Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
r f| r>í>fi r ímA. K qrnífmMr.mtf
6 D MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
ÍÞRÓTTIR
SMAÞJOÐALEIKAR / FRJALSIÞROTTIR
íslendinga
Ivar
Benediktsson
skrifar
Keppni í fijálsíþróttum er alltaf
einn af hápunktum Smáþjóða-
leikanna og víst að svo verður einn-
ig nú. Aðalkeppnin
verður eflaust á milli
íslendinga og Kýp-
urbúa, en liðsmenn
Kýpur hafa mjög
sótt í sig veðrið undanfarin ár.
Skemmst er að minnast góðrar
frammistöðu þeirra í Evrópubikar-
keppni karlalandsliða í Belgíu í fyrra
er þeir voru m.a. með íslendingum
í riðli og náðum athyglisverðum ár-
angri, enduðu 39 stigum fyrir ofan
ísland og voru ekki nema hársbreidd
frá því að færast upp um deild.
Aðrar þjóðir ættu ekki að blanda sér
mjög í keppnina en eiga þó skeinu-
hætta fulltrúa í nokkrum greinum.
Alls er keppt í 31 grein í frjáls-
íþróttakeppni Smáþjóðaleikanna. Á
síðustu leikum vann ísland 8 gull-
verðlaun, 7 silfurverðlaun og 10
bronsverðlaun, samtals 25 verðlaun
sem er besti árangur til þessa, en á
Möltu tókst að vinna 20 verðlaun
og 19 í Andorra árið 1991.
Talsvert er af nýliðum í íslenska
liðinu að þessu sinni sem m.a. skýr-
ist af því að þijár af fremstu og
reyndustu fijálsíþróttakonum síð-
ustu ára, Geirlaug B. Geirlaugsdótt-
ir, Martha Ernstsdóttir og Þórdís
Gísladóttir gáfu ekki kost á sér að
þessu sinni af persónulegum ástæð-
um. Þá hefur einnig orðið sú breyt-
ing á karlaliðinu frá síðustu leikum
að Sigurður Einarsson spjótkastari
er ekki með og íslandsmethafinn í
kringlukasti, Vésteinn Hafsteinsson,
er hættur keppni. Það hefur samt
reynslumenn innan sinna vébanda
s.s. Pétur Guðmundsson, kúlvarpara
og Helgu Halldórsdóttur, hlaupa-
konu sem eru fyrirliðar liðsins að
ógleymdum Jóni Amari Magnús-
syni, Sigmari Gunnarssyni, Sigurði
T. Sigurðssyni, Kristjáni Gissurar-
syni og Jóni Oddssyni í karlaliðinu
svo einhverjir séu nefdir. Kvenna-
sveitin skartar einnig reynslukonum
auk Helgu og má þar nefna eina
fremstu 400 m grindahlaupara
heimsins, Guðrúnu Arnardóttur,
Fríðu Rún Þórðardóttur, Birnu
Björnsdóttur sem einnig hefur keppt
með sundlandsliðinu á Smáþjóðaleik-
um og Sigríði Önnu Guðjónsdóttur.
Kristján og Sigurður T. fá hörku-
keppni í fyrstu grein, stangarstökki.
Þeir eru þekktir keppnismenn og
ekki ósennilegt að þeir beijist hart
fyrir að vinna til verðlauna þó svo
að þrír andstæðingar þeirra hafi
farið yfir 5 m á þessu ári. Pétur á
bestan árangur keppenda í kringlu-
kasti. Annars eru flestir með líkan
árangur á þessu ári og víst að keppni
þar verður spennandi. Sömu sögu
má segja af langstökki kvenna en á
góðum degi ætti Sigríður Anna að
geta verið í verðlaunasæti. Jóhannes
Már Marteinsson og Bjarni Þór
Traustason sem keppa í 100 m
hlaupi munu eiga við ramman reip
að draga. Jóhannes hljóp á 10,60
sek. nýlega og er greinilega í góðri
æfingu. Takist honum vel upp gæti
hann unnið gull eða silfur, en þó
skyldi ekki afskrifa Bjama.
Berglind Bjarnadóttir og Guðbjörg
Viðarsdóttir blanda sér í baráttuna
um efstu sæti í kúluvarpi og alveg
gæti svo farið svo að þær ynnu báð-
ar til verðlauna. Ef marka má tíma
keppenda í 400 m hlaupi á þessu ári
er þar á ferðinni spennandi grein þar
sem ómögulegt er að spá um úrslit.
