Morgunblaðið - 18.05.1997, Side 8
8 G SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Gift í 41 ár
IARÐURINN þeirra er
ævintýri líkastur, fá-
gætar plöntur í öllum
regnbogans litum og sól-
’skálinn þeirra eitt blóma-
haf, jafnvel núna í maí. í þessari
gróðurvin synda litlir gullfiskar í
heimagerðri tjöm og fuglar spíg-
spora um. Jafnvel hunangsflugurn-
ar fá að vera óáreyttar. Það er
auðsýnilegt að væntumþykjan er
söm hjá þeim báðum, Huldu Filipp-
usdóttur og Áma Kjartanssyni
varðandi garðinn. Það kemur líka
á daginn að þetta telja þau leyndar-
dóminn að farsælu fjörutíu og eins
árs hjónabandi,- að rækta garðinn
sinn og eiga sameiginleg áhuga-
mál.
„Ég hefði ekki viljað vera án
eins einasta dags í þessi 41 ár“,
segir Hulda. „Við höfum verið af-
skaplega lánsöm og átt góð ár sam-
an.“
TJALDIÐ fenntí í kaf og þurftí að moka þau út úr því. Síðan
hefur bungan verið kölluð Brúðarbunga.
ÁRNI og Hulda áttu fjörutíu ára brúð-
kaupsafmæli í fyrra og héldu upp á af-
mælið með fjölskyldunni í Jökulheimum.
Sameiginleg áhugamál lykill
að farsælu hjónabandi
Þau segjast alveg viss um að
leyndardómurinn að farsælu hjóna-
bandi sé að fínna sameiginleg
áhugamál og rækta hjónabandið
sitt með þeim hætti.
Þau ráku í áratugi verslunina
Vogaver en þrátt fýrir að hafa ver-
ið saman oft og tíðum í vinnunni
vom þau líka einhuga í flestu sem
þau tóku sér fýrir hendur utan
vinnu.
„Við höfum bæði áhuga á garð-
rækt og höfum haft mikla ánægju
af því að sinna garðinum okkar öll
árin. Auk þess erum við bæði með
ólæknandi fjallabakteríu", segja
þau en um árin hafa þau verið uppi
um fjöll og fírnindi þegar tækifæri
hefur gefist. „ í mörg ár höfum við
farið saman á skíði stundum tvö
og oft líka með vinahópi, við höfum
gengið vikulega með vinum, erum
saman í leikfími og það líður ekki
sá dagur að við förum ekki saman
í sund“, segja þau. Vinahópurinn
er orðinn stór og þau segja að nán-
ustu vinina hafí þau eignast í fjalla-
ferðunum. „Það myndast náin
tengsl þegar verið er á jökli eða á
fjöllum uppi og þau tengsl sem við
mynduðum fyrir fjórum áratugum
haldast enn og eru sterk. Milli okk-
ar hefur myndast ævilöng vinátta",
segir Árni.
Ferðalög eiga upp á pallborðið
hjá þeim Huldu og Áma og þau
hafa ferðast víða bæði innanlands
og erlendis. „Hún er meira að segja
búin að hafa mig í golf“, segir Ámi
en bætir við að stund-
um fari hann bara með
til að draga kerruna
fyrir frúna.
„Svo virðist sem við
höfum meira að segja
smitað bömin af þessu
fjallaklifri okkar, þau
eru með skíðabakter-
íuna og sleppa ekki
tækfæri sem býðst til
að fara á fjöll“, segja
þau en bömin em fjög-
ur og bamabömin orðin
12 talsins. Eitt bama-
bamabam er í fjöl-
skyldunni.
- Þið fórað í sér-
staka brúðkaupsferð?
„Já. Sr. Bjami Jóns-
son gifti okkur þann
26. maí 1956 í stofunni
heima hjá sér í Lækjar-
götunni. Þar vora við-
staddir okkar nánustu,
Áslaug Ágústsdóttir,
kona sr. Bjama, lék á
orgel og við sungum
sálm. „Þetta var af-
skaplega falleg athöfn
og hún fór fram um kvöldmatarleyt-
ið eftir vinnu hjá mér. Daginn eftir
fóram við af stað á jökulinn", segir
Ámi.
Ógleymanleg brúðkaupsferð
Vorið áður höfðu þau átt þátt í
að byggja skálann í Jökulheimum
og þá kviknaði hugmyndin hjá þeim
að fara ári síðar þangað í brúð-
kaupsferð. Það má segja að við
höfum vígt skálann í brúðkaups-
ferðinni því fram að því hafði hann
ekki verið notaður. „Þetta var
ógleymanleg ferð, við voram þrett-
án í hópnum og ferðin var meðal
annars farin á vegum Landmælinga
íslands en við tókum að okkur,
þessi hópur, að þríhymingsmæla
jökulinn. Við voram því meira að
HULDA Filipusdóttir og Árni Kjartansson í brúðkaupsferðinni
á Vatnajökli árið 1956.
segja á fullum launum í brúðkaups-
ferðjnni“, segja þau og brosa. Hulda
og Ámi slógu upp brúðkaupsvéislu
þegar í Jökulheima var komið.
„Að vera á jökli er eins og að
koma inn í aðra veröld, þannig var
það að minnsta kosti á þessum áram
okkar þar. Við fóram árlega eftir
brúðkaupsferðina og síðan af og til
m.a. þegar við áttum tíu ára brúð-
kaupsafmæli og í fyrra á fjöratíu
ára brúðkaupsafmælinu okkar“,
segir Hulda. Þá tók öll fjölskyldan
sig til og fór yfír hvítasunnuna í
Jökulheima og það segja þau hjónin
að hafí verið gaman.
Þannig varð nafnið
Brúðarbunga til
í brúðkaupsferðinni forðum var
veðrasamt. Þau fóru um allan
jökulinn til að mæja og gistu í tjöld-
um. Hulda og Árni voru í litlu
tveggja manna tjaldi en eina nótt-
ina þegar þau vora á bungu einni
á Kverkfjallahrygg snjóaði svo
tjaldið þeirra í kaf. Það
þurfti að minnsta kosti
að moka þau ú
dagaði. Vinur
Sigurður Þórarins-
son skírði bunguna
við þetta tilefni
Brúðarbungu og í
dag heitir hún enn
Brúðarbunga. Það
er meira að
ið inn á
Þannig að brúðkaupsferð Árna
og Huldu gleymist seint.
ÞAÐ er oft erfitt að fá blóm-
in til að vera jöfn um allan
vasann þegar hann er frek-
ar víður og búa á til fallega
borðskreytingu. Heillaráð
er að taka svokall-
að blómalím-
band og líma
>að þversum
og langsum
á blómavas-
ann eins og
sést á
myndinni.
Blómunum
er síðan rað-
að í götin
sem myndast.
habitat
K R I N G L U N N I
/