Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 3

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 B 3 DAGLEGT LIF við látna og hafa öðlast yfírskilvit- lega reynslu og trúa á framhalds- líf. Spíritisminn virðist því lifa með þjóðinni, hins vegar hefur hann breyst. Núna er heilun, reiki, hugmiðlar og annað sem er minna sýnilegt vinsælt. Spyija má: Er það að leggja stund á trúarbrögð? „Við könnuðum kenningu franska félagsfræðingsins Emils Durkheims um að trúarbrögð þjóni engum tilgangi í borgum ef mark- mið trúarbragða er að líma saman dreift samfélag í eina heild,“ segir Loftur Reimar. „Að okkar mati stenst hún einfaldlega ekki vegna þess að maðurinn virðist vera trúarleg vera.“ Trúarbrögð eru flóknari og eiga dýpri ástæður en svo að hægt sé að skýra þau með einfaldri félags- legri skilgreiningu. „Trú breytist," segir Loftur Reimar, „og hún dofn- ar ekki þótt byggð þéttist eins og Durkheim hélt fram. Trúarþörfin er ekki aðeins félagsleg heldur er hún eitt af því sem gerir menn að andlegum verurn." Loftur Reimar og Swatos kom- ust að því að ef til vill hafi sátt orðið milli kirkjunnar og spíritis- mans á íslandi, líkt og gerðist með heiðni og kristni fyrir þúsund árum. Kirkjan heldur sínu hlut- verki og fólkið leitar líka á önnur mið eins og til miðla til að ná sam- bandi við framliðna og trúir á ýmiss konar handanheima sem eru í engu samræmi við kristna kenn- ingu, en samt leitar það eftir þjón- ustu kirkjunnar. Andatrú framhald af þjóðtrú „Spíritisminn er í raun framhald af þjóðtrúnni, trúnni á afturgöng- ur, álfa og önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri,“ segir Loftur Reimar, „hann er líka einskonar tæknileg hlið á guðfræði, þar sem vísinda- legar tilraunir eru gerðar á ein- stökum fyrirbærum, enda eru prestar meðal frumheija hans hér á landi. Ég er ekki sammála því sem oft er sagt núna, að trúin hafi ekkert gildi lengur meðal þjóðar- innar,“ segir hann, „ég held að því sé þveröfugt farið. Trúin hefur bara breyst og trúarhegðunin er önnur. Þörfin er enn lifandi og fólk leitar að svörum við lífsgát- unni. Hinsvegar vilja færri kann- ast við að hér sé um trúarlega hegðun að ræða. Það er trúariðkun að stunda heilun eða fara á miðils- fundi til að ná sambandi við fram- liðna líktog að fara í messu.“ algengir á blómaskeiði spíritismans frá 1850-1930. Afrek þeirra voru umtöluð en eftir miðja þessa öld bar nær ekkert á svona miðlum meðal annars vegna þess að þeir urðu svo oft uppvísir að svikum. Nokkrir efnismiðlar voru aldrei staðnir að verki hversu vel sem gjörðir þeirra voru rannsakaðar. Einn þeirra er Indriði Indriðason en prófessor Guðmundur Hannes- son prófaði gáfu hans með síendur- teknum tilraunum. Loftur Reimar Gissurarson hefur ritað um rannsóknir á efnismiðlin- um Indriða (1883-1912) og segir að þær hafi aðallega stundað áður- nefndur Guðmundur prófessor í læknisfræði, séra Haraldur Níelson prófessor í guðfræði og rithöfund- urinn Einar H. Kvaran. Indriði Indriðason var af Skarðs- strönd, frá Hvoli í Dalasýslu. Hann tók þátt í tilraunum með andatrú hjá Einari H. Kvaran í Reykjavík. Fyrirbrigðin sem Indriði er sagð- ur hafa skapað fólust í hreyfingum á hlutum, lyftingum á þungum hús- gögnum sem jafnvel svifu um loftið og einnig að miðillinn hafi lyfst sjálfur. Einnig gat hann látið þung högg dynja á veggjum, kveikt ljós og látið hljóðfæri leika um loftið og spila sjálf. Auðvelt væri að hafna þessu og reikna með svikum í tafli en gallinn er að umfangsmiklar rannsóknir voru gerðar á miðilsfundum Indriða af háskólamönnum og aldrei tókst þeim að kveða Indriða í kútinn. Guðmundur Hannesson beitti öllum ráðum til að afsanna fyrirbrigðin en gafst að lokum upp og sannfærð- ist: „Aftur gat ég ekki betur séð en að mikill hluti fyrirbrigðanna væri svikalaus virkilegleiki." Indriði miðill svífur um loftið Hér að lokum dæmi frá Indriða miðli sem Haraldur Níelsson skráði og má einnig finna í íslensku sál- fræðibókinni (MM, 1993, bls 869: Miðillinn tekur nú aftur að klæða sig og fer í buxurnar. Þá hrópar hann enn einu sinni á hjálp. Biynjólfur Þorláksson stóð enn í fremra herberginu, en þýtur nú inn til miðilsins og sér að hann sveiflast á lofti, með fæturnar út að glugganum. Hann tekur þá í hann, dregur hann niður í rúmið og heldur honum þar. Þá finnur hann að bæði honum » og miðlinum er lyft upp ffi og hrópar þá á Þórð Odd- geirsson til hjálpar. Þórður fer inn í svefnherbergið, en á móti honum er kastað stól sem féll niður hjá ofninum í fremra herberginu. Þórður sveigði til hliðar til þess að komast hjá stólnum og kom nú inn í svefnherbergið. Brynj- ólfur lá þá ofan á bijósti mið- ilsins, en Þórður lagðist ofan á kné hans, og var hann þá allur á iði í rúminu. Þá var undirkoddanum undan svæfli miðilsins kastað upp i loftið pg féll hann niður á gólfíð. í sömu andránni komu kertastjakarnir sem voru í fremra herberginu, og var | þeim þeytt niður í svefn- herberginu. Grínistinn stendur einn á sviðinu eða fellur ÉG VAR töluvert mikill nörd þegar ég var yngri, svo mikill að meira að segja hundarnir í hverfinu hlupu undan mér þegar ég reyndi að klappa þeim. Það var skellt á mig í Vinalínunni þegar ég hrindi þangað (hann aftur!). Krakkarnir í hverfínu leyfðu mér aldrei að vera með ... nema í Einni krónu. Reyndar var ekki farið í leikinn nema ég væri með, því að ég var staurinn," segir Ólafur Þór Jóelsson 24 ára sviðsgrín- isti sem nefnist á útlensku stand up comedian. Ólafur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur sem bjó í Garðabæ og ætlar að kaupa í Kópavogi. Hann er útskrif- aður úr Versl- unarskóla ís- fóru að láta að sér kveða lá beinast við að nota stutterma- bolinn til þess að koma skila- boðum á framfæri. „Bolirnir urðu eins konar mótmælaspjöld í líki flíkur og einkennisklæði rokkara," heldur Wood áfram. Nú þegar gamlir ádeilu- söngvar heyrast helst sem aug- lýsingaslagarar og byltingar- kynslóðin situr við kjötkatlana er það í höndum tiskuhönnuða að boða fagnaðarerindið. Anna Sui selur stuttermaboli með áletruninni „Frelsið Tíbet“ í Soho og Calvin Klein hvetur fólk til þess að „vera“ og skír- skotar til boðskapar Ram Dass um að fanga augnablikið i sölu- herferð fyrir nýtt ilmvatn. Stuttermabolurinn, sem áður var tákn um stéttleysi, er orðinn aðalsmerki tískudrósa og -dára. Hvernig bregst þú viú þegor nakin konn bnnknr á hurð- ina hjá þér? „Ég hleypi henni út." Ólafur Þór Jóelsson: Litl- ir bláir karlar (strumpar) sem búa í sveppum segja sitt um höfundinn. Ólafur Þór Jóelsson stígur galgopalegur fram í sviðsljósið og Gunnar Hersveinn skilur hvers vegna hann vill fremur vera grínisti en fornleifafræðingur. lands og vinnur núna við innkaup á tölvuleikjum í Skífunni. „Mig hefur ailtaf langað til að vera leikari,“ segir hann, „og lét drauminn rætast í vetur í leikritinu Embættismannahvörfín sem Hug- leikur setti upp. Ég lék algjöran nörd en leikritið var um óhæfa em- bættismenn á vegnm borgarinnar sem voru geymdir á Korpúlfsstöð- um.