Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.06.1997, Qupperneq 14
14 E SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ REYKJANES - STAÐA GROÐURS OG UPPGRÆÐSLU * ^ A aðalfundi Skógræktarfélags Islands sem haldinn var í Hafnarfírði sl. sumar héldu þeir Andrés Amalds og Þröstur Eysteinsson eríndi um stöðu og framtíðarmöguleika gróðurs og ræktunar á Reykjanesi sem athygli vöktu. Hér stikla höfundar í eftirfarandi greinum á stóru um svipað efni sem á jafn mikið og ekki síður eríndi til okkar þegar sól hækkar á lofti og gróður byijar að taka við sér þar sem hann er á annað borð. Einnig þótti fróðlegt að fá fram svör við nokkrum áhugaverðum spumingum hjá þremur forsvarsmönnum sveitarfélaga sem eiga ekki síst hagsmuna að gæta á Reykjanesi. Um skógræktarskilyrði á Reykjanesskaga Stöðva þarf jarðvegsrof víða á sunnanverðum Reykjanesskaga, segir Þröstur Eysteinsson og binda sandinn við Reykjanes, rækta skóg í grennd við þéttbýli og víðar til útivistar og jarðvegsvernd- ar, græða illa gróið land. Á Reykjanesskaga, sem annars staðar á láglendi íslands er eðlilegur hástigsgróð- ur skógur eða kjarr, en í dag er aðeins lít- ill hluti hans klæddur þeim gróðri. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður, sem sumar tengjast náttúrunni en aðrar landnýtingu sem ekki er við hæfi. Ekki er þó nokkur vafi að með vilja, vinnu og vali á réttum tegundum og aðferð- um er hægt að bæta Þröstur Eysteinsson gróðurfar Reykjanes- skagans til muna. Landgerðir Á Reykjanesskaga er fjölbreytt landslag og bjóða mismunandi landgerðir upp á mis- munandi möguleika til landnýtingar og upp- græðslu. Einnig er þörfin á uppgræðslu og skógrækt misbrýn eftir landgerðum. Yst á Reykjanesi eru sandorpin hraun þar sem óstöðugleiki sandsins veldur því að gróður á erfitt uppdráttar. Sandur á hreyfingu hefur tilhneigingu til að breiðast út yfir gróið land og þess vegna er afar brýnt að binda hann með gróðri. Misgömul nútímahraun þekja stóran hluta svæðisins. Á þeim sem eru yngri en ca. 3000 ára ræður gamburmosi ríkjum. Ofríki hans dregur mjög úr hraða gróð- urframvindu þar sem fræ annarra plöntutegunda eiga erfitt með að spíra í honum. Lífríki þessara hrauna er því mjög fábreytt. í eldri hraunum hefur gróðurfram- vinda náð lengra og þar er víða að finna lynglendi eða birkikjarr. Birkið á Reykjanesskaga er lág- vaxið og kræklótt og nær óvíða mannhæð, jafnvel þar sem það hefur verið friðað fyrir beit í ára- tugi eins og í Heiðmörk. Skóg- rækt í hraunum er hvorki auðveld né nauðsynleg til jarðvegsverndar en ekkert mælir þó gegn því að rækta þar skóg því engin hætta er á útrýmingu þessarar landgerð- ar. Þar sem ekki eru nútímahraun eru víðast rýrir móar eða blásnir melar. Þessar landgerðir eru af- leiðing búfjárbeitar í 11 aldir. Sums staðar, einkum á sunnan- verðum skaganum, er virkt jarð- vegsrof á þessum svæðum. Afar brýnt er að stöðva rofið og græða þessi svæði upp. Um hlíðar fjalla gildir það sama og um landgerðina hér næst að ofan, þar sem er jarðvegsrof ber að stöðva það. Óþarfi er þó yfir- leitt að hafast að við uppgræðslu ofarlega í hlíðum eða uppi á tind- um þeirra, enda eflaust mjög erf- itt. Skógræktarskilyrði Almennt sagt eru skógræktar- skilyrði lökust vestast á Reykja- nesskaga og batna eftir því sem austar dregur. Skjól (eða