Friðrik Amarson á bestan árangur
keppenda, en sé litið á tíma á þessu
ári er ljóst að hann verður að hafa
sig allan við til að sigra.
Fimmtán ára aldursmunur er á
Guðnýju Eyþórsdóttur og Helgu
Halldórsdóttur, keppendum íslands
í 100 m hlaupi. Hin reynslumikla
Helga á annan besta tíma ársins en
hin, Guðný, er í mikill framför og
gæti krækt í verðlaun. Hanna Krist-
ín Ólafsdóttir og Guðbjörg Viðars-
dóttir verða að halda vel á spöðunum
til þess að blanda sér í baráttuna í
kringlukasti kvenna og í 10 km
hlaupi verður að teljast ólíklegt mið-
að við tíma sem gefnir eru upp á
keppendum að Sigmar hlaupi til
verðlauna. En Sigmar er þekktur
fyrir annað en að gefast upp og
enginn skyldi afskrifa hann sé hann
í góðri æfingu.
Jón Arnar Magnússon verður
sennilega í baráttunni um gullið í
100 m grindahlaupi, en það á hins
vegar eftir að koma í ljós hversu
mikið tugþrautarkeppnin í Götzis um
sl. helgi situr í honum. Jón Oddsson
og Bjarni Þór Traustason verða að
hitta vel á það ætli þeir sér að vera
í verðlaunabaráttunni. Ósennilegt
verður að telja að ísland hljóti verð-
laun í spjótkasti karla þar sem kyn-
slóðaskipti hafa átt sér stað. Sigmar
Vilhjálmsson, bróðir Einars íslands-
methafa og Sigurður Karlsson keppa
og gera sitt besta. Öðru máli gegnir
um kúluvarpið, þar verður að teljast
öruggt að íslandsmethafinn Pétur
Guðmundsson fari með öruggan sig-
ur úr býtum.
Með öllu er ómögulegt að átta sig
styrkleika keppenda í 5 km hlaupi
kvenna því tímar eru ekki gefnir upp
á nema hluta þeirra sem reyna með
sér. Fróðlegt verður að fylgjast með
keppni í 200 m hlaupi karla og hvort
Jón Arnar bæti eigið íslandsmet.
Það hefur þó orðið til að draga úr
spennu varðandi þessa grein að
sterkur spretthlaupari frá Kýpur
sem á best 20,4 sek., mætir ekki til
leiks. Ekki er líklegt að íslensku
keppendurnir í hástökki kvenna
blandi sér í efstu sætin ef farið er
KNATTSYRNA
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRÚN Arnardóttir á fuliri ferð á Ólympíuieikunum I fyrra-
sumar þar sem hún komst í undanúrslit í 400 m grlnda-
hlaupi. Hún keppir í fjórum grelnum á Smáþjóðaleikunum og
er líkleg til afreka í öllum greinunum. Hún var ekki í íslenska
landsliðinu á síðustu leikum.
eftir árangri þessa árs, en það segir
ekki allt. Sömu sögu má segja af
800 m hlaupi kvenna, þar verður
erfitt hjá íslensku stúlkunum að
blanda sér í baráttuna sé litið á
árangur ársins. Hið sama á við 800
m hlaup karla. Aðeins íjórir kepp-
endur eru skráðir til leiks í þrístökki
kvenna og þar er íslandsmethafinn
Sigríður Anna með bestan árangur.
Sömu sögu má segja um 400 m
hlaup kvenna, þar er Guðrún Arnar-
dóttir með langbesta tímann og á
að vera öruggur sigurvegari.
Hart verður tekist á í sleggju-
kasti karla þar sem Jón Siguijónsson
og Bjarki Viðarsson eru keppendur
íslands. Jón á að sigra í greininni,
er { hörkuæfingu þessa dagana eins
og íslandsmet hans á dögunum und-
irstrikar. Mótsmetið ætti einnig að
vera í hættu. Guðrún Arnardóttir
ætti ekki að vera í erfiðleikum með
að sigra í 100 m grindahlaupi en
fróðlegt verður að sjá einn efnileg-
asta fijálsíþróttamann landsins Ein-
ar Karl Hjartarson í baráttunni í
hástökki. Hann á góðan árangur sl.
vetur en hefur ekkert opinberlega
keppt utanhúss í sumar. Sigurbjörn
Aðalbjörnsson og Jón Oddsson verða
að sýna sínar bestu hliðar í þrí-
stökki til að vera í verðlaunasætum.