“ Fjögur ár til að verða leiðlnlegastur í aftursætinu Ólafur segist hafa heillast ungur af grínistum á sviði en hóf ferilinn samt sjálfur í útvarpi. „Ég og vin- ur minn Haraldur Egilsson skrif- uðum gamanþætti fyrir útvarps- stöðina Sólina fyrir fimm árum og þangað til útsendingar hættu - og hún slokknaði." Ólafur skráði sig í keppni á k grínhátíð Hafnfírðinga árið H 1996 og háði harða baráttu við hinn keppandann, viður- v ? eigninni lauk með jafntefli. „Ég sem efnið sjálfur," segir hann, „það gefur miklu meira að heyra fólkið hlæja að því sem maður hefur samið sjálfur. Þegar ég var unglingur gat ég ekki hugsað mér að leggja fyrir mig ákveðin störf í framtíðinni. Til dæm- is að vera landfræðingur og fara í íjögur ár í háskóla til að vera leiðin- legasti maðurinn í aftursætinu: „Hérna er Bárðarbunga og þarna er Akrafjall... og vera alltaf kastað út í Hvalfirðinum. Eins gat ég ekki hugsað mér að læra fornleifafræði eða vera fjögur ár í háskóla til að læra á teskeið og kíttispaða." Ólafur fór því í hæfileikakeppnina Stjörnur morgundagsins á Hótel ís- landi þótt hún virtist aðallega vera fyrir efnilega söngvara enda verð- launin að fá að syngja. Hann hreif áhorfendur og upp fra því fór hann að fá beiðnir um að skemmta á sviði. „Fyrst var ég beðinn um að hita upp fyrir Davíð Þór Jónsson í félags- miðstöðinni í Hafnarfírði og var sér- staklega beðinn um að vera ekki grófur," segir hann og bætir við að hann vilji ekki standa og falla með grófum klámbröndurum. „Fremur vil ég hæðast að sjálfum mér, fólk virðist hafa gaman af því.“ Næst var hann aðalnúmerið í fé- lagsmiðstöðinni í Keflavík því hljóm- sveit hitaði upp fyrir hann. „Ungl- ingar eru mjög góðir áhorfendur, kröfuharðir, en þeir hlusta og geta hlegið,“ segir hann. „Mér var sagt seinna að sögurnar mínar gengju um bæinn.“ Mesta kátinu í Keflavík vakti þó ganga Ólafs af sviðinu. Hljómsveitinni fylgdu margar snúrur og hann flæktist í þeim og flaug á hausinn. „Enskan og íslenskan þvældust hins vegar fyrir mér í skóla, sérstak- lega íslenskan. Stigbreyting lýsing- arorða vafðist rosalega fýrir mér. Það var ekki fyrr en á síðasta ári í grunnskóla sem ég fann aðferð sem dugði. Ég hugsaði bara um Ríó tríó- ið: Feitur, feitari, feitastur. Falskur, falskari, falskastur." Leikari en ekkl kynskiptingur Ólafur hefur skemmt á nokkrum öðrum stöðum, til dæmis hjá Mynd- marki og samdi hann af því tilefni haug af myndbandabröndurum: Hann leigði spólu og ætlaði að horfa á hana með kærustunni. Þegar myndin byijaði og Gylfí Pálsson birt- ist til að flytja þulu um hveijir mættu horfa á hana sagði kærastan: Heyrðu, ég held ég hafí séð þessa mynd áður! - Ef til vill ætti Gylfí að vera í mismunandi litum jakkaföt- um eftir því hvort myndin væri bönn- uð innan 12,14 eða 16 ára, og hugs- anlega með fleiri stflbrigði í hárinu. Spaug eldist hraðar á íslandi en í fjölmennari samfélögum og því þarf sviðsgrínari ævinlega að vera ferskur og segist Ólafur gera sér grein fyrir því. En hveijar eru fyrir- myndirnar? „Nokkrar, Jim Davidson er ein af þeim, ég sá hann nýlega í London. Ben Elton er önnur fyrir- mynd, líka Breti.“ Ólafur spáir í framtíðina að lok- um. Hann langar til að verða leikari en líka spaugari og búa til persón- ur, aftur á móti ætlar hann ekki að verða kynskiptingur en hefur áhyggjur af framtíðinni sökum þess hve læknisfræðinni fleygir fram. „Kynskiptaaðgerðir núna eru frekar flóknar og fáir fara í þær, en hvernig verða þær eftir 30 ár? Ef til vill verður kominn klefí við hliðina á passamyndaklefanum sem á stendur: Kynskiptaaðgerð. Maður fer inn og kemur út sem kona með litla vininn sinn í gjafaumbúðum. En verst af öllu verður þetta í banka- kerfinu, þar verða tveir klefar: „For- eign exchanges“ og „sex exchang- es“. Og svo villist maður á klefum og kemur út með fimmhundruð kall sem kona og segir við gjaldkerann „Ég ætlaði bara að skipta þessu í pund,“ og hann svarar: „Þetta verð- ur ekki aftur tekið.“ Auðvitað ekki!“ ACO mild sápa Mjúk og kremkennd Drjúg PH 4,5 250 ml & looo m/ ||^r ■ a MildTvál : Föt kájislig hutl ■■B §1 Fæst í næsta apóteki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.