Alþýðublaðið - 15.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.12.1920, Blaðsíða 1
Gefið át af Alþýðwflokknum. 1920 Miðvikudaginn 15. desember. 289 tölubl. Kosniagarrétturinn. Sjálfsagt virðist, að við kosn- ingar þær, er fram eiga að fara hér í Reykjavík í næsta mánuði, verði farið eftir þeirri stjórnarkrá sem þá gildir, en ekki eftir þeirri, sem búið var að nema úr lögum. Þegar ný stjórnarskrá er lög leidd, er sjáifsagt að semja nýjar kjörskrár samkvæmt henni, þó ekki sé búist við nýjum kosning- um, því það getur komi fyrir, hvenær sem er, að einhver þing- maður deyi, og kosningar verði íátnar fara fram með stysta fram- boðsfresti. Margir tala um að þetta mál sé afar erfitt lögfræðisspursmál, og skal ekkert um það sagt hér, nema að einstaka lögfræðingi, sem búinn er að tapa sér ofan í fræðigrein sína, kuuni að finnast málið erfitt. En fyrir almenning og heiibrigða skynsemi er málið <ofur einfalt, bæði það, að þeir sem kosningarrétt fá 1. jan. 1921 eigi að fá að njóta hans, og eins liitt, að margar leiðir séu til þess að koma því fram að það verði. Fyrir Reykvíkinga virðist einfald asta leiðin, úr því sem komið er, að gerður sé viðauki við auka- kjörskrá (eða hvað menn nú vilja kalla það) og í þann viðauka séu teknir allir þeir, sem kosningarrétt öðlast samkvæmt hinni nýju stjórn- arskrá. En það þarf að gera þetta slrax. Þegar fjölgun þingmanna Rvfk- ur var samþykt, hefði átt að sam- þykkja sérstök bráðabirgðaákvæði þessu viðvíkjandi, af því reynzlan er búin að sýna, að stjórnarráðs- skrifstofurnar virðast komast alvar- Sega í bobba stundum, þegar nauðsynlegt er að breyta eftir heilbrigðri skynsemi. En hver var það, sem átti að sjá um að slík bráðabirgðarákvæði væru samþykt? Það áttu vitanlega þingmenn Reykjavíkur að gera. Hér er því um alvarlega vanrækslu af þeirra hendi að ræða, þvf ekki verður ; séð að þeir hafi haft svo mikið að starfa fyrir kjördæmið, að þeir hefðu ekki getað komið þessu lítilræði í verk. Annar þing maðurinn er nú búinn að segja af sér, svo það er of seint að finna að við hann. En hvað segið þér um þetta, herra Jakob Möller? Höfðuð þér svo mikið að gera í þinginu, að þér kæmust ekki til þess að sjá um þetta? En með leyfið að spyrja: hvað voruð þér að gera þar altaf? Hafið þér yfir- leitt gert þar nokkuð, þá gerið svo vel og segið okkur það í Vísi og látið ekki Ijós yðar undir mæliker. Látið ekki afreksverk yðar vera lengur leyndardóm lýðnum! írlandsmálin. Brezkir brennuvargar brenna meirihluta Corkborgar til ösku. Khöfn, 12. des. Símsð er frá London að (breskir) hérmenn hafi í gær brent til kaldra kola meiii hlutan af bænum Cork á írlandi, f hefndarskini fyrir árásir Sinn-Feina. Blödin krefjast nákvæmrar rann- sóknar og láta sér ekki nægja yfirlýsingu stjórnarinnar um það, að hún hafi í bili mist stjórnina á herliði sínu í írlandi. Fallið hafði úr smágrein um íbúatöluna í Bandárikjunum í blaðinu í gær, á eftir orðunum 14,9 procent, siðan 1910. Almannarómui' heitir leikrit eftir Stein Sigurðsson, sem leik- félagið „Hafnarfjörður" ætlar að fara að leika f Hafnarfirði. 6erræði, ef sait er. Það hefir flogið fýrir, að stjóra- arráðið mundi ekki ætla að láta endurskoða kjörskrána til alþingis- kosninga hér í bæ, áður en kosn- ingar fara fram í janúar næst- komandi. Eitt dagblaðanna hefír gert mikið veður út af þessu og tekið það sem fullvíst mái. Senni- legt er að þetta sé þó aðeins úv lausu lofti gripið, því slíkt gerræð* sem þetta, nær engri átt að stjórnarráðið, þó kátlegt sé, fremdí í andarslitrunum. Væru kosningar iátnar farat fram eftir gömlu kjörskránni, er það svo skýlaust lagabrot, að kosningarnar yrðu dæmdar ógild- ar af sjálfu sér — það væri alveg eins gott að þær færu aldrei fram„ svo ekki yrði fé í þær sóað. Auðvitað á að endurskoða kjör- skrárnar um land alt og bæta ú þær því fóiki, sem öðlast kosn- ingarrétt samkvæmt nýju kosninga- lögunum þegar í stað. Og þessu verki hefði átt að vera Jokið nú. Fyrir þá vanrækslu má ávíta stjórnina og á að ávíta hana. En að stjórnin ætli að láta þingkosningarnar hér i bæ fara fram eftir gömlu kjörskránni, es* slík fjarstæða, að það getur ekki uerið satt. Maður verður að minsta kosti að gera ráð fyrir því, að svo sé. Kjósandi. 12 mena fóru í land af Sterling á Borðeyri og gengu tii Borgav- ness og komu hingað með Skyldi í fyrradag. Ferðin, þessa stuttw leið, var érfið mjög vegna stöð- ugra rigninga og mótbyrs. Urðu göngumenn til dæmis einn dag ad sitja um kyrt vegna vaxtar f einni Borgarfjarðaránni. Alls voru þeir» sem komu frá Siglufirði, 17 daga á leiðinni þaðan, hingað til bæjar- ins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.