Guðrún ætti að innbyrða þriðju gull-
verðlaunin í 200 m hlaupi en í 1.500
m hlaupi karla er ólíklegt að íslend-
ingar blandi sér í baráttunni um
verðlaun. Erfiðara er að spá í spilin
í sömu grein í kvennaflokki. Það
sama má segja um 5 km hlaup karla,
sé eitthvað að marka tíma sem gefn-
ir eru upp á keppendur verða Islend-
ingar ekki í baráttu um verðlaun. í
öllum boðhlaupum eiga íslensku
sveitirnar að vera í verðlaunasætum
gangi allt að óskum.
ÍR-ingar að hlið Þróttara
Borgar Þór
Einarsson
skrifar
Lið KA og FH skiptu með sér
stigunum í Kaplakrika í gær-
kvöldi, 1:1, og ÍR sigraði Þór á
Akureyri, 2:0 í næst
efstu deild íslands-
mótsins. ÍR-ingar
skutust þar með upp
að hlið Þróttara í
efsta sætið, eru með níu stig.
FH var sterkari aðilinn í Hafnar-
firði og mega KA-menn vera sáttir
við eitt stig úr leiknum, sem lauk 1:1.
FH tók yfirhöndina fjótlega og
hafði frumkvæðið allan fyrri hálfleik.
Leikmenn liðsins áttu nokkur ágæt
færi en voru klaufskir þegar kom upp
að marki KA, þar við bættist að
Eggert Sigmundsson varði oft ágæt-
lega. Það var því nokkuð gegn gangi
leiksins þegar Nebjosa Covic skoraði
á 43. mínútu eftir gott einstaklings-
framtak Steins Gunnarssonar.
Heimamenn komu ákveðnir til
leiks eftir hlé og náðu að jafna á
57. mínútu. Guðlaugur Baldursson
pijónaði sig þá í gegnum vörn KA-
manna af hægri vængnum og skor-
aði með góðu skoti neðst í hægra
hornið. Eftir markið tóku heima-
menn FH-ingar öl! völd á vellinum
en leikmönnum liðsins gekk hins
vegar afar illa að nýta yfirburði sína.
Leikurinn einkenndist af baráttu
og ljóst frá upphafi að hvorugt liðið
myndi gefa eftir. FH-ingar hljóta
að vera ósáttir við eitt stig en KA
menn að sama skapi ánægðir með
sinn hlut. Bestir jöfnu liði FH voru
Brynjar Þór Gestsson og Jón Gunnar
Gunnarsson. Eggert Sigmundsson,
markvörður KA, bjargaði liðinu frá
tapi með frábærri markvörslu.
Sanngjarn sigur ÍR
Leikurinn á Akureyri var ekki
mikið fyrir augað og fátt um
fína drætti, en sigur ÍR var sann-
gjarn þegar á heild-
ReynirB. ina er litið. Fyrri
Eiríksson hálfleikurinn fór að
skrifar mestu leyti fram á
fráAkureyri miðjunni og ein-
kenndist af þófi og sendingum mót-
heija á milli.
Þórsara byijuðu seinni hálfleikinn
þokkalega og sóttu heldur meira en
smám saman komu gestirnir meira
inn í leikinn jafnframt því sem dró
af Þórsurum. Gestirnir fengu þeir
eitt gott færi áður en fyrra mark
þeirra kom á 65. mínútu. Kristján
Brooks fékk boltann fyrir utan teig
lék á Þórsara og skoraði með góðu
skoti rétt innan við teig. ÍR-ingar
voru ákveðnari og var það því eftir
gangi leiksins þegar þeir bætti við
öðru marki er Kristján Brooks skor-
aði aftur eftir hornspyrnu. Atli
markvörður Þórs átti misheppnað
úthlaup og knötturinn barst til
Kristjáns sem skoraði af stuttu færi
í opið markið.
Þrátt fyrir sigur ÍR lék liðið ekki
vel reyndi þó að spila boltanum á
köflum. Þeirra bestur var Kristján
Brooks. Þórsarar áttu ekki góðan
dag, spilið var nánast ekkert hjá lið-
inu og er ljóst að leikmenn verða
að taka sig saman í andlitinu ætli
þeir sér ekki að vera í neðri hluta
deildarinnar í sumar.