skjól- leysi) er það sem skiptir mestu máli. Við sjávarsíðuna setur sæ- rok stundum strik í reikninginn og takmarkar plöntuval. Fæstum dettur í hug að þurrkur geti háð Ljósmynd/Ólafur Oddsson SITKAGRENI hefur náð góð- um þroska efst í landi Straums. trjágróðri á Reykjanesskaga, en þar sem undirlag er mjög gljúpt (t.d. hraun) er það engu að síður staðreynd. Best eru skógræktarskilyrði í neðanverðum brekkum inn til landsins austarlega á svæðinu, t.d. öll brekkurótin frá Kleifar- vatni og austur fyrir Bláfjöll, og annars staðar í brekkurótum eða undir sprunguveggjum. Þar er Endurheimt landkosta á Reykjanesskaga Það dylst fáum sem fara um Reykjanes- skaga að þar hefur mikil landhnignun átt sér stað í aldanna rás. í stað grænna grunda og vöxtulegs birkikjarrs blasa víða við gróðurtötrar og jafnvel auðnir, skrifar Andrés Arnalds. Afieiðingamar em víðtæk- ar, en koma e.t.v. hvað skýrast fram í skjólleysi og auknum skafrenningi. Skaginn, sem er heimkynni mikils hluta þjóðarinnar, er ekki nærri því eins byggilegur og hann ætti að vera. Horfnir landkostir Þrátt fyrir berangurslega ásýnd landsins eru raunveruleg gróður- skilyrði góð víðast hvar á Reykja- nesskaga. Til forna þótti þar mikil veðursæld, samanber þá frásögn Sturlungu að á Reykjanesi hafi aldrei orðið „ófijóvgir akrar“. Heimildum um gróðurfar á Reykjanesskaga ber öllum saman um að nær allar þær auðnir, melar og jarðvegssár, sem svo víða blasa við, hafi fyrrum verið grón- ar. Ástæðurnar fyrir því hve ástand þessa landssvæðis er slæmt eru margar. Mestu munar þó um alda- langa rányrkju liðinna kynslóða, toll sem landið galt við að fram- fleyta þjóðinni á tímum fátæktar og vanþekk- ingar á takmörkunum landsins. Einnig hafa hraun lagt undir sig stór svæði á sögulegum tíma. Lítill vafi leikur á því að megin- hluti Reykjanesskagans, að undan- skildum yngstu hraunum og ystu annnesjum, hefur verið vaxinn skógi fyrrum, og lengi fram eftir öldum. Það sýna annars vegar kjarrleifar þær sem enn standa eft- ir, en hins vegar má ráða hið sama af vitnisburðum skráðra heimilda. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns kemur fram að um 1700 voru enn miklir skógar á Reykjanesskaga. Þá áttu 8 jarðir úr Grindavík og 23 jarðir úr Rosm- hvalaneshreppi kolagerðarskóg í Suðurnesjaalmenningum. I Vatns- leysustrandarhreppi áttu 20 jarðir og í Álftaneshreppi 22 jarðir kola- gerðarskóg í almenningum. Á sum- um jörðum, t.d. Krýsuvík, var þá enn nokkurt kjarr í heimalöndum en er að eyðast. Athyglisvert er að ekki er getið um að skógur til kola- gerðar í almenningum fari þverr- andi. Það undirstrikar stærð þeirra á þessum tíma, því yfirleitt var reynt að gera sem minnst úr öllum hlunnindum í þessari úttekt. Lyng- rif segir líka sina sögu. Það er að vísu talið til hlunninda á fjölda jarða, en er þverrandi í heimalönd- um og langsótt fyrir marga. Mótekja var víða lítil á skaganum. Lyng og hrís var eftirsótt til eldiviðar og af mörgum býlum varð að gjalda hríshesta, einn eða fleiri, til Bessastaða. Fjöruþang var helsta eldsneytið á Vatns- leysuströndinni og víð- ar, en „þurrabúðar- hyskið" átti lítinn eða engan rétt á þangtöku. Því urðu margir að leita í úthagann eftir eldivið. Þegar búið var að eyða birkinu, var einirinn og lyngið rifið. Sauðfé og annar bús- mali átti að sjálfsögðu sinn þátt