unum, sex nefna annan tug aldar- innar, fimm segja um 1920 og fjórir um 1930.“ Þá segir Hjalti: „Síðustu leifar kynskiptrar sæta- skipanar í kirkjum er sú venja að karlar og konur sitji sitt hvorum megin við miðgang við kirkjubrúð- kaup.“ FRÁ nútímakirkjubrúðkaupi í Bessastaðakirkju. Kynskipting brúðkaupsgesta er hliðstæð þeirri sætaskipan sem ríkti við guðs- þjónustur fyrr á öldum. Myndin er úr 5. bindi Isl. þjóðmenningar. LENGI var venja að syngja ákveðna brúðkaupssálma við giftingarat- hafnir en á þessu hefur orðið breyt- ing síðustu árin. Að sögn ýrnissa presta sem rætt var við um tónlist- arflutning við brúðkaup er ekki lengur sjálfgefið að fluttir séu ein- göngu hefðbundnir sálmar við brúð- kaup. Brúðhjón hafa oftar en ekki ákveðnar hugmyndir um hvaða tón- list þau viija að sé flutt við athöfn- ina og prestum finnst eðlilegt að taka tillit til þess. Brúðhjón velja þá oftast lag eða lög sem tengjast sambandi þeirra á einhvern hátt og minningar eru bundnar við, stundum er lesið upp ljóð eða einhver orð úr Biblíunni sem þau vilja senda hvort öðru. Hanna María Ásgrímsdóttir og Róbert Fragapane sem giftu sig í gær, laugardag í Garðakirkju, hjá séra Braga Friðrikssyni, prófasti ákváðu að velja sitt lagið hvort. Hanna Maria valdi gamlan Pres- leyslagara Can’t help falling in love with you og Róbert kaus að senda Hönnu Maríu Hún hring minn ber eftir Vilhjálm heitin Vilhjálmsson. Lögin verða leikin á orgel kirkjunn- ar. Róbert sagði að þau hefðu at- höfnina stutta en brúðarmarsinn yrði að sjálfsögðu leikinn, svo og útgöngumarsinn og kór Garða- kirkju flytti nokkur lög. Hann hafði eftir sr. Braga Frið- rikssyni að mikil Qölbreytni væri í lagavali þegar brúðhjón ákveða hvaða lög þau langar að láta leika. “Með þessu lagavali okkar erunt við að flytja hvoit öðru boð. Mér finnst það fallegt og rómantískt og ég held að þetta sé mjög algengt. Það gerir athöfnina persónulegri en ar.nars," sagði Róbert. Brúðkaupsveislan ykkar ______ í góðum höndum á Hótel Sögu -þín saga! Hótel Saga er rétti staðurinn fyrir brúðkaupsveisluna. Falleg og hlýleg salarkynni henta vel fyrir. stærri og smærri veislur og fagfólk með ára- langa reynslu í veislustjórn og skipu- lagningu aðstoðar væntanleg brúð- hjón við allan undirbúning. Glæsilegar veitingar eru í umsjón mat- reiðslumeistara hótelsins sem útbúa til dæmis kaffihlaðborð, snittur, smá- réttahlaðborð eða kvöldverð. Eftir veisluna geta brúðhjónin snætt kvöld- verð í Grillinu með sínum nánustu og^til að fullkomna daginn eyða þau nóttinni í brúðarsvítunni á Sögu. I brúðarsvítunni fá þau nýgiftu blóm og freyðivín og girnilegan morgun- verð daginn eftir. Svítan fæst á vildar- kjörum ef veislan er haldin á hótel- inu. Á Hótel Sögu er metnaður og reynsla í að útbúa veglegar brúðkaupsveislur á sanngjörnu verði. Allar nánari upplýsingar veitir starfs- fdlk á söludeild í síma 552 9900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.