Mörgný
andlit í liði
ÍpfémR
FOLK
■ PETER Robinson, varaformað-
ur Liverpool, upplýsti í gær að fé-
lagið myndi kaupa fleiri leikmenn í
sumar, en Norðmaðurinn 0yvind
Leonhardsen, sem er 26 ára, kom
frá Wimbledon í fyrradag fyrir 3,75
milljónir punda. „Við áætlum að
kaupa tvo eða þijá góða leikmenn
til viðbótar,“ sagði Robinson.
■ LIVERPOOL ætlar að kaupa
góðan framheija og sömuieiðis úr-
vals varnarmann. Emile Heskey,
táningurinn frábæri hjá Leicester,
og ítalski landsliðsmaðurinn
Fabrizio Ravanelli hjá Middles-
brough hafa báðir sterklega verið
orðaðir við Liverpool en enginn
varnarmaður hefur enn verið
nefndur.
■ MARTIN O’NeiIl, knattspyrnu-
stjóri Leicester, verður áfram hjá
félaginu. Hann hafði verið orðaður
við sama starf hjá Everton, en
ákvað að framlengja samning sinn.
Talið er að O’Neill sé lægstlaunaði
knattspymustjóri í ensku úrvals-
deildinni en grunnlaun hans tvöfald-
ast skv. nýja samningnum.
■ JOE Kinnears, knattspyrnu-
stjóri Wimbledon, hefur einnig ver-
ið nefndur í samband við starfið hjá
Everton.
■ DIEGO Maradona, argentínska
knattspymugoðið kunna, hóf starf
sem sjónvarpsmaður í vikunni; stýrði
spjallþætti við annan mann í argent-
ínska sjónvarpinu en þótti tala lítið.
Var greinilega mjög taugaóstyrkur
og brosti vandræðalega, þannig að
félagi hans, Mauro Viale, varð að
koma Maradona til bjargar og sjá
um að tala við gestina.
■ ROBERTO Mancini, fyrirliði
Sampdoria, hefur gert þriggja ára
samning við Lazio í Róm. Hann
fylgir þar með þjálfaranum Sven-
Göran Eriksson.
■ WEST Ham hefur keypt ísra-
elska landsliðsmanninn Eyal
Berkovic frá Southampton á 1,75
milljónir punda. Berkovic, sem gerði
fimm ára samning, kemur til liðsins
í austurhluta Lundúna samtímis
Andy Impey, sem West Ham keypti
frá QPR á 1,2 milljónir punda.
■ SPÆNSKI þjálfarinn Jose An-
tonio Camacho sagðist í gær taka
við liði Espanyol á ný fyrir næsta
keppnistímabil. Camacho, sem er
fyrrum iandsliðsmaður, stýrði liðinu
úr 2. deild og kom því í UEFA-sæti
í 1. deildinni á þremur árum hjá
félaginu. Hann fór til Sevilla í fyrra,
en hætti fyrr á tímabilinu.
■ SAMPDORIA hefur keypt arg-
entínska leikmanninn Angel „Mat-
ute“ Morales frá Independiente
og gert við hann fimm ára samn-
ing. Þetta var tilkynnt í gær en
ekkert upplýst um fjárhæðir i þessu
sambandi.
■ ARGENTÍNSKI þjálfarinn Ces-
ar Luis Menotti tekur við liði
Sampdoria í sumar en hann þjálf-
aði einmitt lið Independiente í vet-
ur og reiknað var með að einhveijir
leikmenn fylgdu honum. Morales
er framsækinn miðvallarleikmaður.
■ REIKNAÐ er með að Sampdor-
ia kaupi fljótlega franska miðvallar-
leikmanninn Alain Boghossian frá
Napolí og þegar hefur verið gengið
frá samningi við þýska landsliðsmið-
heijann Jiirgen Klinsmann sem
kunnugt er.
■ HRISTO Stoichkov, búlgarski
landsliðsmiðheijinn skapmikli,
heimsótti þjálfara búlgarska lands-
liðsins, Hristo Bonev, i Plovdev -
sem er heimabær beggja - færði
honum blómvönd og baðst afsökun-
ar á miður skemmtilegum ummæl-
um sínum um þjálfarann í búlgörsk-
um fjölmiðlum, en sum hefðu reynd-
ar verið ýkt.
■ STOICHKOV hefur átt í útistöð-
um við Bonev síðustu misseri, en
nú eru þeir sáttir og reiknað er með
að Stoichkov - sem leikur með
Barcelona á Spáni - verði með
landsliðinu í þcim HM-leikjum sem
framundan eru.