í eyðingunni og hindraði eðlilega endurnýjun gróðursins með því að bíta nýgræðinginn jafnharðan og hann óx. Rányrkjan hélt áfram allt fram á þessa öld. Ástand gróðurs og jarð- vegs er viða slæmt, eða jafnvel mjög slæmt ef tekið er tillit til gróð- urfarslegra skilyrða. Breytir þar litlu þótt ástand lands hafi nokkuð batnað á síðari árum, m.a. vegna fjárfækkunar, ef litið er á skagann í heild. Spyrnt við fótum Nokkuð er nú umliðið síðan augu manna tóku að opnast fyrir því að nauðsynlegt væri að grípa til að- gerða til að sporna gegn frekari eyðingu. Haustið 1952 tóku Árni G. Ey- lands og Sæmundur Friðriksson saman einkar fróðlega „greinar- gerð um athugun á að friða Reykjanesskaga ásamt Reykjavík, Hafnarfirði og nágrenni bæjanna fyrir ágangi búfjár“, en sauðfé á þessu svæði hafði verið fargað vegna mæðiveiki haustið 1951. Úr þessum áformum varð ekki að sinni, sem er önnur saga, en þar birtist m.a. úttekt á gróðri á Reykjaneskaga, sem Steindór Steindórsson samdi. í lok úttektar sinnar víkur Stein- dór að endurheimt gróðurs á Reykjanesskaga: „En eru þá hraun- breiður þessar dæmdar til eilífðrar auðnar og að vera eitt ófrjósamasta og ömurlegasta svæði á öllu land- inu? Naumast mun svo vera. Þau hafa einu sinni verið skógi klædd, og það geta þau aftur orðið, ef mannshöndin leggur þeim lið, og tekur nú til að græða það sem áður var eytt.“ Fyrstu landgræðsluframkvæmd- ir á Reykjanesskaga hófust 1938 með uppsetningu 20 km girðingar og stöðvun sandfoks vestast á skag- anum. Ýmsir fleiri áfangasigrar hafa náðst í verndun landkosta á liðnum áratugum. Árin 1977-1978 var girt þvert yfir Reykjanesskag- ann og var þá allt land vestan Grindavíkurvegar, um 35.000 hekt- arar, friðað fyrir beit. Síðan hefur áburði og fræi verið dreift víða á því svæði. Ýmsar aðrar girðingar hafa verið settar upp, m.a. til að friða höfuðborgarsvæðið, og auð- velt að skoða árangur friðunar við fjölbreyttar aðstæður, bæði með og án uppgræðslu. Mikil reynsla hefur aflast sem unnt er að byggja á enn stærri áfanga í endurheimt landkosta á Reykjanesskaga. Á miklum hluta skagans mun gróður taka framför- um ef hann fær algjöran frið fyrir búfjárbeit um nokkurn tíma. Fé er orðið fátt og mörg sveitarfélaganna hafa nú þegar bannað lausagöngu sauðQár, en ekki öll og því fer féð víða um. Komin er góð reynsla af beitarhólfum, þannig að auðvelt á að vera að koma til móts við þá sem vilja stunda einhvern sauðfjárbú- skap þótt tekið sé með öllu fyrir lausagöngu. Slík friðun er langódý- rasta og mikilvirkasta leiðin til að bæta ástand gróðurs og jarðvegs sé til lengri tíma er litið. Jafnframt væri þá unnt að fjarlæga mikið af girðingum, sem margar hveijar eru komnar til ára sinna og þurfa mik- ið viðhald. Þar sem uppblásturinn hefur hvað harðast unnið sín spellvirki mun friðunin ein ekki duga. Nakið land grær yfirleitt hægt án aðstoð- ar. Fyrir því eru ýmsar ástæður, en veigamestar eru e.t.v. skortur á raka- og næringarheldni, erfiðar spírunaraðstæður og hin gífurlega holklakamyndun sem er í ógrónu landi. Uppgræðsla með grasfræi og áburði, eða öðrum aðferðum, miðar að því að koma gróðurþróun af stað eða flýta fyrir henni, um áratugi eða aldir eftir aðstæðum. Þetta á ekki hvað síst við um Miðnesheið- Andrés Arnalds

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.