Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 D 7
KNATTSPYRNA
íslendingar mæta Makedóníu í heimsmeistarakeppninni á laugardag
Þeirfara til
Makedóníu
LANDSLIÐ íslands, sem leik-
ur gegn Makedóníu á laugar-
dag, er þannig skipað. Dálk-
arnir tveir hægra megin sýna
fjölda landsleikja og mörk
skoruð í þeim.
Kristján Finnbogason, KR......11 0
Ólafur Gottskálkss, Keflav....5 0
Guðni Bergsson, Bolton.......72 1
Arnór Guðjohnssen, Örebro....68 13
Sigurður Jónsson, Örebro.....48 2
Arnar Grétarsson, Leiftur....36 2
Eyjólfur Sverriss, Hertha....21 5
Bjarki Gunnlaugss, Mannh.....21 5
Arnar Gunnlaugss, Sochaux....20 2
SigursteinnGíslason, ÍA......19 0
Helgi Sigurðsson, Fram.......13 2
Þórður Guðjónsson, Bochum ...13 2
Lárus 0. Sigurðsson, Stoke...11 0
Ríkharður Daðason, KR.........8 1
Ágúst Gylfason, Brann.........6 0
Hermann Hreiðarsson, ÍBV......3 0
Brynjar Gunnarsson, KR........0 0
Ungmennaliðið
UNGMENNALIÐ íslands,
skipað leikmönnum 21 árs og
yngri, leikur gegn Makedóníu
í borginni Stip, en landsliðið
leikur í Skopje. Ungmennalið-
ið skipa:
Árni Gautur Arason.Stj........11 0
Gunnar Sigurðssonj ÍBV.........2 0
Sigurvin Ólafsson, IBV........13 4
Ólafur Stígsson, Fylki.........7 0
Guðni R. Helgason, ÍBV.........7 1
BjarnólfurLárusson, ÍBV........7 2
Sigþór Júlíusson, KR...........6 1
Þorbjörn A. Sveinsson, Fram....6 2
BjarkiStefánsson, yal..........6 0
BjarniGuðjónsson, ÍA...........6 3
Arnar Viðarsson, FH............6 0
Valur F. Gíslason, Arsenal.....5 1
Gunnar Einarsosn, MW...........5 1
ívar Ingimarsson, Val..........2 0
Bjarni Þorsteinsson, KR........0 2
Jóhann Guðmundss, Keflav.......0 0
Morgunblaðið/Björn Gíslason
SIGURÐUR Jónsson í lelk með Örebro gegn IFK Gautaborg í sænsku 1. deildinni á dögunum.
Sigurður verður með landsliðinu gegn Makedóníu á laugardag og síðan á Laugardalsvelli
gegn Litháen miðvikudaginn 11. júní næstkomandi. Sigurður á 48 landsleiki að baki þannig
að leikurinn gegn Litháen verður 50. landsleikur þessa snjalla knattspyrnumanns.
ÍÞRÚntR
FOLX
■ MARC Overmars, úthetjinn frá-
bæri hjá hoilenska félaginu Ajax,
er að öllum líkindum á leið til Ars-
enal í Englandi.
■ OVERMARS, sem er 24 ára,
hefur þegar rætt við forráðamenn
Real Betis á Spáni og mun spænska
félagið þegar hafa boðið 7 milljónir
punda í hann. Líklegt er þó talið að
Overmars fari til enska liðsins -
ekki síst vegna þess að góðvinur
hans, Dennis Bergkamp, er í her-
búðum þess og hefur mælt með því
við félaga sinn úr landsliðinu.
■ TEDDY Sheringham, enski
landsliðsmiðheijinn snjalli, er á leið
frá Tottenham. Hann fór skriflega
fram á að verða seldur frá félaginu
og fékk beiðnina samþykkta í gær.
Talið er líklegt að Tottenham vilji
fá 6 milljónir punda fyrir Shering-
ham, sem er 31 árs.
■ SHERINGHAM kom til Totten-
ham frá Nottingham Forest fyrir
íjórum árum en segist nú þurfa að
breyta til. Hann hefur fest sig í sessi
í framlínu enska landsliðsins við hlið
Alans Shearers, og sögusagnir hafa
einmitt verið á kreiki um að Newc-
astle - sem Shearer leikur með -
hafi sýnt Sheringham áhuga.
■ NEWCASTLE hyggst bjóða 7
milljónir punda í Paul Ince, enska
landsliðsmanninn hjá Inter Milan,
skv. fréttum í Englandi. Liverpool
verður líklega helsti enski keppi-
nauturinn um Ince, ákveði hann að
snúa heim.
■ LEE Clark hefur verið seldur frá
Newcastle til Sunderland á 2,5
milljónir punda.
„Ennþá sárir eftir
jafnteflið heima“
LANDSLIÐ íslands íknatt-
spyrnu fer á morgun til Make-
dóníu ásamt landsliði skipuðu
leikmönnurn 21 árs og yngri.
