Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Arnar Sigurðsson veitti mesta mótspyrnu íslensku keppendanna ítenniskeppninni Islending- arnir eru allir úr leik ÍSLEMSKU tennisleikararnir töpuðu allir í fyrstu umferð í gær og eru því úr leik. Arnar Sigurðsson veitti mesta mót- spyrnu íslensku keppendanna, en hann tapaði í þremur sett- um fyrir David Pons frá And- orru. Atli Þorbjörnsson, Hrafn- hildur Hannesdóttir og íris Staub töpuðu öll ftveimur sett- um. Hrafnhildur Hannesdóttir, 19 ára, iék gegn Helen Asciak frá Möltu, sem er orðin 34 ára, í _____________ fyrstu umferð tenniskeppninnar á Edwtn Smáþjóðaleikunum, S sem fer fram >'Tenn- ishöll Kópavogs. Hrafnhildur tapaði 0 - 6 og 0 - 6. „Asciak spilaði mjög aftarlega á vellinum og gerði fá mistök. Mig vantaði ef til vill meiri þolinmæði, en að öðru leyti spilaði ég ágæt- lega. Ég hefði auðvitað viljað kom- ast iengra í mótinu, en mér er sagt að Asciak sé með þeim bestu á mótinu," sagði Hrafnhildur. Hún leikur í tvíliðaleik á morgun með Stefaníu Stefánsdóttur. Asciak, andstæðingur Hrafnhildar, leikur gegn Ludmilu Varmuzovu frá San Marínó í annarri umferð. íris Staub lék gegn Lisu Camenz- uli frá Möltu og beið einnig lægri hlut, en vann eina lotu í fyrra sett- inu. Camenzuli mætir löndu Varmuzovu, Francescu Guardigli, í næstu umferð, en báðar síðast- nefndu konurnar sátu hjá í fyrstu umferð. Fleiri leikir eru á dagskrá í ann- arri umferð, sem verður leikin í dag. Alexandra Poldervaart frá Mónakó mætir Fabienne Thill frá Lúxemburg og Jessica Giordano frá Mónakó leikur gegn Rosabel Moyen frá Lúxemburg, sem sat hjá í fyrstu umferð. Atli Þorbjörnsson tapaði fyrir Stephan Ritter frá Liechtenstein 1 - 6 og 0 - 6. Ritter þykir mjög sterkur tennismaður, en hann mæt- ir Sacha Toma frá Lúxemburg í dag. Þá mætir Mónakómaðurinn Christophe Bosio Andorrubúanum Joan Jimenez og Christopher Gatt leikur gegn Christoph Hoop frá Liechtenstein. Atli leikur í tvíliða- leik í dag með Stefáni Pálssyni. Þrautseigja Arnars dugði ekki Arnar Sigurðsson, sem er aðeins 16 ára og mjög efnilegur, lék við David Pons frá Andorru í fyrstu umferðinni. Pons er mjög sterkur tennisleikari og var Arnar nokkuð óheppinn að lenda gegn honum strax í fyrstu umferð. Arnar byij- aði nokkuð vel og hafði forystu, 5:4, í fyrsta setti, en Pons klóraði í bakkann og vann fyrsta settið, 7:5. Arnar gafst ekki upp og sigraði í öðru setti, 6:4, eftir að Pons hafði verið yfir, 4:3. Arnar er mikill bar- áttumaður og gefst ekki upp þótt Morgunblaðið/Jim Smart ARNAR Sigurðsson lék best íslendlnga í gær og var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap. á móti blási. í þriðja og síðasta settinu var nokkuð dregið af Arn- ari, enda var hann búinn að hlaupa í allar áttir eftir föstum sendingum Pons. Andorrubúinn sigraði í fyrsta tveimur lotunum í þriðja og síðasta settinu. Arnari tókst þó að vinna næstu lotu með mikilli baráttu og héldu margir að Pons hefði misst dálitla þolinmæði við það. Hann hélt þó ótrauður áfram, sigraði í síðustu ijórum lotunum og þar með í leiknum. „Ég