Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 5

Morgunblaðið - 04.06.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 D 5 Morgunblaðið/Árni Sæberg jðurinn Slobodan Milisic og KR-íngurinn Hilmar Björnsson eigast við. Bjöm tryggði vægan sigur vörn Fram oft í mikil vandræði. Fram- arar náðu einna helst sóknum upp hægri kantinn þar sem Hólmsteinn Jónasson átti góða spretti. í síðari hálfleik náðu Framarar betri tökum á leiknum en þó aldrei stöðuleg- um yfirburðum, enda börðust Stjörnu- menn eins og ljón og áttu hættuleg færi. Þegar líða tók á leikinn virtust Stjörnumenn gefa eftir á miðjunni og Framarar gengu á lagið. Þeir fengu nokkur góð færi en framherjum liðsins gekk illa að koma boltanum í netið. Allt stefndi í markalaust jafntefli þeg- ar Anton Björn skoraði hið mikilvæga mark fyrir fram á 84. mínútu. Stjörnu- menn áttu svo dauðafæri skömmu seinna en tókst ekki að skora og Fram- arar fögnuðu þremur dýrmætum stig- um. Framarar léku ágætlega saman á köflum en leikmenn liðsins eiga að geta betur en þeir sýndu í þessum leik. ■ |%Á 84. mínútu átti Þor- ■ \rvaldur Ásgeirsson þru- muskot að marki Stjömunnar sem hafnaði í Þorbirni Atla Sveinssyni og þaðan hrökk boltinn til Antons Björn Markússonar sem var staddur í miðjum vítateig Stjörn- unnar. Hann lagði boltann fyrir sig og skaut föstu skoti með vinstri fæti neðst í hægra homið, óveij- andi fyrir Árna í marki Stjörnunn- ar. Varnarmenn liðsins velja oft erfiðustu leiðina út úr vandræðum og skapast oft hætta þegar liði missir boltann á síðasta þriðjung. Liðið sækir of hægt fram og andstæðingarnir ná oftar en ekki að stöðva sóknir liðsins áður en boltinn er kominn fram. Stjörnumenn voru óheppnir að ná ekki jafntefli úr því sem komið var og voru að vonum svekktir að leik loknum. Leikmenn liðs- ins börðust vel en virtust gefa eftir á endasprettinum. Þurftum aö vinna Framarar lyftu sér upp fyrir KR og Leiftur með sigrinum og Ásgeir Eías- son, þjálfari Fram, var nokkuð sáttur í leikslok: „Þetta var leikur sem við þurftum að vinna. Við vissum að þetta yrði erfitt og Stjarnan myndi spila góðan varnarleik. Það kom mér reynd- ar á óvart hvað þeir spiluðu framarlega en þeir þurftu líka að vinna.“. Aðspurð- ur sagðist Ásgeir ekki vera ósáttur við stöðuna að loknum fimm umferðum: „Við erum með tveimur stigum minna en við ætluðum okkur fyrirfram." Staða Stjörnunnar er slæm á botni deildarinnar og ljóst að þeir þurfa að gera betur í framhaldinu. „Það er lí- fróður framundan en við ætlum ekki að gefast upp“, sagði Þórður Lárus- son, þjálfari Stjörnunnar að leikslok- um. Hann var óánægður að tapa leikn- um: „Við vorum að spila ágætlega að mínu mati en vorum klaufar að klára ekki dæmið." Skagamenn til alls líklegir SKAGAMENN unnu þriðja leikinn í röð er þeir lögðu Grindvíkinga á heimavelli 3:1 ígærkvöldi. Meistararnir eru komnir á kunnuglegar slóðir í deildinni, hafa nú 10 stig og eru í öðru til þriðja sæti ásamt ÍBV sem á leik til góða. Grind- víkingar sitja sem fyrr í næst neðsta sæti með aðeins tvö stig og þurfa heldur betur á stigum að halda í næstu leikj- um ætli þeir sér að hanga í deildinni. m Olafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna, var ánægður með sigurinn. „Það hefur verið stígandi í leik okkar og nú erum við komnir