Þar munu liðin leika gegn
landsliðum heimamanna á
laugardag í undankeppni
heimsmeistaramótsins. „Við
erum ennþá sárir og vonsvikn-
ir eftir jafnteflið heima,“ sagði
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari
en leik liðanna hér á landi
síðastiiðið sumar lauk með
jafntefli, 1:1.
Makedóníumenn hafa verið á
mikilli siglingu undanfarið
og unnu íra, 3:2, á heimavelli.
„Leikurinn verður mjþg erfiður.
Makedóníumenn unnu íra og mikil
stemmning hefur ríkt í kringum lið-
ið síðan þá. Ýmsar stórþjóðir hafa
einnig lent í erfiðjeikum í Makedón-
íu,“ sagði Logi Ólafsson landsliðs-
þjálfari.
Einn nýliði
Einn nýliði er í landsliðshópnum,
en það er KR-ingurinn Brynjar
Helgi til
Stabæk
HELGI Sigurðsson var með
Fram í síðasta skipti í sumar, í
leiknum gegn Stjörnunni í gær-
kvöldi. Hann er á leið til 1. deild-
arliðsins Stabæk í Noregi. Hann
byijar að leika með því fljótlega.
Gunnarsson. „Brynjar er vaxandi
leikmaður og að mínu skapi. Ég
hef fylgst með honum síðan hann
var að leika með landsliði 18 ára
og yngri og ég veit að hann vex
með þeim verkefnum sem hann
fær. Eg hef einnig á tilfinningunni
að hann sé tilbúinn að takast á við
stærra verkefni,“ sagði Logi um
nýliðann. Logi hefði viljað nota tvo
aðra leikmenn, sem ekki geta leik-
ið um helgina. Það eru þeir Birkir
Kristinsson markvörður sem hefur
ekki leikið vegna meiðsla og Rúnar
Kristinsson sem er í leikbanni.
„Það er vont að missa Rúnar því
hann hefur átt mikinn þátt í vel-
gengni Örgryte undanfarið og er
einn af lykilmönnum liðsins. Aftur
á móti er gott að Arnar Gunnlaugs-
son skuli vera heill heilsu,“ sagði
Logi, sem segist ekki hafa ákveðið
hvernig byrjunarliðið verður skip-
að.
Nokkuð ljóst er að liðið mun
ekki nota sama leikskipulag og það
gerði í leiknum gegn Makedóníu
hér á landi síðastliðið sumar. „Við
verðum mun meira í vörn en sókn.
Við munum leika varnarleik og í
honum verðum við að vera sterkir.
Við förum ekki til annars en að
vinna. Við vitum að við getum það
og auðvitað sættum við okkur aldr-
ei við tap,“ sagði Logi.
Makedónía á sigurbraut
„Lið Makedóníu er á sigurbraut
og áhorfendur styðja liðið dyggi-
lega. Ég var viðstaddur þegar liðið
sigraði írland, 3:2, og þá notuðu
þeir uppstillinguna 3-5-2. Makedó-
níumenn eru stoltir af þjóð sinni
og þessi unga þjóð vill sanna sig,
m.a. á vettvangi knattspyrnunnar.
Lið þeirra er samsett úr blöndu af
vinnusömum leikmönnum annars
vegar og mönnum sem eru flinkir
með boltann hins vegar.
Margir af þeim sem sáu leikinn
í fyrra segja að lið Makedóníu sé
lélegt og að við ættum að vinna
það undir öllum kringumstæðum.
Leikurinn í fyrra einkenndist af
gagnkvæmum ótta beggja liða, en
Makedóníumenn eru betri núna
heldur en þá vegna þess að
stemmningin í kringum liðið er
mun meiri og nokkrir nýir og sterk-
ari leikmenn eru komnir í hópinn.
Makedónía er mjög gott sóknarlið
og það sést á þeim fjölda marka
s$m liðið hefur skorað - þijú mörk
gegn írlandi og ellefu á útivelli
gegn Liechtenstein," sagði Logi
Ölafsson.
í kvöld
Knattspyrna
Sjóvá-Almcnnra deildin:
Vestm.eyjar: ÍBV - Skallagrímur....20
Stofn-deildin:
(Efsta deild kvenna)
Valsvöllur: Valur - KR.......20
1. deild karla:
(Næst efsta deild)
Valbjarnarv.: Þróttur - Breiðablik ..20
Víkingsvöllur: Víkingur - Dalvík.20
2. deild karla:
(Þriðja efsta deild)
Garður: Víðir - Sindri...........20
3. deild karla:
(Neðsta deild)
Ásvellir: ÍH - Framherjar........20
Hveragerði: Hamar-Haukar.........20
Akranes: Bruni - Snæfell.........20
Bessastaðav.: KSÁÁ - Njarðvik....20
Grindavík: GG - UMFA.............20
Ólafsvík: Víkingur- Grótta.......20
Hofsós: Neisti H. - Magni........20
KA-völlur: Nökkvi - Hvöt.........20
Sauðárkrókur: UMFT - KS..........20