Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 8
HANDBOLTI
Morgunblaðið/Ásdís
Pabbi, af hverju
ertu ekki brúnn?
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik kom í gærkvöldi heim úr frægðarför-
inni til Japans, þar sem liðið náði besta árangri íslendinga í heimsmeistara-
keppni frá upphafi - fímmta sæti. Það voru þreyttar en alsælar kempur sem
lentu á Keflavíkurflugvelli um kl. 21 eftir flug frá Kaupmannahöfn. Eiginkon-
ur og unnustur leikmanna og aðstandenda liðsins voru á staðnum og börn
landsliðsmanna voru að sjálfsögðu einnig með í för. Það voru því fagnaðar-
fundir, en einn litlu snáðanna virtist þó hissa þegar hann sá fóður sinn; fannst
hann greinilega ekki hafa nýtt stundimar milli leikja vel í útlandinu. Sá stutti
spurði: „Pabbi, af hveiju ertu ekki brúnn?“ Faðirinn var fljótur að upplýsa
soninn að ekki hefði gefist tími til sólbaðs í Japan, þar sem handboltinn
hefði tekinn allan tíma leikmanna. Á myndinni að ofan eru landsliðsmennirn-
ir og ástvinir þeirra að hlusta á Ólaf Ragnar, þegar hann ávarpaði hópinn.
Hér til vinstri er landsliðfýrirliðinn, Geir Sveinsson, með son sinn, Arnar Svein,
í fanginu og til vinstri eiginkona fyrirliðans, Guðrún Helga Amarsdóttir. Á
myndinni er svo Valdimar Grímsson með Andreu, dóttur sína, í fanginu,
Konráð Olavson og Bergljót eiginkona hans.
Geir
þjálfar
Breiðablik
Geir Hallsteinsson, fyrmrn
landsliðsmaður í handknatt-
ieik, hefur verið ráðinn þjálfari
Breiðabliks sem vann sér sæti í 1.
deild síðasta vetur. „Þetta er spenn-
andi verkefni. Liðið er ungt og eng-
ar stjörnur í því og væntingarnar
því ekki miklar. Ég geri mér grein
fyrir því að þetta verður erfitt, en
strákarnir hafa unnið fyrir því að
leika í 1. deild. Þeir fá nú tækifæri
að spreyta sig á móti þeim bestu.
Markmiðið verður að halda liðinu í
deildinni,“ sagði Geir við Morgun-
blaðið.
Hann sagðist hafa haft löngun
til að þjálfa aftur í 1. deild og því
hafi hann slegið til er honum var
boðið að taka við Breiðabliki. „FH-
ingar voru búnir að bjóða mér
meistaraflokkinn áður en Kristján
Arason kom til sögunnar, en ég
hafði ekki áhuga. Ég þjálfaði síðast
í 1. deild 1989 og var þá með
Breiðablik. Síðan hef ég þjálfað
yngri flokka hjá FH.“
Geir sagðist ætla að leggja
áherslu á einstaklingsþjálfun hjá
Breiðabliki. „Ég mun einbeita mér
að því að kenna þessum strákum
það sem ég kann og gefa hveijum
og einum meiri tíma en tíðkast
hefur hjá öðrum liðum.“
FRiALSAR
Bailey biður
Johnson af-
sökunar
Donovan Bailey hefur í yfirlýs-
ingu beðið Michael Johnson
afsökunar á ummælum sem hann
viðhafði eftir sigurinn í 150 m
hlaupinu í SkyDom höllinni í Tor-
onto á sunnudaginn. Eftir hlaupið
sagði Bailey að Johnson hefði vilj-
andi hætt keppni í miðju hlaupi því
hann hefði ekki viljað tapa - þess
vegna væri hann heigull.
„Ég bið Michael Johnson afsök-
unar á orðum mínum,“ segir í yfir-
lýsingunni. „Við hófum þetta ein-
vígi sem vinir en í þeirri spennu sem
magnaðist fyrir hlaupið gleymdist
vinskapurinn og orð mín voru sögð
í hita augnabliksins. Virðing min
fyrir Johnson sem íþróttamanni er
mikil og það er von mín að meiðsli
hans séu ekki það alvarleg að hann
verði frá keppni í langan tíma og
spilli ekki undirbúningi hans fyrir
mót sumarins. Það er einlæg ósk
mín að hann megi fá skjótan bata
og verði fljótlega mættur á hlaupa-
brautina á nýjan leik.“
Haft var eftir umboðsmanni að
hvorki Bailey né þjálfara hans hefði
tekist að biðja Johnson persónulega
afsökunar.
KNATTSPYRNA
Jafntefli í
Frakklandi
FRAKKAR og Brasilíumenn skildu
jafnir 1:1 í fyrsta leiknum á fjög-
urra landa móti í Frakklandi í gær-
kvöldi. Roberto Carlos kom gestun-
um yfir á 35. mínútu með glæsilegu
marki beint úr aukaspyrnu af 30 m
færi en á 60. mínútu jafnaði Marc
Keller fyrir heimamenn.