á gott Valur B. skrið. Við byrjuðum Jónatansson leikinn vel en svo skrifar var eins 0g v;g hættum. Þá komu þeir meira inn í leikinn en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi. í leikhléi þjöpp- uðum við okkur saman og fórum út í seinni hálfleikinn til að ná í öll þijú stigin," sagði Ólafur. Skagamenn fengu óskabyijun er markahrókurinn Bjarni Guð- jónsson skoraði eftir aðeins átta mínútur. Flestir áhorfendur bjugg- ust þá við að Skagamenn fylgdu þessari góðu byijun sinni eftir með stórsókn en það var öðru nær. Þeir róuðust við markið og þótt þeir væru meira með boltann kom ekki mikið út úr því. Grindvíkingar urðu sífellt ágengari og skyndi- sóknir þeirra báru árangur er hálf- tími lifði af leik. Ólafur Ingólfsson skoraði þá eftir glæsilegt einstakl- ingsframtak. Skagamenn vita hvað þarf til að sigra og sýndu það í síðari hálf- leik. Þeir náðu tökum á miðjunni, boltinn rúllaði betur á milli manna og náðu þeir þannig oft að opna vörn Grindvíkinga. Áður en Ristic náði yfirhöndinni fyrir ÍA hafði Haraldur Ingólfsson átt skot í ut- anverða stöngina úr aukaspyrnu og Bjarni skalla sem fór rétt yfir. Heimamenn gerðu síðan út um leikinn er stundarfjórðungur var eftir, reyndar með aðstoð gest- anna. Besta færi leiksins fékk Ristic er tíu mínútur voru eftir. Hann komst einn í gegnum vörn Grindvíkinga en Guðjón Ásmunds- son bjargaði meistaralega í horn. Á lokamínútunum áttu bæði Gunn- laugur Jónsson og Alexander Högnason góð skot sem fóru rétt framhjá. Það er ljóst að Skagamenn eru komnir í ham og verða að teljast til alls líklegir að veija titilinn enn eitt árið. Eftir frekar rólegan fyrri hálfleik settu þeir í fjórða gír og þá fóru hlutirnir að ganga upp. Ólafur Þórðarson var mjög sterkur á miðjunni og Haraldur Ingólfsson hættulegur á kantinum. Hann lagði upp tvö af þremur mörkum liðsins. Grindvíkingar höfðu í fullu tré við meistarana í fyrri hálfleik. Þeir náðu þá nokkrum sinnum að skapa hættu, en í síðari hálfleik var meira um háspyrnur og lítið um samleik. Milan Jankovic er allt í öllu í vörn- inni og Ljubicic var skæður á hægri kantinum í fyrri hálfleik en datt niður í síðari hálfleik. Betur má ef duga skal hjá Suðurnesjamönn- um. 1g#"kAlexander Linta óð ■ \#upp vinstri kantinn, upp að endamörkum og gaf síð- an fyrir og þar var Bjarni Guð- jónsson á vítapunkti - hann lagði knöttinn fyrir sig og setti hann í vinstra markhornið með hægri fæti. Þetta var á 8. mín. 1B Ólafur Ingólfsson ■ | fékk boltann á miðju vallarins og óð upp miðjuna, lék á tvo vamarmenn og þegar hann kom að vítateignum lét hann skotið ríða af með hægri fæti. Boltinn fór í Steinar Adolfsson og þaðan í boga yfir Þórð mark- vörð sem kom út á móti. Boltinn skoppaði í vinstra hornið. Þetta var á 31. mínútu. ■ 4 Sigursteinn Gíslason mmW I hóf sókn Skaga- manna á miðjunni á 67. mínútu. Hann sendi út á vinstri kantinn á Harald Ingólfsson sem lék upp að endamörkum og sendi fyrir markið. Þar reyndi Bjami Guð- jónsson að stýra boltanum í net- ið en Albert markvörður komst fyrir og þaðan barst boltinn til Dragutin Ristic sem var á auð- um sjó og sendi boltann í autt markið með hægri fæti frá markteig. 