Morgunblaðið - 18.05.1997, Síða 6
6 G SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Brúðkaup Hermanns Haukssonar og Margrétar Elíasdóttur
stórt brúókaup
Nú um helgina ganga í
hjónaband þau
Hermann Hauksson og
Margrét Elíasdóttir.
Það er töluvert mál að
skipuleggja fjölmennt
brúðkaup og þau nutu
dyggrar aðstoðar móður
brúðgumans, Margrétar
A. Frederiksen.
ÞAÐ þarf að skipuleggja brúðkaupið í tíma og hér silja þau
og leggja á ráðin, Margrét A. Frederiksen, Hermann Hauksson
og Margrét Elíasdóttir, ásamt syninum Martin Hermannssyni.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÞETTA er allt að koma, títupijónar hér og títupijónar þar.
/***/'/? ERMANN
Hauksson kann-
ast margir við úr
f y körfuboltanum en
hann var kosinn besti
leikmaður þessa árs í úrvalsdeild
körfuknattleiks og er KR-ingur af
lífí og sál. Reyndar hefur Margrét
Eiíasdóttir líka komið mikið nálægt
íþróttum. Hún lék handbolta með
Fram fyrr á árum og hefur síðan
verið að þjálfa.
Þau eru búin að búa saman í nokk-
ur ár og eiga soninn Martin en í
janúar lét Hermann til skarar skríða
og bað Margrétar. Það kom ekki
annað til greina en að mamma Her-
manns, Margrét A. Frederiksen,
hefði hönd í bagga með undirbún-
ingnum enda alvön að vinna við
veislur.
„Mér fannst alveg ofsalega gam-
an að þau skyldu vilja hafa mig með
í undirbúningnum og þetta tekur
tíma þannig að um leið og ég vissi
af þessu í janúar fórum við að skipu-
leggja daginn“, segir Margrét, móð-
ir Hermanns.
Ákveðið var að gefa þau saman
í Dómkirkjunni af sr. Hjalta Guð-
mundssyni. Þau vilja hafa hljóðfæra-
leik og Diddú syngur. Að athöfn
lokinni verður fjölskyldu og vinum
boðið í veislu í Valhöll og skipulagn-
ingin þar er í höndum mömmunnar.
Gylltur körfubolti og handbolti
„Ég var strax með það á hreinu
að mig langaði að hafa salinn öðru-
vísi en venja er og fljótlega var ég
búin að sjá fyrir mér hvernig ég
1. Panta kirkju og prest
2. Panta sal eða tjald ef það hent-
ar fyrir veisluna
3. Huga að veitingum og panta
þær eða úthluta verkefnum inn-
an fjölskyldu
4. Panta dúka
5. Panta borðbúnað
6. Panta ljósmyndatöku
7. Skoða brúðarkjól og föt á herr-
ann og börn ef því er að skipta
8. Panta blóm
9. Athuga með aðrar
skreytingar
vildi skreyta hann og hafa uppröðun-
ina,“ segir hún. „Boðsgestir eru um
180 talsins og þar sem íþróttirnar
hafa alltaf skipað stóran sess í lífi
þeirra beggja fannst mér tilvalið að
láta gylla körfubolta og handbolta
fyrir þau og láta skipa heiðursess.
Eg er líka að búa til gyllt stórt hjarta
sem á að vera á brúðkaupsborðinu
og eftir nokkra leit fann ég hjá
Kveik, kerti og servíettur. Það sem
mun setja svip á salinn verða auðvit-
að brúðhjónin sjálf bæði á myndum
og í eigin persónu. En mig langar
að skapa hlýlega stemmningu með
kertum, fallegum blómum og skreyt-
ingum,“ segir Margrét sem auðsjá-
anlega hefur lifað og hrærst i því
að undanförnu að passa að allt smelli
10. Panta hárgreiðslu og
snyrtingu
11. Athuga fylgihluti við fötin
12. Útvega bíl og bílsljóra á brúð-
kaupsdaginn
13. Huga að veislustjóra
14. Tónlist
15. Skemmtiatriði
16. Hringarnir
17. Brúðkaupsnóttin
18. Boðskortin
19. Börn í brúðkaupi. Hvað á að
gera fyrir þau?
20. Brúðkaupsferðin
saman fyrir brúðkaup sonarins og
tengdadótturinnar verðandi. Hjördís
Reykdal hjá Blómavali ætlar að sjá
um brúðarvöndinn og önnur blóm.
„Smurbrauðsstofa Sylvíu sér um
pinnamatinn en móðir brúðarinnar
verður líka með kræsingar. Með
matnum ætlum við að hafa vinið
Muscato. “
Vinkonan saumar
brúðarkjólinn
Vinkona brúðarinnar, Berglind
Ómarsdóttir, saumar kjólinn með
brúðinni en þær sáu mynd af kjól í
blaði og settust svo niður og byrjuðu
að sníða. „Enginn fær svo að sjá
kjólinn fyrr en ég geng inn kirkju-
gólfíð, ekki einu sinni mínir nán-
ustu, segir Margrét með áherslu.."
Auk þess sem þær vinkonur sjá um
að sauma kjólinn saumaði Margrét
íslenska hátíðarbúninginn á soninn
Martin:
Nokkrum dögum fyrir brúðkaupið
var hún að leita að fylgihlutum og
var þegar búin að ákveða að fá vin
sinn, Olaf Borgar, og vinkonu sína,
Karólínu, til að sjá um snyrtingu og
hárgreiðslu. Brúðguminn Hermann,
sonur hans Martin, bróðirinn Martin
og móðir hans Margrét fara öll í
snyrtingu hjá Ingu í Hár og förðun.
- Spennt?
„Fólki finnst við afskaplega róleg
yfír þessu, enda eigum við góða að
sem hjálpa okkur við allan undirbún-
ing. Þar að auki eru gæsa-, og
steggjapartíin yfirstaðin og við
þökkum bara fyrir að hafa sloppið
heilu og höldnu frá þeim.
Handjárnaður við bíl niður
Laugaveg
„Við vorum dregin út sitt hvorn
daginn og lentum í ýmsum uppá-
komum“, segir Hermann. Hann var
handjárnaður við bíl og látinn hlaupa
niður Laugaveg í fáránlegum fatn-
aði, tekinn úr sundskýlunni úti í
sundlaug, hárið á honum litað rautt
og hann sendur í flugferð svo dæmi
séu tekin af hans degi. Margrét var
líka heimsótt, hún fékk flugferð líka,
þurfti að reyna sig á línuskautum,
kenna Spinning og kíkja í furðuföt-
um á Astró.
Eftir þessar uppákomur finnst
þeim rólegheit framundan.
Margrét, móðir Hermanns, féllst
góðfúslega á að búa til lista fyrir
þau pör sem eru að huga að stóru
brúðkaupi þessa dagana.
Veittu þeim frelsi
...til að velja eigin gjöf
Gefðu gjafakort Kringlunnar og þá geta brúðhjónin
valið sér sjálf það sem þau fengu ekki í brúðargjöf.
Gjafakortin gilda í öllum verslunum Kringlunnar.
Gjafakortin eru í þremur verðgildum, 2.500 kr.,
5.000 kr. og 10.000 kr. og fást í versluninni
Byggt & Búið, Kringlunni.
Opiö mánudaga - fimmtudaga 10-18:30,
föstudaga 10-19 og laugardaga 10-16.
Sumar verslanir eru opnar lengur á kvöldin
og á sunnudögum.
KRINGMN
frá morgni til kvölds