Morgunblaðið - 18.05.1997, Síða 26
26 G SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tíska í brúðarkjólum
f ölbleikum tónum vinna ó
Margar stúlkur dreymir um að ganga inn
kirkjugólfið í hvítum kjól, með slör og litlar
brúðarmeyjar trítlandi á eftir. Sumar láta
drauminn rætast, aðrar skipta um skoðun
með árunum og velja sér öðruvísi kjóla,
jafnvel stutta sem þær geta síðan notað
eftir brúðkaupið eða þær ganga inn
kirkjugólfið í fallegri dragt.
*
rúðarkjólaleig-
ur hafa sprottið
upp á undanförn-
um árum og nú er
svo komið að mjög
margar konur leigja sér
kjól fyrir brúðkaups-
daginn. En hvernig
er tískan í brúðar-
kjólum um þessar
mundir?
Eftir að hafa rætt
við flesta þá sem
reka brúðarkjólaleig-
ur hér á landi stendur
hvíti liturinn upp úr
og síðan koma bein-
hvítir kjólar. Nýir
litir eru að vinna á
og þá aðallega tón-
ar sem fara út í
gyllt og fölbleikt.
Sniðin eru að
verða einfaldari
og perlur og pallí-
ettur á undan-
haldi þó alltaf
séu það samt
margar sem vilji
hafa íburð í kjól-
unum sínum.
Niðurstaðan er
einfaldlega að
brúðarkjólar eru
eins misjafnir
og konurnar
eru margar.
Fölbleikt að ryðja sér rúms
Katrín Óskarsdóttir hefur rekið
brúðarkjólaleigu í mörg ár. Hún
segir að hvítt og beinhvítt séu
áberandi litir í sumar en bætir við
að nýr litur sem hún er með í
kjólum, fölbleikur, hafi vakið
mikinn áhuga hjá þeim kon-
um sem hafa verið að
i máta að undanförnu. „Það
má segja að sniðin séu í
anda tískunnar á sjöunda
áratugnum, einfaldir kjól-
ar en oft með svokölluðu
prinsessusniði.“
Minna um pallíettur
og perlur
Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, sem leigir
út brúðarkjóla í Keflavík,
segir að hvíti liturinn hafi
vinninginn hjá verðandi
brúðum þó alltaf séu þær
líka margar sem gifti sig
í kremuðum kjólum eða
öðrum litum. „Það skiptir
engu hvort þær eiga böm
eða ekki þegar þær velja
hvíta kjóla og það er eitthvað
allt annað sem ræður ferð-
inni með litavalið," segir
hún. „Auðvitað er þetta
bara misjafnt eins og
konurnar em margar.“
Sniðin segir hún að séu
alla vega en þó séu
kjólar með prinsessu-
sniði mjög vinsælir.
Þeir em þá skiptir í
mitti með víðum pils-
um og hún er ekki
frá því að einfaldari
kjólar séu vinsælli
en þeir íburðar-
meiri. „Það verð-
ur æ minna um
perlur og pallí-
ettur með
hveiju árinu
sem líður."
í kúrekakjól inn kirkjugólfið
Til marks um misjafnan smekk
kvenna þegar brúðarkjólar eru
annarsvegar segir hún að margar
séu mjög hrifnar af ekta kúreka-
kjól sem hún fékk nýlega að utan.
„Hann er hvítur og svartur með
pífum að framan og opinn í bakið.
Það er stöðugt verið að spyija um
þennan kjól og hann vekur mikla
athygli.“
Fyrst segir Ragnheiður að
konurnar komi með mömmu
sína eða bestu vinkonu og velji
kjól. Þær koma svo í annað
skipti sjálfar og máta aftur og
í þriðja skiptið rétt fyrir brúð-
kaupið til að láta laga það
sem þarf. „Eiginmaðurinn
fær ekki að sjá kjólinn og
þegar hann kemur til að
máta föt má ég alls ekki
minnast einu orði á kjól-
inn.“ Flestar brúðarkjóla-
leigur eru með fötin á
herrana líka, litlu brúðar-
meyjarnar og drengina,
mæðurnar og jafnvel vinkon-
urnar sem kannski fylgja brúð-
inni inn kirkjugólfið.
„Ég segi oft að gamni mínu að
allt sé hægt að fá nú orðið á
brúðarkjólaleigum. Ég útvega
jafnvel hestvagn ef því er að
skipta,“ segir Ragnheiður.
Brúðarvöndurinn úr
sýningarglugganum
Þegar rosknar konur, um sex-
tugt og yfir, eru að gifta sig leigja
þær sér oft samkvæmiskjóla með
stuttum jökkum. „Það er allur
gangur á því í hveiju konur gifta
sig og oft kaupa þær sér dragtir
sem þær geta síðan notað eftir
brúðkaupið. Það er líka alls ekki
alltaf sem konur taka sér langan
tíma til að velja fatnaðinn," segir
Ragnheiður. Fyrir nokkru kom til
hennar kona sem var ákveðin í að
gifta sig daginn eftir og vantaði
f-
kjól eins og hún sagði:
„NÚNA.“ Ragnheiður
sagðist hafa brugðist vel við, fund-
ið fýrir hana svartan einfaldan kjól,
tekið brúðarvöndinn úr glugga-
num, lánað henni skó sem hún
hefur í búðinni fyrir þær sem eru
að máta og útvegað henni viðeig-
andi skraut í hárið.
Leigja kjóla
til Færeyja
Mæðgurnar Birna Jónasdóttir
og Fjóla Hersteinsdóttir reka sam-
an brúðarkjólaleiguna Fjólu á
Akureyri. Þetta er fimmta árið sem
þær eru með reksturinn.
VOLUSTEINN FLYTUR I MORKINA 1
Völusteinn opnar stærstu
sérverslun landsins með
föndurvörur og
saumavéiar í Mörkinni 1.
Kynnið ykkur
opnunartilboðin í
glæsilegri verslun okkar.
Mörkin 1 • Sími 588 9505