3:1 Haraldur Ingólfsson tók aukaspyrnu frá hægri á móts við vítateigslínu. Hann lyfti boltanum inn á víta- teig Grindvíkinga og þar stökk Milan Jankovic hæst og skall- aði í eigið mark með viðkomu i samheija á 75. mín. Keflvíkingar einir með fullt hús KEFLVÍKINGAR eru enn með fullt hús stiga eftir sanngjarn- an sigur, 2:0, á Val í Keflavík. Fyrir leikinn skrifuðu heima- menn „Áfram Keflavík -15 stig“, á sandhlaupabrautina sem umlykur knattspyrnuvöll- inn, en liðið náði þessu markmiði með sigrinum og eru nú með fimm stiga forystu í Sjóvá-Almennradeildinni. ÍBV á þó heimaleik til góða gegn Skallagrími. Haukur Ingi Guðnason skoraði bæði mörk heimamanna í fyrri hálfleik, en þá léku Keflvík- ingar eins og sannkallað meistara- Jóhann Guð- Edwin mundsson lék frá- Rögnvaldsson bærlega á hægri skrifar kantinum og fór oft illa með Guðmund Brynjólfsson, vinstri bakvörð Valsmanna, og aðra varnarmenn gestanna. Jóhann var mjög ógnandi og eldfljótur upp kantinn. Hann átti mörg góð skot að marki Vals auk þess sem hann gaf nokkrar góðar sendingar á fé- laga sína er þeir nálguðust mark gestanna. Áður en heimamenn skoruðu fyrsta markið á 25. mínútu hafði jafnræði ríkt með liðunum og leik- menn börðust þá mest um boltann á miðjunni. Liðin áttu bæði eitt skot á mark andstæðinganna fyrstu mínúturnar. Annað markið kom tíu mínútum á eftir því fyrra. Eftir fyrra markið hófst glæsileikur Keflvíkinga og máttu Valsmenn þakka fyrir að hafa ekki fengið fleiri mörk á sig fyrir leikhlé, en Lárus Sigurðsson varði oft glæsilega. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri. Leikurinn varð aftur nokk- uð jafn og miðjuþóf var nokkuð mikið framan af. Þegar leið á hálf- leikinn tóku Valsmenn að skapa sér æ fleiri marktækifæri og voru óheppnir að skora ekki. Keflvíking- ar drógu sig aftar á völlinn, en að sögn Hauks Inga Guðnasonar var það ekki ákveðið í leikhléi. Liðið gerði það væntanlega ósjálfrátt eftir að hafa komist tveimur mörk- um yfir. Flest markskot Vals í síðari hálf- leik misstu marks, en einu sinni þurfti Ólafur Gottskálksson að taka á öllu sem hann átti þegar hann varði skot Guðmundar Brynjólfs- sonar. Ólafur gerði vel, því hann hafði lítið tekið þátt í leiknum fram að þessari markvörslu. Einnig brenndi Jón Grétar Jónsson af úr dauðafæri þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Valsmenn skutu átta sinnum að marki Kefiavíkur í síð- ari hálfleik, en sjálfir áttu heima- menn 11 skot fyrir leikhlé. „Ég reyndi allt hvað ég gat til að gera þrennu, en það tókst ekki að þessu sinni,“ sagði Haukur Ingi Guðnason í leikslok. „Við höfum leikið vel í undanförnum leikjum, en næst eigum við að leika gegn KR á útivelli. Það verður erfitt og þá verðum við helst að leika eins og við gerðum í fyrri hálfleik í þessum leik,“ bætti hann við. IbAÁ 25. mínútu hrökk ■ \#boltinn til Hauks Inga Guðnasonar vinstra meg- in á vellinum fyrir framan víta- teig Vals, rúma 20 metra frá marki. Hann spymti boltanum á loft og skaut honum á lofti neðst í vinstra markhomið, þar sem Lárus Sigurðsson náði ekki að halda skotinu. Skotið var glæsilegt, en Lárus hefði átt að veija það. a #\Haukur Ingi var aft- ■ \jrur á ferðinni á 35. mínútu. Eysteinn Hauksson tók hornspymu frá vinstri, Ragnar j Steinarsson skallaði boltann aft- f ur fyrir sig við markteig og • Haukur Ingi skallaði hann neðst ' í mitt markið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.