er ekki ánægður með frammistöðu mína í þessum leik. Ég hef ekki keppt síðan í Lúxemborg fyrir tveimur árum,“ sagði David Pons eftir leikinn. Hann er áhugamaður og starfar sem tennisþjálfari í heimalandi sínu. Arnar var ánægður með leik sinn þrátt fyrir að vera úr leik í fyrstu umferð. „Ég er ánægður með hvernig ég spilaði, en ég var orðinn mjög þreyttur í lokin. Einnig vant- ar mig reynslu. David er mjög sterkur og er sérstaklega góður á endalínunni," sagði Arnar. Pons hrósaði Arnari fyrir frammistöðu sína. „Hann lék vel og á eftir að verða góður eftir tvö til þrjú ár. Hann verður aðallega að styrkja sig og slá fastar. Hann er mjög snöggur, en hleypur of rnikið," sagði Pons um Arnar. And- orrubúinn sterki mætir Sébastien Graeff frá Mónakó í dag og mun það vafalítið verða spennandi, en leikurinn hefst kl. 9. íslendingar eru sigurstranglegir Sandra Dögg Árnadóttir skrifar Fimleikar eru nú í fyrsta skipti keppnisgrein á Smáþjóðaleik- um. Keppt er í dag og á morgun í Laugardalshöll og hefst keppni kl. 17 báða dagana. Keppt verður í ein- staklingskeppni karla og kvenna og liðakeppni kvenna, þar sem fjögur lið berjast. Búist er við harðri keppni milli ís- iands, Luxembourg, Mónakó og Kýpur. Islenska liðið skipa Elva Rut Jónsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Eva Þrastardóttir og Hlín Benedikts- dóttir. Elva Rut sem er íslands- meistari, meiddist á hné en sem betur fer treystir hún sér til þessa að keppa þar sem hún er stoð og stytta íslenska liðsins. Rúnar Alexanderson á mikla möguleika í karlakeppninni en lík- legt er að Mike Fiorese frá Luxemb- urg og Kýpurmennirnir tveir fylgi honum fast á eftir. Á morgun, fimmtudag, verður keppt í úrslitum á áhöldum. Gala sýning verður svo á föstudagskvöld- ið kl. 20. i Landsliðsþjálfarar kvenna eru ELVA Rut Jónsdóttir, ís- landsmelstari, verður með þrátt fyrir að hafa verlð meidd undanfarið. Berglind Pétursdóttir og Vladimir Antonov en þjálfarar karlanna eru það Heimir Jón Gunnarsson og Jan Cerven. Keppnisreglur Keppt er í fijálsum æfingum og eru stúlkurnar dæmdar frá 9.0 en piltarnir frá 8.6. Til þess að fá hærri upphafseinkunn þarf að framkvæma mjög erfiðar æfingar og samtengingar. Upphafseinkunn- in er sú einkunn sem keppandinn er dæmdur útfrá og er hún sýnd af yfirdómara hvers áhalds. Hver dómari skilar inn frádráttum fyrir framkvæmd, sem er svo dregin frá upphafseinkunn og meðaltal ein- kunnana gerir lokaeinkunn kepp- andans. Liðakeppnin í liði eru fimm keppendur, þjálf- arinn velur fjóra til þess að keppa á hverju áhaldi og þrír efstu telja til stiga á hverju áhaldi. Úrslit á áhöldum Átta efstu á hveiju áhaldi keppa til verðlauna í úrslitum, þá eru gerð- ar strangari reglur um erfiðleika- gildi æfinganna. Morgunblaðið/Arnaldur HLÍN Benediktsdóttir, eln íslensku landsliðsstúlknanna, æfir sig ■ stökki í Laugardalshöllinni í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið D - Íþróttir (04.06.1997)
https://timarit.is/issue/129567

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið D - Íþróttir (04.06.1997)

Aðgerðir: